Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 48
SKOÐUN
48 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HELGI Magnús Hermannsson
skrifaði grein í Morgunblaðið hinn
9. maí um slys sem varð á kvenna-
deild Landspítala fyrir einu og
hálfu ári, þegar barn hans og
konu hans lést í kjölfar nauðsyn-
legrar greiningaraðgerðar og keis-
araskurðar sem síðan varð að
gera. Hér var um að
ræða sjaldgæfan
fylgikvilla legvatns-
ástungu, sem gerð
var til að kanna
ástand barns vegna
Rhesus-næmingar
móður og ákvarða
hvenær best yrði að
það fæddist þegar
rúmur mánuður var
eftir í fulla með-
göngu. Það er ekki
viðeigandi af minni
hálfu að ræða í fjöl-
miðlum kring-
umstæður þessa alvarlega atburð-
ar þegar rannsókn stendur yfir á
vegum lögregluyfirvalda. Ég verð
hins vegar að svara ósönnum full-
yrðingum hans nú og reyndar á
síðastliðnu hausti um að ég hafi
ekki sinnt starfsskyldum mínum
og að ég hafi í greinargerð til
framkvæmdastjóra lækninga á
Landspítala og landlæknis farið
með rangt mál og verið að hylma
yfir með samstarfsmanni mínum.
Ég verð að fara um þetta nokkr-
um orðum vegna þess að ósannar
ávirðingar af þessu tagi geta skað-
að tiltrú almennings á kvennadeild
Landspítala og þær snerta einnig
starfsheiður minn. Í þessari grein
hans og annarri frá 30. október sl.
getur ekki leikið vafi á að hann á
við mig þar sem hann talar um
„yfirlækninn“.
Helgi Hermannsson sagði fljót-
lega og ítrekað eftir þennan at-
burð hvað hann vildi að yrði um
þann lækni sem framkvæmdi leg-
vatnsástunguna. Hann hefur ásak-
að mig fyrir að hafa ekki tilkynnt
atburðinn til lögreglu. Þegar
svona atburður gerist er málið
kynnt framkvæmdastjóra lækn-
inga, sem er yfirmaður allra
lækna spítalans. Hann tekur
ákvörðun um hvort sá atburður
hafi gerst sem geti varðað ákvæði
um tilkynningaskyldu samkvæmt
læknalögum og lögum um dán-
arvottorð og sé þar með gerður að
lögreglumáli. Það er túlkunar-
atriði hvenær þetta er gert og
skilningur flestra að slík tilkynn-
ing sé viðeigandi ef eitthvað sak-
næmt eða voveiflegt athæfi er tal-
ið liggja að baki. Það má öllum
vera ljóst að læknir ætlar sér alls
ekki að ásettu ráði að
skaða ófætt barn við
svona greining-
araðgerð eða í með-
ferð fylgikvillans fram
að fæðingu barnsins.
Málsatvik lágu fyrir
og voru tilkynnt
framkvæmdastjóra
lækninga án nokk-
urrar óeðlilegrar taf-
ar. Um leið voru
fengnar upplýsingar
frá þeim starfs-
mönnum sem komu
að málinu. Fram-
kvæmdastjóri lækninga kallar að
venju eftir greinargerð um málið
frá yfirlækni, sem í þessu tilviki
var ég. Greinargerðin er einnig
send landlæknisembættinu. Reynt
er að standa vandvirknislega að
gerð skýrslu sem þessarar með ít-
arlegri yfirferð yfir öll gögn og
tímaréttri lýsingu á atburðum í
því sambandi. Engu er skotið und-
an. Í lokin kemur fram faglegt álit
yfirmannsins á því sem gerðist
með tilvitnunum í innlend og er-
lend gögn ef við á. Komið getur
fyrir, eins og í þessu tilviki, að
foreldrar eða aðstandendur telji
málin í einstökum atriðum hafa
gerst með öðrum hætti en sjúkra-
skýrslur og framburður starfs-
manna deildarinnar gefa til kynna
og er þess þá getið eins og við á.
