Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 62

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 62
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 SUÐURLAND BENSINSALA Laugartorg Laugarási GISTING Hótel Flúðir Flúðum Hrunamannahreppi Sími 98-66630 FERÐALOG Guömundur Tyrfingsson Hópferbabílar Sími 98-21210 y---------\ Skeiðahreppur — Sveitin er á milli Þjórsár og Hvftár, frá Stóru- Laxá og Sandlækjarósi í norðri að Merkurlaut í Merkurhrauni í suðri. Afréttur liggur ofan byggðar í Gnúp- verjahreppi, ntilli Stóru-Laxár og Fossár. Sveitin er sléttlend, en Vörðufell setur sterkan svip á lands- lagið. Mýrlendi er mikið nær Hvítá norðan til, en Þjórsárhraun með Þjórsá og ná þau allt vestur að Hvítá sunnan til í sveitinni. Olafsvallakirkja með kunnri altar- istöflu eftir Baltasar og Áshildarmýri eru nafntoguðustu staðir sveitarinnar. Reykjaréttir, hlaðnar úr hraungrjóti árið 1881, eru þekkt mannvirki. Milli Hvítár og Vörðufells eru Höfðaflatir, votlendi á náttúruminjaskrá. HEKLA— INNCANCUR AÐ HELVÍTI Eldfjallið Hekla sést víða af Suður- landi á björtum degi, tilkomumikið fjall og fagurt. Hekla er eitt af kunnustu eld- fjöllunt heims og rithöfundar miðalda höfðu snemma vitneskju um hana. Á þeint tíma var hún talin inngangur að helvíti og trúðu menn því að þar loguðu sálir fordæmdra í eilífum eldi. Miklar furðusögur gengu um Heklu. Talið er að þeir Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson hafi fyrsúr manna geng- ið á Heklutind, aðfaranótt 20. júní 1750. Hyggi menn á uppgöngu er talið auðveldast að ganga á Heklu að norðan eða norðvestan. Hekla gaus síðast í janúar 1991 og var það sautjánda gosið frá landnámi en eldsumbrot hafa á þeim tínta verið alls 20-22 í sprunguþyrpingu Heklu — Heklukerfinu. Mörg gosanna hafa vald- ið miklu tjóni, sérstaklega fyrsta gosið sem varð með vissu eftir að fsland var numið, árið 1104. Það lagði stór land- svæði í auðn, einkunt í Þjórsárdal. Lengsta gosið í Heklu, svo vitað sé, varð árið 1766 en það stóð í tvö ár sam- fleytt. Eyðilegging varð allnokkur. Næstlengst voru umbrotin 1947 þegar Hekla spjó eldi og eimyiju í heilt ár og mánuði betur, en þá varð eyðilegging lítil. Styst hefur Hekla gosið 1980 og 1981, eina til tvær vikur samanlagt, en tjón varð hins vegar nokkurt. ÞINGVELLIR Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði árið 1928 þegar Hrauntún, Skógarkot, Vatnskot og Þingvellir voru friðlýst. Þjóðgarðurinn er um fimm þúsund hektarar að stærð. Þingvellir em þekkúr fyrir náttúm sína og sögu. Þar var Al- þingi stofhað árið 930 og starfaði óslit- ið til loka átjándu aldar. Kristni var lög- tekin árið þúsund á Þingvöllum og var kirkja reist þar snemma á elleftu öld. Sú sem nú stendur var vígð árið 1859. Um Þingvelli gengur Aúantshafshryggurinn í norðaustur þar sem austur og vestur rekur hvort frá öðm hægt og sígandi. Þingvallavatn er stærsta vatn Islands frá náttúmnnar hondi, 83,7 ferkílómetrar. VESTMANNAEYJAR Vestmannaeyjar eru ýmist taldar fimmtán eða átján og auk þess um þrjá- tíu drangar og sker. Heimaey er stærsta eyjan og hin eina sem er byggð. Sumir fræðimenn telja að fomleifarannsóknir í Heimaey hafi leitt í ljós að föst byggð hafi verið í Vestmannaeyjum talsvert fyrir áður tímasett Iandnám á íslandi, 874. Um síðustu aldamót voru íbúar í Vestmannaeyjum um 600. Vélbátaöld- in hófst þar nokluum ámm síðar. Mikill afli barst á land og íbúum fjölgaði óð- um, eða á tólf ámm úr um 600 í tæp- lega 1.700. Þeir em nú um fimm þús- und. Vestmannaeyjar em stærsta verstöð landsins þegar miðað er við aflamagn. Verðmæti þess afla sem þar er landað er um tveir milljarðar króna á ári. Tveir atburðir í sögu Vestmannaeyja taka öðmm fram. Annars vegar Tyrkja- ránið 1627, hins vegar eldgosið í Heimaey 1973. SÖFN Á SUÐURSTRÖNDINNI Nokkur athyglisverð söfn er að fínna á suðurströnd landsins og verður hér gerð stutúega grein fyrir þejm. Byggða- og listasafn Árnesinga á Seifossi. Þar er að finna ýmsa muni úr búnaðar- og menningarsögu Suð- urlands. I Listasafninu er sérstök sumars^ning ár hvert, auk fatasýn- ingar. I Dýrasafninu em uppstoppuð íslensk dýr. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. í safninu em munir tengdir sjósókn í verstöðvum á suðurströndinni og sögu Eyrarbakka. Þuríðarbúð á Stokkseyri. Hér er um að ræða sjóbúð eins og þær vom um síðustu aldamót. Búðin er kennd við Þuríði Einarsdóttur formann (1777-1863) og stendur þar sem búð hennar var. Rjómabúið á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Rjómabúið var reist árið 1905 og var í notkun til árs- ins 1952. Þar var einnig rekið pönt- unarfélag ffá 1928-1969.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.