Morgunblaðið - 12.06.2004, Page 18

Morgunblaðið - 12.06.2004, Page 18
Glókollurinn heldur áfram að breiðast út Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmur | Glókollur (Regulus regul- us) er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, þar sem hann étur grenilýs, önnur lítil skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Glókollur er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl en haustið 1995 hröktust óvenjulega marg- ir einstaklingar til landsins og talið er að tegundin hafi orpið árlega á Íslandi síðan. Náttúrustofa Vesturlands í Stykkis- hólmi rannsakaði í vor útbreiðslu glókolls á Vesturlandi eins og vorið á undan. Í apríl og maí heimsótti starfsmaður Náttúrustof- unnar alla helstu greniskóga og grenireiti í landshlutanum og fundust glókollar nú á meira en helmingi svæðanna eða 25 af 45. Samtals eru glókollar nú komnir á 15 af 21 svæði í Borgarfjarðarsýslu, 7 af 13 í Mýra- sýslu, tvö af 8 í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu og eitt svæði af þremur í Dala- sýslu. Glókollur fannst nú í fyrsta skipti að vorlagi á 8 þessara svæða og hefur út- breiðslan aukist nokkuð á síðastliðnu ári. Mjög líklegt er að útbreiðsla glókolla á Íslandi haldi áfram á næstu árum og hyggst Náttúrustofa Vesturlands fylgjast grannt með henni. Starfsmenn Náttúru- stofunnar þiggja með þökkum allar frekari upplýsingar um glókolla á Vesturlandi. Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Skálar • Föt • Diskar • Gjafir Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu SKAGAFJÖRÐUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Undirbúningur Landsmóts UMFÍ sem verður á Sauðárkróki í sumar gengur vel, að sögn Ómars Braga Stefánssonar fram- kvæmdastjóra, og eini þátturinn sem óvissu veldur, er að ekki hefur, frá þar til bærum stofnunum, fengist afdráttarlaust vilyrði fyrir veðurblíðu mótsdagana. Gert er ráð fyrir um 2 þúsund keppendum og um 12 til 15 þúsund gestum. Sagði Ómar að allir skólar á staðum yrðu nýttir vegna mótsins og gert hefði verið samkomulag við þjón- ustuaðila um lengdan opnunartíma versl- ana og rekstur á veitingatjaldi sem rúmar um 450 manns í sæti.    Árleg fjölskylduhátíð verður haldin á Hofsósi um Jónsmessuna, og ætla má að burtfluttir Hofsósingar fjölmenni og taki þátt í gleðinni. Á föstudagskvöldi þann 25. júní verður gengið í Þórðarhöfða undir leið- sögn. Á Neistavelli verður stórleikur, en þar etja kappi við heimamenn, gamlir bar- áttujaxlar frá árum áður úr KS en eftir þetta geta allir hist í Höfðaborg og fengið sér kjötsúpu, enda þá þörf á góðri máltíð. Á laugardeginum verður Kvennareið og fara þar fyrir félagskonur í hestamannafél. Svaða, og hægt verður að fá hesta leigða. Óvissuferð verður með krakka, og á Neista- velli verður knattspyrna fyrir „fullorðna“ karlmenn. Samgönguminjasafn verður formlega opnað að Stóragerði. Grillað verð- ur við Höfðaborg með skemmtiatriðum en um kvöldið verður kvöldvaka með ótal skemmtiatriðum og dansleikur.    Fornleifarannsóknir eru hafnar á Hóla- stað, þriðja sumarið í röð. Þær annast Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræð- ingur ásamt hópi vísindafólks en rannsókn- irnar eru styrktar af Kristnihátíðarsjóði. Ragnheiður sagði starfið hafa hafist í byrj- un júní með námskeiði fyrir 15 íslenska nema í fornleifafræði, og var námskeiðið í samvinnu Hólaskóla og Háskóla Íslands. Að námskeiði loknu fóru nemendur og kennarar á vettvang og hófu gröft. Alls er við störf á Hólum um 25 manna hópur inn- lendra og erlendra vísindamanna. Sagði Ragnheiður að verið yrði á Hólum til 13. ágúst, en síðla í júlí mundi hafist handa í Kolkuósi. Síðustu forvöð eru að rannsaka það svæði, ma. vegna ágangs sjávar. Kaffihátíð er haldin íReykjanesbæ umhelgina. Menning- ar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanes- bæjar stendur að kaffihátíðinni og hefur verið unnið að undirbún- ingi í samstarfi við mið- bæjarsamtökin Betri bæ, Kaffitár og fleiri aðila. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á kaffi- menningunni. Ýmis tilboð á kaffi og kaffivörum verða á veit- ingastöðum og í versl- unum bæjarins og boðið upp á kaffidrykki og rétti. Flestar búðir eru opnar til kl. 16. Opið hús er allan daginn hjá Kaffitári í Njarðvík. Á sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum er sérstakt kaffi- horn með ýmsum munum sem tengjast kaffidrykkju. Á morgun verður kaffi- húsamessa í Kirkjulundi í Keflavík kl. 15. Kaffihátíð Búðardalur | Lyfja hefur tekið við rekstri lyfsöl- unnar í Búðardal. Af- greiðslan hefur jafnframt verið stækkuð og auð- veldar það aðgengi að lausasölu lyfja og öðrum smávarningi. Starfsmenn heilsugæslunnar tóku vel á móti gestum og gang- andi daginn sem opnað var og buðu upp á veit- ingar í tilefni dagsins. Í lyfsölunni voru meðal annarra lyfjafræðingar frá Lyfju, Díana Ósk Heiðarsdóttir af- greiðslumaður og Sig- urður Gunnarsson heilsu- gæslulæknir. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Lyfja opnuð í Búðardal Svar barst frá RúnariKristjánssyni áSkagaströnd sama dag og hann fékk kveðju frá undirrituðum. Það var stílað á „Signor Pétur Blöndal“ og er svohljóð- andi: Hagyrðingar hugarveru hefja létt á daglegt flug. Vísnasmiðir Íslands eru alls staðar í sóknarhug! Gott er slíka grósku að líta, gullið spinna margir enn. Alltaf megi eyjan hvíta eiga góða kvæðamenn! Ef í norður leið þín liggur, líttu við á Skagaströnd. Ekki verð ég við þig styggur, vermi glaður þína hönd! Kveðskap má þá reyna að ræða, ríma ljóð í fullri sátt. Þroskamynstur þeirra fræða þjóðlegt er og gildishátt! Ýmsu í spjalli er unnt að flíka, alltaf sértu velkominn. Og kannski á borðið komi líka kaffisopi – Pétur minn! Heitt á könnunni pebl@mbl.is Sauðárkrókur | Þúsundþjala- smiðurinn Björn Sverrisson á Sauðárkróki sendi nú í vikunni frá sér enn einn eðalvagninn, Lincoln árgerð 1930, sem hann hefur verið að gera upp fyrir Þröst Harðarson í Reykjavík, eiganda bílsins. Björn fékk Lincolninn í september síðastliðinn, og endurnýjaði nánast allt tré- verk í yfirbyggingu ásamt því að vinna bílinn allan undir sprautun og að lokum að sprauta vagninn, sem er eins og sjá má á myndinni hinn mesti glæsigripur og viðgerð- armaðurinn stendur hjá, ánægður með unnið verk. Framundan sagði Björn vera, ef ekkert kæmi upp á, að gera nú upp Chevrolet-hertrukk ár- gerð 1942, en sá bíl var sá fyrsti sem hann eignaðist og fann Björn flakið af honum austur á landi fyrir fáum ár- um. Morgunblaðið/Björn Björnsson Lincolninn sendur suður Fornbílar BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur samþykkt með atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans að ráða Kristínu Ósk Jónasdóttur, náms- og starfsráðgjafa á Ísafirði, sem skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur, eins og fræðslumálaráð bæjarins hafði lagt til. Minnihlutinn greiddi atkvæði á móti, fannst vanta rökstuðning fyrir að því af hverjur reyndir skólastjórnendur urðu ekki fyrir valinu. Átta sóttu um stöðuna. Nýr skólastjóri í Bolungarvík ♦♦♦ Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.