Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TAÍLENSK-íslenska félagið var upphaflega stofnað árið 1988 en helsta markmið þess er að efla menningartengsl milli Taílands og Íslands. Í nokkur ár stóð félagið fyrir einum til tveimur viðburðum á ári en þá voru til- tölulega fáir Taílendingar á Íslandi. Það fór svo að félagið lagði nánast niður starfsemi sína fram til ársins 1998 að það var end- urvakið. Í dag búa í kringum 700 Taílend- ingar á Íslandi ef talin eru með öll börn og Taílendingar sem eru íslenskir ríkisborg- arar. Um helmingur þessa fólks er í félaginu og tekur þátt í árlegum viðburðum. Taílend- hefðum eins og tónlist, dansi, söng og að sjálfsögðu mat. Félagið styður dyggilega við bakið á taí- lensku fótboltaliði sem starf- rækt er hér á landi. Liðið æfir reglulega og hefur m.a. tekið þátt í knattspyrnumóti taí- lenskra liða í Evrópu sem haldið var í Danmörku. Félagið stendur einnig fyrir fleiri viðburðum ásamt því að taka þátt í ís- lenskum hátíðarhöldum eins og 17. júní og afmæli Reykjavíkurborgar. menningararf, náttúruvernd, ábyrgð gagn- vart samfélaginu og fleira. Á þessum degi býður Taílensk-íslenska félagið meðlimum til fagnaðar þar sem skipst er á gjöfum og borinn fram taílenskur matur. Um miðjan apríl er haldið upp á taílensk áramót eða Songkran eins og það kallast á taílensku. Í Taílandi stendur Songkran vanalega í þrjá daga með tilheyr- andi fögnuði og gleði. Í ár hélt félagið dag- inn hátíðlegan í Broadway með taílenskum ingar eru þekktir fyrir litskrúðug og skemmtileg veisluhöld árið um kring og fé- lagið reynir að halda utan um hátíðarhöld í tengslum við sem flesta taílenska hátíð- ardaga. Virðing fyrir börnum Fimmta janúar ár hvert er haldið upp á barnadaginn en í Taílandi hefur sérstakur dagur verið tileinkaður börnum síðan árið 1955. Börn eru framtíð landsins og dag- urinn því notaður til að hefja þau til virð- ingar og fræða þau um mikilvægi sitt, Taílensk-íslenska félagið hefur í nógu að snúast Um 700 Taílendingar búa á Íslandi. Matar- og bökunarilmlagði um gangaDigranesskóla allaeftirmiðdaga og umhelgar í tvær vikur í maí. Úr einni stofu mátti heyra framandi tungumál, í samkomusal skólans stigu stúlkur í sérstökum klæðnaði dans og í myndmennta- stofunni urðu til litrík málverk. Sex taílenskir kennarar voru á landinu í þeim tilgangi að kenna Taílendingum, búsettum á Íslandi, um taílenskan menningararf. Digra- nesskóli sá þeim fyrir aðstöðu en að auki nýttu kennararnir sér Búdda- hofið í Kópavogi. Eins og á tunglinu Kennararnir eru allir frá Srin- akharinwirot háskólanum í Bang- kok og hafa ferðast til Danmerkur, Þýskalands og Íslands til þess að kynna taílenska menningu. Þau eru sjálfboðaliðar og greiða sjálf fyrir flug sitt til Evrópu en Taílensk-ís- lenska félagið bauð þeim hingað til lands og annaðist alla skipulagn- ingu. Wattanaprhon Ngamsutti kenndi matreiðslu og var þetta árið lögð sérstök áhersla á bakstur. Tímarnir voru mjög vinsælir enda Taílend- ingar þekktir fyrir matargerð. Ngamsutti sat þó ekki auðum hönd- um þegar hún ekki var að kenna heldur þaut hún um allt og kynnti Íslendingum ljúffenga og bragð- mikla rétti. Starfsfólk og nemendur Digranesskóla fengu að bragða og Ngamsutti leit jafnframt inn á elli- heimilli í Kópavogi til að matreiða ofan í áhugasama. Rawadee Ungpo kenndi taílensk- an dans. Í Taílandi er mikil hefð í kringum slíkan dans og venjan að klæðast litríkum og hefðbundnum klæðnaði. Að sögn Ungpo þróaðist taílenskur dans út frá tónlist fyrir 700 árum. „Allar hreyfingarnar hafa mismunandi meiningu, t.d. ást og sorg.