Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 55
Hlutfallið milli litanna í íslenska fánanum er sýnt á
þessari mynd.
Hve stór ætti fáninn að vera ef hvítu línurnar eru 15 cm
breiðar?
Skrifaðu svarið á svar-línuna í fermetrum (m²) með
tveimur aukastöfum.
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á hádegi föstu-
daginn 21. maí. Ný þraut birtist sama dag kl. 16:00
ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna.
Svör þarf að senda á Netinu. Slóðin er: www.digranesskoli.kopavogur.is.
Þrenn verðlaun eru veitt og eru þau tilgreind þar.
Svar síðustu þrautar (7.–14. maí) er: 2000 kr.
Stærðfræðiþraut Digranes-
skóla og Morgunblaðsins
Pera vikunnar
! "
!
" #
" $ "
%
! "# $ %
&' ($$ & )%*+%( +))'
Op
ið
Söluturn í eigin húsnæði
Höfum í einkasölu mjög góðan söluturn í eigin húsnæði.
Staðsetning misvæðis í Reykjavík. Grill, lottó, eigin sam-
lokugerð. Opunartími 8.00-19.00. Góð velta.
Upplýsingar einungis á skrifstofunni.
ÚTBORGUN AÐEINS 300 ÞÚS
OPIÐ HÚS Í DAG Á LAUGARNESVEGI 106
Vorum að fá í einkasölu fallega og vel skipulagða ca 40
fm ósamþykkta 2ja herbergja íbúð í kjallara á þessum
eftirsótta stað. Nýlegt parket. Nýtt eldhús. Allt innbú
fylgir. Verð kr. 6,8 millj. Áhvílandi lán kr. 6,5 millj. Afborg-
un ca 50 þús. per mán. Íbúðin er laus til afhendingar.
VERIÐ VELKOMIN
Opið hús Fiskislóð 18
Viðskiptahúsið
Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík
Sími 566 8800 Fax 566 8802 Gsm 863 6323
Til sölu eða leigu glæsilegt hús-
næði við Fiskilóð 18. Þetta er
snyrtileg eign við höfnina með
verðlaunalóð sem getur hentað
undir margskonar starfsemi s.s.
skrifstofur, verslun og þjónustu
eða léttan iðnað. Húsnæðið er
laust nú þegar og tilbúið til
notkunar. Skipti á ódýrari eða
dýrari eign koma til greina.
Jóhann Ólafsson verður með opið hús
þriðjudag og miðvikudag frá kl.17.30-18.30
www.vidskiptahusid.is
DILBERT mbl.is
Í VIKUNNI var haldin í Reykja-
vík árleg ráðstefna Evrópudeildar
myndavélaframleiðandans Sam-
sung. Hana sóttu rúmlega 60 um-
boðsmenn Samsung-myndavéla í
Evrópu og að auki um 30 blaða-
menn, ritstjórar og ljósmyndarar
margra helstu ljósmyndatímarita
álfunnar. Fram kom að markaðs-
hlutur stafrænna myndavéla í Evr-
ópu og Bandaríkjunum sé nú um
helmingur myndavélamarkaðarins,
en búist er við um 50% aukningu í
sölu stafrænna véla árið 2004, og
ætlar Samsung sér drjúgan hlut-
deild í þeirri söluaukningu. Sér-
staka viðurkenningu hlaut Peter
Winkler frá Ungverjalandi fyrir
mestu söluaukningu á síðasta ári
þar í landi.
Kynnt var ný lína Samsung-
myndavéla, eða V-línan svokallaða.
Flaggskipið verður V-50, lítil, en
fullkomin 5 megapixla myndavél
með hreyfanlegum skjá, sem einn-
ig er hægt að taka á vídeómyndir.
Í haust koma síðan 6 og 7 mega-
pixla vélar á markað. Áætlar Sam-
sung að markaðssetja 16 nýjar
myndavélar á árinu.
Eftir ráðstefnuna hélt allur hóp-
urinn í tíu fjallabílum upp að
Langjökli, með stuttri viðkomu við
Gullfoss . Þeystu síðan ráðstefnu-
gestir á vélsleðum upp á jökulinn
og fengu sér hressingu í Skálpa-
nesi.
Í bakaleiðinni var komið við á
Geysi og Þingvöllum og lýsti
Jonghum Park, varaforseti Sam-
sung, mikilli aðdáun sinni á Íslandi
og að þessi ráðstefnuferð væri ein-
stök og eftirminnileg. Í svipaðan
streng tóku aðrir ráðstefnugestir.
Þorsteinn Garðarsson, sölustjóri
Samsung hjá Hans Petersen, sem
sá um alla skipulagningu, sagði að
ráðstefnuferð þessi hefði heppnast
sérlega vel og greinilegt væri að
Samsung væri í mikilli sókn á
myndavélamarkaði Evrópu.
Samsung heldur
ráðstefnu í Reykjavík
Morgunblaðið/Ómar
Varaforseti Samsung, Jonghum Park, situr á vélsleðanum á Langjökli, en
ráðstefnugestum þótti jöklaferðin hin besta tilbreyting. Við hlið hans er
Boo Cheol Lee. Standandi eru Jake Kim, sölustjóri í Bretlandi, Sang Mok
Lee, sölustjóri í Þýskalandi, og Brian Lee. Fremstur er Þorsteinn Garð-
arsson, sölustjóri Samsung á Íslandi, sem skipulagði ráðstefnuna.