Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 46
SKOÐUN
46 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ARI fróði Þorgilsson prestur segir
frá því í Íslendingabók, hver voru til-
drög þess að Alþingi var stofnað og
því valinn staður á Þingvöllum (Blá-
skógum) og hvernig það
landsvæði varð allsherj-
arfé (þjóðareign) og lagt
til Alþingisneyslu, að
viða í skógum og hrossa-
höfn á heiðum. Heimild-
armaður Ara var Úlf-
héðinn Gunnarsson,
lögsögumaður frá 1108–
1116, sonur Gunnars
spaka Þorgrímssonar,
lögsögum. 1063–1068 og
1075. Synir Úlfhéðins
lögsögumanns, voru
Hrafn lögsögum. 1135–
1138 og Gunnar lög-
sögum. frá 1146–1155. Um það leyti
hafa þau Sólveig Jónsdóttir Lofts-
sonar í Odda og Guðmundar gríss
Ámundason, prestur og allsherj-
argoði, byrjað sinn búskap á Þing-
völlum. Heimili þeirra feðga Gunnars
spaka og Úlfhéðins á Víðimýri í
Skagafirði?, hefur augsýnilega verið
mikið mennta- og menningarheimili
og er líklegt að þeir bræður lög-
sögumennirnir, synir Úlfhéðins hafi
verið nemendur í Hóladómkirkju-
skóla.
Nokkrum árum eftir kristnitökuna
árið 1000, gaf Ólafur Haraldsson
Noregskonungur, sem eftir dauða
sinn varð Ólafur helgi, kirkjuvið til
byggingar kirkju á Þingvöllum og
stóð hún í rúm hundrað ár.
Í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397,
sem er skrá um kirkjueignir í Skál-
holtsbiskupsdæmi, kenndur við
Vilchin Skálholtsbiskup, frá 1391–
1405, segir um Þingvelli: ,,Kirkja hins
heilaga Ólafs konungs á Þingvelli á
XIIIJ kýr oc, L, ásauðar“ og áfram
er sagt frá búfjáreign og kirkjugrip-
um. Ekki er minnst á að kirkjan eigi
Þingvallaland (jörð) að hluta eða allt,
ekki er heldur minnst á afrétt eða að
kirkjan eigi Skjald-
breið. En máldaginn
sýnir að presturinn
(ábúandinn) hefur eins
og sjálfsagt var og eðli-
legt haft búfjárnytjar
af landinu, en það er
ekki þar með sagt að
kirkjan hafi átt Þing-
vallaland og máldaginn
engin sönnun þess.
Samkvæmt máldag-
anum hafa engar
breytingar orðið á því
hver sé eigandi Þing-
vallalands á þeim 470
árum sem liðin eru frá því að það
varð allsherjarfé.
Í Gíslamáldaga biskups Jónssonar
frá 1575, biskup í Skálholti 1558–
1587, er sagt um Þingvelli ,,kirkjan á
Þingvelli á heimaland allt, með gögn-
um og gæðum. Skjaldbreið“. Hér hef-
ur heldur betur bæst við landeign
kirkjunnar, sem ekki er lengur kirkja
Ólafs helga. Í stórbruna í Skálholti
árið 1630 brann frumrit Vilchins-
máldaga ásamt frumriti Gísla-
máldaga og fjölda annarra skjala og
bóka. Vilchins og Gíslamáldagar eru
nú aðeins til í afritum af afritum. Í er-
indisbréfi til biskupa 1746 er boðið að
allar þrætur um eignir og réttindi
kirkna í Skálholtsstifti skuli útkljáðar
og dæmdar eftir Vilchinsmáldaga frá
1397. Gíslamáldagar, voru að kon-
ungsboði, löggiltir 1749 sem sönn-
unargagn í málaferlum sem varða
kirkjueignir. Alþingi við Öxará réð
engu um löggildingu eða mat á áreið-
anleika máldaganna.
