Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 61
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert óvenjuleg og litrík
persóna sem leggur mikla
áherslu á útlit þitt. Níu ára
tímabili er að ljúka í lífi þínu.
Þú verður þó hugsanlega
ekki vör/var við breyting-
arnar fyrr en í október.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur hugann við fjármálin
og eigur þínar í dag. Þú ættir
þó að gefa þér tíma til að
íhuga hvað skiptir þig mestu
máli í lífinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það eru tvær plánetur í merk-
inu þínu og því er þetta góður
tími til að huga að líðan þinni
og útliti. Láttu þínar eigin
þarfir hafa forgang.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert fjölhæf/ur í eðli þínu og
vilt helst alltaf hafa mörg járn
í eldinum. Þú þarft engu að
síður að gefa þér tíma til
hvíldar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hikaðu ekki við að sýna vini
þínum trúnað í dag. Þú munt
sjá hlutina í skýrara ljósi eftir
að hafa heyra álit annarra á
fyrirætlunum þínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú nýtur meiri athygli en þú
átt að venjast og ættir því að
leggja aukna rækt við útlit
þitt. Fólk er að fylgjast með
þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að skapa þér nýja
möguleika í dag. Þú þarft að
víkka út sjóndeildarhring
þinn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n
þig í dag. Farðu í líkamsrækt
eða gefðu þér tíma til að elda
hollan og góðan mat.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Flestir sporðdrekar eiga það
til að vera svolítið yfirþyrm-
andi þótt margir þeirra geri
sér enga grein fyrir því. Gefðu
þér tíma til að skoða sam-
skipti þín við þína nánustu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur þörf fyrir að ganga
frá lausum endum í lífi þínu
og ættir endilega að láta
verða af því. Þú getur komið
ótrúlega miklu í verk.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur mikla möguleika á
að lenda í spennandi ástaræv-
intýri þessa dagana. Ekki láta
ótta þinn við höfnun halda aft-
ur af þér. Það er ekkert gull-
tryggt í þessu lífi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gerðu eitthvað til að fegra
heimili þitt eða bæta sam-
skiptin innan fjölskyldunnar í
dag. Láttu nánasta umhverfi
þitt hafa forgang.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er mikið að gera hjá þér
þessa dagana og það er til-
gangslaust fyrir þig að reyna
að breyta því. Þú munt hugs-
anlega fara í stutt ferðalag
eða verja óvenjumiklum tíma
með systkinum þínum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LITLA KVÆÐIÐ UM GIMBIL
Lambið mitt litla
lúrir úti í túni,
– gimbillinn minn góði,
gullhornum búni.
Kringum okkur greri gras,
grænt og frítt að líta.
– Ég tók með honum í tjóðurbandið
til þess að slíta.
– – –
Jón Magnússon
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 16.
maí, verður sextugur Þórir
Svansson, prentari hjá
Morgunblaðinu. Hann
dvelst um þessar mundir
ásamt eiginkonu sinni, Matt-
hildi Þórarinsdóttur, og
nánustu fjölskyldu í orlofs-
heimili bókagerðarmanna í
Miðdal.
50 ÁRA afmæli.Fimmtudaginn 20.
maí verður fimmtug Jó-
hanna E. Sveinsdóttir,
Borgartúni 30a. Hún mun
ásamt eiginmanni sínum,
Bruno Hjaltested, gleðjast
með vinum og vandamönn-
um að kvöldi 19. maí.
TROMPIÐ er gisið og það
er spurning hvaða prjóni
eigi að beita til að stoppa í
götin.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ÁD5
♥Á43
♦D965
♣ÁKG
Suður
♠97653
♥8
♦ÁKG
♣D1042
Vestur Norður Austur Suður
– – 3 hjörtu Pass
Pass Dobl Pass 4 spaðar
Pass 6 spaðar Allir pass
Vestur kemur út með
hjartaníu. Hvernig er best
að spila?
Slemman vinnst auðvitað
ef vestur á kóng annan eða
þriðja í trompi, en kannski
má taka aðra möguleika inn
í myndina. En það er lítill
tilgangur í því að leggja
niður spaðaás, því sagnhafi
þolir hvort eð er ekki stak-
an kóng í austur. Spurn-
ingin er fyrst og fremst sú
hvort spila eigi litlum spaða
á drottninguna, eða fara af
stað með níuna. Tromp-
hundar suðurs eru ekki al-
veg verðlausir. Ef vestur á
G10-tvíspil verður að spara
níuna og spila smáu á
drottningu, en nían út strax
dekkar áttuna staka í bak-
hönd:
Norður
♠ÁD2
♥Á43
♦D965
♣ÁKG
Vestur Austur
♠KG104 ♠8
♥92 ♥KDG10765
♦932 ♦1074
♣8653 ♣97
Suður
♠97653
♥8
♦ÁKG
♣D1042
Vestur leggur á níuna og
áttan fellur undir drottn-
inguna. Síðar getur sagn-
hafi spilað millihundi að
heiman og tryggt að vestur
fái aðeins einn trompslag.
Ef ekkert er vitað um
spil andstöðunnar er heldur
betra að spila upp á G10-
tvíspil í vestur, en hér hef-
ur austur sýnt sjölit í
hjarta og þá snýst dæmið
við.
Nían gæti líka dugað í
stöðu þar sem vestur á
G104 og austur K8. Vestur
býst við að suður eigi 987
og gæti kosið að leggja
ekki á.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3
e6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6.
O-O Be7 7. d4 cxd4 8.
Dxd4 Rc6 9. Dd3 O-O 10.
e4 d6 11. Hd1 Db8 12. b3
Hd8 13. Bb2 a6 14. Hd2
Re5 15. De3 Dc7 16. Had1
Red7 17. Rd4 Bf8 18. f4
He8 19. Kh1 Hac8 20. h3
Db8 21. g4 h6 22.
g5 hxg5 23. fxg5
Rh7 24. h4 g6 25.
Rf3 Ba8 26. Dd4 e5
27. De3 Rc5 28. Rd5
Hcd8 29. Rh2 b5 30.
Rg4 Rd7 31. Bf1
He6 32. Hh2 Bg7
33. Hdd2 Hf8 34. h5
Dd8 35. cxb5 Dxg5
36. Dh3 Rc5 37.
hxg6 Dxg6 38.
Hdg2 Rg5
Staðan kom upp á
pólska meist-
aramótinu sem lauk
fyrir skömmu í
Varsjá. Mikhail Krasenkov
(2609) hafði hvítt gegn
Tomazs Markowski (2605).
39. Rgf6+! Bxf6 hvítur
hefði mátað eftir 39... Hxf6
40. Re7#. 40. Hxg5! og
svartur gafst upp enda mát
óumflýjanlegt. Mikil
skákhátíð sem Skákfélagið
Hrókurinn og UMFÍ
standa fyrir hefst í dag á
Vestfjörðum. Nánari upp-
lýsingar um hana er að
finna á skak.is.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Vorsprengja
40% afsláttur 17., 18. og 19. maí
af kjólum, dressum og blússum
Meyjarnar, Austurveri,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
FRÉTTIR
Háteigskirkja Eldri borgarar. Félagsvist á
morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma
511 5405.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs-
félag Árbæjarsafnaðar, með fund í safn-
aðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek-
ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl.
9–17 í síma 587 9070.
Seljakirkja. Mánudaginn 17. maí er að-
alsafnaðarfundur Seljasafnaðar kl. 20.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu-
dagskvöld, kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára
5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í
dag er vitnisburðarsamkoma kl. 14. Vitn-
isburðir, lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt
barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára börn á
samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir
samkomu. Allir velkomnir. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is.
Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu-
maður Richard Dunn frá Bandaríkjunum.
Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður
Greg Mundiz frá Bandar. Gospelkór Fíla-
delfíu leiðir söng. Fyrirbæn í lok samkomu.
Barnakirkja á sama tíma. Allir hjartanlega
velkomnir. Bænastundir alla virka morgna
kl. 06:00. filadelfia@gospel.is www.-
gospel.is
VEGURINN: Fjölskyldusamkoma fellur nið-
ur vegna „Lækningadaga“. Bænastund kl.
19.30. Almenn samkoma kl. 20. Högni
Valsson prédikar, lofgjörð, vitnisburðir, fyr-
irbænir. Allir velkomnir. www.vegurinn.is.
Safnaðarstarf
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA-
HÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKTIN miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir
konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða
orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
ÁRIÐ 1990 var einn pistill
hér í Mbl. helgaður þessu
danskættaða orðasam-
bandi, sem vissulega er
þekkt talmál í íslenzku og
hefur lengi verið. Þar sem
ég heyri, að fréttastofa
Ríkisútvarpsins og aðrir
fjölmiðlar virðast hafa dá-
læti á notkun þess í frétt-
um sínum um þessar
mundir, ætla ég að rifja
ýmislegt upp um þetta
orðalag. Þegar verið var
að kenna mér íslenzku á
fyrri hluta síðustu aldar,
var uppi sú stefna, að vara
við dönskuskotnu máli,
sem borizt hafði til okkar
með dönskum embættis-
og verzlunarmönnum,
enda var margt annað og
betra orðaval til í máli okk-
ar. Nú er aftur á móti svo
komið, að enskan flæðir
inn í mál okkar, en jafn-
framt hefur kunnáttu í
dönsku (og öðrum Norður-
landamálum) hrakað að
sama skapi – því miður. Er
svo komið, að danskan hef-
ur af erlendum málum,
sem kennd eru ungum
nemendum okkar, þokað
fyrir enskunni úr fyrsta
sæti í annað sæti. En hvað
kemur í stað orðtaksins: í
því augnamiði? Á það var
bent í fyrrgreindum pistli
og þau orð eiga ekki síður
við í dag. Þetta er sem sé
bein tökuþýðing úr
dönsku, en þar heitir það i
det øjemed og merkir ná-
kvæmlega hið sama og hjá
okkur. Hér höfum við hins
vegar annað orðalag, svo
sem í því skyni eða í þeim
tilgangi eða blátt áfram til
þess. Ef einhver kæmist
svo að orði, að hann hafi
farið einhverja ferð í því
augnamiði að kynna sér
land og þjóð sem bezt, yrði
mál hans enn íslenzku-
legra, ef hann segði eða
skrifaði sem svo, að ferðin
hefði verið farin í þeim til-
gangi eða í því skyni að
kynna sér land og þjóð
sem bezt. Ég held menn
hljóti að finna hér á nokk-
urn mun – eða er ekki svo?
Sími 557-4977 og tölvu-
fang jaj@simnet.is –
J.A.J.
ORÐABÓKIN
Í því augnamiði
SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norð-
urlanda funduðu nýverið með tveimur
forustumönnum Evrópusambands-
ins, þar sem meðal annars var farið
yfir framtíðaruppbyggingu á Eystra-
saltssvæðinu, en eftir að Eystrasalts-
ríkin og Pólland eru orðin aðilar að
Evrópusambandinu fellur svæðið að
stórum hluta undir þróunaráætlanir
sambandsins.
Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráð-
herra Norðurlanda, sem stjórnaði
fundunum þar sem Ísland fer með
formennskuna nú, sagði að fundirnir
hefðu gengið mjög vel og verið gagn-
legir. Fyrst hefði verið um hefðbund-
inn fund samstarfsráðherranna að
ræða, en síðan hefðu þau fundað með
Michael Leigh, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Evrópusambandsins,
sem hefði með samstarf ESB út á við
að gera og rætt hefði verið við hann
um Eystrasaltssvæðið sem svæði í
Evrópu. Farið hefði verið yfir hags-
muni Norðurlandanna á Eystrasalts-
svæðinu og samstarf við Eystrasalts-
ríkin.
Siv sagði að þau hefðu síðan einnig
hitt Gunther Verheugen, einn fram-
kvæmdastjóra ESB, sem hefði haft
með stækkunarferli ESB að gera, en
hann færi einnig með samskipti ESB
við næstu nágranna sína. Sérstaklega
hefði verið rætt við hann um sam-
starfið við Rússland, en þar væri um
mikla sameiginlega hagsmuni Norð-
urlandanna og ESB að ræða þar sem
Rússland væri eina ríkið við Eystra-
salt sem ætti ekki aðild að Evrópu-
sambandinu. Mikilvægt væri að ESB
og Norðurlöndin ynnu saman að því
að efla tengslin við Rússland og
styrkja það á vettvangi umhverfis-
mála og félagsmála, og að ný efna-
hagsleg landamæri yrðu ekki til við
stækkun ESB milli Eystrasaltsríkj-
anna og Rússlands. Við Íslendingar
ættum auðvitað hagsmuna að gæta í
þessum efnum eins og gagnvart um-
hverfismálum á Kólaskaga, svo dæmi
væri tekið.
Hagvöxtur fyrirsjáanlegur
Fram kemur í frétt af þessu tilefni
að norrænt grannsvæðasamstarf tek-
ur miklum breytingum eftir stækkun
ESB. Aðild Eystrasaltsríkjanna að
ESB leiðir til þess að þau fá fjármagn
úr evrópskum þróunarsjóðum og að
ýmsar viðskiptahindranir hverfa.
Einnig kemur fram að Norðurlönd-
in líta á málefni Eystrasaltssvæðisins
sem sitt hagsmunamál og að þau
stefni að því að treysta samstarf við
grannsvæðin á vettvangi ESB. Sam-
ráð við Eystrasaltsríkin verður eflt og
á vettvangi Norrænu ráðherranefnd-
arinnar er jafnframt verið að endur-
skoða samstarf við grannsvæðin og
verður ný stefna í málefnum þeirra
borin undir atkvæði á Norðurlanda-
ráðsþingi í haust.
Samstarfsráðherrar Norðurlandanna
funduðu með forustumönnum ESB
Uppbygging á
Eystrasaltssvæðinu