Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir | Hundrað tuttugu og átta einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir taka þátt í mannlífs- og atvinnusýningunni Austurland 2004, sem haldin verður í Íþrótta- miðstöðinni á Egilsstöðum 10.–13. júní. Sýningin er því sú langstærsta sem haldin hefur verið á Austur- landi og ein af stærstu sýningum sem haldnar verða hérlendis á árinu. Búist er við um 8 þúsund gest- um og er sýningarsvæðið rúm- lega 2000 fermetrar, íþróttasal- urinn, tvö útitjöld og svæði utandyra. Fulltrúar allra atvinnugreina eystra Sýnendur á Austurland 2004 eru allir með starfsemi á Austur- landi og koma alls staðar að úr fjórðungnum. Á sýningunni verð- ur því hægt að skoða starfsemi úr öllum atvinnugreinum sem stundaðar eru á Austurlandi. Mikil samstaða er á meðal Austfirðinga um að gera sýning- ardagana ógleymanlega. Fjöldi viðburða verður í fjórðungnum þá daga sem sýningin stendur yf- ir; dansleikir, sýningar, stórt golfmót á Ekkjufellsvelli o.fl. og ljóst að sýningargestir geta valið sér margt til afþreyingar á Aust- urlandi utan við sjálfa sýninguna. Sérstök aðstaða verður fyrir börn og leiktæki sett upp á sýning- arsvæðinu. Flugfélag Íslands býð- ur sérkjör á flugi austur vegna sýningarinnar. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur Austur- land 2004 fimmtudaginn 10. júní kl. 17.00. Verð aðgöngumiða á sýninguna er 500 kr. fyrir 12 ára og eldri en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Ein stærsta atvinnulífssýning ársins hefst á fimmtudag á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Líflegt á Egilsstöðum næstu dagana: Stórsýningin Austurland 2004 verður opnuð á fimmtudag og vísast hægt að busla þar í miklum upplýsingapolli. Búist við 8 þúsund gestum – 128 sýnendur Egilsstaðir | Á laugardag voru hundrað ár liðin frá fæðingu Þór- arins Þórarinssonar, fyrrum skóla- meistara á Eiðum. Af því tilefni var í Minjasafni Austurlands opnuð sýning þar sem gefur að líta ýmsa muni frá lífi og starfi Þórarins, ekki síst í Eiðaskóla. Rannveig Þórhallsdóttir, for- stöðumaður Minjasafnsins, segir að sýningin sé helguð Þórarni og konu hans, Sigríði Sigurþórsdóttur. „Þetta eru gripir úr eigu ættingja og frá Alþýðuskólanum á Eiðum sem Minjasafnið sótti þegar Sig- urjón Sighvatsson keypti Eiða, ljós- myndir, skjöl og allt mögulegt sem tengist lífi og starfi hjónanna.“ Margir góðir gripir á sýningunni Af merkum gripum tiltekur Rannveig stórt veggteppi, sem Þór- arinn teiknaði og Sigrún saumaði, en það hefur að geyma bæjar- og sýslumerki og landvættina, auk ein- kunnarorða Eiðaskóla; Manntak, mannvit og manngöfgi. Þá hefur standklukka eftir Ríkarð Jónsson staðið um tíma í safninu, sú var gef- in Eiðaskóla 1933 og er góður grip- ur. Á sýningunni eru jafnframt mál- verk frá ættingjum, máluð af Þórarni og mörg hver merkileg, að sögn Rannveigar. Arndís Þorvaldsdóttir, sem sett hefur sýninguna upp ásamt Önnu Valgerði Hjaltadóttur, segir að sýn- ingin spanni langan tíma, allt frá fæðingarvottorði Þórarins frá árinu 1904. „Það brann á Eiðum 1960 og þá brunnu flest málverkin hans, en hér eru verk frá sjötta áratugnum, ljósmyndir úr skólalífi á Eiðum og persónulegir hlutir svo sem frá skólaferli Þórarins.