Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á SUMRIN þegar blómin og trén
springa út er það ekki síst smáfólk-
ið sem nýtur þess að leika sér úti í
náttúrunni. Segja má að börnin
springi út líkt og náttúran á þess-
um tíma, skoppi og hoppi um
græna grundu, skoði laufguð trén
og tíni sumarblóm handa mömmu
og pabba. Kári Steinn er ekki hár í
loftinu og getur því auðveldlega
falið sig í trjágróðrinum í garð-
inum heima hjá sér. Ljósmynd-
arinn kom þó auga á hann á milli
greinanna og smellti af honum
mynd.
Morgunblaðið/Golli
Nú er
sumar
ÁRNI Hjartarson, jarðfræðingur
hjá Íslenskum orkurannsóknum,
setur fram nýjar hugmyndir um
gliðnun jarðskorpunnar á Íslandi í
doktorsritgerð sem hann varði við
Kaupmannahafnarháskóla í lok
apríl. Í henni kemst hann að þeirri
niðurstöðu að gliðnunarhraðinn sé
mun meiri en almennt er viður-
kennt eða 3,4 cm á ári. Hingað til
hafi gliðnunin verið talin 1,8 cm á
ári samkvæmt nýjustu reiknilíkön-
um. Telur hann að hugmyndir
manna um gliðnun berggrunns á
Íslandi, eðli hennar og hraða,
þarfnist endurskoðunar.
Árni segir að gliðnun jarðskorp-
unnar út frá miðhafshryggnum í
Norður-Atlantshafi hafi verið all-
vel þekkt frá árinu 1966. Þá birtu
jarðvísindamenn útreikninga á
henni sem byggðust á mælingum
og aldursgreiningum á segulrein-
um hafsbotnsins. Gliðnun á Íslandi
hafi verið álitin sú sama og á hafs-
botni eða 1,8 cm á ári. Hann bendir
á að elsta aldursgreinda bergið á
landinu sé á útnárum í austri og
vestri; 15 milljón ára í Tóarfjalli á
Vestfjörðum og 13 milljón ára í
Gerpi. Um 480 km séu þar á milli.
Aldur bergs fari síðan í grófum
dráttum lækkandi í átt að gosbelt-
unum inn til landsins. Með því að
deila meðalaldri elsta bergs í austri
og vestri upp í breidd landsins ætti
gliðnunin að koma í ljós. Sé þetta
skoðað, segir Árni, þá virðist gliðn-
unin mun meiri en búast mátti við.
„Ísland er því með öðrum orðum of
stórt miðað við hina almennt við-
urkenndu gliðnun í Norður-Atl-
antshafi, það er yfir 200 km of
breitt frá austri til vesturs.“
Ótrúlegar skýringar
Hann segir að það kunni að
þykja ótrúlegt að gliðnun á Íslandi
geti verið meiri en gliðnun á jarð-
skorpuflekunum sem það tilheyrir.
„En þá hlýtur eitthvað að vera bog-
ið við aldursgreiningar á landinu,
jarðsögulegt tímatal og segul-
kvarða. Bergið austanlands og
vestan ætti að vera miklu eldra, 25
milljón ára eða svo. Það er líka
mjög ótrúleg niðurstaða. Þriðja
skýringin gæti verið sú að grunnt
undir landinu leyndist væn flís af
eldra bergi, eldfornri meginlands-
skorpu eða gamalli úthafsskorpu.
Það gæti skýrt mikla en falska
gliðnun, sýndargliðnun. Þessi „flís“
þyrfti þó að vera yfir 200 km breið
og um 50.000 km² að flatarmáli,
það telst heldur ekki trúleg skýr-
ing. Margt mælir auk þess gegn
henni,“ segir Árni.
