Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 12
Verkfræðingar telja mögulegt aðleggja hljóðfráa lest á milli NewYork-borgar í Bandaríkjunum ogLundúna, höfuðborgar Bretlands.Lestin þyrfti að sjálfsögðu að
ferðast um lönd og höf, en verkfræðingarnir
reikna með að hún fari yfir á 6.400 kílómetra
hraða á klukkustund. Miðað við þessar for-
sendur tæki ferðin aðeins eina klukkustund.
Hugmyndum þessum er lýst í aprílhefti
bandaríska tímaritsins Popular Science. Þar
kemur fram að verkfræðingarnir, sem vísað er
til, eru engir aukvisar. Þeir Ernst Frankel og
Frank Davidson störfuðu báðir við hinn virta
bandaríska tækniháskóla MIT og Davidson
tók m.a. þátt í starfi vinnuhóps sem skipulagði
lestargöngin um Ermarsund. Þeir segja að
engin sérstök vandkvæði séu á að hrinda hug-
myndinni í framkvæmd, ef frá er talinn kostn-
aðurinn. Hann er áætlaður allt að 175 millj-
arðar Bandaríkjadala, eða tæpir 13.000
milljarðar íslenskra króna (13 billjónir kr.)
Verði hugmynd þeirra Frankels og David-
sons að veruleika geta ferðalangar gengið inn
í lest í New York og stigið út úr henni í Lund-
únum klukkustund síðar, eða þá í Brussel eða
París, kjósi menn að láta lestina ganga svo
langt. Lestin mun bruna í norður frá New
York, um norðausturhluta Kanada, stinga sér
svo í hafið, ná aftur föstu landi á Grænlandi,
hverfa aftur í sjó, koma upp á Íslandi og halda
þaðan sjóleiðina til Bretlands.
6.400 km hraði
Til að ná hvorki meira né minna en fjögur
þúsund mílna hraða, eða rúmlega 6.400 km
hraða á klukkustund, þarf lestin að ferðast um
sérstök göng. Í sjó yrðu þessi göng á 45–90
metra dýpi, en fest við hafsbotninn með sér-
stökum ankerum. Ankerin þurfa að vera ræki-
lega fest á hafsbotninn, til að koma í veg fyrir
að hafstraumar nái að hreyfa þau úr stað.
Dýptin er valin með það fyrir augun að þrýst-
ingur vegna of mikils dýpis verði ekki vanda-
mál. Göngin yrðu svo lofttæmd, en lestin knú-
in áfram með segulorku. Lofttæming er
nauðsynleg, bæði til að draga úr mótstöðu og
vegna þess að án hennar gæti sprenging, þeg-
ar lestin ryfi hljóðmúrinn, gert gat á göngin.
Þá væri lestinni haldið á lofti á teinum með
segulsviði til að minnka mótstöðuna enn frek-
ar.
Popular Science hefur eftir Frankel og
Davidson að ekkert sé því til fyrirstöðu að
leggja göng af þessu tagi. Alls konar pípur og
kaplar séu lagðir í sjó án nokkurra vand-
kvæða. Þá vísa þeir til þess að Norðmenn hafi
nýlega kannað kosti þess að leggja neðansjáv-
argöng yfir dýpstu firði Noregs og það eina
sem hafi komið í veg fyrir lagningu þeirra hafi
verið kostnaðurinn.
Kostnaðurinn við gerð hljóðfráu lestarinnar
frá Bandaríkjunum til Bretlands er áætlaður
1,8 til 3,6 milljarðar króna á hverja mílu, eða
1,6 km. Lagning lestarinnar er ódýrari á landi
en í sjó og þess vegna eru áætlanir miðaðar
við að hún liggi um Kanada, Grænland og Ís-
land, í stað þess að fara þvert yfir Atlants-
hafið.
Frankel og Davidson segja að hægt væri að
prófa göng af þessu tagi, til dæmis í Ontario-
vatni. Davidson fullyrðir að hugmyndin verði
að veruleika, þótt síðar verði. „Lest yfir Atl-
antshaf verður lögð. Við verðum bara að sýna
þessu verkefni sama áhuga og við höfðum á að
komast til tunglsins.“
Hugmyndin ekki út í hött
Þorsteinn Vilhjámsson, prófessor í vísinda-
sögu og eðlisfræði við Háskóla Íslands, segist
ekki sjá að þessi hugmynd sé á neinn hátt út í
hött sem framtíðarmúsík. „Aðalvandamálið er
þessi gríðarlegi hraði sem menn hugsa sér að
lestin hafi,“ segir hann. „En á hinn bóginn er
líka hugsað fyrir ýmsum atriðum sem gera
slíkt mögulegt. Þannig yrði lestin í tómarúmi
svo að loftmótstaða yrði ekki vandamál. Hug-
myndin er að hún yrði knúin með seglum og
aðrir seglar héldu henni uppi og þetta hvort
tveggja skapar möguleika á miklum hraða.
Hylkið sem lestin er í þarf að vera bæði vatns-
þétt og loftþétt og þola talsverðan þrýsting
þótt það verði ekki niðri á hafsbotni. Hraðinn
sem lestin hefur krefst þess að brautin sem
hún fer eftir sé afar bein og regluleg og það
yrði sjálfsagt ekki vandalaust. Þannig þarf að
mæta afar ströngum tæknilegum kröfum og
þetta er sjálfsagt ekki hægt í dag eða á morg-
un, en kannski eftir markvissa tækniþróun í
nokkra áratugi – hver veit?“
Herþota á 3.200 km/klst
Hingað til hefur mönnum þótt nóg um hrað-
ann á SR-71 Blackbird-herþotunni, sem var
reyndar hætt að nota árið 1998. Hámarks-
hraði hennar var 2.000 mílur á klukkustund,
eða rúmlega 3.200 km. Á vefnum aerospace-
web.org kemur fram að árið 1974 setti þotan
hraðamet milli New York og London, þegar
hún fór þá 5.600 kílómetra leið á tæpum
tveimur stundum.
