Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS RÍKARÐSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 1. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ríkarður Óskarsson, Júlíanna Ólafsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Þórarinn Víkingur, Helgi Þór Óskarsson, Arnheiður Magnúsdóttir, Hafþór Óskarsson, Elísabet Magnúsdóttir, Óskar Halldór Óskarsson, Nicole Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TORFI GUÐBJÖRNSSON hárskerameistari, Neðstutröð 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 15. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Einstök börn (sími 699 2661). Anna Marín Kristjánsdóttir, Katrín Guðbjörg Torfadóttir, Bragi Jónsson, Kristján Guðmundur Torfason, Bára Benediktsdóttir, Kristbjörn Geir Torfason, Soffía Guðjónsdóttir, Karl Gunnar Torfason, Ingveldur Teitsdóttir, Kristleifur Gauti Torfason, Kristín Birna Angantýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og bróðir, BJARNI HERJÓLFSSON flugumferðarstjóri frá Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. júní kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1151. Unnur Ketilsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Guðbjartur Herjólfsson og fjölskylda, Guðjón Herjólfsson og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, SNORRI LÁRUS ÖLVERSSON, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 15. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfé- lag Íslands. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut Edda og Andrea Caroline Snorradætur, Edda Snorradóttir, Ölver Guðnason, Guðni, Vilborg, Unnur og María Ölversbörn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTBERG ÁRNASON, Gullsmára 11, Kópavogi, lést fimmtudaginn 10. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Áróra Helgadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sigurður Hall-mannsson fædd- ist í Vörum í Garði 2. júlí 1910. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hallmann Sigurðsson, f. á Svarfhóli í Miðfirði 10. ágúst 1885, d. 30. september 1968 og Ráðhildur Ágústa Sumarliða- dóttir, f. á Breiða- gerði á Vatnsleysu- strönd 11. ágúst 1886, d. 3. október 1965. Þau eignuðust sjö börn, tvö dóu í bernsku en upp komust, auk Sigurðar: Matthías, f. 9. desember 1908, d. 9. febr- úar 1987, bjó í Keflavík, Óskar, f. 12. febrúar 1920, d. 1. apríl 1968, bjó í Keflavík, kona hans er Laufey Finnsdóttir frá Ólafs- firði, Sigurlaug f. 17. október 1925, d. 20. febrúar 2003, bjó í Keflavík, gift Sigurði Gíslasyni, f. 16. júní 1911, og Þorbjörg, f. 17. janúar 1916, d. 14. september 2003, bjó í Króki í Ölfusi. Sigurður kvænt- ist Jóneu Helgu Ís- leifsdóttur, f. á Neðra-Hofi í Garði 9. júní 1911, d. 7. maí 1988. Foreldr- ar hennar voru Ís- leifur Jónsson sjó- maður, f. í mars 1880, d. 26. júlí 1932 og Júlíana Bjarney Bjarna- dóttir húsmóðir, f. 12. júlí 1882, d. 27. janúar 1937. Börn Sigurður og Jóneu Helgu eru: Ágústa, f. 17.6. 1933, Ísleifur Júlíus, f. 13.1. 1935, d. 19. júlí 1998, Guð- rún Ágústa, f. 18.1. 1938, Hall- mann Bjarni, f. 24.9. 1943, d. 6.2. 1944 og Hjörtur Sigurjón, f. 9.4. 1950. Barnabörn eru 21, barnabarnabörnin 44 og barna- barnabarnabörnin sjö. Útför Sigurðar var gerð í kyrrþey frá Útskálakirkju 5. júní. Þegar ég rifja upp kynni mín sl. 35 ár af tengdaföður mínum Sigga Hall þá er margs að minnast. Hann var litríkur persónuleiki sem fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hann var baráttumaður og þrátt fyrir háan aldur þá fylgdist hann vel með bæði þjóðmálum og heims- málum. Hann las mikið og þuldi oft heilu bókarkaflana eða vitnaði í persónur úr sögunum. Hann sagði líka sögur af samferðamönnum sín- um, margar ógleymanlegar. Það eru mörg gullkornin sem hann skilur eftir sig. Siggi hafði húmor og var æringi á góðri stundu, en tryggur og traustur þegar á reyndi. Hann mundi tímana tvenna. Oft sagði hann okkur frá lífsbaráttunni hér áður fyrr, þegar það þótti gott að eiga í sig og á. Hann mundi t.d. frostaveturinn mikla 1918, þá lítill drengur, en hann var fæddur 2. júlí 1910. Í frá- sögnum var hann eiginlega lifandi „Öldin okkar“. Siggi hafði mikinn lífsneista, hélt sér vel, léttur á fæti, beinn í baki, fínn í tauinu, notaði hatt, tók í nef- ið og hélt heimili einn, eftir að tengdamamma dó árið 1988. Hann var ungur í anda, keyrði bíl og heimsótti mikið ættingja og vini og fylgdist vel með öllum, ekki síst unga fólkinu. Hann var góður mannþekkjari og sá eitthvað gott við alla. Hann mótaðist af harðri lífsbaráttu á fyrri hluta síðustu aldar og var vinstrisinnaður en raunsær, hann deildi ekki bara á andstæðingana, líka á sína menn, ef honum líkaði ekki. Hann var elsti maður á framboðslista á land- inu í síðustu bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum, þá 91 árs. Fyrri hluta starfsævinnar var hann við sjómennsku og verkamanna- störf í landi. Seinni hlutann var hann vörubílstjóri, en lét af störf- um rúmlega áttræður. Hann starf- aði að verkalýðsmálum og var for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Gerðahrepps á árunum 1954– 1964 og 1969-1974. Á þeim árum var verið að semja og nudda um hluti sem þykja sjálfsagðir í dag. Ég vil þakka Sigga samfylgdina og allt það sem hann var mér og minni fjölskyldu. Við eigum eftir að rifja upp sögur og góðar sam- verustundir með honum um ókom- in ár. Siggi lifði með reisn og dó með reisn. