Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 51
Svíþjóð og víðar eins og glæný
skýrsla borin upp á þingi Evrópu-
sambandsins staðfestir.
Það þarf í raun og veru mjög
skapandi lögfræðilega hugsun til að
sjá lausn á þessum vanda á grund-
velli Mannréttindasáttmála Evrópu
eða á grundvelli stjórnarskrárinnar.
Samþjöppun fyrirtækjavalds er
komin á það stig víða að kjörin
stjórnvöld mega sín lítils. Það er
einnig staðreynd að víða hefur hið
pólitíska vald runnið saman við fyr-
irtækjavaldið og fjölmiðlavaldið.
Ítalía Berlusconis er sláandi dæmi
sem sett hefur hroll að alþjóða-
samfélaginu. Það er helst stigs-
munur á ástandinu á Ítalíu og víða
annars staðar. Kannski vilja ein-
hverjir meina að það sé eðlismunur
að því leytinu til að Silvio sjálfur
stendur að lagasetningunni en hefur
ekki til þess handgengna pólitíkusa.
Hann á allar helstu sjónvarps-
stöðvar og rekur einnig ítalska rík-
isútvarpið þar sem hann hefur plant-
að sínum pótintátum.
Það er ekki síst vegna uppgangs
einræðisafla í krafti auðmagns að
kallað er eftir íhlutun stjórnvalda á
markað sem er orðinn að martröð.
Þingmannasamkunda Evrópuráðsins
sendi frá sér tilmæli um útvarp í al-
mannaþágu í janúar sl., þar sem
ítrekað var grundvallarhlutverk út-
varps í almannaþágu andspænis
þeirri ógn sem lýðræði í Evrópu
stæði frammi fyrir. Útvarp í al-
mannaþágu getur verið rekið af op-
inberum aðilum eða einkaaðilum ef
það er óháð þeim sem ráða í við-
skiptalífi og stjórnmálum. Rík-
isútvarp sem er undir þumalskrúfu
stjórnvalda er ekki síður ógn við lýð-
ræði og mannréttindi en einkastöð,
sem sætir ámæli fyrir að vera notuð
í annarlegum tilgangi.
Evrópudómstóllinn í Brussel
dæmdi nýlega (Altmark-málið) að
aðildarríki Evrópusambandsims
mættu skilgreina markmið útvarps
og sjónvarps í almannaþágu en al-
menningsútvarp yrði að sæta
ströngum skilmálum um gagnsæi og
ríkisvaldið yrði að tryggja sann-
gjarna samkeppni við einkarekin
fyrirtæki, ekki síst í samkeppninni
um auglýsingar. Tilmæli frá Evr-
ópuráðinu hafa einnig falið í sér
kröfu um gegnsæi með störfum eft-
irlitsstofnana í útvarpi og sjónvarpi.
Frumvarpið til breytinga á út-
varpslögum nr. 53/2000 og sam-
keppnislögum nr. 8/1993 er ekki í
samræmi við þau lögmætu markmið
sem hér hafa verið tíunduð. Í út-
varpsréttarnefnd eiga að sitja þrír
menn, sem uppfylla starfsgengisskil-
yrði héraðsdómara, og skal hæsti-
réttur skipa tvo, menntamálaráð-
herra einn og sá skal líka vera
formaður. Sama gildir um skipan
varamanna. Má treysta málefnalegri
og sanngjarnri meðferð með þessari
skipan? Einnig er óheimilt að veita
útvarpsleyfi í fyrirtæki sem hefur að
meginmarkmiði rekstur sem er
óskyldur fjölmiðlarekstri eða á
meira en 5% í eigu fyrirtækis eða
fyrirtækjasamstæðu á einhverju
sviði.
Ef þetta ákvæði er skoðað í ljósi
leyfisveitinga í Bandaríkjunum þar
sem svokölluð alríkis-fjarskipta-
nefnd (FCC) tekur ákvarðanir um
útvarpsleyfi fá engir aðilar slíkt leyfi
nema þeir geti sýnt fram á getu til
að standa undir rekstrinum í 90
daga án utanaðkomandi fjármagns.