Concorde-þotan, sem náði rúmlega 2.000
kílómetra meðalhraða, fór hraðast á milli
London og New York á tæpum þremur stund-
um. Hljóðfráa lestin myndi fara þrisvar sinn-
um hraðar.
Vísindamenn velta fyrir sér samgöngum framtíðarinnar
Klukkustundar lestarferð
frá New York til London
Ferðalög milli Bandaríkjanna og
Evrópu gætu tekið allverulegum
stakkaskiptum ef ráðist yrði í gerð
lestarganga milli heimsálfanna, þar
sem hljóðfrá lest ferðaðist á milli á
6.400 km hraða á klukkustund.
Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti
sér málið.
’ Lest yfir Atlantshafverður lögð. Við verðum
bara að sýna þessu verk-
efni sama áhuga og við
höfðum á að komast til
tunglsins. ‘
’ Göngin yrðu svo loft-tæmd, en lestin knúin
áfram með segulorku.
Lofttæming er nauðsynleg,
bæði til að draga úr mót-
stöðu og vegna þess að án
hennar gæti sprenging,
þegar lestin ryfi hljóðmúr-
inn, gert gat á göngin. ‘ rsv@mbl.is
12 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
’Við þurfum einhvern veginn, ríkis-stjórnin, að útskýra síðan fyrir dönsku
ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni
hvað hafi gerst, en við vitum ekki hvað við
eigum að segja nákvæmlega. Það botnar
enginn í þessu.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra í viðtali við Sjón-
varpið um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar for-
seta um að fara ekki í konunglega brúðkaupið í Dan-
mörku vegna óvissu um afgreiðslu mikilvægra mála á
Alþingi, en fjölmiðlafrumvarpið er nú þar til umræðu.
’Ég hlýt að líta svo á og það skal þástanda að Davíð Oddsson sé slík gunga og
drusla að hann þori ekki að koma hér og
eiga orðastað við mig.‘Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna,
krafðist þess í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið á
þingi að forsætisráðherra kæmi í þingsal og svaraði
spurningum.
’ Við gerum okkur grein fyrir þvíhversu mikilvægt það er fyrir kon-
ungdæmið að ekki komi til skilnaðar. Í
dag vil ég með gleði segja að það mun
aldrei henda okkur. Ég finn það í hjarta
mínu.‘Mary Donaldson , sem á föstudag gekk að eiga Friðrik
ríkisarfa í Danmörku, í viðtali sem danska ríkissjón-
varpið sýndi í vikunni.
’ Flokkur minn og kosningabandalagkunna að hafa tapað, en Indland hefur
unnið.‘Atal Behari Vajpayee , sem sagði af sér embætti for-
sætisráðherra Indlands á fimmtudag, eftir að ljóst
varð að kosningabandalagið sem hann leiddi, BJP,
tapaði í þingkosningunum í landinu. Sagði Vajpayee
úrslitin sýna fram á hve lýðræðishefðin á Indlandi
ætti sér djúpar rætur.
’ Þau voðaverk sem lýst hefur verið máá engan hátt verja, né þá sem standa fyrir
slíku.‘Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um illa með-
ferð á íröskum föngum í ávarpi við útkomu bókarinnar
Genfarsamningar. Bókin fjallar um vernd særðra og
sjúkra hermanna á vígvellinum, vernd stríðsfanga og
vernd almennra borgara á stríðstímum.
’ Ef einhver heldur að ég sé [í Írak] tilað slökkva einhverja elda hefur sá hinn
sami rangt fyrir sér.‘Donald Rumsfeld , varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, í óvæntri heimsókn á fimmtudag í Abu Ghraib-
fangelsið í Bagdad, þar sem uppvíst varð að misþyrm-
ingar á íröskum föngum hefðu átt sér stað.
’ Það er mjög mikil fátækt í Reykja-vík.‘Sigrún Björnsdóttir skólahjúkrunarfræðingur segir
mörg börn í Reykjavík líða skort.
’ Ég veit ekki hvernig í fjandanumþetta fólk komst í herinn.‘Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ben
Nighthorse , eftir að starfsmenn varnarmálaráðu-
neytisins höfðu á miðvikudag sýnt þingmönnum
myndir sem sýna misþyrmingar bandarískra her-
manna á íröskum föngum og ekki hafa enn komið fyrir
almenningssjónir.
’ Það er ekki heppileg staða á markaðisem er drifinn af auglýsingum, að fyr-
irtæki á borð við Baug hafi svona mikil
völd og áhrif í auglýsingasölu.‘Magnús Ragnarsson , framkvæmdastjóri SkjásEins,
um stöðuna á fjölmiðlamarkaðinum.
’ Ég tel réttmætt að ræða, hvernig aðskipun dómara er staðið í ólíkum löndum
og jafnvel draga lærdóm af því, sem best
hefur reynst, en ítreka að ábyrgðin verð-
ur að vera pólitísk að lokum.‘Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á Alþingi um
skipan hæstaréttardómara.
Ummæli vikunnar
Reuters
Danski krónprinsinn Friðrik og eiginkona hans
Mary krónprinsessa kyssast á svölum Amalíu-
borgar eftir að hafa verið gefin saman í Frúar-
kirkjunni í Kaupmannahöfn.