Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 59
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 59
Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur,
sölustjóri fyrirtækja,
Salómon Jónsson,
löggiltur fasteignasali.
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verk-
efni og góð afkoma.
Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a.
þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.
Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið
sem viðbót við vélsmiðju eða skyldan rekstur.
Stórt iðnfyrirtæki í byggingariðnaði. Góð afkoma.
Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.
Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Gott merki.
Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu.
Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup.
Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á
ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki.
Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Vinsæll sport- og helgarstaður.
Dagsöluturn í verslunarmiðstöð.
Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami
eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.
Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr-
ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.
Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu.
Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.
Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.
Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum
búið, í eigin húsnæði á góðum stað.
Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu-
menn og stækkunarmöguleikar.
Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.
Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein-
ingar.
Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús-
næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju
ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur.
Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar.
Meðeign kemur til greina.
Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu.
Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygg-
ingariðnaði.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
G
Ú
ST
A
Fjarnám
Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK65 námsáfangar í
boði og fer fjölgandi:
• Upplýsinga- og fjölmiðlasvið • Tölvusvið
• Rafiðnasvið • Meistaraskóli
með áherslu á starfstengt nám
Innritun stendur yfir
Skoðaðu möguleikana!
http://fjarnam.ir.is
• Taka loft utan frá - enginn
súrefnisskortur.
• Afgasið fer út - engin mengun.
• Fáanlegar með og án blásturs.
• Sérlega hljóðlátar.
• Með bestu nýtingu á eldsneyti.
• Truma-verksmiðjan er 50 ára.
• Mikil reynsla.
• Öryggi samþykkt af þýskum
yfirvöldum og CE-merkt.
• Margar gerðir.
• Með eða án blásturs.
• Sjálfvirkar með thermostati.
Gasmiðstöðvar
Fyrir báta • fellihýsi • hjólhýsi
húsbíla • sumarbústaði o.fl. frá
Fáið sendan bækling
Þilofnar án blásturs.
Fyrir sumarbústaði
með blæstri.
Hægt að leiða hitann
í mörg herbergi
með börkum og á
veröndina á kvöldin.
Með blæstri.
Hægt að staðsetja fyrir utan sumarhús
og taka hitann inn með börkum.
BÍLARAF Auðbrekku 20S. 564 0400
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Súpersól til Salou
27. maí
frá kr. 29.995
Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni,
einungisum 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og
fólk á öllumaldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður
Spánar, gott úrval veit-ingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega
kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd.Bókaðu núna og festu þér
Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðusvo að vita hvar þú
gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl.
Verð frá kr. 29.995 á mann
M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið
flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá
flugvelli kr. 2.000 á mann.
Verð frá kr. 39.990 á mann
M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting
og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr.
2.000 á mann.
ÞEGAR gengið var til forsetakosn-
inganna í Rússlandi nýverið, þótti
fyrirfram ljóst hver yrði yfirburða-
sigurvegari kosninganna, og stórsig-
ur Putin Rússlandsforseta kom því
fáum á óvart. Í kosningunum hlaut
hann meira en 70 % atkvæðanna. En
jafnvel þó menn séu sáttir við endur-
kjör hans, þá draga margir í efa að
kosningarnar hafi verið mjög lýðræð-
islegar, enda er talið að næstum allir
fjölmiðlanir hafí stutt hann. Lýðræð-
ið í Rússlandi á sér mjög stutta hefð,
en lýðræðishefðin er mun lengri á Ís-
landi, þess vegna held ég að Íslend-
ingar vilji ekki rússneskt form á ís-
lensku forsetakosningunum í vor. Og
það er eins með Ólaf Ragnar Gríms-
son að líklega eru flestir Íslendingar
sáttir við endurkjör hans í forseta-
embættið, og nýleg skoðanakönnun
bendir reyndar til þess að hann sigr-
aði, með eins miklum yfirburðum og
Putin gerði í Rússlandi. En ábyrgð
íslensku fjölmiðlanna í kosningabar-
áttunni er mikil. Íslensku lýðræði er
ekki gerður neinn greiði með því að
ýta hinum frambjóðendunum út í
kuldann og láta sem þeirra framboð
skipti engu máli. Ég vona að allir
frambjóðendurnir í íslensku forseta-
kosningunum fái góða kynningu á
jafnréttisgrundvelli í íslensku fjöl-
miðlunum og ekki síst í Morgun-
blaðinu.