Honum finnst athyglisvert að sí-
ritandi GPS staðsetningarmæling-
ar, sem stundaðar eru af Veður-
stofu Íslands og fleiri aðilum, sýna
stöðuga hreyfingu jarðskorpunnar
nánast frá degi til dags og viku eft-
ir viku. Þessar hreyfingar þyki
samsvara gliðnun sem er um 1,8
cm á ári. Þetta megi túlka sem hina
víðfeðmu gliðnun Evrasíu- og
N-Ameríkuflekanna.
Gliðnun samfara gosum
„Á Íslandi virðist sem lotubund-
in aukagliðnun eigi sér stað í svo-
nefndum gliðnunarhrinum sem
verða samfara sprungugosum og í
stórum skjálftum. Í Kröflueldum á
árunum 1975–1984 mældist um 7,5
m gliðnun um miðbik sprungu-
svæðisins og um 5 m að meðaltali
eftir því endilöngu á um 80 km
löngum kafla,“ segir Árni. Að
minnsta kosti tvær aðrar gliðnun-
arhrinur hafi orðið í Norðurlands-
gosbeltinu á sögulegum tíma sam-
fara hinum miklu gosum í Öskju og
Sveinagjá 1875 og í Mývatnseldum
1724–1729. „Þessar hrinur voru
ekki minni en Kröfluumbrotin,
þótt engar afgerandi tölur séu til
um það. Samanlögð gliðnun væri
því ekki undir 15 m. Samkvæmt því
hefur gliðnun á Mývatnssvæðinu á
síðustu 1.000 árum verið 18 m
vegna stöðugs landreks að við-
bættum 15 m í hrinum eða 33 m
alls. Þetta gera 3,3 cm á ári sem er
furðu nálægt þeim tölum sem fást
þegar til lengri tímabila er litið.“
Árni Hjartarson segir að að öllu
samanlögðu sé niðurstaðan sú að
hugmyndir manna um gliðnun
jarðskorpunnar á Íslandi þarfnist
endurskoðunar og hún sé mun
meiri en gert hafi verið ráð fyrir
hingað til.
Doktorsritgerð Árna er á ensku
en íslenskur titill er „Skagafjarð-
armislægið og jarðsaga þess“. Rit-
gerðin samanstendur af sjö sjálf-
stæðum vísindagreinum.
Hugmyndir um gliðnun jarðskorpunnar endurskoðaðar
Gliðnunin meiri en
talið hefur verið
Ísland virðist gliðna og stækka hraðar en almennt hefur verið talið.
Ætti breidd þess frá Gerpi og til ystu skaga á Vestfjörðum að vera 250
km en í raun er hún 480 km. Myndin sýnir þennan stærðarmun.
MIÐASALA á Listahátíð er í fullum
gangi. Heiðrún Harðardóttir, starfs-
maður Listahátíðar, sagði að fólk
virtist kunna mjög vel við að geta
keypt miða á Netinu, en að jafnframt
væri mikið hringt.
Heiðrún segir undirtektir almenn-
ings hafa verið gríðarlega góðar,
uppselt væri á ákveðna viðburði og
að nú sé fólk farið að huga að seinni
hluta hátíðarinnar og kippur kominn
í miðasölu á viðburði þá.
Miðar á Listahátíð seldir
í fyrsta skipti á Netinu
Þetta er í fyrsta sinn sem Listahá-
tíð selur miða á Netinu. Á síðustu há-
tíð var þó hægt að panta miða með
tölvupósti.
„Við fundum í fyrra að það var al-
veg grundvöllur fyrir því að setja
upp miðasölu á Netinu, og virðumst
hafa lesið rétt í það. Fólk vill fara inn
á Netið til að kaupa miða. Ef það
finnur ekki nógu gott sæti, þá hring-
ir það í okkur. Það er orðið minna um
það að fólk standi í röð til að kaupa
miða.“
Miðasala Listahátíðar
gengur vel
Hægt að
nálgast miða
á Netinu
SÝNI hafa verið send til útlanda
vegna mögulegs riðusmits á bænum
Kjóastöðum í Biskupstungum. Ein-
kenni voru grunsamleg, en ekki
tókst að staðfesta veikina með þeim
aðferðum sem tiltækar eru. Því var
ákveðið að senda sýni til Noregs til
rannsóknar með nýrri og nákvæmari
aðferð en tiltæk er hér á landi. Þeirri
aðferð hefur ekki enn verið komið
upp vegna kostnaðar. Ef grunur um
riðu reynist réttur er það fjórði bær-
inn, þar sem riða finnst í Biskups-
tungum á einu ári.