Í jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalín, frá 1711 segir um Þing-
velli. ,,Hér er kirkjustaður og bene-
ficium. Jarðardýrleiki er óviss, ábú-
andinn er staðarhaldarinn,
presturinn. Landskuld er engin. Af-
rétt hefur staðurinn átt á Skjald-
breiðarhrauni en hefur ekki brúk-
aður verið í yfir 40 ár, lætur nú
presturinn brúka fyrir afrétt, Ár-
mannsfell, Kvígindisfell og Gagn-
heiði“. Það er talað um ábúanda og
staðarhaldara Þingvalla en enginn
eigandi nefndur. Að jörð væri kirkju-
staður og beneficium, þýddi að hún
tíundaðist engum og ábúandinn sem
oftast eða alltaf var prestur, þurfti
ekki að borga neina landskuld, bjó
frítt á jörðinni. Að Þingvellir eru
sagðir kirkjustaður og beneficium er
engin sönnun þess að kirkjan hafi átt
Þingvallaland. Eitt er að jörð sé í
ábúð og umráðum aðila, annað að hún
sé eign hans. Í jarðabókinni er sagt
um Efsta Dal ,,afrétt á jörðin ásamt
öllum Grímsnesingum, norður og
vestur á fjöllin kringum Skjaldbreið
og var þá siður að reka þangað sem
heitir Lambahraun“, í miðjan afrétt-
inn. Grímsnesingaafréttinn forna.
Um Miðfell ,,afrétt hefur til forna
brúkuð verið í Skjaldbreiðarhrauni
og meinast allur þessi hreppur eigi
afréttin saman við Grímsnesinga“.
Orðið afréttur, hefur í jarðabókinni,
sömu merkingu og í máldögunum þ.e.
nytjaréttur á landsvæði, sem er utan
eignarlanda jarða, það sama á við
þegar sagt er um afréttareign fjög-
urra kirkna í Biskupstungum að þær
eigi ,,jafn mikið allar“ þær mega reka
jafn mikinn fjölda búfjár í afréttinn,
en ekki er átt við að þær eigi jafn-
stóran hluta eignarlands.
Haraldur Matthíasson, sem var
allra manna kunnastur landnámum
og landnámsmörkum, segir í hinni
merku bók sinni Landið og Land-
náma, um landnám Ketilbjarnar
gamla að Mosfelli, sem nam efri hluta
Grímsness, Laugardal og Bisk-
upsstungur ytri, að Stakksá. ,,Að
norðvestan markast byggðarlandið
af fjallgarðinum sem Tungur og
Laugardalur liggja að og nefnast
einu nafni Útfjöllin“ og áfram segir
,,landnám Ketilbjarnar hefur bæði
verið mikið og gott, eitt af mestu
landnámum sunnan lands“ um Ás-
geir Úlfsson í Hlíð segir Haraldur
,,Ásgeir hefur fengið efri hluta land-
náms Ketilbjarnar í ytri tungunni,
eru landamerki beggja hin sömu,
nema þar sem löndin liggja saman.
Þar hefur Hagagarður skilið“. Tilv.
lýkur. Ketilbjörn hefur ekki haft
neina þörf fyrir að nema land handan
Útfjalla, yfir hraun og sanda að
Langjökli, eftir að hafa numið alla þá
grösugu og viðivöxnu láglendis víð-
áttu, með gnægð rennandi vatns,
veiðivatna og áa sem hann hafði helg-
að sér. Landnámsöld er talið ljúka
um 935, eftir það helgaði engin sér
land umfram það sem þá hafði verið
numið. Þess vegna eru að réttum lög-
um, engin einka eignarlönd handan
Útfjalla að Langjökli.
Hvergi í fornum heimildum er þess
getið að Ásgeir í Hlíð hafi átt land að
Langjökli. Línuvegurinn, frá Skjald-
breið og austur yfir Lambahraun,
liggur yfir hinn forna Grímsnes-
ingaafrétt.
