Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STAÐUR: LAGT AF STAÐ FRÁ: HVAÐA DAGA KLUKKAN: ATH! Reykjavík Laugardalslaug þrið. og m. 17:30 Stafganga Hamraskóla mán. og mið. 17:30 Fylkishöll, Árbæjarþrek mán. og mið. / lau. 17:30 / 09:30 Garðabær Íþróttamiðstöðin Ásgarði þrið. og m. 17:30 Stafganga – byrjar 1. júní Akranes Íþróttam. Jaðarsbökkum mán. og mið. 18:30 Blönduós Íþróttamiðstöð þri. og m. 18:00 Syðra -Laugaland Hrafnagilsskóla þri. og m. 20:30 Hvolsvölllur Leikskólanum mán., mið. og fös. 08:00 Þykkvibær Íþróttahús mán. 21:00 Flúðir Sundlaug m. 20:00 Selfoss Selinu Engjavegi mán. og mið. / lau. 17:30 / 10:00 Hveragerði Sundlaugin Laugaskarði þri. og m. 19:00 Byrjar 20. maí Vestmannaeyjar Íþróttamiðstöð þri. / lau. 19:30 / 11:00 Vantar þig stuðning til að komast af stað? F A B R IK A N 20 04 Fimmtánda Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 19. júní 2004 og eru eftirtaldir göngu- og skokkhópar starfandi fram að hlaupinu. Hóparnir eru opnir hressum konum og körlum á öllum aldri og er þátttaka án endurgjalds. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ í síma 514 4000. Skyndipróf í draumráðningum Dagskrá með Sjón - skáldi mánaðarins og Úlfhildi Dagsdóttur sunnudaginn 16. maí kl. 14:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Ókeypis aðgangur. www.thjodmenning.is Sunnudagur 16. maí Stóra garðabókin er komin út á ný. Hún hefur að geyma upplýsingar um skipulagningu garða, trjáklipp- ingu og ræktun garðplantna. Rit- stjóri er Ágúst H. Bjarnason líffræð- ingur en auk þess lagði stór hópur sér- fræðinga til efni á sínu sérsviði. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Bókin sameinar fræðilega nákvæmni og ein- falda framsetningu efnisins og hentar því vel fólki sem langar að spreyta sig á garðrækt í fyrsta sinn, en jafnframt er hún mikil fróðleiksnáma fyrir alla þá sem búa að langri reynslu í garðyrkju. Gefin eru góð ráð um tilhögun gróð- ursetningar og leitast við að lýsa ólík- um tegundum garða. Einnig er leiðbeint um ræktun í gróðurskálum og sól- stofum.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 542 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 4.990 kr. Ræktun Skessur, skrímsli og furðudýr við þjóðveginn er eftir Jón R. Hjálm- arsson. Katanes- dýrið, Lagarfljóts- ormurinn og skessan Loppa eru meðal þeirra kynjaskepna sem hafa fylgt þjóðinni um ár og aldir og verið kveikja margra og magnaðra sagna. Rifjuð eru upp margvísleg kynni manna og trölla eða furðudýra og greint frá kátlegum atvik- um á fyrri tíð og grimmilegum örlög- um. Við söguna koma m.a. tröll og sæskrímsli, ókindur, vatnsskrattar og urðarbolar. Þetta er fimmta bók Jóns í þessum bókaflokki. Öllum sögunum er valinn búningur og fléttað við þær leiðarlýs- ingum og náttúrustemmingum. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 214 bls., prentuð í Odda hf. Björg Vilhjálmsdóttir hannaði bók- arkápu. Verð: 2.990 kr. Þjóðsögur Ritið – Tímarit Hugvísindastofn- unar er komið út. Ritstjórar eru Guðni Elísson og Jón Ólafsson. Meðal efnis eru frumsamdar fræði- greinar, þýddar rit- gerðir, og umfjöll- un um bækur og listir. Meginþema heftisins að þessu sinni er dauðinn. Álfrún Gunnlaugsdóttir fjallar um frá- sagnir þeirra sem lifðu af vist í fanga- búðum nasista, Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um uppvakninga sem minni í nútímamenningu og tengsl þess við önnur menningarfyrirbæri, Guðni Elís- son tekur til umfjöllunar