Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 8

Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru orðnir nógu margir núna, Árni minn, nú vantar okkur bara að fá þá til að borða meira. Akstur yfir óbrúaðar ár Umgangist af varkárni Jeppaferðir inn á há-lendið hafa aukist tilmuna á undanförn- um árum. Þessi aukning á rætur sínar að rekja til þess að jeppaeign Íslend- inga hefur margfaldast á síðustu árum. Í þessum ferðum geta leynst ýmsar hættur og ein af þeim helstu er óbrúaðar ár. Halldór J. Theodórsson, starfsmaður Tjónaskoðun- arstöðvar Sjóvár-Al- mennra, segir að ýmsu þurfi að huga að áður en farið er yfir óbrúaðar ár. Hann hefur skrifað grein um akstur yfir óbrúaðar ár sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjóvár-Al- mennra, www.sjova.is. Hverju þarf að huga að áður en farið er yfir óbrúaðar ár? „Það þarf að huga að ýmsum öryggisþáttum. Ökumaðurinn þarf að meta aðstæður hverju sinni en þær geta verið mjög breytilegar. Við hverja einustu á eiga menn að fara út úr bílnum og skoða ána. Við sumar aðstæð- ur getur verið nauðsynlegt að vaða ár til þess að sjá hvar best er að fara yfir þær. Fólk þarf að hafa hugfast að vað getur snögg- lega breyst í rigningu en að vaða ár getur verið stórhættulegt. Það þarf að sýna varkárni en með því að vaða getur fólk fengið mik- ilvægar upplýsingar. Menn verða að fylgjast með veðurfréttum af því svæði sem ferðast á um en vitneskja um úrkomu undanfarna daga og úrkomuspá getur verið mjög gagnleg. Það eru þrjú lykilatriði sem menn verða alltaf að hafa í huga áður en farið er yfir ár. Fyrst af öllu þurfa ökumenn að gera sér grein fyrir byggingu bílsins. Menn þurfa að vera með á hreinu hvar festa á kaðal í bíl- ana en kaðallinn er sá búnaður sem kemur að hvað mestum not- um þegar bregðast þarf við óhöppum í ám. Ekki er nóg að vera aðeins með kaðalinn heldur verða menn að hafa kunnáttu til þess að beita honum. Ég hef oft tekið eftir því að þegar menn vita ekki hvar festa á kaðalinn festa ökumenn kaðallinn bara einhvers staðar undir bílnum sem veldur skemmdum á bílnum. Í öðru lagi þurfa menn að vera með á hreinu hvar loftinntakið er í jeppavélunum. Vélarnar geta auðveldlega fengið inn á sig vatn þegar ekið er út í ár en það þarf ekki mikið vatn til þess að skemma vélina verulega og kostnaður við vélaviðgerð af þeim sökum getur orðið umtals- verður. Því er nauðsynlegt að skoða vel hvar loftið er tekið er tekið inn á vélina. Í þriðja lagi eiga menn ekki að aka einbíla yf- ir ár. Slíkt hefur farið mjög illa og kostað mannslíf. Ef óhöpp gerast er oft nauðsynlegt að hafa aðra bíla í föruneyti til þess að hjálpa sér.“ Er algengt að menn ferðist einbíla? „Já, því miður er það allt of algengt. Það er mjög slæmt vegna þess að þá hafa ökumenn svo litla möguleika á að fá hjálp frá öðrum bílum ef slys og óhöpp gerast.“ Hvernig eru ökumenn almennt undirbúnir fyrir akstur yfir óbrú- aðar ár? „Það má segja að ökumenn- irnir skiptist í tvo hópa. Í fyrri hópnum eru þeir sem vita vel hvað þeir eru að gera en í síðari hópnum eru það byrjendurnir. Það er síðari hópurinn sem við höfum áhyggjur af en í honum eru ökumenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Stundum fer hópur óreyndra ökumanna saman í jeppaferðir en það er alltaf best að hafa reynslumikla ferðamenn með sér, sérstaklega þegar þarf að fara yfir vötn.“ Skiptir ekki reynsla ökumanna miklu máli þegar haldið er í jeppaferðir? „Það er ávallt best að fara í fyrstu ferðirnar með reyndu fjallafólki og reynslan er mjög góður kennari. Þegar ég var að byrja að fara í jeppaferðir sögðu alltaf gömlu vatnamennirnir að það væru bara þeir kjarkmestu sem þyrðu að snúa við þegar kæmi að akstri yfir óbrúaðar ár.“ Eru margir ökumenn ekki með nægilega þekkingu til þess að fara yfir óbrúaðar ár? „Auðvitað er það oft þannig að sumir fara af stað án þess að hafa mikla fyrirhyggju. Því mið- ur eru til ökumenn sem sýna enga fyrirhyggju og fara yfir árnar á óheppilegasta stað.“ Hefur slysum fjölgað í kjölfar aukinna jeppaferða? „Já, það hefur gerst í kjölfar þess að bílaumboðin selja nú til dags miklu meira af jeppum en áður. Ég held að hlutfallslega séð hafi slysum ekki fjölgað en með aukinni umferð á hálendinu fjölg- ar óhöppum og slysum. Ég hef tekið eftir því að þegar slys og óhöpp verða eru það grundvall- aratriði sem menn eru að flaska á. Það er oft þannig að ef ökumenn myndu gefa sér aðeins meiri tíma í að skoða aðstæður og væru með grundvallartriðin á hreinu væri hægt að koma í veg fyrir mörg óhöpp.“ Er eitthvað sérstakt að lokum sem þú vilt koma áleiðis til öku- manna? „Ég vil óska fólki gleðilegs ferðasumars og beina því til öku- manna að fara með mikilli aðgát í vatnsföllum og umgangast þau með varúð og varkárni.“ Halldór J. Theodórsson  Halldór J. Theodórsson fædd- ist árið 1958 en hann er mennt- aður bifvélavirki. Hann lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Hafnafirði árið 1977. Að því búnu vann hann ýmis störf tengd járnsmíði. Árið 1982 flutti Hall- dór til Danmerkur og nam málm- suðu. Tveimur árum síðar flutti hann heim og starfaði við skála- vörslu í Þórsmörk og Land- mannalaugum. Frá 1996 hefur Halldór starfað í Tjónaskoð- unarstöð Sjóvár-Almennra. Hall- dór hefur verið í hjálparsveit skáta Kópavogs frá 1985. Þeir kjark- mestu þora að snúa við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.