Það er alveg skýrt, samkvæmt öll-
um heimildum um landnám og jarð-
eignir í landnámum og hvernig land-
námsmenn létu börnum sínum í té
jarðalönd, að þegar hinn göfuglyndi
friðarhöfðingi Gizur Ísleifsson bisk-
up, sem lagði grundvöllinn að ís-
lenskri kirkju með tíundarlögunum
og gaf 180 árum eftir að landnámsöld
lauk, föðurleifð sína Skálholt, til
ævarandi kristni, þá átti Skálholt
ekkert eignarland á Kili og eignaðist
aldrei síðar. Í Gíslamáldaga er sagt í
máldaga Bræðratungukirkju að hún
eigi afrétt fyrir norðan vötn (hvaða
vötn?) ásamt Skálholts-, Torfastaða-
og Haukadalskirkju. Getur svokallað
,,afsal“ þessara fjögurra kirkna í
Biskupstungum um ,,afrétt fyrir
norðan vötn“ verið fullgild sönnun og
eignarheimild að lögum, fyrir einka-
eignarlandi Biskupstungnahrepps á
Kili? Þegar tekið er fram í afsalsbréf-
inu að verið er að selja afrétt sem
kirkjunum tilheyri (sem þær eignuðu
sér) ekki sagt að þær eigi afréttinn,
eða að verið sé að selja eignarland. Í
Vilchinsmáldaga er sagt að Torfa-
staðakirkja eigi afrétt fyrir norðan
vötn, þar gæti verið átt við Sandvatn,
en orðið vatn misritast í afriti af mál-
daga afriti og orðið að vötn. Er mögu-
legt að Sandvatn hafi fyrr á öldum
ýmist verið sagt eitt vatn eða tvö, eft-
ir hæð vatnsborðsins? eða að átt sé
við Hagavatn og Sandvatn? og að ,,af-
réttur fyrir norðan vötn“ sé Bisk-
upstungnaafréttur þ.e. landsvæðið
frá Sandvatni að Hvítárvatni. Löngu
eftir að Vilchinsmáldagi var skráður,
200–300 árum og afrétturinn víða
orðin gróðurlítill og uppblásinn hafi
orðin ,,afréttur fyrir norðan vötn“,
Þingvallaþjóðgarður og Kjölur
Hafsteinn Hjaltason skrifar
um deilur kirkju og ríkis ’Gleymum því aldrei,Íslendingar, að forfeður
okkar landnámsmenn-
irnir og synir þeirra
lögðu grundvöllinn að
hinu íslenska ríki okkar
daga, með stofnun Al-
þingis. ‘
Hafsteinn Hjaltason
FYRIR nokkrum árum ætlaði
mér nákomin manneskja að bjóða
í íbúð, sem var til sölu. Ég tók að
mér að kanna málið og spjalla í
síma við löglærðan fasteignasal-
ann. Hann sagði mér,
að þegar væru komin
tilboð í „eignina“, en
að sjálfsögðu gæti
mín manneskja boðið
líka. Litið yrði á öll
tilboð réttlátum, hlut-
lausum augum, allir
væru jafnir í hans
augum, hefðu sömu
möguleika, aldrei
væri farið í mann-
greinarálit, hér væri
sanngirnin höfð að
leiðarljósi, bla, bla.
Svona hélt blessaður
maðurinn áfram löngu eftir að
mér var orðið ljóst, að hér lægi
fiskur undir steini og hann aug-
ljóslega búinn að krossa fingur í
lygaramerki sín megin í símanum.
Sem kom á daginn. Mín mann-
eskja átti lægsta tilboð. Það var
formlega samþykkt með undir-
skrift. Hringt var frá fasteignasöl-
unni, óskað til hamingju, lyklarnir
biðu. Hæ, hæ. En þegar átti að
sækja þá var komið annað hljóð í
strokkinn. Einhver hafði brugðist
ókvæða við, þetta var ekki rétti
díllinn, einhver misskilningur.
Engir lyklar. Seljandanum (Ís-
landsbanka) var endursendur hinn
undirritaði samningur, kraflað var
í pappírinn, undirskriftin yfirlökk-
uð og önnur gerð. Mín manneskja
var í viðskiptum við bankann og
kaus að láta málið kyrrt liggja. En
því segi ég nú af þessu ofbeldi, að
oft fæ ég þessa sömu tilfinningu,
þegar sumt fólk fer að tala mikið
um lýðræði. Þá liggur gjarnan
fiskur undir steini. Ekki síst þeg-
ar þar fara valdsmenn þessa
lands, sem í vaxandi mæli hafa
sýnt í orði og verki að fyrir þá er
alvörulýðræði og ýmsar stofnanir
þess æ meira orðið helstil óþægur
ljár í þúfu og hin mestu leiðindi
fyrir stjórnsama
handhafa íslenska rík-
isins við að drýgja
dáðir. Ávítur. „Sumir“
eða „einhverjir ein-
feldingar“ eða „kján-
ar“ vaða um í „mis-
skilningi“ ef heyrast
gagnrýniraddir.