Frjáls skoðanaskipti eru nauðsyn-
leg í lýðræðisþjóðfélagi og fer sú um-
ræða mikið fram á síðum dagblað-
anna, og á vafalaust eftir aukast, eftir
því sem nær dregur forsetakosning-
um. Og sem áskrifandi Morgunblaðs-
ins fagna ég því að ólíkar pólitískar
skoðanir hafa fengið rými á síðum
blaðsins, og vona ég að blaðið haldi
áfram sínu striki í þeim efnum.
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON,
myndlistarkennari,
Finnlandi.
Ábyrgð fjölmiðlanna
Frá Björgvini Björgvinssyni:
HINN 11. maí 1955 eða fyrir 49
árum fékk Kópavogur kaupstað-
arréttindi. Frá þeim degi hefur
Kópavogur haldið þennan dag há-
tíðlegan sem afmælisdag bæjarins.
Lista- og menningarráð Kópavogs
ákvað í fyrra að bæta um betur og
halda árlega hátíð, Kópavogsdaga,
í tengslum við afmæli bæjarins.
Með því móti mætti efla vitund
bæjarbúa um hið öfluga menning-
ar-, fræðslu- og félagslíf bæjarins.
Kópavogsdagar voru nú haldnir í
annað sinn með metnaðarfullri
dagskrá sem hófst sunnudaginn 2.
maí og lauk á afmælisdegi Kópa-
vogs, 11. maí.
Er óhætt að segja að Kópavogs-
dagar hafi verið vel heppnaðir og
íbúar bæjarins kunnað vel að meta
framtakið. Fjöldi fólks á öllum
aldri tók þátt í dagskránni, bæði
beint og með því að sækja hina
ýmsu viðburði. Þannig lögðu fjöl-
margir Kópavogsbúar sitt af
mörkum til að skapa hátíðar-
stemmningu í bænum.
Þá rúmu viku sem dagarnir
stóðu var boðið upp á fjölmarga
lista- og menningarviðburði, s.s.
listsýningar og gjörninga í
tengslum við þær, fjölmarga tón-
leika og fræðsluerindi. Kynnt var
starfsemi stofnana bæjarins í
menningu og listum. Leikskólar,
skólar, íþróttafélög og félagsmið-
stöðvar. Þeir fjölmörgu listamenn
sem búa og starfa í bænum opn-
uðu vinnustofur sínar fyrir gestum
þannig að fólk gat fylgst með list-
sköpuninni og tekið listamennina
tali. Skipulagssýning var í Héraðs-
skjalasafninu þar sem sýndar voru
loftmyndir, skipulagsuppdrættir
og mannlífsmyndir. Lögð var
áhersla á hinn hraða vöxt bæjarins
og breytta ásýnd. Tónleikar voru
haldnir í Salnum, í kirkjum og í
Félagsheimilinu. Er þá aðeins fátt
eitt nefnt. Eitt það ánægjulegasta
við Kópavogsdaga er að allir ald-
urshópar tóku beinan þátt í dag-
skránni.
Þakkir
Þrátt fyrir að Lista- og menn-
ingarráð hafi umsjón með Kópa-
vogsdögum hefði aldrei tekist að
setja upp jafn metnaðarfulla dag-
skrá nema með víðtækri samvinnu
og góðri verkstjórn. Nær allar
nefndir og stofnanir bæjarins
komu að dagskránni þar sem for-
stöðumenn og fjöldi starfsmanna
lögðu sig alla fram um að gera
hana sem glæsilegasta. Þá er
ónefnd þátttaka fjölda einkaaðila,
bæði einyrkja og fyrirtækja.
Fyrir hönd Lista- og menning-
arráðs þakka ég öllum þeim sem
tóku þátt í Kópavogsdögunum fyr-
ir þeirra mikla og góða framlag.
Jafnframt þakka ég þeim frábæru
listamönnum sem fram komu,
fræðimönnum og fleirum fyrir
þeirra þátt í að gera Kópavogs-
daga að sannkölluðum hátíðardög-
um. Það er von okkar að Kópa-
vogsdagar hafi veitt íbúum
bæjarins tækifæri til að kynnast
bænum sínum betur og því fjöl-
breytta menningarstarfi sem þar
fer fram. Fjölmargir hlakka þegar
til Kópavogsdaga að ári en þá
fagnar bærinn 50 ára afmæli.
SIGURRÓS
ÞORGRÍMSDÓTTIR,
bæjarfulltrúi í Kópavogi og for-
maður Lista- og menningarráðs.
Vel heppnaðir
Kópavogsdagar
Frá Sigurrós Þorgrímsdóttur:
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.