“ Ungpo bar nemendum sínum vel söguna en hún segir að það sé allt öðruvísi að kenna dansinn í öðr- um löndum en Taílandi. Börn sem hafa lítil tengsl við Taí- land mættu einnig á æfingar og Ungpo sagði þau standa sig vel en að það tæki þó nokkurn tíma að ná tökum á þessum flóknu hreyfingum. Ungpo var ánægð með dvölina á Ís- landi þrátt fyrir að kuldinn reyndist henni erfiður. „Hér er friðsælt og gott andrúmsloft. Mér fannst sér- staklega skrýtið að sjá hraun, þetta er eins og að vera á tunglinu. Ég á líka svolítið erfitt með svefn því það er bjart næstum alla nóttina,“ sagði Ungpo. Skrautútskurður við ýmis tækifæri Kanchana Intarasunanont færði íslenska Taílendinga inn í undra- heim skrautútskurðar sem er mikið iðkaður í Taílandi. Intarasunanont segir skrautskurð vera mikla ná- kvæmnisvinnu og ekki á færi hvers sem er. Taílendingar hafa í aldarað- ir skorið út ýmsar fígúrur í sápu- stykki, grænmeti, ávexti, tré, runna og fleira. „Ég lærði af ömmu minni. Í dag er þetta ekki kennt í skólum því það er svo tímafrekt,“ segir Int- arasunanont. Að hennar sögn er listskurður nýttur við ýmis tæki- færi, t.d. í veislum en þá er mismun- andi hvaða hráefni og litir eru notuð eftir því hvert tilefnið er. „Allt sem konungsfjölskyldan borðar er t.d. skorið út í alls kyns form og mynst- ur. Í eldhúsinu þeirra vinna ótrú- lega margir.“ Í myndmenntastofu Digranes- skóla gaf að líta ýmis konar lista- verk. Sathit Thimwatbunthong stóð í ströngu við að mála sín eigin verk og kenna nemendum undirstöðuat- riðin í taílenskri myndlist. Skærir litir, taílensk náttúra og byggingar sem líkjast ekki steypuhúsunum okkar einkenndu myndirnar. Yngsta kynslóðin lét sig ekki vanta og prófaði sig áfram með vatnsliti. Taílendingum á Íslandi gafst jafnframt tækifæri til að æfa sig í taílensku með hjálp Keson Char- oenruk og læra á tölvur undir leið- sögn Pornapas Boonliki. Ljúffengur matur og taílenskir dansar Taílendingasamfélagið á Ís- landi fer ört vaxandi. Halla Gunnarsdóttir leit inn á námskeið þar sem íslenskir Taílendingar lærðu um eig- in menningu en sex kenn- arar komu til Íslands til að sjá um kennsluna. Morgunblaðið/ÞÖK Skrautútskurður er mikil kúnst og á sér ríka hefð í Taílandi. Taílendingar eru þekktir fyrir matargerð en á matreiðslunámskeiðinu var mest áhersla lögð á bakstur. Hver hreyfing hefur sérstaka merkingu í taílenskum dönsum. Ljósmynd/Páll Júlíusson Í taílenskum skrautskurði er skorið út í alla mögulega og ómögulega hluti, ávexti, grænmeti, tré, kerti o.s.frv. BÚDDISTAFÉLAG Íslands hef- ur verið starfrækt í um það bil tíu ár. Félagsmenn eru á milli þrjú og fjögur hundruð, flestir taílenskir að uppruna en einnig frá öðrum löndum og meira að segja nokkrir innfæddir Íslend- ingar. Æðsti maður félagsins er breskur munkur en áður en hann kom til Íslands var hann munkur í Taílandi. Fyrstu aðsetur Búddista- félagsins var í lítilli íbúð á Laugavegi. Núna hefur félagið hins vegar fjárfest í einbýlis- húsi í Kópavogi og er þar með sitt eigið búddahof. Petcharee Deluxana, vara- formaður Taílensk-íslenska fé- lagsins, segir samtökin hafa mikla þýðingu fyrir Taílendinga á Íslandi sem og aðra búdd- ista. „Fólk kemur í hofið alla daga en þó mest um helgar. Við erum líka með samkomur,“ segir Petcharee og bætir við að hofið hafi sömu þýðingu fyrir búddista og kirkja hefur fyrir kristið fólk. Hún segir búddisma vera opin trúarbrögð. „Við trúum að ef við gerum góða hluti fáum við eitthvað gott í stað- inn.“ Petcharee segir jafn- framt að í búddisma ríki virð- ing fyrir öðrum trúarbrögðum. Aðalmarkmiðið sé í raun að láta gott af sér leiða og hjálpa öðru fólki. Búddistar á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.