Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 1
METALLICA-AÐDÁENDUR lögðu talsvert á sig í
bið eftir miðum á tónleika hinnar goðsagnakenndu
þungarokkshljómsveitar fyrir utan Verslun Og-
Vodafone í Síðumúlanum í fyrrinótt. Mætti fólk
með kúlutjöld og svefnpoka, stóla og annan úti-
legubúnað svo helst minnti ástandið á útihátíð.
Meðal þeirra sem biðu mættu tímanlega og
tryggðu sér öruggt sæti framarlega í biðröðinni var
Tinna Heimisdóttir, 15 ára, ásamt félögum sínum.
Engin spurning var að henni þótti biðin fyrirhafn-
arinnar virði og skipti engu þótt að henni sækti
kuldi og hungur. „Nóttin var rosalega erfið en
þetta var samt rosagaman,“ sagði hún. „Kuldinn og
hungrið var það versta, en það var samt rosafjör.
Við vorum með tjald og stóla en bjuggumst ekki við
því að það yrði svona kalt. Það var alveg þokka-
legur friður hérna fyrir utan smáslagsmál en það
var ekkert stórt.“ Hún átti erfitt með að gera upp á
milli þeirra fjölmörgu laga sem Metallica hefur sent
frá sér á liðnum árum en nefndi þó Unforgiven og
Wiskhey in the Jar og undir það tóku félagar henn-
ar.
Aðeins framar í röðinni var Ragnar Hansen, 15
ára, sem átti kalda nótt en bar sig vel. „Ég mætti á
staðinn klukkan 1 eftir miðnætti og þá var fjör
hérna. Ég tók bara með mér teppi og var frekar
kalt. Ég svaf um nóttina og talaði við fólkið í kring-
um mig. Ég sá ein slagsmál en vissi um þrenn.“
Köld nótt hjá
aðdáendum
„Nóttin var erfið en samt rosagaman“
Metallica-biðröð í Síðumúla 28 fyrir utan OgVodafone. Mætti fólk með kúlutjöld og svefnpoka.
Morgunblaðið/Árni Torfason
STOFNAÐ 1913 133. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Menntun
fagfólks
Rætt við Ólaf Proppé rektor
Kennaraháskóla Íslands 18
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Flugan Helgi Snær Lofar góðu Ódeig Förðun Í
Cannes Hönnun Föt Matur og vín Krossgáta Atvinna | Atvinnu-
leysi í apríl Fréttir | Atvinna | Rað- og smáauglýsingar Draumastarfið
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
GLIÐNUN jarðskorpunnar á Íslandi er að
mati Árna Hjartarsonar, jarðfræðings hjá
Íslenskum orkurannsóknun, meiri en al-
mennt hefur verið talið til þessa, eða um 3,4
cm á ári í stað 1,8 cm. Telur Árni að hug-
myndir manna um gliðnun berggrunns á Ís-
landi, eðli hennar og hraði, þarfnist endur-
skoðunar.
Árni setur þessar tilgátur fram í dokt-
orsritgerð sinni, sem hann varði nýlega við
Kaupmannahafnarháskóla, og fjallar um
Skagafjarðarmislægið svonefnda og jarð-
sögu þess. Hann segir að það kunni að
þykja ótrúlegt að gliðnun á Íslandi geti ver-
ið meiri en gliðnun á jarðskorpuflekunum
sem það tilheyrir.
„En þá hlýtur eitthvað að vera bogið við
aldursgreiningar á landinu, jarðsögulegt
tímatal og segulkvarða. Bergið austanlands
og vestan ætti að vera miklu eldra, 25 millj-
ón ára eða svo,“ segir Árni.
Gliðnunin
meiri en
áður talið?
Gliðnun landsins/4
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær, að banda-
rískur her yrði áfram í Írak eftir
fyrirhuguð valdaskipti í Írak 30.
júní næstkomandi. Áður hafði
komið fram hjá Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og
öðrum fulltrúum helstu banda-
manna Bandaríkjanna í landinu, að
allt herlið yrði kallað heim, færi ný
stjórn fram á það. John Kerry, for-
setaframbjóðandi demókrata,
sagði í fyrradag, að Bandaríkin
ættu aldrei framar að heyja „hent-
ugleikastríð“, aðeins ef brýnir
þjóðarhagsmunir krefðust þess.
Powell sagði á fundi utanríkis-
ráðherra G8-ríkjanna, helstu iðn-
ríkja heims, í Washington í fyrra-
dag, að bandarískur her yrði
kallaður heim frá Írak ef væntan-
leg stjórn í landinu færi fram á það
og undir það tóku utanríkisráð-
herrar Bretlands, Ítalíu og Japans.
Talsmenn Ástralíustjórnar lýstu
yfir því sama í gær en allir tóku
fram, að þeir byggjust ekki við
slíkri ósk í bráð.
Bush tók aftur á móti af allan
vafa um það í vikulegu útvarps-
ávarpi, að Bandaríkjaher yrði
áfram í Írak hvað sem liði tilkomu
íraskrar ríkisstjórnar. Sagði hann,
að herinn yrði í landinu þar til
öruggt yrði, að Írakar væru færir
um að tryggja sitt eigið öryggi.
