Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 4

Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUM á háskólastigi hér á landi fjölgaði úr 10.000 árið 2000 í 15.000 árið 2003 eða um helm- ing. Á sama tíma fjölgaði nemendum á framhalds- skólastigi aðeins um tæp 8%. Þetta kom fram í ávarpi Þorsteins Gunnarssonar, rektors Háskól- ans á Akureyri, við brautskráningu frá skólanum í gær. Þá upplýsti Þorsteinn að aðeins 40% nýstúdenta hérlendis færu beint í háskólanám, þannig að aukningin væri ekki vegna þeirra heldur vegna aukinnar aðsóknar fólks yfir þrítugt í háskóla. Hann sagði fjölda þeirra sem stunda háskólanám hér á landi og eru 25–29 ára hafa aukist um 33% á áðurnefndu tímabili. „Fjöldi í aldurshópnum 30–39 ára hefur aukist um 85% og 40 ára og eldri aukist um 87%,“ sagði hann og vitnaði í upplýsingar frá Hagstofu Ís- lands. Nemendafjöldi HA hefur meira en tvöfaldast á þremur árum „Ástæður fyrir þessari miklu aukningu sem líkja má við sprengingu eru fjölmargar. Boðið er upp á nýjar fræðigreinar og áherslur í háskól- unum sem höfða til breiðari hóps en áður. At- vinnulífið þróast mjög hratt og gerir síauknar kröfur um aukna menntun og færni. Einstakling- arnir meta það svo að háskólamenntunin styrki stöðu þeirra á vinnumarkaðnum eða á annan hátt í lífsbaráttunni til að aðlagast eða ná valdi á örum breyt- ingum. Aðgengi að háskólum er opnara en áður, m.a. með notkun upplýs- ingatækni í fjarnámi sem gerir þátt- töku í háskólanámi óháðari tíma og stað en áður hefur þekkst. Háskól- inn á Akureyri hefur tekið virkan þátt í þessari þróun og leitt hana á sumum sviðum. Þannig hefur fjöldi nemenda við Háskólann á Akureyri aukist úr u.þ.b. 650 árið 2000 í tæp- lega 1390 árið 2003 eða meira en tvöfaldast og er þetta mesta fjölgun nemenda sem vitað er um við nokk- urn háskóla hér á landi á þessu tímabili. Fjöldi þeirra sem stundar nám við Há- skólann á Akureyri og er á aldrinum 25–29 ára hefur aukist um 89% frá árinu 2000 til 2003, fjöldi í aldurshópnum 30–39 ára hefur aukist um 190% og 40 ára og eldri aukist um 162%. Fjöldi þeirra sem stunda fjarnám hefur aukist, þeir voru 20% af nemendafjöldanum árið 2000 en 36% af nemenda- fjöldanum 2003. Fjarnemendur stunda sitt nám fyrir milligöngu símenntunarmiðstöðva á 18 stöð- um allt í kringum landið. Heyrst hafa raddir um að aukin að- sókn fólks sem er eldra en 30 ára í fyrri hluta háskólanám sé óæskileg og rétt væri að eyða skattpeningum almennings í annað. Ég er algerlega ósammála þessu sjónarmiði. Hér er um að ræða fólk sem hefur oft öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekk- ingu í atvinnulífinu er það færir með sér inn í háskólana þar sem hún er sett í samhengi við nýjustu kenningar og þekkingu á viðkomandi fræðasviði. Áhrifin verða því örari yfirfærsla þekkingar milli háskóla og atvinnulífs en áður og að eldra fólk verður virk- ari þátttakandi í þessari þekkingaryf- irfærslu sem hraðar allri þróun at- vinnulífs enn frekar.