Morgunblaðið - 12.06.2004, Side 19

Morgunblaðið - 12.06.2004, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 19 Miðborg | Fjölmargir hópar ung- menna hresstu upp á miðborgina í gær með uppákomum af ýmsu tagi. Þar voru á ferðinni krakkar frá Hinu húsinu, sem starfa við skap- andi verkefni í sumar. Hóparnir efndu svo til svokallaðs „Föstudagsflipps“ í gær, en slíkir dagar verða haldnir nokkrum sinn- um í sumar. Magadansdísirnar dönsuðu á Lækjartorgi við mikinn fögnuð viðstaddra, götuleikhús mætti á svæðið og leikin var tónlist. Einn hópurinn framdi gjörning fyr- ir framan Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem deilt var á yfirvaldið við gítarspil og upptöku af þingræðu Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann kallaði Davíð Oddsson „gungu“ og „bleyðu“. Morgunblaðið/Eggert Dansað á Lækjartorgi: Arabískir tónar og magadans vöktu mikla athygli. Flippuðu í miðborginni Miðborg | Mikið verður um að vera á fjölskylduhátíðinni Mögnuð mið- borg, sem fram fer í miðborg Reykjavíkur í dag. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, og meðal þess sem boðið verður upp á verður magadans í Listasafni Reykjavíkur, útimarkaður með líf- rænar vörur, og lifandi tónlist og dansar. Krökkum er boðið í ævintýraferð um Þjóðleikhúsið í fylgd Mikka refs og Lilla klifurmúsar, en fullorðnir fá sína ævintýraferð þegar Birna Þórðardóttir fer í sælkera- og fag- urkeragöngu um Skólavörðustíginn. Teflt verður með útitaflinu í Lækj- argötu síðdegis, og munu félagar úr Skákfélaginu Hróknum vígja nýja taflmenn Reykjavíkurborgar. Heldur áfram í sumar Mögnuð miðborg heldur svo áfram laugardaginn 10. júlí með Listrænum laugardegi, þann 24. júlí með Alþjóðlegum laugardegi, og 28. ágúst lýkur dagskránni í sumar með haustfagnaði. Það er Þróun- arfélag miðborgarinnar í samvinnu við fulltrúa verslunar og þjónustu í miðborginni sem stendur að hátíð- inni, í samvinnu við Landsbankann, Morgunblaðið og Höfuðborgar- stofu. Hátíð í höfuð- borginni í dag Kópavogur | Margt var um manninn á sumarhátíð leikskólans Marbakka sem fram fór í sól og blíðu á fimmtudag. Hátíðin hófst með skrúðgöngu um hverfið sem endaði svo í leikskólanum eftir góðan hring. Þar kom Benedikt Búálfur í heimsókn með Dídí, auk þess sem krakkarnir skemmtu sér að sjálf- sögðu vel í leiktækjum. Morgunblaðið/Sverrir Skrúðganga á sumarhátíð Reykjavík | Í tilefni þess að lýðveld- ið Ísland á 60 ára afmæli í ár hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur gert sérstakt átak til skreytingar mið- borgarinnar. Undanfarið hafa skátar og með- limir Þjóðhátíðarnefndarinnar heim- sótt leikskóla í borginni og gefið börnum íslenska fánann. Hafa börn- in verið afar áhugasöm um að eign- ast slíka gripi, eins og sjá má á svip unga mannsinns á Grænuborg sem gat varla beðið eftir að fá fána hjá Önnu Kristinsdóttur, formanni Þjóðhátíðarnefndar. Nefndin hvetur alla borgara til að skarta þjóðbúningum og flagga við heimili sín og fyrirtæki á 17. júní, og vill nefndin þannig stuðla að sam- stilltu átaki borgarana við að auka hátíðarblæ hátíðarhaldanna. Þjóðhátíðin undirbúin í borginni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.