Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 21
– Þið leggið meira undir með
þessum en stúdíómyndunum?
„Já, við þurfum að kaupa þær og
borga fyrirfram upp í topp, sem og
allt sem fylgir með þeim, t.d. kynn-
ingarefnið. Áhættan er þannig mun
meiri – stundum er hagnaður og
stundum tap.“
Árni játar því að hagnaðurinn
geti samt orðið mun meiri en af
stóru stúdíómyndunum, enda ganga
samningar um þær að mestu leyti
út á að erlendu framleiðendurnir
krefjast prósentuhluta af sýningar-
tekjum.
„Svo fáum við líka fullan rétt á
þessum „independent“-myndum
sem við kaupum; bíórétt, myn-
bands- og mynddiskarétt og sjón-
varpsrétt og það hefur vitanlega í
för með sér aukna tekjumöguleika.“
– Hvað keyptuð þið margar
myndir á hátíðinni í ár?
„Ætli þær séu ekki einar 8–10
talsins. Það er ágætt. Við erum að
kaupa að staðaldri frá 8 upp í 15
myndir. Þetta eru litlar myndir að
megninu til, sænskar, franskar og
hvaðanæva að. Við erum alltaf að
reyna að finna eitthvað sem við
höldum að geti gert eitthvað gott.
Það var t.d. hérna sem við keyptum
í fyrra stórmyndina Alexander sem
Oliver Stone er að gera um Alex-
ander mikla, leikinn af Colin Farr-
ell. Hún verður frumsýnd í nóv-
ember á þessu ári. Hana keyptum
við á svona markaði því hún er ekki
stúdíómynd.“
Laus undan oki Dana
– Hefur harkið ekki minnkað
mikið, menn minna að bítast um
einhverja feita bita en hér áður
fyrr.
„Jú, reyndar. Enda er orðnir
færri í þessum bransa og stærri. En
samkeppnin er samt alltaf til stað-
ar. Ætli það sé þó samt ekki minna
um einhver hlaup og læti út af
myndum.“
– Það hefur verið laglegt harkið
þegar þú komst hér í fyrsta skiptið,
svo gott sem með enga fasta dreif-
ingarsamninga og ekki með þau
góðu umboð sem þú hefur í dag.
„Já, þá vorum við Jón í hörku
samkeppni við Danina. Þeir voru
nefnilega alltaf að reyna að ná til
sín rétti okkar Íslendinga. Þá var
keypt inn fyrir hvert land fyrir sig,
en Danirnir reyndu alltaf, og hafði
tekist um áratuga skeið, að ná í Ís-
landsréttinn á grundvelli þess að
þeir keyptu líka fyrir Færeyjar og
Grænland. Svo framseldu þeir
myndirnar áfram til íslensku
bíóanna og okruðu laglega á öllu
saman.
Harkið og kúnstin fólst í að ná
þessum Íslandsrétti frá Dönunum
sem mér tókst á endanum, í kring-
um 1982. En það hafði tekið sinn
tíma. Það varð líka til þess að þeir
áttuðu sig loksins á því stóru fram-
leiðendurnir að Danir áttu ekkert
með það að vera að kaupa okkar
rétti. Þeir voru svo óskammfeilnir
Danirnir að þeir áttu það til að
ljúga því að mönnum að við Íslend-
ingar værum ennþá undir þeim,
bara til þess að geta tryggt sér Ís-
landsréttinn. Fyrst þeir fengu Fær-
eyjar og Grænland, þá fannst þeim
alveg sjálfsagt að fá Ísland líka.“
– En þetta er liðin tíð?
„Sem betur fer. Nú erum við
komnir á kortið, sem alvöru bíóþjóð,
enda hefur það margsinnis vakið at-
hygli stóru fyrirtækjanna hversu
vel gengur að fá landsmenn í bíó.“
– Þið Jón hafið þá verið að vinna
visst brautryðjendastarf, með því
að losa okkur undan oki Dananna
þegar kom að bíómyndainnkaup-
um?
„Já, það má kannski líta á það
þannig.“
– Bíóhöllin, þetta nýja fjölsalabíó
sem þú reistir í upphafi níunda ára-
tugar síðustu aldar, hlýtur að hafa
vegið þar þungt?