Stofnanir ýmsar
halda, að þær séu
eitthvað annað en
húsgögn. Sýna jafnvel
smásmuguskap varð-
andi lagabókstafi, sem
eru þó ekkert nema
börn síns tíma, þegar valdhafar
eiga í hlut. Hæstiréttur er alltaf
að „misskilja“ eitthvað svo að
breyta þarf lögum í snarkasti og
setja ofan í við hann með því að
senda honum frænda sinn sem
meðdómara. Slíkt dugði vel í
Bandaríkjunum, þar sem forsetar
hafa sent sínum hæstarétti sína
harðskeyttustu flokksmenn, sem
gátu svo hér á dögunum gengið
erinda flokks síns með því að færa
honum eitt stk. forseta fyrir slikk.
Alþingi er til þess eins að valta yf-
ir. Nefndarálit og lagafrumvörp
einkamál stjórnarherra. Þing-
mönnum stjórnarflokka er smalað
blaðskellandi inn í flokks-
herbergin, hinn sameiginlegi
gagnabanki prógrammeraður í
hugskoti þeirra, þeir svo trekktir
upp og sleppt aftur tifandi og
stjörfum oní skotgrafir þingsal-
arins. Fyrir löngu sá ég bíómynd
um innrás frá öðrum hnetti. Inn-
rásarliðið tók á sig mynd sakleys-
islegra góðborgara líkt og Super-
man áðuren hann fer í símklefann,
gómuðu síðan einn og einn jarð-
arbúa, ræstu í þeim heilabúið og
sprautuðu inn sér þóknanlegri
innrætingu. Ekkert sást á þessu
fólki sem gæti komið upp um það
nema stungufarið. Nú stend ég
mig iðulega að því að skima eftir
nálastungufari á enni stjórnarliða,
þegar þeir þylja flokkskarmað í
pontunni (og líka stundum á enni
annarra þingmanna). Lýðræðið er
ástundað sem skotgrafahernaður
þar sem eina markmiðið er að
brjóta aðra undir sínar skoðanir
og SIGRA, það er allt og sumt.
Gefa hvergi eftir. Harkan sex. Nú
verður unnt að reka ríkisstarfs-
menn umyrðalaust ef þeir eru lík-
legir til að hafa skoðanir. JJ sem
hefur unnið í áratug hjá Húm-
anistaráðuneytinu kemur einsog
alltaf kl. áttanúllnúll í vinnu sína
og er boðaður til síns „millistjórn-
anda“, sem segir honum að tæma
skrifborðið sitt (hann má eiga
bréfaklemmurnar) og láta sig
hverfa fyrir fullt og allt fyrir há-
degi. Af hverju? Aðþíbara. Eða:
Það er of langt á milli augnanna á
þér. Takið eftir; ekki: mér finnst
of langt … heldur: það ER of
langt … Það er ÉG sem ákveð
það. ÉG segi að fjölmiðlar sem
eru mér ósammála séu einsleitir.
Engin rök. ÉG segi að fjölmiðla-
flóran verði fjölleitari ef komið er
í veg fyrir, að unnt sé að draga
saman nægilegt fjármagn til að
standa í svona áhættusömum
bransa. Og þá blífur Mogginn,
sem þegar er farinn að gefa smá-
auglýsingar af því hann fer senn
að fá auraráð aftur. ÉG segi að
500 starfsmenn annarra fjölmiðla
en Moggans og Viðskiptablaðsins
eigi engan faglegan metnað annan
en að ganga erinda eigenda sinna.