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Útskálakirkju 5. júní. Erna Björnsdóttir. Elsku afi minn. Þá er þessum kafla lokið, þú ert farinn í annan heim, og ég verð að sætta mig við það. Það er tómahljóð í mér, ég sakna þín, það vantar svo mikið, ekki bara í hjartað mitt, líka í um- hverfið. Þú varst alltaf þarna, þegar ég var lítil, þegar börnin mín voru lítil og líka þegar barnabörnin mín eru lítil. Það voru forréttindi fyrir okk- ur afkomendur þína að fá að hafa þig svona hjá sér, hressan, kátan, frískan eins og unglamb í dag- legum samskiptum, og ég þakka almættinu fyrir það. Það var nú oft fjör hin seinni ár við matarborðið á Melbrautinni hjá ykkur mömmu pabba og Guðrúnu Ágústu. Þar var mikið rætt og sprellað og hlátra- sköll heyrðust þegar maður kom þar inn úr dyrunum. Þar er þín sárt saknað. Hann sonarsonur minn sagði mér það í kvöld að hann afi Siggi hefði farið til Guðs til að láta laga hjartað sitt, svo hann gæti hoppað á einni löpp með honum. Afi, veistu ég trúi því alveg. Í mínum huga ertu bæjarsómi, labbandi glerfínn og sperrtur með hatt í sparifötunum, yfir Garð- brautina niður Gerðaveginn, í búð- ina eða til Atla og Svövu, eins og þú ættir þennan bæ skuldlausan og sennilega hefur þú átt það, alla- vega fólkið sem þar býr. Þú kenndir mér svo margt, elsku afi minn, ég kann að hlaða milli- vegg úr steini, steypa gólfplötu, setja niður kartöflur og slíta upp rabarbara, ganga upprétt og bjóða heiminum byrginn, þú sagðir mér að ég væri sérstök, módelsmíð, bara eitt eintak til og ég hef og ég ætla að trúa því, ég ætla líka að trúa því að Garðurinn hafi verið byggður upp utan um þig og jafn- vel að Garðskagaviti hafi verið gerður til að þú mundir alltaf rata til okkar barnanna þinna og allra afkomendanna, ég er eins og þú, afi minn, ég trúi því sem mér hent- ar. En af því að ég var mikið hjá þér síðustu vikuna hér á þessari hótel Jörð, þá sætti ég mig við það að þú farir þessa ferð yfir í annan heim. Ég elska þig, afi minn, og ég sakna þín, ég held minningunni um yndislegan mann á lofti, á eftir að hlæja með fólkinu okkar oft að prakkarastrikunum þínum. Góða ferð. Saknaðarkveðja. Þín dótturdóttir Anna Sigrún Karlsdóttir. Alltaf þegar maður fréttir um andlát vinar og samstarfsmanns um árabil setur mann hljóðan. Það rifjast upp margar góðar stundir sem við áttum til sjós og lands. Ég minnist þess þegar ég óskaði þér til hamingju með 90 ára afmælið. Hvað ég var þér þakk- látur að fá þig sem landformann en það var til þess að við fórum að fiska vel á línu. Áður en þú komst um borð höfðu aflabrögðin ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Þegar ég rifjaði upp þessa tíma við þig þá vildir þú gera lítið úr þessu en það er mín hjartans sann- færing að þú varst bjargvættur minn á sínum tíma. Þú vannst vel og samviskusamlega. Manstu eina vertíðina þegar við fengum ekki beitusíld nema frá fyrra ári en þér leist vel á þessa síld og tókst eins mikið og þú hafð- ir pláss fyrir í frystiklefanum. Síð- an kom í ljós að það fiskaðist mun betur á þessa gömlu síld og þá vildu menn fá hana til baka en þú varst nú ekki alveg á því enda fengum við mörg tonn út á þetta framtak þitt. Það var oft glatt á hjalla þegar hægt var að koma þér í gang til að segja frá því spaugilega því þú sagðir svo vel frá og menn hlógu mikið. Þann tíma sem þú varst með mér til sjós og lands voru bestu tímarnir á mínum ferli og þú áttir sannarlega þátt í því. Það er margs að minnast frá þessum góðu árum og ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og notið þinna krafta enda fann ég að í þér átti ég góðan og traustan vin. Ég bið þann sem öllu ræður að taka vel á móti þér og hamingja og blessun megi fylgja þínum afkom- endum. Gísli Jóhannesson. SIGURÐUR HALLMANNSSON Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við and- lát og útför STYRKÁRS GEIRS SIGURÐSSONAR, og virðingu sýnda við minningu hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E Landspít- alanum, Karitas og séra Braga Skúlasyni fyrir veitta aðstoð. Laila Andrésson, Alfred J. Styrkársson, Elísabet J. Þórisdóttir, Alexandra I. Alfredsdóttir, Sigurður E. Styrkársson, Indriði I. Styrkársson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.