Helgi Hermannsson og kona
hans voru ekki sátt við niðurstöðu
greinargerðarinnar þar sem í
henni fólst ekki sá afdráttarlausi
dómur yfir lækninum sem þau
vildu sjá. Hann telur augsýnilega
að í henni sé flest rangt og segir
greinargerðina „stuðningsyfirlýs-
ingu“ við lækninn. Hann leyfir sér
að ýja að því að slíkt sé vani minn.
Ég hafna þessum málflutningi
með öllu. Alls ekki var dregin
fjöður yfir það hversu alvarlegt
slysið var og hver þáttur lækn-
isins var. Öll gögn málsins fóru til
skoðunar hjá yfirmanni lækninga
á spítalanum og til landlæknis. Að
sjálfsögðu var ég að skrifa skýrslu
sem yfirmaður þess starfsmanns
sem í hlut átti; ég ekki kemst hjá
því. En það er skylda mín gagn-
vart framvæmdastjóra lækninga
og landlækni að skýra eins vel og
unnt er frá málsatvikum og gefa
faglegt álit mitt óháð hagsmunum
þess eða þeirra sem í hlut eiga. Í
skýrslunni er ekki verið að fella
dóm, það er verk landlæknis,
nefndar um ágreiningsmál skv.
lögum nr. 97/1990 eða dómstóla.
Skoðun foreldra barnsins á máls-
atvikum var einnig ljós í umfjöllun
málsins hér á spítalanum.
Landlæknir leitaði einnig álits
íslensks yfirlæknis og háskóla-
kennara sem starfar erlendis og
hefur mikla þekkingu á þessu
sviði. Álit hans studdi að um slys
hefði verið að ræða, en ekki sak-
næmt athæfi sem yfirstjórn spít-
alans bæri að kæra til lögreglu.
Þetta nefnir Helgi ekki nú, en
hann lét að því liggja í október sl.
að ekki væri að marka þessa álits-
gerð þar sem þessi læknir væri
annaðhvort nemandi minn, sam-
starfs- eða venslamaður. Hann
hefur aldrei verið nemandi minn
eða samverkamaður og ekki er um
nein vensl eða sérstök vin-
áttutengsl að ræða. Ég vissi ekki
einu sinni að hann hefði verið
fenginn til að líta á málið af land-
lækni.
Helgi Hermannsson hefur kært
málsatvik til ríkissaksóknara.
Hann nefnir sjálfur að hann hafi
sagt yfirmönnum spítalans að
hann ætlaði sér að halda áfram
umfjöllun í fjölmiðlum um málið ef
stjórn spítalans bregðist ekki við
Ósannindum svarað
Reynir Tómas Geirsson svarar
Helga Magnúsi Hermannssyni ’Öllum ætti að veragleðiefni að á einum
áratug hefur tekist að
fækka dauðsföllum
barna í meðgöngu og
fæðingu um helming.‘
Reynir Tómas Geirsson
BORGAHOLTSBRAUT 31- OPIÐ HÚS
Í dag frá kl. 14-17 taka Bjarni og
Sóley á móti áhugasömun og og sýna
íbúð sína, sem er góð 126 m² efri
hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr.
Fjögur svefn-herbergi. Parket og
flísar. Áhv.11 millj. og viðbótarlán.
Verð 18,9 millj.
Lárus, sölumaður Bifrastar, verður á
staðnum og heitt verðu á könnunni.
HAMRABORG 20 - OPIÐ HÚS
Í dag frá kl. 16-18 taka Katrín
og Magnús á móti gestum og sýna
þeim íbúð sína, sem er mjög rúmgóð
og falleg 104 m² 4ra herbergja íbúð á
1. hæð, ásamt stæði í bílageymslu.
