Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í kjölfar mikils þrýstings og háværr- ar gagnrýni á alþjóðlegum vettvangi tilkynnti æðsti yfirmaður Banda- ríkjahers í Írak, Ricardo Sanchez herforingi, á föstudag að allar þvingandi aðgerðir við yfirheyrslur yrðu bannaðar. Þetta bann á þó að- eins við um yfirheyrslur fanga í Írak, en tekur hvorki til Afganistans né fangabúða Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, þar sem enn harðneskjulegri aðferðir eru við lýði. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðu- neytinu sagði að þetta ætti við um aðferðir á borð við að láta fanga sitja á hækjum sér tím- unum saman eða svipta þá svefni. Fyrr í síðustu viku hafði komið fram í vitn- isburði Keiths Alexanders, æðsta yfirmanns njósna í bandaríska landhernum, á Banda- ríkjaþingi að til væri listi eða minnisblað yfir aðferðir, sem sumar mætti nota á alla fanga en aðrar aðeins með leyfi Sanchezar. Á listanum, sem var ein síða, sagði meðal annars að hafa mætti áhrif á mataræði fanga og var átt við að það mætti hætta að gefa þeim að borða í ákveð- inn tíma ef læknar fylgdust með þeim, hita og kæla klefa þeirra á víxl, halda vöku fyrir föng- um í allt að þrjá daga, setja þá í einangrun í allt að 30 daga, nota hunda hersins til að skjóta föngum skelk í bringu og neyða þá til að vera í kvalafullum stellingum í allt að 45 mínútur. Í minnisblaðinu segir að meta eigi í hverju tilfelli fyrir sig hvort beita eigi þessum aðferð- um og til þess þurfi skriflegt leyfi frá Sanchez. Að því er fram kemur í dagblaðinu Boston Globe hefur ekkert komið fram til þessa, sem bendir til að Sanchez hafi samþykkt beiðnir um leyfi til að nota þessar aðferðir. Rumsfeld ver aðferðir í Írak Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bar á miðvikudag vitni á Bandaríkjaþingi ásamt Richard B. Myers, yf- irmanni bandaríska herráðsins, og sagði að lögmenn varnarmálaráðuneytisins hefðu leyft ákveðna yfirheyrslutækni eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001, þar á meðal að svipta menn svefni og mat og neyða menn til að vera lengi í óþægilegum stellingum. Sögðu Rums- feld og Myers að þessar aðferðir væru ekki taldar brjóta í bága við Genfarsamningana um meðferð fanga á stríðstímum. Daginn eftir báru Paul D. Wolfowitz, vara- varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Peter Pace, varaformaður bandaríska herráðsins, vitni á Bandaríkjaþingi. Vitnaleiðslan átti að snúast um aukin fjárframlög til aðgerða hers- ins í Írak og Afganistan, en beindist að hluta að þeim aðferðum, sem notaðar væru við yfir- heyrslu fanga í Írak. Viðurkenndu Wolfowitz og Pace að aðferðirnar, sem notaðar væru í Írak, brytu í bága við Genfarsáttmálann. Jack Reed, öldungadeildarþingmaður frá Rhode Island, gekk hart að Wolfowitz og spurði hann hvort hann teldi mannúðlegt að beita aðferðum á borð við að setja hettu yfir höfuð manns í 72 klukkustundir. Eftir nokkurt þóf svaraði Wolfowitz: „Mér virðist það ekki vera mannúðlegt, öldungadeildarþingmaður.“ Ekki einangruð tilvik Í skýrslu Alþjóða Rauða krossins, sem ekki hefur verið gerð opinber en var birt að hluta á vefsíðu Wall Street Journal í vikunni, kemur ýmislegt fram sem ekki telst bandarískum stjórnvöldum í hag. Gögnin gefa til kynna að misþyrmingarnar í Abu Ghraib hafi ekki verið jafn einangruð tilvik og Bush-stjórnin heldur fram, heldur í fullu samræmi við almennari við- horf til meðferðar fanga, sem embættismenn hafi vitað af og látið óátalin. Meðal annars er í skýrslunni haft eftir starfsmönnum leyniþjónustu hersins að 70– 90% þeirra 43.000 Íraka sem dvalið hafi í fang- elsum Bandaríkjahers á einhverjum tíma- punkti frá innrásinni hafi verið teknir höndum fyrir mistök. Nú munu um 8.000 Írakar vera í haldi herja bandamanna, en