Pressan - 02.07.1992, Side 48
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992
VESTFIRÐIR
GISTING
Gistihús Erlu
Urðargötu 2
Patreksfirði
BILALEIGA
Geysir
bílaleiga
ísafjörður
AÐRIR ÁHUCAVERÐIR STAÐ-
IRÁ VESTFJÖRÐUM
Króksfjarðarnes — þorp á nesi
milli Gilsfjarðar og Króksfjarðar.
Margar eyjar og sker fyrir landi, fagurt
útsýni til allra átta. Kaupfélag, pósthús,
félagsheimili. Eins konar „hlið“ Vest-
fjarða þegar komið er landleiðina að
sunnan.
Vaðlafjöll — sérkennilegir gíg-
tappar, sem rísa bratt upp úr um-
hverfinu skammt fyrir norðan Bjark-
arlund. Auðveldir uppgöngu og frá-
bær útsýnisstaður.
Reykhólar — þéttbýliskjarni á
Reykjanesi sunnan undir víðáttu-
miklu fjalli, Reykjanesfjalli. Otal
hólmar og sker fyrir landi. Skemmti-
legt gönguland í nágrenninu. Jarð-
hiti, sundlaug, þörungavinnsla.
Gufudalssveit/Múlasveit —
fjöldi fjarða inn úr Breiðafirði, strjál-
býlt eða komið í eyði. Víða kjarr-
gróður og gott berjaland, friðsælt og
vinalegt ferðamannaland fyrir þá sem
eru sjálfum sér nógir. Mikið fuglalíf
og víða fallegar holufyllingar í grjóti.
ReiphólsfjöII — víðáttumikið
fjalllendi norður af Gufudalssveit,
um 900 metra hátt. Þangað er löng
en auðveld ganga. Frábær útsýnis-
staður.
Brjánslækur/Vatnsfjörður — í
Vatnsfirði er úrvals útivistarsvæði
með miklum göngumöguleikum um
íjöll og dali, veiði, fuglalíf; jarðhiti,
sumarhótel í Flókalundi. A Brjáns-
læk er endastöð Flóabátsins Baldurs
yfir Breiðaíjörð og skammt fyrir of-
an bæinn er Surtarbrandsgil, sem
frægt er fyrir steingerðar jurtaleifar.
Dynjandi/Fjallfoss — mesti og
fallegasti foss Vestfjarða sem breið-
ist út stall af stalli niður eitt hundrað
metra háa fjallshlíð. Neðar í ánni
Dynjandi eru nokkrir aðrir fallegir
fossar. Nöfnin Dynjandi og Fjallfoss
eru notuðjöfnum höndum.
Barðaströnd — skjólgóð sveit
sunnan undir háum fjöllum. Þar eru
margir skoðunarverðir staðir svo sem
Reiðskörð, einnig nefnd Rauðsdals-
skörð, Sigluneshlíðar og fleiri. Þétt-
býliskjarni er að myndast á Kross-
melum. Þar er jarðhiti, félagsheimili,
kaupfélag, skóli og sundlaug. Haga-
vaðall og Haukabergsvaðall eru góð-
ir fuglaskoðunarstaðir.
Rauðisandur — einangrað
byggðarlag undir háum og bröttum
fjallahring með opna sandströnd til
suðurs. Ahugaverð ganga er frá
Melanesi til Sjöundár og í Skorar-
hlíðar.
Hnjótur í Örlygshöfn — þar er
Minjasafn Egils Olafssonar, stór-
merkilegt og fallega uppsett safn
gamalla muna úr héraðinu. Fyrirhug-
uð er mikil stækkun á safninu. Þjóð-
hátíðarskipið (1974) hefur verið fiutt
að Hnjóti.
Látrabjarg — og Keflavíkurbjarg
í franthaldi af því er eitt mesta fugla-
bjarg veraldar, urn fjórtán kfiómetra
langt og 441 metra hátt þar sem hæst
er. Fuglaskoðun fyrri hluta sumars er
þar frábærlega skemmtileg og auð-
veld. Lengri göngur eftir bjargbrún-
inni eru hressandi og skemmtilegar.
Vestasti oddi Islands. A Hvallátrum
eru fomar minjar um útræði.