Alríkis-fjarskiptanefndin byggði
ákvörðun um útvarps/sjónvarpsleyfi
lengi vel á grundvelli þeirrar meg-
inreglu, sem hæstiréttur landsins
hafði sett fram, að útvarp/sjónvarp
hefði trúnaðarskyldu við almennig
sem ætti rétt á ábyrgri fjölmiðlun –
þar af leiðandi voru það ekki ein-
göngu tæknilegar forsendur um tak-
markað tíðnisvið sem réðu úrslitum
um hverjir fengju leyfi til útsend-
inga. Þessum forsendum ákvörðunar
um leyfisveitingu var breytt á Reag-
an-árunum þegar ný-frjálshyggjan
hvolfdist yfir hinn engilsaxneska
heim. Ólíkt því sem viðgekkst víða í
Vestur-Evrópu voru almannahags-
munir varðandi útvarp/sjónvarp ekki
lengur skilgreindir út frá lýðræð-
islegum grunngildum um þörf á ólík-
um hugmyndum og kraftmikilli,
óheftri pólitískri umræðu. Vindar
ólíkra kennisetninga, sem Milton sá
fyrir sér leika lausum hala frelsinu
til dýrðar, áttu að skila sér eins og
fjölbreytt úrval af niðursuðudósum –
að því gefnu að það væru nógu
margar hillur í stórmarkaðinum. Stíf
skilyrði varðandi leyfisveitingu voru
afgreidd sem tafsöm og jafnframt
sem íhlutun í ritstjórnarlegt sjálf-
stæði útvarps- og sjónvarpsstöðva.
Þessi rök hinnar óheftu markaðs-
hyggju hafa einnig borist til Evrópu
þar sem ýmsar tilslakanir hafa verið
gerðar í úthlutun leyfisveitinga, þótt
ekki sé búið að varpa meginreglunni
um trúnaðarskylduna fyrir róða,
enda sýnir dómaframkvæmd Mann-
réttindadómstólsins að aðrar for-
sendur megi leggja til grundvallar
leyfisveitingu en tæknilegar.
Ef frumvarpinu sem nú er til um-
ræðu er stefnt að því að tryggja það
að stórfyrirtæki nái ekki að afvega-
leiða almenning frá gagnrýnni póli-
tískri hugsun yfir í útbreytt sinnu-
leysi um málefni samfélagsins – þá
er það athyglisvert að í síðustu
breytingu á útvarpslögum með lög-
um nr. 53/2000 var gerð mikilvæg
undanþága frá trúnaðarskyldu-
reglunni. Þar glitti allt í einu í svig-
rúm fyrir leyfisveitingu til aðila sem
máttu fara á skjön við lýðræðislegu
grunnregluna og andmælaregluna í
útvarpslögunum. Samkvæmt 9.
grein laganna frá 2000 má veita út-
varpsleyfi aðilum sem hafa yfirlýst-
an tilgang að beita sér fyrir til-
teknum málstað (kannski
heimsyfirráðum eða dauða eins og
Sykurmolarnir forðum) og skal því
vera óskylt að flytja útvarpsefni sem
gengur í berhögg við stefnu stöðv-
arinnar. Þarna er þversögn sem
kallar á útskýringu og vekur tor-
tryggni um lögmæti þess markmiðs
sem frumvarpinu til breytingar á
lögunum nú er ætlað að ná fram.
Óheyrilegar kröfur til fyrir-
tækja án sterkra stoða
Í ljósi staðreynda sem við blasa alls
staðar – dauði dagblaða, minnkandi
auglýsingatekjur og ekki síst, eðli
máls samkvæmt, erfiðleikar fjöl-
miðla við að gagnrýna ráðandi öfl,
t.d. stórfyrirtæki, sem standa undir
rekstri þeirra með auglýsingum –
verður að draga í efa þann tilgang
íslenskra stjórnvalda að ýta undir
fjölræði og þar með efla pólitíska
umræðu ef skilyrðin til fjölmiðlunar
eru orðin að vopni sem beinist gegn
starfseminni en eru ekki sett fram
sem skjöldur til varnar starfseminni.
Evrópusambandið varar við of
ströngum skilyrðum varðandi lög
um eignarhald á smáum mörkuðum.