Ekki furða þótt prófessorinn minn
skuli vera steinhissa á því, að fólk
sé að þenja sig útaf þessu „einmitt
núna“, þessi góði álitsgjafi minn á
umliðnum árum, sem hefur aldrei
svo menn muna verið ósammála
mér, og á verðlaun skilið. Enginn
segir þó að hann gangi erinda, eða
hvað? Fjölmiðlafrumvarpið er
heimalöguð, görótt samsuða af-
arkosta, sérstaklega valinna víða
að, og blönduð sem eitur til höfuðs
Baugi einum. Ég hef lengi furðað
mig á hatri því, sem DO elur með
sér gagnvart því fyrirtæki. Það
kviknaði auðvitað löngu áður en
Baugur keypti sinn fyrsta fjöl-
miðil, sbr. hið dæmalausa absúrd-
istaleikhús frá bolludegi síðasta
árs. Baugur haslaði sér völl í við-
skiptaumhverfi, sem þróast hefur
hér sem annars staðar á Vest-
urlöndum, þar sem þeir harð-
skeyttustu og útsjónarsömustu ná
mestum árangri. Viðskiptalegur
Darwinismi. Skv. kenningunni
leiðir þetta til lægra vöruverðs
fyrir neytendur. Allir kátir. Nema
Davíð. Neytendafréttir hafa mörg
undanfarandi ár verið verið með
einsleitasta móti að því er varðar
Baug, sem hefur alltaf boðið
lægsta vöruverðið. Hverju sætti
ókæti Davíðs þegar ágæti stefnu
hans sannaðist svo áþreifanlega?
Allt í einu rann uppfyrir mér eina
líklega skýringin. Sögur voru uppi
um að Baugsmenn þættu harðir í
horn að taka gagnvart heildsölum
(„birgjum“) og neyttu afls síns
sem mest þeir máttu. Birgjarnir
ku hafa verið nokkuð stúrnir.
Bingó! Hvað erum við að gauka
stórfé að Flokknum ef hann getur
ekki einusinni veitt hóflega vernd
gegn þessum Tarsani í frumskógi
hins frjálsa markaðar? Er verið að
ganga erinda? Nú segja skot-
grafamenn stjórnarinnar, að fjöl-
miðlasamsuðunni sé alls ekki beint
að neinu einu fyrirtæki, ogseisei-
nei, heldur lagt fram til verndar
frelsi og lýðræði. Hins vegar má
ljóst vera, að allir sem ekki eru
sammála frumvarpinu eru auðvit-
að að ganga erinda Baugs og
Norðurljósa, og ekkert annað.
Skilið?! Þegar dagblöðum er veif-
að á Alþingi til að sýna útrýming-
arnauðsyn sumra fjölmiðla er það
auðvitað hrein tilviljun, að veifað
skuli DV en ekki Viðskiptablaðinu.
Því ekki er frv. beint að ein-
stökum miðlum. „Hvar á byggðu
bóli“ ætli það þekkist að rík-
isútvarp undir pólitískri stjórn
skuli látið kaupa verk forsætisráð-
herra landsins og hans einkavinar
á ofurverði, eftir því sem fagmenn
hafa lýst yfir opinberlega, annar
einkavinur fái langa þáttaröð til
umsjónar og einn geðþekkur
frambjóðandi Flokksins fái besta
útsendingatíma hverrar viku
a.m.k. vetrarlangt til að smeygja
sér nánast í heilu lagi inná heimili
landsmanna áður en hann fer í
næsta kosningaslag? Eða stjórn-
endur vandaðasta fréttaskýr-
ingaþáttar útvarpsins skuli fá nán-
ast hótanir vegna „vinstrisíðu“?
Vera kann að einhverjum finnist
hér vera málað sterkum litum og
af glannaskap. En er þetta svo
fráleitt? Við búum í fallegu landi
og pínulitlu, sætu þjóðfélagi. En
það er að breytast. Ójöfnuður
eykst, æ fleiri telja sig hafna upp-
yfir þetta litla bræðralag, dramb
og græðgi dafna. Hryssingur tek-
ur sér bólfestu í samskiptum
manna, umræður verða klisju-
kenndar. Skinheilög tækifær-
ismennska og rogginborulegt rök-
leysi eru tækin til ráðskast með
þjóðina. Það er ónotalegra en fyrr
að vera Íslendingur. Náttúra
landsins fær ekki frið. Þótti og
skeytingarleysi stjórnvalda vex og
heimaríki þeirra eykst. Reimleikar
ótta ráfa um hugarþel en hroka
um valdastóla. Þegar mikið er tal-
að um lýðræði liggur fiskur undir
steini. Fingur krossaðir. Lyg-
aramerki.
Að ganga erinda:
Lýðræðisspjall
Eftir Ólaf Mixa ’Skinheilög tækifæris-mennska og roggin-
borulegt rökleysi eru
tækin til að ráðskast
með þjóðina.‘
Ólafur Mixa
Höfundur er læknir.