Breiðavík — opin vík á móti
vestri með Ijósri sandströnd. Miklar
minjar um útræði fyrri tíma eru syðst
í víkinni. Góð svefnpokagisting og
tjaldstæði. Hentugur dvalarstaður
fyrir þá sem vilja eyða nokkrum dög-
um í fuglaskoðun á Látrabjargi, eða
stunda gönguferðir um friðsælt land.
Ketildalir/Selárdalur — röð til-
komumikilla dala út með Arnarfirði
að sunnan, þar sem Selárdalur er yst-
ur á vegarenda. I Selárdal má sjá
mörg af verkum Samúels Jónssonar,
listamannsins með barnshjartað.
Innst í Selárdal er surtarbrandur og
steingerðar jurtaleifar í Þórishlíðar-
fjalli.
Suðurfirðir — nokkrir fagrir firð-
ir, sem ganga inn úr Arnarfirði til
suðurs. Jarðhiti og sundlaug í Reykj-
arfirði, kríuvarp í Fossfirði og yfir
Trostansfirði gnæfa Hornatær og
fleiri mikilfengleg fjöll,, sem vekja
áhuga fjallgöngumanna. I Geirþjófs-
firði var sögusvið Gísla sögu Súrs-
sonar meðal annars og þar inni er
Einhamar með minnismerki um Auði
og Gísla. Þangað verður aðeins kom-
ist gangandi eða á báti.
Hornatær — nokkrir hvassbrýnd-
ir tindar milli Suðurfjarða og Vatns-
fjarðar, léttir uppgöngu úr Hellu-
skarði, mikilfenglegt útsýni í björtu
veðri.
Gláma — víðáttumikil háslétta
með mörgum og miklum jökulfönn-
um, um 900 metra yfir sjó, fyrrum
samfelldur jökull. Vestast á Glámu er
Sjónfríð, gott útsýnisfjall, sem einna
styst er að ganga á úr Dýrafjarðar-
botni. Lengri gönguleiðir yfir Glámu
liggja milli fjarða að vestan, norðan
og sunnan.
Vestfirsku Alparnir — nýtt nafn
á einu hrikalegasta fjalllendi Vest-
fjarða, utan Hrafnseyrarheiðar og
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Þar er fjöldi horna, klettabríka og
mikilfenglegra fjalla með Kaldbak,
hæsta fjall Vestfjarða (998 m), gnæf-
andi yfir allt umhverfið. Þarna er
kjörið land fyrir fjallgöngufólk, en
hafa skal hugfast, að bergið er laust í
sér og fara verður með gát.
Hrafnseyri — fæðingarstaður
Jóns Sigurðssonar (17. júní 1811) og
bústaður Hrafns Sveinbjarnarsonar
(1170-1213) eins fyrsta læknislærða
Islendingsins. Þar er safn Jóns Sig-
urðssonar og kapella til minningar
um hann. I kapellunni er einn gluggi
helgaður minningu Hrafns.
Mjólkár — við Borgarfjörð inn af
Arnarfirði, tvær samsíða ár, sem falla
hvítfyssandi niður háa fjallshlíð.
Árnar hafa verið virkjaðar og hverfa
alveg í rörin í þurrkatíð.
Mýrar — eitt mesta æðarvarp
landsins er austan undir Mýrafelli,
sem setur svip á innanverðan Dýra-
fjörð. Á Læk, utan Mýrafells, er
einnig að koma gott æðarvarp. Ekki
má fara um varplöndin nema með
leyfi ábúenda.
Núpur — skólasetur og sumarhót-
el undir hvassbrýndum fjöllum norð-
an Dýrafjarðar. Fallegur skrúðgarð-
ur.
Ingjaldssandur — einangrað
byggðarlag yst við Önundarfjörð en
vegasamband suður til Dýrafjarðar.
Auðvelt að ganga þaðan á Barða,
sem skagar lengst út allra annesja
milli vesturfjarðanna.
Vigur — vinaleg græn eyja úti
fyrir mynni Hestfjarðar og Skötu-
fjarðar. Mikið æðar- og lundavarp.
Vel varðveitt gömul hús og vindm-
ylla. Óheimilt er að fara um eyjuna
nema með leyfi ábúenda.