Efri mörk á eignarhaldi eru erfið
þegar tekjur af sjónvarps- og út-
varpsrekstri eru takmarkaðar á
litlum markaðssvæðum eins og Ís-
landi. Mannréttindadómstóllinn hef-
ur lýst því yfir að sem eftirlitsaðili
geti hann ekki sagt ríkjum hvernig
þau eigi að ná fram markmiðum
Mannréttindasáttmálans – það er
ekki hægt að gera sömu kröfur til
þess að ríki standi sig (því miður)
þar sem mikill munur er á efnahags-
legum og félagslegum aðstæðum og
lýðræðishefð skammt á veg komin
víða. Það eru ekki vatnsheld skil á
milli þess að standa vörð um pólitísk
og borgaraleg réttindi og efnahags-
leg og félagsleg réttindi. Kjósi hin
45 ólíku aðildarríki Evrópuráðs að
fela einkaaðilum að mestu eða öllu
leyti það að tryggja það að almenn-
ingur fái upplýsingar um allt það
sem hann varðar – verða þau jafn-
framt að tryggja það að sá réttur
skili sér í raun. Þeim er í sjálfsvald
sett hvaða leiðir þau velja en útkom-
una verður að tryggja.
Viðskiptalegir hagsmunir fjöl-
miðlafyrirtækja eru varðir undir
Mannréttindasáttmálanum sjálfum.
Því er varasamt að grípa til aðgerða
sem vega að rektstrargrundvelli fjöl-
miðlanna. Það er meira en þversögn
að gera kröfu til þess að þeir sinni
mikilvægri trúnaðarskyldu við al-
menning og standi undir þeirri
óheyrilegu kröfu án ríkisframlags og
án sterkra stoða í viðskiptalífinu. Að
það sé óheimilt að veita fyrirtæki út-
varpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira
en 25 % eignarhlut í því (óháð því
hvort það er í markaðsráðandi stöðu
eða ekki) bendir ekki til þess að
frumvarpshöfundar beri mikið skyn-
bragð á rekstur fjölmiðla, enda virð-
ist þessi takmörkun bæði óraunsæ
og ósanngjörn. (Það er t.d. umhugs-
unarefni varðandi jafnræðisreglu að
íslenskir prentmiðlar keppa við er-
lend blöð og tímarit sneisafull af
áfengisauglýsingum í sömu
hillurekkunum innan íslenskrar lög-
sögu.)
Sé ætlun íslenskra stjórnvalda að
ná fram því göfuga markmiði sem
fremstu lögspekingar í hæstarétti
Bandaríkjanna, Mannréttinda-
dómstól Evrópu, þýska og franska
stjórnlagadómstólnum og svo mætti
eitthvað áfram telja, hafa túlkað sem
meginmarkmið tjáningarfrels-
isákvæðisins – það er að tryggja
upplýstan almenning (gömlu frels-
ispostularnir Milton og Mill voru
aldrei þeirrar skoðunar að almenn-
ingur sem slíkur gæti orðið upp-
lýstur. Milton taldi m.a.s. að barna-
legir menn ættu ekki að tjá sig
opinberlega en það er önnur saga) –
þá ætla ég að leyfa mér í lokin að
leggja pólitískt mat á stöðuna. Hér
var sögulegt tækifæri. Það var ekki
nýtt rétt. Þar réð ekki eingöngu
tímaskortur. Tíminn er að vísu
naumur. Baráttan hefur tapast ann-
ars staðar – kjörnir fulltrúar fólks-
ins varpa öndinni dapurlega í þing-
sölum heima fyrir og á
yfirþjóðlegum vettvangi. Pólitíkusar
keppast um að smjaðra fyrir hinu
raunverulega valdi – sem hvergi er
eins beitt og þegar það er komið í
fjölmiðlana sjálfa. Varðhundur al-
mennings er kjölturakki þeirra afla
sem eiga í raun að sæta aðhaldi og
til marks um ástandið í þessu þjóð-
félagi fer Ríkisvarútvarpið/sjónvarp
síst varhluta af slíkum ásökunum.