ljóðlist Stein- unnar Sigurðardóttur í tvöföldu ljósi langrar hefðar tregaljóða í vestrænum bókmenntum og þess uppbrots á hefð- inni sem felst í nýrri stöðu konunnar sem skálds en ekki lengur þess tákns sem skáldið af karlkyni yrkir um. Birtar eru myndir af innsetningu Magnúsar Pálssonar og Helgu Hansdóttur „Viðtöl um dauðann“ í Listasafni Reykjavíkur á sl. hausti og ritgerð Gunnars J. Árna- sonar um innsetninguna. Einnig fjallar Jón Ólafsson um fimm bækur sem komið hafa út í Svörtu línunni, nýrri rit- röð bókaútgáfunnar Bjarts. Laxdæla saga er til umfjöllunar í grein Péturs Knútssonar sem túlkar ástarþríhyrning Guðrúnar Ósvífurs- dóttur, Kjartans Ólafssonar og Bolla Þorleikssonar í ljósi írsks fornkvæðis. Þá er í Ritinu þýðingar á fræðilegum ritgerðum, m.a. grein heimspekingsins Michael Theunissens um „nærveru dauðans í lífnu“ og kafli úr riti bók- menntafræðingsins Elisabeth Bronfen Over her dead body sem fjallar um tengsl dauða, listar og kvenleika. Útgefandi er Hugvísindastofnun Há- skóla Íslands. Ritið er 207 síður, prent- að hjá Oss hf. Ritið fæst í flestum bókaverslunum. Nánari upplýsingar má sjá á vefsvæði Hugvísindastofn- unar www.hugvis.hi.is. Tímarit AFTAN á kápunni á Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur er bókinni lýst sem kostulegu samblandi af heimspeki- ritgerð, sjálfsævisögu og fimm strengja tilraunaleikhúsi og er sú lýsing í ágætu samræmi við inni- hald bókarinnar, sem er fyrsta prósaverk höfundar. Verkið tekur þó kannski fyrst og fremst mið af formi sjálfsævisögunnar, enda þótt Oddný Eir leitist við að þenja mörk formsins og sprengja að vild. Um miðbik bókar finnum við þessi orð: „Hafði ekki ætlað að byrja að skrifa sjálfsævisögu mína fyrr en eftir fimmtugt. Sá mig í anda byrja þá að reykja, setjast rólega niður við skrifborð, rifja upp og skipa niður, búin að koma upp börnum og orðin ekkja. En vinsamlegur miðill benti mér á að byrja strax því annars myndi ég öllu gleyma.“ (67) Upphafsmálsgrein bókarinnar lýsir því hvernig sögukona raðar saman litlum miðum sem „hafa enga þýðingu hver um sig en þegar ég raða þeim saman verður til mynd [...]“ (7) Aðeins neðar á síð- unni segir: „Ég gref mig inn í eigin sögu, inn í þann haug af pappír sem hefur safnast í kringum mig í gegnum tíðina, án þess að gruna hvar ég komist út úr honum.“ Þetta eru kunnuglegar myndhverfingar fyrir sjálfsævisagnaritun og úrvinnslu minninga, en framhaldið (og bók- in á enda) kemur skemmtilega á óvart, bæði hvað varðar skemmtileg efnistök höfundar og stílfimi sem sjaldséð er í „byrjandaverki“. Síð- asta orð hér á undan hef ég innan gæsa- lappa því Oddný Eir er fráleitt byrjandi á sviði skrifta, hefur meðal annars skrifað magistersritgerð í heimspeki og er að leggja lokahönd á doktorsrit- gerð í heimspeki og mannfræði, eins og fram kemur á bókarkápu. Þessi bakgrunnur er greinilegur í texta Oddnýjar Eirar. Hann birtist í margvíslegum hugleiðingum og tilvísunum sem rekja má til heim- spekinnar; í ástríðufullum áhuga sögukonu á fræðagrúski og „mann- fræðilegu“ sjónarhorni hennar; og að sjálfsögðu einnig í þeirri stað- reynd að einn meginþráður verks- ins er lýsing á hlutskipti sögukonu sem námsmanns í evrópskum stór- borgum. Opnun kryppunnar er hins veg- ar ekki „fræðirit“ þótt einn hamur höfundar sé hamur fræðimannsins og skoðandans. Hamskipti af ýmsu tagi er eitt af leiðarstefjum bók- arinnar, enda er undirtitill hennar: brúðuleikhús. Sögukona verksins kemur fram í