Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 10

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 10
10 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í kjölfar mikils þrýstings og háværr- ar gagnrýni á alþjóðlegum vettvangi tilkynnti æðsti yfirmaður Banda- ríkjahers í Írak, Ricardo Sanchez herforingi, á föstudag að allar þvingandi aðgerðir við yfirheyrslur yrðu bannaðar. Þetta bann á þó að- eins við um yfirheyrslur fanga í Írak, en tekur hvorki til Afganistans né fangabúða Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, þar sem enn harðneskjulegri aðferðir eru við lýði. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðu- neytinu sagði að þetta ætti við um aðferðir á borð við að láta fanga sitja á hækjum sér tím- unum saman eða svipta þá svefni. Fyrr í síðustu viku hafði komið fram í vitn- isburði Keiths Alexanders, æðsta yfirmanns njósna í bandaríska landhernum, á Banda- ríkjaþingi að til væri listi eða minnisblað yfir aðferðir, sem sumar mætti nota á alla fanga en aðrar aðeins með leyfi Sanchezar. Á listanum, sem var ein síða, sagði meðal annars að hafa mætti áhrif á mataræði fanga og var átt við að það mætti hætta að gefa þeim að borða í ákveð- inn tíma ef læknar fylgdust með þeim, hita og kæla klefa þeirra á víxl, halda vöku fyrir föng- um í allt að þrjá daga, setja þá í einangrun í allt að 30 daga, nota hunda hersins til að skjóta föngum skelk í bringu og neyða þá til að vera í kvalafullum stellingum í allt að 45 mínútur. Í minnisblaðinu segir að meta eigi í hverju tilfelli fyrir sig hvort beita eigi þessum aðferð- um og til þess þurfi skriflegt leyfi frá Sanchez. Að því er fram kemur í dagblaðinu Boston Globe hefur ekkert komið fram til þessa, sem bendir til að Sanchez hafi samþykkt beiðnir um leyfi til að nota þessar aðferðir. Rumsfeld ver aðferðir í Írak Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bar á miðvikudag vitni á Bandaríkjaþingi ásamt Richard B. Myers, yf- irmanni bandaríska herráðsins, og sagði að lögmenn varnarmálaráðuneytisins hefðu leyft ákveðna yfirheyrslutækni eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001, þar á meðal að svipta menn svefni og mat og neyða menn til að vera lengi í óþægilegum stellingum. Sögðu Rums- feld og Myers að þessar aðferðir væru ekki taldar brjóta í bága við Genfarsamningana um meðferð fanga á stríðstímum. Daginn eftir báru Paul D. Wolfowitz, vara- varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Peter Pace, varaformaður bandaríska herráðsins, vitni á Bandaríkjaþingi. Vitnaleiðslan átti að snúast um aukin fjárframlög til aðgerða hers- ins í Írak og Afganistan, en beindist að hluta að þeim aðferðum, sem notaðar væru við yfir- heyrslu fanga í Írak. Viðurkenndu Wolfowitz og Pace að aðferðirnar, sem notaðar væru í Írak, brytu í bága við Genfarsáttmálann. Jack Reed, öldungadeildarþingmaður frá Rhode Island, gekk hart að Wolfowitz og spurði hann hvort hann teldi mannúðlegt að beita aðferðum á borð við að setja hettu yfir höfuð manns í 72 klukkustundir. Eftir nokkurt þóf svaraði Wolfowitz: „Mér virðist það ekki vera mannúðlegt, öldungadeildarþingmaður.“ Ekki einangruð tilvik Í skýrslu Alþjóða Rauða krossins, sem ekki hefur verið gerð opinber en var birt að hluta á vefsíðu Wall Street Journal í vikunni, kemur ýmislegt fram sem ekki telst bandarískum stjórnvöldum í hag. Gögnin gefa til kynna að misþyrmingarnar í Abu Ghraib hafi ekki verið jafn einangruð tilvik og Bush-stjórnin heldur fram, heldur í fullu samræmi við almennari við- horf til meðferðar fanga, sem embættismenn hafi vitað af og látið óátalin. Meðal annars er í skýrslunni haft eftir starfsmönnum leyniþjónustu hersins að 70– 90% þeirra 43.000 Íraka sem dvalið hafi í fang- elsum Bandaríkjahers á einhverjum tíma- punkti frá innrásinni hafi verið teknir höndum fyrir