Hér hefði þurft lög sem raunveru-
lega ná fram því markmiði sem að er
stefnt – eða stefna í þá veru. Vand-
inn verður ekki leystur í eitt skipti
fyrir öll. Baráttan um völd heldur
áfram – henni linnir ekki fyrr en við
dauða. Þetta frumvarp er angi af
mikilli valdabaráttu, engu að síður
gæti tilgangur þess verið að tryggja
aukið réttlæti og verið okkar fram-
lag til að koma í veg fyrir „heims-
yfirráð“, sem enginn hefur kosið. En
kannski var ekki ætlunin að tryggja
leiftrandi pólitísk skoðanaskipti
heldur eitthvað annað?
Höfundur er doktor í lögum og
sérfræðingur við lagadeild Við-
skiptaháskólans á Bifröst.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 51
OPIÐ HÚS
HRINGBRAUT 11 - HAFNARFIRÐI
Sigurbjörn Skarphéðinsson,
lögg. fasteignasali
Borgartúni 20, 105 ReykjavíkSími 590 9500
OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14.00-16.00
NÚPALIND 6
Rúmgóð og vel skipulögð þriggja herbergja
94 fm íbúð á jarðhæð lyftuhúss með sér-
garði. Tvö stór svefnherbergi með skápum.
Björt stofa með útgang á lóð. Fallegt parket
á gólfum. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf,
baðkar og sturtuklefi. Sérþvottahús er í
íbúð. Búið að fá samþykki fyrir skjólvegg
á 57,7 fm sérlóð þar sem setja má pall eða
hellur. Verð 15,4 millj.
Páll tekur á móti áhugasömum á milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudaginn 16 maí
Verið velkomin - Sjón er sögu ríkari!
Þorbjörn Pálsson sölufulltrúi
Símar 520 9555, 898 1233 thorbjorn@remax.is
Mjög góð, nokkuð endurnýjuð
íbúð á 2. hæð með suðursvöl-
um, ásamt góðri geymslu,
samtals 100 fm, í ákaflega
vönduðu og góðu fjölbýli.
Nýleg eldvarnahurð. Nýleg
eldhúsinnrétting og tæki.
Nýlegir fataskápar. Nýlega
standsett baðherbergi.
Sameign öll hin snyrtilegasta.
Verð kr. 12,6 millj.
Hjaltabakki - 109 Reykjavík
! "
# $%& ' ()
# *+,-%. ()
# /(01
# ' ,23(453.$"
# 6721.%0,849
# 23441. ,21+9.
.1(459+:;. .9::3 03-;. 7 )<09 /--;. => ,849. 39>4941" !?? !@
# A.,)*&1. 944.A0094>1.
# 1;, 29& -1;B,1)494>
# 8,94> (.7 ;)3C
!"#$% "$$&' #())"#*% +*&") +#"
Glæsilegt sumarhús í Úthlíð
Nýkomið í einkasölu glæsilegt full-
búið sumarhús, 70,8 fm, ásamt ca
40 fermetra svefnlofti, vel staðsett á
frábærum stað í Bláskógabyggð í
Úthlíð í Biskupstungum. Húsið
stendur á fallegri kjarrivaxinni 5335 fm lóð með miklu útsýni. Í húsinu eru
þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi með sturtuklefa, forstofa
og geymsla ásamt millilofti. Eignin er algjörlega fullbúin og vandað til á
allan hátt. Hitaveita og rafmagn er í húsinu. Mjög góð verönd allt í
kringum húsið. Glæsilegur heitur pottur. Mjög góð staðsetning og aðkoma
að húsinu. Innbú getur fylgt að miklu leyti. Vönduð eign í sérflokki.
Eilífsdalur Kjós Sumarhús
Glæsilegt fullbúið heilsárshús 41,2
fm auk geymslu og verönd ca 40
fm. Frábær staðsetning og útsýni.
Verð 6,8 millj. 51843
Sumarhús Skorradal
Nýkomið mjög fallegur 54 fm
bústaður auk 25 fm svefnlofts, í
landi Vatnsenda. Kjarrivaxið land,
100 fm verönd, frábært útsýni og
staðsetning. Verð 9,2 millj.
Sumarhús Húsafelli
Nýkomið fallegt 45 fm sumarhús á
kjarrivöxnu leigulandi, stór verönd
og hellulagður gangstígur.
Hitaveita. Verð 5,3 millj.