Mikilvægt að bændur
séu á varðbergi
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar,
dýralæknis á Keldum, er von á nið-
urstöðum rannsókna í lok næstu
viku. „Ef riðuveiki reynist vera á
þessum bæ, er líklegt að fleiri bæir
séu í hættu í nágrenninu. Þar sem
við höfum engin lyf eða próf til að
tína úr smitbera er förgun á öllu fé
því miður eina lausnin eins og er.“
Ef riða fyndist á Kjóastöðum yrði
trúlega gerð tillaga um að lóga öllu
fé í Biskupstungum að undanskild-
um Hlíðabæjum. Þeir eru í sérstöku
hólfi. „Riðuveikin er svo lengi að búa
um sig og svo lúmsk, að hún getur
leynst lengi án þess að hægt væri að
menn átti sig á henni. Auk þess eru
fyrstu einkenni veikinnar mjög
breytileg og oft óljós,“ útskýrir Sig-
urður. Menn ættu því að segja til
allra kinda, sem minnsti grunur fell-
ur á.
„Það er mjög auðvelt að dreifa
veikinni um allar jarðir, ef menn
gæta ekki að sér eða sýna kæruleysi.
Kostnaður við dýralæknisskoðun og
próf er ókeypis fyrir bændur. Á
fundi, sem haldinn var nýlega í Þing-
borg, kom fram vilji um að hvika
hvergi frá því að vinna með fullri ein-
urð og drenglyndi gegn riðuveik-
inni,“ segir Sigurður.
Fyrirhugað er að sögn Sigurðar að
farga öllu fé í haust sem fer á milli af-
rétta og kemur fyrir í útréttum, og
fullorðið fé verði bætt.
„Það er mjög mikilvægt að menn
hafi gætur á hvaða kindur þeir senda
til fjalls. Menn ættu að leita sér upp-
lýsinga hjá þeim reyndu, sem þekkja
sálarlíf kindanna. Ef menn senda á
fjall kindur, sem ekki þekkja land-
svæðið, eða áður en gróður er orðinn
nægur, er hætta á að þær lendi á
flakki, og auki smithættuna.“
Enn líkur á riðu
í Biskupstungum
TALSVERÐUR erill var hjá lög-
reglunni í Kópavogi í fyrrinótt en
lögregla þurfti að hafa afskipti af
fólki vegna ölvunar, skv. upplýsing-
um lögreglu. Hópur unglinga safn-
aðist saman á Rútstúni og var tals-
vert um ölvun. Þurfti lögregla að
flytja nokkur ungmenni í misjöfnu
ástandi til síns heima. Skv. upplýs-
ingum lögreglu í Reykjavík og Hafn-
arfirði bar nokkuð á því að unglingar
hópuðust saman í fyrrinótt til að
fagna lokum samræmdra prófa en
engin teljandi vandræði urðu þó
vegna skemmtanahalds ungling-
anna.
Erill hjá lögreglu
í Kópavogi
TALSVERÐUR hópur ungs fólks
safnaðist saman í miðbæ Akureyrar
í fyrrinótt, og beið þar eftir að
miðasala hæfist á tónleika hljóm-
sveitarinnar Metallica. Skv. upplýs-
ingum lögreglu voru flestir ungling-
anna stilltir og lítið bar á
áfengisdrykkju á svæðinu en lög-
regla þurfti þó að hafa afskipti af
fáeinum einstaklingum sem létu
ófriðlega. Þurfti að fjarlægja einn
þeirra vegna ölvunar.
Akureyri
Biðu eftir að
miðasala hæfist
♦♦♦