mistök. Nú munu um 8.000 Írakar vera í haldi herja bandamanna, en bandarískir emb- ættismenn segja að fjöldinn eigi að vera kom- inn niður í um 2.000 þegar valdaframsalið til bráðabirgðastjórnar heimamanna fer fram í lok næsta mánaðar. Í Abu Ghraib var einn vörður á hverja fimm- tán fanga, en í borgaralegum fangelsum er yf- irleitt talið æskilegt að einn vörður sé á hverja fjóra fanga. Eitt herfylki sá þar um gæslu 7.000 fanga, en samkvæmt viðmiðunarreglum Bandaríkjahers á eitt herfylki alla jafna ekki að gæta fleiri en 4.000 fanga. „Agaleysi, engin þjálfun og ekkert eftirlit“ Herforinginn Antonio Taguba, sem stjórn- aði rannsókn hersins í janúar á ofbeldisverk- „Glæpsamlegar mis Myndir af misþyrmingum bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad hafa hneykslað heimsbyggðina undanfarnar vikur. Síðustu daga hefur margt skýrst varðandi umfang og alvarleika at- burðanna, en ekki eru öll kurl komin til grafar og myndir sem enn hafa ekki komið fyrir almenningssjónir eru sagðar sýna ennþá hræðilegri mis- þyrmingar. Áhrif málsins fyrir Bandaríkjastjórn og möguleika George Bush forseta á endurkjöri eru ófyrirsjáanleg. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir og Karl Blöndal fjalla um pyntingarnar í Írak og þróun mála í kjölfarið. Reuters George Bush Bandaríkjaforseti sagði í liðinni viku að hann myndi standa við bakið á Donald Rums- feld varnarmálaráðherra og ekki krefjast þess að hann segði af sér vegna meðferðar fanga í Írak. Reuters Nöktum fanga í Abu Ghraib ógnað með hundum. Aðrar myndir sýndu fanga, sem hafði verið bitinn. V art þarf að hafa mörg orð um það hveuppljóstranirnar um misþyrmingarbandarískra hermanna á íröskum föng- um hafa skaðað orðstír og trúverðugleika Banda- ríkjastjórnar á alþjóðavettvangi, og ekki hvað síst í arabaheiminum. Málið getur vitaskuld einnig haft áhrif á stöðu Bush-stjórnarinnar innanlands og sett mark sitt á baráttuna fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum í nóvember. Auk þess er við því að búast að það hafi veruleg áhrif á bæði liðs- andann í herliði bandamanna í Írak og skilyrði þess til að starfa með og meðal innfæddra í landinu. Dagblaðið The New York Times birtir í gær harðorðan leiðara undir fyrirsögninni „Bandaríkin á reki í Írak“. „Eftir sex vikna hernaðarlegt og póli- tískt mótlæti virðist stjórn Bush gera lítið meira en að leita leiða til að skrimta fram yfir forseta- kosningarnar í nóvember án þess að bandarískir hermenn lendi í borgarastyrjöld,“ segir í leið- aranum. „Það að stjórnin hefur dregið úr vænt- ingum sínum kynni að hafa jákvæð áhrif ef útkom- an væri raunhæf áætlun um að ná raunhæfum markmiðum. Því miður virðist ekki vera nein slík áætlun, aðeins undarlegar vendingar í þessa átt- ina eða hina til að bregðast við atburðum dagsins. Þetta mynstur eykur hættuna á því að svo fari að út brjótist borgarastyrjöld eða stjórnleysi, sem er það, sem Bandaríkjaher er í Írak til að koma í veg fyrir.“ Í leiðaranum segir að örvæntingin virðist vera það eina, sem sé gegnumgangandi í stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak og síðan er bætt við: „Ef enn á að vera hægt að bjarga einhverjum þeirra markmiða, sem Bandaríkjamenn vilja ná í Írak, þarf meira til en klaufalega krísustjórnun, sem ákvarðast af þörfum baráttu Bush fyrir endur- kjöri.“ Dálkahöfundurinn Thomas Friedman, sem skrif- ar í New York Times og hefur hingað til verið vin- veittur stjórn Bush og stutt stríðið í Írak, skrifaði fyrr í liðinni viku dálk þar sem hann snýr við blaðinu. Hann hafi haldið að stjórn Bush myndi Áfall fyrir Bandaríkjastjórn Reuters Mótmælendur risu upp þegar Donald Rumsfeld bar vitni á Bandaríkjaþingi 7. maí og kröfðust af- sagnar hans. Rumsfeld baðst afsökunar á meðferð íraskra fanga í Írak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.