bandarískir emb- ættismenn segja að fjöldinn eigi að vera kom- inn niður í um 2.000 þegar valdaframsalið til bráðabirgðastjórnar heimamanna fer fram í lok næsta mánaðar. Í Abu Ghraib var einn vörður á hverja fimm- tán fanga, en í borgaralegum fangelsum er yf- irleitt talið æskilegt að einn vörður sé á hverja fjóra fanga. Eitt herfylki sá þar um gæslu 7.000 fanga, en samkvæmt viðmiðunarreglum Bandaríkjahers á eitt herfylki alla jafna ekki að gæta fleiri en 4.000 fanga. „Agaleysi, engin þjálfun og ekkert eftirlit“ Herforinginn Antonio Taguba, sem stjórn- aði rannsókn hersins í janúar á ofbeldisverk- „Glæpsamlegar mis Myndir af misþyrmingum bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad hafa hneykslað heimsbyggðina undanfarnar vikur. Síðustu daga hefur margt skýrst varðandi umfang og alvarleika at- burðanna, en ekki eru öll kurl komin til grafar og myndir sem enn hafa ekki komið fyrir almenningssjónir eru sagðar sýna ennþá hræðilegri mis- þyrmingar. Áhrif málsins fyrir Bandaríkjastjórn og möguleika George Bush forseta á endurkjöri eru ófyrirsjáanleg. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir og Karl Blöndal fjalla um pyntingarnar í Írak og þróun mála í kjölfarið. Reuters George Bush Bandaríkjaforseti sagði í liðinni viku að hann myndi standa við bakið á Donald Rums- feld varnarmálaráðherra og ekki krefjast þess að hann segði af sér vegna meðferðar fanga í Írak. Reuters Nöktum fanga í Abu Ghraib ógnað með hundum. Aðrar myndir sýndu fanga, sem hafði verið bitinn. V art þarf að hafa mörg orð um það hveuppljóstranirnar um misþyrmingarbandarískra hermanna á íröskum föng- um hafa skaðað orðstír og trúverðugleika Banda- ríkjastjórnar á alþjóðavettvangi, og ekki hvað síst í arabaheiminum. Málið getur vitaskuld einnig haft áhrif á stöðu Bush-stjórnarinnar innanlands og sett mark sitt á baráttuna fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum í nóvember. Auk þess er við því að búast að það hafi veruleg áhrif á bæði liðs- andann í herliði bandamanna í Írak og skilyrði þess til að starfa með og meðal innfæddra í landinu. Dagblaðið The New York Times birtir í gær harðorðan leiðara undir fyrirsögninni „Bandaríkin á reki í Írak“. „Eftir sex vikna hernaðarlegt og póli- tískt mótlæti virðist stjórn Bush gera lítið meira en að leita leiða til að skrimta fram yfir forseta- kosningarnar í nóvember án þess að bandarískir hermenn lendi í borgarastyrjöld,“ segir í leið- aranum. „Það að stjórnin hefur dregið úr vænt- ingum sínum kynni að hafa jákvæð áhrif ef útkom- an væri raunhæf áætlun um að ná raunhæfum markmiðum. Því miður virðist ekki vera nein slík áætlun, aðeins undarlegar vendingar í þessa átt- ina eða hina til að bregðast við atburðum dagsins. Þetta mynstur eykur hættuna á því að svo fari að út brjótist borgarastyrjöld eða stjórnleysi, sem er það, sem Bandaríkjaher er í Írak til að koma í veg fyrir.“ Í leiðaranum segir að örvæntingin virðist vera það eina, sem sé gegnumgangandi í stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak og síðan er bætt við: „Ef enn á að vera hægt að bjarga einhverjum þeirra markmiða, sem Bandaríkjamenn vilja ná í Írak, þarf meira til en klaufalega krísustjórnun, sem ákvarðast af þörfum baráttu Bush fyrir endur- kjöri.“ Dálkahöfundurinn Thomas Friedman, sem skrif- ar í New York Times og hefur hingað til verið vin- veittur stjórn Bush og stutt stríðið í Írak, skrifaði fyrr í liðinni viku dálk þar sem hann snýr við blaðinu. Hann hafi haldið að stjórn Bush myndi Áfall fyrir Bandaríkjastjórn Reuters Mótmælendur risu upp þegar Donald Rumsfeld bar vitni á Bandaríkjaþingi 7. maí og kröfðust af- sagnar hans. Rumsfeld baðst afsökunar á meðferð íraskra fanga í Írak.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.