„Nákvæmlega. Þá gátum við sýnt
fram á hvað þeir gætu fengið út úr
sínum myndum með því að skipta
beint við okkur. Við það opnaðist
hliðið upp á gátt og nú held ég að
það sé orðið þannig að nær allar
myndir koma beint til Íslands, milli-
liðalaust. Þetta er orðið allt, allt
annað mál.“
Víkingamynd Harlins á Íslandi?
Árni segir stemninguna í Cannes
hafa breyst mjög í áranna rás.
Glæsileikinn hafi t.d. verið mun
meiri og íburðurinn allur í kringum
kynningar á myndum.
„Eftir að maður var búinn að
sýna Dönunum í tvo heimana og
skapa sér svolítið nafn, þá var
manni líka boðið í hvert glæsiboðið
á eftir öðru; eins og t.d. í Hotel Du
Cap, sem stendur hér fyrir utan
Cannes, en þar gista allar helstu
stjörnurnar og skemmta sér á með-
an hátíð stendur. Maður fer varla
þangað í dag. Glæsileikinn er bara
ekki eins mikill enda kostar þetta
orðið svo mikið að halda svona stór-
ar veislur. Þá voru haldin boð í
tengslum við allar stórar myndir
hér en núna er kostnaðurinn við allt
kynningarstarfið orðinn svo svim-
andi hár að einhvers staðar hefur
orðið að skera niður. Menn eru mik-
ið til hættir að nota veislurnar til að
kynna myndirnar og beita öðrum og
kannski beinskeyttari leiðum.“
Árni er þó á því að öll fram-
kvæmd í kringum hátíðina sé komin
á hærra plan í dag en hér áður og
Frakkinn sé orðinn mun fagmann-
legri í allri skipulagningu. Aðbún-
aðurinn sé allur orðinn miklu betri
og dagskrá hátíðarinnar og kaup-
messunnar aðgengilegri. Mikilvægi
Cannes-hátíðarinnar hefur ekkert
minnkað í áranna rás að mati Árna,
sem segir það alltaf jafnmikilvægt
að sækja hátíðina, þó að ekki væri
nema til að hitta viðskiptavini sína í
persónu og rækta við þá hin góðu
tengsl.
„Svo gerist það alltaf að maður
hittir mikilvægt fólk hér og á við
það samtal sem kann að breyta
miklu. Ég hitti t.d. finnska leik-
stjórann Renny Harlin á hátíðinni
og hann var að tala um það við mig
að hann væri að fara að skjóta
mynd sem héti Vikings. Og ég greip
það strax á loft, og stakk því að
Finnanum að tilvalið væri fyrir
hann að gera myndina að hluta á Ís-
landi. Ég þekki vel þessa menn sem
eru að gera myndina og ég mun
beita mér í því að þeir skoði þann
möguleika að skjóta hluta hennar
hér. Þetta á að verða stór mynd og
því yrði það aldeilis fengur fyrir
okkur.“
Minnist Douglas
Árni segist vitanlega hafa rekist
á marga fræga kvikmyndastjörnuna
á þessum 25 ferðum sínum til Cann-
es og vitanlega séu þær eftirminni-
legastar gömlu hetjurnar, sem hann
sjálfur ólst upp við sem ungur bíó-
unnandi.
„Ég man t.d. eftir því eitt af mín-
um fyrstu skiptum sem ég var hér
er ég leit Kirk gamla Douglas aug-
liti til auglitis á Carlton-hótelinu
fræga. Þetta fannst manni náttúr-
lega vera toppurinn á öllu saman að
sjá svona frægan leikara. Svo fór
maður að sjá fleira af þessu fræga
liði. En mér er alltaf sérstaklega
minnisstætt að hafa hitt hann og
fengið tækifæri til að skiptast á
nokkrum orðum við hann.“
– Einhverjir fleiri minnisstæðar
stjörnur sem þú hefur hitt hér?
„Ja, mér þótti gaman að ræða við
Samuel L. Jackson sem ég hitti í
boði hér um árið. Hann spurði mjög
mikið um Ísland, eins og reyndar
svo margir. Jeremy Irons var
skemmtilegur og mikill séntilmað-
ur. Þeir eru svo margir.
Svo er það nú bara þannig að
þetta fólk er svo misjafnt, en maður
man best þá sem manni þykir mikið
til koma.“
skarpi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 21