ýmsum gervum, hún birtist lesanda sem gömul kona (ís- lensk eða evrópsk), sem bónda- drengur, sem Oddný Eir námsmaður og sem Gosi. Brúðu- drengurinn síðast- nefndi er það „sjálf“ höfundar sem er einna merkingarbær- ast inn þess heims sem Oddný Eir skap- ar í verki sínu og tek- ur mið af tilraunaleik- húsinu og eru margar skemmtilegar lýsing- ar á „samskiptum“ þeirra Gosa að finna í bókinni. „Leikur“ er kannski besta orðið til að lýsa frásagnaraðferð Oddnýjar Eirar; hún leikur sér í textanum, leikur sér að tungumálinu, hendir hugmyndum á loft, umsnýr þeim og sýnir okkur ný brögð. Og með í leiknum er alltaf húmor, textinn er víða bráðfyndinn og sprúðlandi fjörugur. En alvaran er einnig í spilinu, oft framreidd með íróníu sem hittir í mark. Því Oddný Eir er ekki „bara að leika sér,“ henni liggur ýmislegt á hjarta og hún hefur ástríðufullan áhuga á því sem fer (og er) á milli manna; á mannlífinu í öllum sínum fjöl- breytileika. Til að nefna hvar borið er niður í þessum fjölradda texta má nefna samspil fortíðar og nútíð- ar er höfundi hugleikið, hlutskipti sveitanna í útþenslustefnu borg- anna, samskipti ólíkra þjóðarbrota, samskipti ungra og aldinna, karla og kvenna, svo fátt eitt sé nefnt. Á einum stað segir sögukona: „Ég kom til Parísarborgar til að ganga á hólm við gáfumennskuna og kvenleikann“ (89). Um hvort tveggja er fjallað á svo ísmeygi- lega írónískan máta í textanum að unun er af að lesa. Af ofansögðu ætti að vera ljóst að Opnun kryppunnar er engin venjuleg „sjálfsævisaga,“ heldur er hér um að ræða verk sem í heillandi óreiðu sinni, afbyggingu, margræðni og húmor minnir einna helst á hinar stórmerkilegu skáld- ævisögur Málfríðar Einars frá Munaðarnesi. Oddný Eir er nýr, beittur penni (sjá bls. 93) sem á er- indi við samtímann og hefur þegar frábær tök á þeim meðölum sem til þarf. Ég trúi að hún eigi eftir að láta verulega að sér kveða á skáld- skaparsviðinu í framtíðinni. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um Opnun kryppunnar án þess að ræða aðeins bókartitilinn sjálfan, en ég læt nægja að vitna beint í verkið: „[...] ég leyfi mér að segja að þegar betur er að gáð séum við öll hálfgerðir krypplingar. Eins og úlfaldar geymum við forða okkar, orðaforða og annan arf í herða- kistlinum. Og ef við skoðum ekki í hann af og til og hendum jafnvel einhverju, þá getur hlaupið ofvöxt- ur í bak okkar og á herðakistilinn setjast hrúðurkarlar og sníkjudýr eins og á hnúfa hvala. Svo visna hnúfarnir og verður að skera þá af, á sárið settur plástur merktur Rík- isspítölunum. Ég er alltaf að velta fyrir mér hvernig megi opna kryppuna, hvort sé mögulegt að fara aðra leið en þá að undirsetja sig henni eða að losa sig alveg við hana. Mig grunar að í kryppunni felist öllu heldur efniviður til að byggja brýr. Á milli tíma og mála, á milli borga og heima.“ (35-36) Leikur, ástríða, alvara BÆKUR Skáldævisaga Oddný Eir Ævarsdóttir, Bjartur 2004, 133 bls. OPNUN KRYPPUNNAR Oddný Eir Ævarsdóttir Soffía Auður Birgisdóttir NÚ stendur yfir ljósmynda- sýning útskriftarnemenda ljósmyndadeildar Iðnskólans í Reykjavík í anddyri Norræna hússins. Viðfangsefnið er sótt í skáldabrunna, en yfirskrift sýningarinnar er Ljós í ljóð- um. Með myndum sínum leit- ast hópurinn við að myndgera örfáar línur úr margskonar dægurlögum og ljóðum sem flestir kannast við. Sýningin stendur til 31. maí. Sýning út- skriftarnem- enda í Nor- ræna húsinu FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.