“ Sýningin verður opin fram eftir sumri og er opin á aðgangstímum safnanna í húsinu. Í tilefni aldarminningar um Þór- arinn efndu fjölskylda og aðstand- endur hans til samkomu og kaffi- samsætis í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar stigu m.a. á stokk Sigurður Blöndal, Heimir Þór Gíslason, Birna Stefánsdóttir og Sveinn Þórarinsson, auk fyrrum nemenda og samstarfsmanna Þór- arins. Sýning á munum tengdum lífsstarfi Þórarins Þórarinssonar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þórarinn teiknaði og Sigrún saum- aði: Hluti geysistórs veggteppis saumað með góbelínsaumi í Ála- fossáklæði með íslensku bandi jurtalituðu. Það tók Sigrúnu um hálft ár að sauma það. Manntak, mann- vit, manngöfgi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unnið að uppsetningu sýningar: Anna V. Hjaltadóttir og Arndís Þorvalds- dóttir við líkan af Alþýðuskólanum á Eiðum. LANDIÐ Ólafsfjörður | Sjóminjasafnið í Ólafsfirði var opnað með form- legum hætti föstudaginn 4. júní sl. Halldór Blöndal, alþingismaður og forseti Alþingis, opnaði það og flutti ávarp af því tilefni. Færði hann m.a. safninu gamlan hákarla- krók. Mikil vinna er nú að baki hjá þremur einstaklingum sem hafa átt veg og vanda að safninu, sem er sett upp í nafni Sjómannadagsráðs Ólafsfjarðar. Hlynur Guðmundsson, sjómaður á Mánabergi ÓF, hefur verið aðalfrumkvöðullinn en honum til aðstoðar hafa verið þær Greta Ólafsdóttir og Nína Ingimarsdóttir. Fjölmarga hluti og muni er að finna á safninu, myndir, líkön af skipum, fatnað sjómanna, verkfæri smá og stór, net og línu, tæki í gegnum áratugina og má sjá tækniþróunina. Þarna er meira að segja rúmlega hundrað ára gömul trilla, Krían ÓF, sem Sigurjón Jón- asson, sjómaður í Ólafsfirði, átti, en sonur hans, Bjarni sem búsettur er á Akureyri, gerði upp fyrir mörg- um árum. Krían er norskur bátur sem skilinn var eftir aldamótaárið 1900 en nýttist í næstum því heila öld. Ýmislegt fleira úr sögu útgerð- ar í Ólafsfirði hefur verið sett upp, t.d. fréttir og greinar af ein- staklingum, skipum, stórum við- burðum eins og skipsskaða eða frækilegri björgun, sbr. Stíganda árið 1967. Sjóminjasafnið er til húsa í Að- algötu 16, verður opið í allt sumar. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir full- orðna en 100 kr. fyrir börn. Halldór Blöndal opnaði Sjóminjasafnið á Ólafsfirði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Halldór Blöndal afhendir Hlyn Guðmundssyni, sjómanni og frumkvöðli safnsins, gamlan hákarlakrók til varðveislu. Færði safninu gamlan hákarlakrók að gjöf Raufarhöfn | Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Raufar- höfn í gær, laugardag, skv. venju. Hátíðahöldin hófust á helgistund á kirkjukantinum, þar sem Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir predikaði. Að lokinni helgistund var boðið upp á siglingu. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar kom eftir hádegið og var sýnd bæjarbúum. Að því loknu sýndi áhöfn þyrlunnar björgun úr sjáv- arháska. Fimmþrautakeppni á milli sjómanna og landkrabba var haldin síðdegis, með sigri sjómanna, sem sóttu sér liðstyrk í raðir land- krabba. Að því loknu var boðið til grillveislu. Hátíðarkvöldverður var haldinn á hótelinu og að því loknu lék hljómsveitin Kokteill í Félags- heimilinu Hnitbjörgum fram á nótt. Gott veður var á Raufarhöfn, hæg- ur vindur og skýjað. Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn Hvolsvöllur | Ungur Sunnlendingur Þórður Freyr Sigurðsson, frá Há- túni í Vestur-Landeyjum, hefur fest kaup á tímaritinu Gróandanum. Þórður hefur nú þegar gefið út fyrsta tölublaðið af þessu vel þekkta tímariti sem brátt verður tvítugt að aldri. Þórður hefur þegar umbylt út- liti blaðsins en segir að efni þess verði með svipuðu sniði en í bland við faggreinar ætlar hann að leggja áherslu m.a. á garðaskoðun og skemmtilegar lausnir við hönnun garða. Hann ætlar að þróa blaðið í takt við tíðarandann. Tímaritið kem- ur út á tveggja mánaða fresti og er ætlað að höfða til áhugafólks um garða og matjurtarækt og skógrækt auk þess sem áhersla verður lögð á lífræna ræktun, uppskriftir og fleira. Gefur út Gróandann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.