Kerry, sem hefur verið heldur
tvístígandi í afstöðu sinni til Íraks-
stríðsins, sem hann studdi á sínum
tíma, lýsti því yfir í fyrradag, að
Bandaríkjamenn ættu aldrei fram-
ar að heyja það, sem hann kallaði
„hentugleikastríð“, heldur aðeins
að grípa til vopna þegar öryggi
þjóðarinnar krefðist þess. Með því
er hann augljóslega að reyna að
hasla sér nýjan völl í umræðunni
um Íraksstríðið.
Ný könnun CNN-Time sýnir, að
Kerry myndi fá 51% atkvæða en
Bush 46% yrði kosið nú. Þá kemur
fram, að nú treysta aðeins 39%
kjósenda Bush til að leiða þjóðina.
Herinn áfram í Írak
Washington. AP, AFP.
Kerry segir að aldrei framar
megi heyja „hentugleikastríð“
Glæpsamlegar/10
Al-Jazeera/14
JÓN Stefánsson, leigubílstjóri í
Reykjavík, lenti í þeirri óvenjulegu
reynslu á föstudag, að kjölturakki
setti bíl eiganda síns í bakkgír og ók
á leigubíl Jóns.
Atvikið varð á bensínstöð í Smár-
anum í Kópavogi þegar eigandi
hundsins hafði brugðið sér inn á
bensínstöðina og skilið hundinn eftir
í bílnum með vélina í gangi. Jón var
að dæla á sinn bíl aftan við hinn bíl-
inn og vissi ekki fyrr til en bakkljósin
á bílnum fyrir framan hann kvikn-
uðu svo í árekstur stefndi. „Ég ætlaði
þá að ýta við bílnum en tókst það
ekki þar sem hann var í bakkgír,“
sagði Jón. Þegar bílarnir skullu sam-
an, þó ekki af miklu afli, hlutust af
lítilsháttar skemmdir. „Þegar ég að-
gætti hver var undir stýri kom í ljós
að þetta var þá hundur á sjálf-
skiptum bíl sem hafði bakkað á mig.
Eigandanum þótti þetta afar leið-
inlegt en við lukum málinu með því
að gera tjónaskýrslu á staðnum.“
Hundurinn virðist hafa getað sett
sjálfskiptan bíl eiganda síns í bakk-
gír með fyrrgreindum afleiðingun.
Jón telur ástæðu til að hvetja hunda-
eigendur til að drepa á bílum sínum á
meðan þeir geyma hunda sína í þeim.
Kjölturakki
bakkaði á bíl
ÍSRAELSKIR hermenn hafa eyði-
lagt meira en 100 hús í flóttamanna-
búðunum í Rafah á Gaza og skilið
meira en 1.000 manns eftir heimilis-
laus. Hyggjast þeir koma þar upp
einskismannslandi til að koma í veg
fyrir vopnasmygl frá Egyptalandi.
Frá því uppreisn Palestínumanna
gegn hersetu Ísraela hófst fyrir tæp-
um fjórum árum hafa Ísraelar brotið
niður þúsundir húsa og heimila Pal-
estínumanna og hafa hert þær að-
gerðir mjög á síðustu dögum eða eftir
að 11 ísraelskir hermenn féllu í átök-
um við Palestínumenn.
Í Rafah-búðunum einum hafa Ísr-
aelar eyðilagt heimili 11.000 manna
frá því í september 2000. Lýstu þeir
því yfir fyrir nokkrum dögum, að þeir
hygðust eyðileggja „hundruð“ heim-
ila í Rafah.
Qorei vill vopnahlé
Ísraelar reyndu í gær að ráða af
dögum Mohammed al-Hindi, einn
helsta leiðtoga Jihad-samtakanna, en
sagt er, að hann hafi sloppið lifandi.
Ahmed Qorei, forsætisráðherra
palestínsku heimastjórnarinnar,
sagði í gær, að hann hygðist leggja til,
að Ísraelar og Palestínumenn gerðu
með sér vopnahlé. Ætlar hann að
koma því á framfæri við Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en
þeir munu ræðast við í Amman í Jórd-
aníu.
Heimilin
eyðilögð
í Rafah
Gaza. AP, AFP.
MIKILL fögnuður braust út í Suður-Afríku í gær er Sepp Blatter, for-
seti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, tilkynnti, að heimsmeist-
arakeppnin í knattspyrnu árið 2010 færi fram þar í landi. Verður það í
fyrsta sinn, sem hún er haldin í Afríkuríki.
Var þetta ákveðið á fundi FIFA í Zürich í Sviss og er það lá fyrir
hrópaði s-afríska sendinefndin upp yfir sig af fögnuði auk þess sem
þúsundir manna stigu gleðidans í Jóhannesarborg og víðar í S-Afríku.
Í s-afrísku sendinefndinni var m.a. Nelson Mandela, fyrrverandi
forseti, sem sagði er hann hóf á loft verðlaunagripinn, að honum fynd-
ist hann vera orðinn ungur í annað sinn. Þakkaði hann öllum, sem
hefðu stutt S-Afríku, og sagði, að þetta væri sigur fyrir alla Afríku.
Reuters
Mandela fagnar.
Heimsmeistarakeppnin
haldin í Suður-Afríku
Zürich. AFP.