Morgunblaðið - 12.06.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 12.06.2004, Síða 49
FRÉTTIR KLASSÍSKUR HÆGINDASTÓLL VENJULEGT VERÐ 19.900,- 14” SJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐUM DVD SPILARA! VENJULEGT VERÐ 19.900,- + HÆGINDASTÓLL + 14” SJÓNVARP 29.900,- ATH! AÐ TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS FRÁ FÖSTUDEGINUM 11 JÚNÍ TIL SUNNUDAGSINS 13 JÚNÍ 10.00 0,-Spari ð u.þ .b SAMAN BRENNAN, ármót Þverár og Hvítár, var opnuð 3. júní og bræð- urnir Örvar, Ómar og Jón Sigurðs- synir voru þar að veiðum þegar Morgunblaðsmenn litu þar við í miklu blíðskaparveðri á fimmtudag- inn. Bræðurnir höfðu séð laxa stökkva en ekki fengið þá til þess að taka en sögðust svo sem ekki hafa miklar áhyggjur af því í veðri sem þessu. Þeir sögðu þrjá laxa hafa verið skráða í veiðibókina, einn 13 punda, annan 11 punda en sá þriðji var 4 pund. Örvar, Ómar og Jón fara saman til veiða í nær hverri viku yf- ir sumarmánuðina en þeir eru ætt- aðir frá Bíldsfelli við Sogið og þekkja þar vel til og fylgdi sögunni að Örvar hafi veitt þar 32 punda lax árið 1970. Fjórir laxar voru komnir á land úr Þverá um miðjan dag í gær en þar var sem fyrr brakandi blíða. Tveir laxar veiddust fyrsta daginn í Laxá í Kjós, 13 og 15 pund, en á morgunvaktinni í gær náðust þrír eins árs laxar, þar af fyrsti flugu- laxinn sem tók Garry no. 12. Þá hefur verið líflegt í Norðurá í vik- unni og hollið sem var þar um miðja vikuna náði 13 löxum og missti álíka marga. Af silungsveiði víða um land hafa borist líflegar fréttir. Þannig má nefna að veiðimenn sem veiddu í Köldukvísl og Tungnaá um liðna helgi lentu þar í hörku veiði, fengu 24 bleikjur sem voru nær allar kringum fjögur pund og tvo þriggja punda urriða. Fengust nær allar bleikjurnar með andstreymisveiði og á kúluhausa. Þá hefur veiðst mjög vel á Hrauni í Aðaldal en svæðið var opnað um mánaðamótin. Ingvar Karl Hermannsson hjá Stangveiði- félagi Akureyrar var þar að veiðum í einn dag með bróður sínum og veiddu 30 urriða alls en gáfu 20 líf. Stærstu urriðarnir voru fimm og fjögur pund en megnið 2-3 pund. Góð veiði hefur verið í Litlá í Kelduhverfi og veiðist fiskur um alla ána. Menn hafa sett í bolta- bleikjur í bland við urriða. Af öðrum svæðum má nefna að það fréttist af félögum sem voru að veiðum á Arnarvatnsheiði norðan- verðri og lentu þar í þurrflugu- ævintýrum þar sem fiskurinn tók í sífellu agnarsmáar svartar þurr- flugur í stærðum 20-24. Í Hlíðar- vatni í Selvogi hefur verið nokkuð rólegt en skot inn á milli; náði t.d. einn einum 13 bleikjum á Rétt- arnesi á stuttum tíma á miðviku- dagskvöldið, var bleikjan mjög feit og falleg. Menn sem voru þar að veiðum daginn eftir sáu mikið af bleikju um allt vatn en illa gekk að fá hana til að taka. Morgunblaðið/Einar Falur Örvar Sigurðsson veiðir í Brenn- unni, ármótum Þverár og Hvítár í Borgarfirði. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Lax á lofti í Brenn- unni MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 49 ÁRMANNSDAGURINN, fjölskyldu- og íþróttahátíð Glímufélagsins Ár- manns, fer fram í Laugardalshöll- inni og nágrenni hennar í dag. Há- tíðin verður sett klukkan 11 og henni lýkur klukkan 16. Kynnt verð- ur starfsemi deilda félagsins og auk þess verður áhorfendum boðið að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og leikjum. Glímufélagið Ármann er elsta starfandi íþróttafélag á land- inu og alls eru 1.640 virkir þátttak- endur í félaginu. Snorri Þorvaldsson, formaður Ár- manns, segir að markmið dagsins sé fyrst og fremst að kynna félagið og hvetja unga sem aldna til aukinnar hreyfingar. „Við erum að hvetja fólk til þess að spreyta sig sjálft en forðast að eyða öllum sínum tíma í að horfa á aðra. Við leggjum mikla áherslu á hollustuna á þessum degi en okkur finnst ástandið í dag vera ómögulegt. Menn fara í fylkingum á knattspyrnuvelli og borða óhollan mat í stað þess að reyna sig sjálfir.“ Allar deildir félagsins verðameð kynningu í dag en meðal þess sem er á boðstólum er götuboltamót sem körfuknattleiksdeildin hefur um- sjón með. Einnig verður fim- leikadeildin með fimleikasýningu og sunddeildin mun ekki láta sitt eftir liggja og gefur frítt í sund. „Við munum einnig kynna mikla framtíðardeild sem heitir almenn- ingsdeild og er opin öllum. Almenn- ingsdeildir eru um þessar mundir að myndast í öllum félögum en við stofnuðum okkar deild í fyrra,“ seg- ir Snorri. Veitingasala verður á staðnum þar sem boðið verður upp á hollan mat. Heilsa og hollusta í fyrirrúmi á Ármannsdegi Morgunblaðið/Eggert Birna Líf Hilmarsdóttir, Hilmar Kjartansson varaformaður og Snorri Þorvaldsson formaður. ATVINNA mbl.is DILBERT mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.