Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 47

Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 47
verið sögð eiga við Kjöl. Göfug- mennið Eiríkur í Goðdölum lét ógert að slá eign sinni á Kjöl, aðrir land- námsmenn fóru að hans dæmi, Kjöl- ur er því síðan á landnámsöld al- menningur (nú þjóðlenda). Staðamál á 12. og 13. öld snerust um forræði kirkjujarða, sem eig- endur þeirra höfðu ánafnað kirkj- unni, með ákveðnum skilyrðum. Þær deilur voru að mestu leystar með sættargerðinni á Ögvaldsnesi í Nor- egi árið 1297, hundrað árum fyrir Vilchinsmáldaga. Þingvallalandi að hluta eða öllu, gat enginn aðili ánafnað, gefið eða afhent kirkjunni annar en Alþingi við Öxará. Engar heimildir eru til fyrir því að Alþingi hafi ákvarðað á þann veg og sett í lög og afsalað Þingvallalandi til kirkj- unnar og engar líkur á að Alþingi hafi gert svo. Þingvallaland varð heldur ekki að kirkjueign, þó einhver síð- miðalda biskupa í Skálholti hafi sagt svo vera og að Þingvellir væru bene- ficium. Þess vegna hljóta orðin í Gíslamáldaga um landeignir kirkj- unnar á Þingvöllum, sem reyndar er alveg óvíst að hafi staðið í frumriti máldagans, að vera marklaus og að engu hafandi. Jafnvel þó konungi Danmerkur og Íslands, hafi allra mildilegast þóknast árið 1750, hundr- að og tuttugu árum eftir brunann í Skálholti, að löggilda óstaðfest afrit af Gíslamáldaga, sem honum hafði borist til eyrna að lægi í stiftskistunni í Skálholti, konungsboðskapur af sama toga og bannfæring, Stóridóm- ur, einokunarverslun, svikin vog og maðkað mjöl, sem þótti fullgott þjóð í fjötrum, kirkju og konunglegs mið- aldamyrkurs. Skálholtsbiskuparnir, sem mest komu við sögu í staðamálum, Þorlák- ur helgi Þórhallsson og Árni Þorláks- son, settu aldrei fram kröfur um að Þingvellir væru eign kirkjunnar og gerðir að stað. Þeir hafa gjörla vitað að fyrir slíkri kröfu væru engin rök eða sannindi. Það skulum við öll hafa hugfast og til eftirbreytni og ekki rugla saman landamerkjaskrá og af- sali, það dugar ekki heldur að segja Þingvelli hafa verið stað og benefic- ium síðan á fimmtándu öld og þess vegna kirkjueign, án þess að leggja fram fullgildar eignarheimildir fyrir Þingvallalandi. Í 3. gr. laga frá 1928 um friðlýsingu á hluta Þingvallalands, segir að Þing- vallanefnd skuli semja við ábúendur jarðanna eða jarðarhlutana um bæt- ur fyrir missi afnotaréttar, en ekki landeigendur, því þeir voru engir til staðar. Þingvallaland (jörð) þurfti ekki að taka eignarnámi, það land allt var þjóðareign, svo sem alltaf hefur verið, er og verða mun. Þingvallaland hefur aldrei verið kirkjueign. Sam- kvæmt Fasteignamatsbókinni 1957 er kirkjan á Þingvöllum eign rík- issjóðs. Það yrði Alþingi til ævarandi sóma, að samþykkja einróma frumvarpið um Þingvallaþjóðgarð, gjarnan að viðbættum Skjaldbreið, sem er hluti af því landsvæði sem á árdögum ís- lenskrar þjóðar var úrskurðað alls- herjarfé. Alþingi ber að standa vörð, um elsta og fegursta samkomustað þjóðarinnar, sameiningarstað og þjóðareign Íslendinga. Það má segja að lögin frá 1928, um friðland á Þing- völlum, hafi jafnframt verið staðfest- ing Alþingis, nýlega fullvalda þjóðar á hinni þúsund ára gömlu ákvörðun Alþingis þjóðveldisins, um Þingvalla- land. Gleymum því aldrei, Íslendingar, að forfeður okkar landnámsmenn- irnir og synir þeirra lögðu grundvöll- inn að hinu íslenska ríki okkar daga, með stofnun Alþingis á Þingvöllum og synir þeirra, sonarsynir og dætur tóku þar við kristinni trú. Við heiðr- um minningu þeirra best með því að viðurkenna þá staðreynd að eigna- réttarleg staða Þingvallalands, hefur verið óbreytt í þúsund og sjötíu ár, Þingvallaland hefur verið og er þjóð- areign. Höfundur er leikmaður í þeim fræð- um sem koma við sögu í þessari grein. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 47 TIL SÖLU Glæsilegt 185 fm einbýli á Álftanesi m.innb. bílskúr í grónu hverfi. þrjú rúmgóð svefnherbergi með skápum, vandað eldhús, Fallegur arinn í stofu vandaður glerskáli út úr hús- inu á gróna baklóð. Mikið áhvílandi auðveld kaup fyrir trausta kaupendur. Á Álftanesi er gott mannlíf, frábærir skólar og mikil gróska í uppbyggingu byggðarlagsins auk eins albesta útivistarsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er eit af þeim tækifærum sem gefast alltof sjaldan en er engu að síður staðreynd. Upplýsingar gefur Bjarni í síma 896 3875 Þórainn Jónsson hdl. lögg. fasteignasali Til leigu 1. 100 fm skrifstofuhúsnæði í Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi, gegnt Dómkirkjunni. 2. 90 fm skrifstofuhúsnæði í Þingholtunum gegnt enska og þýska sendiráðinu. 3. Iðnaðar-, og/eða lagerhúsnæði á jarðhæð, 900 fm, við Garðatorg í Garðabæ. Má skipta í smærri ein- ingar. Góð aðkoma. Næg bílastæði. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. Einnig er hægt að skoða vefsíðu okkar: www.kirkjuhvoll.com Skólavörðust íg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husav ik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 14.00-16.00 Mjög björt og vel skipulögð 4ra herbergja 97,4 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Komið er inn í flísalagða forstofu með stórum skáp. Hol með fallegu eikarparketi á gólfi. Baðherbergi með baðkari, innréttingu og glugga. Tvö barnaherbergi og hjónaherbergi með útgangi á rúmgóðar svalir, frábært útsýni. Stofa og borðstofa eru með eikarparketi á gólfi og útgangi á stórar svalir. Eldhús er bjart og rúmgott með borðkrók við glugga. Áhv. 3 millj. Verð 12,3 millj. (403) Anna og Pétur bjóða gesti velkomna í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-16.00. Bjalla 2D. Teikningar á staðnum. Engihjalli 9 - laus í júní husavík – þar sem gott orðspor skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.