Parket og flísar. Útsýni. Öll þjónusta
í göngufæri. Áhv. 8,2 millj. húsbr. og
3,4 millj. viðbótarlán. Íbúðin er til
afhendingar í júlí. Áhugaverð íbúð
sem vert er að skoða.
Bárður Tryggvason, sölumaður,
sími 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9-17.30
Sumarbústaðir
- opin hús á sunnudag
Skorradalur - Dagverðarnes
Til sýnis og sölu fallegur sum-
arbústaður á fallegum útsýnis-
stað á einkalóðasvæði í landi
Dagverðarness. Bústaðurinn
er 52 fm auk rúmgóðs bað-
stofulofts og 8 fm geymslu.
70 fm verönd. Glæsilegt útsýni
yfir Skorradalsvatn og vestur á
Snæfellsjökul. Réttur til að
vera með bát og stangveiði í
vatninu fylgir. Húsið er fullbúið
utan ásamt verönd. Að innan
er bústaðurinn íbúðarhæfur en ekki fullfrágenginn.
Eigendur verða á staðnum á sunnudag milli kl. 14 og 17.
Verð 7,8 m. Sími eiganda 861 7349.
Öndverðarnes - Grímsnes
Til sýnis og sölu fallegur ný-
standsettur ca 50 fm sumar-
bústaður í Grímsnesinu, stað-
settur skammt frá Þrastar-
lundi. Bústaðurinn er allur ný-
standsettur að innan sem ut-
an. Hitaveita og rafmagn.
Skemmtileg staðsetning. Stutt
í alla þjónustu, sund, verslun
og fl. Tveir golfvellir í fimm
mínútna fjarlægð.
Eigandi verður á staðnum á sunnudag milli kl. 14-17.
Verð tilboð. Sími eiganda 897 7550.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Skólavörðustígur 6b, 2. hæð
TVÆR NÝJAR ÍBÚÐIR LAUSAR STRAX
Nýtt á skrá - Tvær sérlega glæsilegar og algjörlega endurnýjaðar 2ja og 3ja herb.
íbúðir á 2. hæð í steinsteyptu húsi, byggðu 1986. Húsið er vel staðsett bakatil,
neðarlega á Skólavörðustíg. Önnur íbúðin er tæpir 70 fm og hin tæpir 80 fm.
Stærri íbúðin er með rúmgóðu hjónaherbergi, stofu og borðstofu. Minni íbúðin er
með svefnherbergi og rúmgóðri stofu og sérþvottahúsi innan íbúðar. Íbúðirnar eru
bjartar og vel skipulagðar. Stórar svalir fylgja báðum íbúðum. Staðsetningin er sér-
lega góð m.t.t. verslunar og þjónustu. Íbúðunum fylgir sérgeymsla og sameiginlegt
þvottahús í kjallara. Verð 15,9 millj.
Allar nánari upplýsingar gefur Hákon í síma 898 9396
og Pálmar í síma 896 1163.
Tvö glæsileg verslunar- og skrifstofuhús
Frjálsi Fjárfestingarbankinn hefur falið okkur að selja þessi tvö glæsilegu verslunar- og
skrifstofuhús.
Hlíðasmári 3 er fimm hæðir samtals að gólffleti 4.238,6 fm og er til afhendingar nú
þegar undir innréttingar. Húsið er frágengið að utan með vandaðri utanhússklæðningu.
Hlíðasmári 1 er fimm hæðir samtals að gólffleti 3.203,7 fm og afhendist í fokheldu ástandi.
Eignirnar henta vel fyrir hvers kyns skrifstofur, verslanir og þjónustu.
Húsin eru sérlega vel hönnuð. Fyrirkomulag er gott og nýting húsanna góð. Hægt er að tengja húsin
saman, enda liggja þau samsíða. Aðkoma og staðsetning húsanna er mjög góð í vaxandi viðskiptahverfi
með fögru útsýni. Húsunum fylgir fjöldi bílastæða.
Allar nánari upplýsingar veita:
HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 - KÓPAVOGI
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali