Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir | Hundrað tuttugu og átta einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir taka þátt í mannlífs- og atvinnusýningunni Austurland 2004, sem haldin verður í Íþrótta- miðstöðinni á Egilsstöðum 10.–13. júní. Sýningin er því sú langstærsta sem haldin hefur verið á Austur- landi og ein af stærstu sýningum sem haldnar verða hérlendis á árinu. Búist er við um 8 þúsund gest- um og er sýningarsvæðið rúm- lega 2000 fermetrar, íþróttasal- urinn, tvö útitjöld og svæði utandyra. Fulltrúar allra atvinnugreina eystra Sýnendur á Austurland 2004 eru allir með starfsemi á Austur- landi og koma alls staðar að úr fjórðungnum. Á sýningunni verð- ur því hægt að skoða starfsemi úr öllum atvinnugreinum sem stundaðar eru á Austurlandi. Mikil samstaða er á meðal Austfirðinga um að gera sýning- ardagana ógleymanlega. Fjöldi viðburða verður í fjórðungnum þá daga sem sýningin stendur yf- ir; dansleikir, sýningar, stórt golfmót á Ekkjufellsvelli o.fl. og ljóst að sýningargestir geta valið sér margt til afþreyingar á Aust- urlandi utan við sjálfa sýninguna. Sérstök aðstaða verður fyrir börn og leiktæki sett upp á sýning- arsvæðinu. Flugfélag Íslands býð- ur sérkjör á flugi austur vegna sýningarinnar. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur Austur- land 2004 fimmtudaginn 10. júní kl. 17.00. Verð aðgöngumiða á sýninguna er 500 kr. fyrir 12 ára og eldri en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Ein stærsta atvinnulífssýning ársins hefst á fimmtudag á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Líflegt á Egilsstöðum næstu dagana: Stórsýningin Austurland 2004 verður opnuð á fimmtudag og vísast hægt að busla þar í miklum upplýsingapolli. Búist við 8 þúsund gestum – 128 sýnendur Egilsstaðir | Á laugardag voru hundrað ár liðin frá fæðingu Þór- arins Þórarinssonar, fyrrum skóla- meistara á Eiðum. Af því tilefni var í Minjasafni Austurlands opnuð sýning þar sem gefur að líta ýmsa muni frá lífi og starfi Þórarins, ekki síst í Eiðaskóla. Rannveig Þórhallsdóttir, for- stöðumaður Minjasafnsins, segir að sýningin sé helguð Þórarni og konu hans, Sigríði Sigurþórsdóttur. „Þetta eru gripir úr eigu ættingja og frá Alþýðuskólanum á Eiðum sem Minjasafnið sótti þegar Sig- urjón Sighvatsson keypti Eiða, ljós- myndir, skjöl og allt mögulegt sem tengist lífi og starfi hjónanna.“ Margir góðir gripir á sýningunni Af merkum gripum tiltekur Rannveig stórt veggteppi, sem Þór- arinn teiknaði og Sigrún saumaði, en það hefur að geyma bæjar- og sýslumerki og landvættina, auk ein- kunnarorða Eiðaskóla; Manntak, mannvit og manngöfgi. Þá hefur standklukka eftir Ríkarð Jónsson staðið um tíma í safninu, sú var gef- in Eiðaskóla 1933 og er góður grip- ur. Á sýningunni eru jafnframt mál- verk frá ættingjum, máluð af Þórarni og mörg hver merkileg, að sögn Rannveigar. Arndís Þorvaldsdóttir, sem sett hefur sýninguna upp ásamt Önnu Valgerði Hjaltadóttur, segir að sýn- ingin spanni langan tíma, allt frá fæðingarvottorði Þórarins frá árinu 1904. „Það brann á Eiðum 1960 og þá brunnu flest málverkin hans, en hér eru verk frá sjötta áratugnum, ljósmyndir úr skólalífi á Eiðum og persónulegir hlutir svo sem frá skólaferli Þórarins.“ Sýningin verður opin fram eftir sumri og er opin á aðgangstímum safnanna í húsinu. Í tilefni aldarminningar um Þór- arinn efndu fjölskylda og aðstand- endur hans til samkomu og kaffi- samsætis í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar stigu m.a. á stokk Sigurður Blöndal, Heimir Þór Gíslason, Birna Stefánsdóttir og Sveinn Þórarinsson, auk fyrrum nemenda og samstarfsmanna Þór- arins. Sýning á munum tengdum lífsstarfi Þórarins Þórarinssonar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þórarinn teiknaði og Sigrún saum- aði: Hluti geysistórs veggteppis saumað með góbelínsaumi í Ála- fossáklæði með íslensku bandi jurtalituðu. Það tók Sigrúnu um hálft ár að sauma það. Manntak, mann- vit, manngöfgi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unnið að uppsetningu sýningar: Anna V. Hjaltadóttir og Arndís Þorvalds- dóttir við líkan af Alþýðuskólanum á Eiðum. LANDIÐ Ólafsfjörður | Sjóminjasafnið í Ólafsfirði var opnað með form- legum hætti föstudaginn 4. júní sl. Halldór Blöndal, alþingismaður og forseti Alþingis, opnaði það og flutti ávarp af því tilefni. Færði hann m.a. safninu gamlan hákarla- krók. Mikil vinna er nú að baki hjá þremur einstaklingum sem hafa átt veg og vanda að safninu, sem er sett upp í nafni Sjómannadagsráðs Ólafsfjarðar. Hlynur Guðmundsson, sjómaður á Mánabergi ÓF, hefur verið aðalfrumkvöðullinn en honum til aðstoðar hafa verið þær Greta Ólafsdóttir og Nína Ingimarsdóttir. Fjölmarga hluti og muni er að finna á safninu, myndir, líkön af skipum, fatnað sjómanna, verkfæri smá og stór, net og línu, tæki í gegnum áratugina og má sjá tækniþróunina. Þarna er meira að segja rúmlega hundrað ára gömul trilla, Krían ÓF, sem Sigurjón Jón- asson, sjómaður í Ólafsfirði, átti, en sonur hans, Bjarni sem búsettur er á Akureyri, gerði upp fyrir mörg- um árum. Krían er norskur bátur sem skilinn var eftir aldamótaárið 1900 en nýttist í næstum því heila öld. Ýmislegt fleira úr sögu útgerð- ar í Ólafsfirði hefur verið sett upp, t.d. fréttir og greinar af ein- staklingum, skipum, stórum við- burðum eins og skipsskaða eða frækilegri björgun, sbr. Stíganda árið 1967. Sjóminjasafnið er til húsa í Að- algötu 16, verður opið í allt sumar. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir full- orðna en 100 kr. fyrir börn. Halldór Blöndal opnaði Sjóminjasafnið á Ólafsfirði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Halldór Blöndal afhendir Hlyn Guðmundssyni, sjómanni og frumkvöðli safnsins, gamlan hákarlakrók til varðveislu. Færði safninu gamlan hákarlakrók að gjöf Raufarhöfn | Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Raufar- höfn í gær, laugardag, skv. venju. Hátíðahöldin hófust á helgistund á kirkjukantinum, þar sem Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir predikaði. Að lokinni helgistund var boðið upp á siglingu. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar kom eftir hádegið og var sýnd bæjarbúum. Að því loknu sýndi áhöfn þyrlunnar björgun úr sjáv- arháska. Fimmþrautakeppni á milli sjómanna og landkrabba var haldin síðdegis, með sigri sjómanna, sem sóttu sér liðstyrk í raðir land- krabba. Að því loknu var boðið til grillveislu. Hátíðarkvöldverður var haldinn á hótelinu og að því loknu lék hljómsveitin Kokteill í Félags- heimilinu Hnitbjörgum fram á nótt. Gott veður var á Raufarhöfn, hæg- ur vindur og skýjað. Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn Hvolsvöllur | Ungur Sunnlendingur Þórður Freyr Sigurðsson, frá Há- túni í Vestur-Landeyjum, hefur fest kaup á tímaritinu Gróandanum. Þórður hefur nú þegar gefið út fyrsta tölublaðið af þessu vel þekkta tímariti sem brátt verður tvítugt að aldri. Þórður hefur þegar umbylt út- liti blaðsins en segir að efni þess verði með svipuðu sniði en í bland við faggreinar ætlar hann að leggja áherslu m.a. á garðaskoðun og skemmtilegar lausnir við hönnun garða. Hann ætlar að þróa blaðið í takt við tíðarandann. Tímaritið kem- ur út á tveggja mánaða fresti og er ætlað að höfða til áhugafólks um garða og matjurtarækt og skógrækt auk þess sem áhersla verður lögð á lífræna ræktun, uppskriftir og fleira. Gefur út Gróandann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.