“ Þorsteinn sagði að mikilli og örri fjölgun á há- skólastigi hljóti að fylgja vaxtarverkir. „Fjölgun háskólanema þýðir aukin útgjöld. Stjórnvöld, með boðun skattalækkana, telja að svigrúm til út- gjaldaaukningar sé lítið og gera má því ráð fyrir heitum umræðum um fjármögnun háskólastarf- seminnar á næstunni þar sem þættir eins og tak- markanir á aðgengi í háskólanám og innleiðing skólagjalda verða aðal ágreiningsefnin,“ sagði Þorsteinn m.a. í ræðu sinni. Nemendum í íslenskum háskólum hefur fjölgað um helming á þremur árum Háskólanemendum yfir þrítugt fjölgar stöðugt Akureyri. Morgunblaðið. Þorsteinn Gunnarsson PÁLL Bergþórsson, veðurfræðing- ur og fv. veðurstofustjóri, verður meðal þátttakenda í hringborðsum- ræðum á alþjóðlegri ráðstefnu veð- urfræðinga í Maryland-háskóla í Washington í til- efni þess að 50 ár eru liðin síðan tölvuvæddar veð- urspár voru fyrst teknar í daglega notkun. Ráð- stefnan fer fram dagana 14. til 17. júní næstkom- andi. Páli var boðið til ráðstefnunnar þar sem hann tók ásamt fleirum þátt í undirbúningi spánna er hann nam veðurfræðin við háskólann í Stokkhólmi á ár- unum 1953 til 1955. Fyrsta tölvu- reiknaða veðurspáin á heimsvísu leit dagsins ljós 1. desember árið 1954, fyrir tilstilli háskólans í Stokkhólmi. Í framhaldi af þessu vann Páll við það verkefni ásamt sænskum stúdent að gera veðurat- huganirnar sjálfar tölvutækar, þannig að ekki þyrfti í upphafi að teikna upp kort. Komst sú aðferð í daglega notkun um vorið 1955. Páll segir að á þessum tíma hafi tölvur ekki verið komnar í almenna notkun, heldur aðeins á einstaka stað eins og t.d. háskólum. Tölvur hafi verið ófullkomnar og hægvirk- ar og spárnar í fyrstu verið mjög einfaldar. Tölvuvædd- ar veður- spár 50 ára Páll Bergþórsson VERSLUNARSKÓLA Íslands hafa aldrei borist fleiri umsókn- ir en í ár, að sögn Baldurs Sveinssonar, námsferilsstjóra skólans. „Okkur bárust 439 um- sóknir en það er töluvert meira en í fyrra. Við þurfum að vísa frá í kringum hundrað manns,“ segir Baldur. Hann segir að mest aðsókn sé á náttúrufræðibraut, svo á viðskiptabraut og félagsfræði- braut en minnst á málabraut. Þá verður einn bekkur í þriggja ára námi en þetta brautakerfi er nýjung við Verslunarskól- ann. Metaðsókn í Verslun- arskólann halda uppi fæðingarþjónustu. „Ljósmóðurfræðin er svo sérhæfð að hún kemur ekki til með að vera kennd nema á einum stað á landinu. Við þurfum því að geta haft þetta úrræði til þess að halda uppi fæð- ingarþjónustu sem víðast.“ Markmiðið að byggja upp spennandi starf „Þetta hefur gengið mjög vel og er frábært tækifæri fyrir okkur sem búum hérna að geta stundað námið með þessum hætti,“ segir Brynja Pála Helgadóttir. „Ljós- ÞRÍR nemendur á Ísafirði, sem stundað hafa fjarnám í ljósmóð- urfræði við Háskóla Íslands, hafa lokið námi sínu. Af því tilefni héldu þær kynningu á lokaverkefnum sín- um í Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar. Þær Brynja Pála Helgadóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Halldóra Karlsdóttir eru allar búsettar á Ísa- firði og hafa frá árinu 2002 stundað bóklegt ljósmóðurnám við Háskóla Íslands með aðstoð fjarfundabún- aðar. Verklegan hluta námsins hafa þær hins vegar stundað við Land- spítalann. Helga Gottfreðsdóttir, lektor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og umsjónarkennari nemendanna frá Ísafirði, segir að þessi kennslu- tilhögun hafi gengið vel fyrir sig. „Þetta byrjaði í rauninni fyrir þremur árum þegar fram kom beiðni frá Sjúkrahúsinu á Akureyri um að notast við fjarkennslu vegna þriggja nemenda sem bjuggu á Ak- ureyri. Þá var þetta gert með það fyrir augum að fjölga ljósmæðrum á Akureyri vegna þess að þar hafði verið viðvarandi skortur á ljós- mæðrum. Það gekk mjög vel og þær ljósmæður útskrifuðust fyrir einu ári,“ segir Helga. Í kjölfarið kom fram sams konar ósk frá spítalanum á Ísafirði og þeir þrír nemendur sem hér um ræðir hófu nám fyrir tveimur árum. Að sögn Helgu er markmiðið með fjarnáminu að styrkja þá staði sem móðirin sem er hér á staðnum, Sig- ríður Ólöf Ingvarsdóttir, var búin að vera ein á vakt nokkuð lengi og það þurfti að gera bragarbót á því. Það voru ávallt einhverjar tilfær- ingar í gangi við það að fá afleys- ingar fyrir hana og í kjölfarið beitti hún sér fyrir því að við færum í þetta nám. Við komum til með að vinna allar hérna á Vestfjörðum og verðum fjórar hér á Ísafirði en ein okkar flytur sig yfir á Þingeyri. Markmið okkar er að byggja upp spennandi starf í samfellu með því að sinna öll- um konum í meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og ungbarnaeftirliti,“ segir Brynja Pála. Í fyrra var sögulegt lágmark í fæðingum á sjúkrahúsinu á Ísafirði en þá fóru einungis fram 49 fæð- ingar á sjúkrahúsinu. Nú í ár hefur fæðingum fjölgað nokkuð og það stefnir í 60–70 fæðingar. „Við yrð- um ánægðar ef sú tala myndi hald- ast og vonandi mun hún jafnvel fara hækkandi. Við erum vongóðar og höfum trú á Vestfirðingum og ætl- um að berjast fyrir fleiri fæð- ingum,“ segir Brynja Pála. Þrír nemendur á Ísafirði námu ljósmóðurfræði með aðstoð fjarfundabúnaðar Munu allar starfa á Vestfjörðum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Að loknu námi. Brynja Pála Helgadóttir, Halldóra Karlsdóttir og Ásthildur Gestsdóttir, nýbakaðar ljósmæður. STARFSHÓPUR lögmanna, sem fenginn var til að undirbúa laga- setningu um tilhögun þjóðarat- kvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, hefur tvisvar komið saman til fundar og eftir helgi verða kallaðir til ráðgjafar og upplýsingasér- fræðingar á sviði lögfræði, stjórn- málafræði og framkvæmda kosn- inga. Karl Axelsson, hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er for- maður hópsins og með honum starfa hæstaréttarlögmennirnir Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson, auk Krist- jáns Andra Stefánssonar, deildar- stjóra í forsætisráðuneytinu. Karl sagði við Morgunblaðið að hópurinn þyrfti að vinna hratt og vel ef skila ætti af sér tillögum um næstu mánaðamót. Gott væri fyrir hópinn að heyra fræðileg sjónar- mið úr ýmsum áttum. Sérfræðingar kallaðir fyrir lögmanna- hópinn ♦ ♦ ♦ SUMARIÐ er tími útiveru og ferðalaga á Íslandi enda gerir veð- ur óreyndum oft erfitt að stunda slíkt að vetri til. Tjaldbúar eru farnir að láta sjá sig í Laugardal en tjaldstæðið þar var opnað 17. maí sl. Nú hefur aðstaða fyrir hús- bíla og tjaldvagna verið bætt svo um munar og landsbyggðarfólk því farið að nýta sér aðstöðuna í aukn- um mæli. Eftir sem áður eru það þó helst útlendingar sem eyða nótt í Laugardal. Tjaldbúar komnir í Laugardal Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.