Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Guðrún móðir Júlíönu var fædd á Hömrum í Þverárhlíð í Borgarfirði árið 1876. Hún fór til Vesturheims aldamótaárið 1900 og sá Ísland aldrei aftur. Gísli maður hennar var fæddur vestanhafs og kynntust þau Guðrún í Gimli í Kanada. Heimili þeirra Guð- rúnar og Gísla var þar sem heitir Up- ham í Norður-Dakóda. Þar fæddust og ólust upp þeirra börn. Í Upham var fjölmenn íslensk nýlenda og lærði Júlíana fyrst að tala ensku 12 ára gömul og kenndi svo yngri systkinum sínum það tungumál. Ekki er mér kunnugt um skólagöngu Júlíönu en snemma fór hún að vinna utan heim- ilis. Lengst stóð heimili Júlíönu í Portland í Oregon-fylki. Eftir að hún varð einstæð móðir vann hún við verslunarstörf, aðallega hjá einu fyr- irtæki eða í samfellt 27 ár. Segir það sína sögu um hvern mann hún hafði að geyma. JÚLÍANA INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR ✝ Júlíana Ingi-björg Gísladóttir fæddist 29. ágúst 1909. Hún lést 9. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðrún Jónsdóttir og Gísli Benedikts- son. Júlíana var elst sex barna þeirra hjóna. Ólöf systir hennar, f. 1914, er enn á lífi. Árið 1933 gekk Júlíana í hjónaband með Lester Ostby, norskættuðum manni. Þau eignuðust tvö börn, Silvíu og Lioyd. Lester og Júlíana skildu eftir 15 ára sambúð. Til Íslands kom Júl- íana fyrst árið 1973 með systur sinni Ólöfu. Þær áttu að sjálfsögðu fjölda frændfólks hér á höfuð- borgarsvæðinu og einn- ig á Akureyri. Kom sér vel að kunna íslensku og geta hindrunarlítið rætt við hvern sem var. Ferðuðust þær töluvert um landið. Þeim var boðið upp í Borgarfjörð á bernskustöðvar móð- ur þeirra. Þótti þeim mikið til þeirrar ferðar koma. Nokkrum árum seinna kom Júlíana aftur hingað og þá ásamt Sólrúnu (Rúnu) systur sinni og Leifi bróður sínum. Það ferðalag var og vel heppnað. Við Júlíana vorum að skyldleika systrabörn. Eftir okkar fyrstu kynni 1973 hófum við að skrifast á. Hún skrifaði á mjög skemmtilegri íslensku og hafði fallega rithönd. Hennar síð- asta bréf er dagsett í mars á þessu ári. Þá hafði hún orðið að yfirgefa heimili sitt og flytjast á elliheimili vegna þverrandi heilsu. Var auðfund- ið á orðum hennar að þessari breyt- ingu undi hún illa. En dvöl hennar á elliheimilinu varð ekki löng, aðeins nokkrir mánuðir. Júlíana var skarpgreind kona og létt í lund, hafði af mörgu gaman svo sem garðrækt og bóklestri en í mestu uppáhaldi var „baseball“. Fylgdist Júlíana af miklum áhuga með þeirri íþrótt. Júlíana vann hvers manns hylli sem henni kynntist og slíkra er gott að minnast. Björn Helgason. Elsku afi, mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki hitt þig aftur. Þú varst alltaf svo góð- ur við alla og dæmdir aldrei neinn ranglega. Já afi, það eru til ótal mörg falleg orð sem lýsa þér því þú varst svo einstak- ur maður og eitt er víst að ég mun búa að því alla ævi að hafa átt þig fyrir afa. Þú fylgdist vel með fjölskyldu þinni og sást svo sannarlega til þess að við héldum sambandi og hittumst. Já, afi, margar eru minningarnar og eitt er víst að jóladagur verður ekki sá sami aftur, en við sem eftir erum höldum vonandi áfram að hittast því það var þér svo mikilvægt. Minningarnar streyma fram í hugann þegar ég hugsa til þín og þær er gott að eiga þegar erfitt reynist að sjá björtu hlið- arnar á lífinu. Ég veit það afi minn að þú hefur nú fengið að hitta syni þína, Þóri og Smára, aftur og ykkur mun líða vel saman. Ég veit að amma sakn- ar þín líka mikið og munum við hugsa vel um hana fyrir þig. Elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og skal sjá til þess að stelpurnar mínar geymi minningu um góðan afa ávallt í brjósti sér. Elsku amma, mamma, Þórir, Sig- urjón og fjölskyldur, Guð veri með ykkur öllum. Rannveig Arnarsdóttir. Ungum er það allra best að óttast Guð sinn herra. Þeim mun viskan veitast mest og virðing ekki þverra. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi. Þú lokaðir augunum og sofnaðir hinum eilífa svefni og nú þurfum við að kveðja þig. En það er erfitt að koma kveðjunni á blað, tárin streyma niður kinnar og hugurinn fer af stað. Þegar við hugsum til baka sjáum við að við grátum af því að við söknum góðu stundanna með þér. En það vit- um við, að fjölskyldan þín var þér allt. Að viðhalda sambandi í stóra hópnum þínum, það gastu sannarlegaog glatt okkur öll. Kímnin þín, afi, ræðurnar, kjarkurinn, framkvæmdasemin, skylduræknin og svo varst þú hvers manns hugljúfi. Okkur öllum fannst þú alltaf frábær þegar þú hélst snilld- arræður, en það gerðir þú oft og tal- aðir stoltur um fjölskyldu þína. Þá gladdir þú hjörtu okkar og sálir. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa iðja. Umfram allt þú ætíð skalt elska Guð og biðja. Elsku afi, við sendum þér þúsund kossa. Kærar kveðjur, Guðmundur, Steinar, Elísa, Þórður og Sigurjón Ingi. Þó svo að hann elskulegi langafi okkar hafi verið kominn á níræðisald- urinn og orðinn kannski svolítið lúinn og þreyttur stundum, þá kom það okkur samt á óvart þegar okkur bár- ust þær fregnir að hann væri dáinn. Amma Inga sagði einu sinni að betra væri að vera þakklátur fyrir þær góðu minningar sem maður á um þann látna heldur en að gráta mikið og vera sorgmæddur, og það munum við gera enda átt margar yndislegar stundir saman. Við munum auðvitað vel eftir afa- namminu eða saltabjörnunum sem afi var alltaf með í vasanum og við biðum spenntar eftir því að þú byðir okkur einn eða kannski tvo, en oft var erfitt GUÐMUNDUR SIGURÐUR SIGURJÓNSSON ✝ Guðmundur Sig-urður Sigurjóns- son fæddist í Reykja- vík 19. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 23. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Árbæj- arkirkju 1. júní. að bíða eftir boðinu og látið í ljós með kurteis- legu betli hverju litlir munnar biðu eftir. Þeg- ar komið var inn til ykk- ar tók síðan ævintýra- legur heimur við því ótalmargt gátu augun skoðað eins og steina, dúkkur, dýrin o.fl. Ekki er hægt að gleyma því heldur hvað það var yndislegt að sjá þig og ömmu haldast í hendur og horfa hvort á annað eins og þið væruð að upplifa ást við fyrstu sýn í hvert skipti. Þetta fær mann til að trúa því að hægt sé að vera ham- ingjusamur og yfir sig ástfanginn alla ævi. Okkur langar að lokum að þakka þér, elsku afi-lang, fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt sam- an og þá sérstaklega á jóladag sem hefur skipt okkur krakkana miklu máli. Þar höfum við fengið að spreyta okkur í öllu mögulegu, t.d. dansi og leiklist. Elsku afi-lang, við vitum að þú verður alltaf hjá okkur og við hjá þér. Við biðjum góðan guð að vera hjá henni ömmu okkar á þessum erfiða tíma. Hvíl í friði, elsku afi. Jóna María, Eva Björg og Sigríður Þórey. Okkur systkinin langar að minnast frænda okkar, Guðmundar Sigur- jónssonar, hans Mumma, með nokkr- um línum. Mummi hefur nú kvatt og er mikill söknuður í hjörtum okkar allra, enda hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskylduna við fráfall hans. Mummi var einstaklega ríkur af ást og umhyggju og alltaf var gott að koma í Fagrabæ og heimsækja þau hjónin, Mumma og Ingu. Viðmót þeirra var alltaf ljúft og einstaklega gott, og vorum við ávallt boðin vel- komin með útbreiddum faðmi. Það var allt svo innilega jákvætt í kring- um Mumma, og var hann mikill gleði- gjafi eins og systkini hans, og engu líkara en að hann væri ávallt töluvert yngri en tölurnar sögðu til um. Þrátt fyrir veikindi sín og konu sinnar var viðmót hans ávallt hlýtt og indælt. Það er gott að finna góðar og hlýjar minningar streyma þegar hugsað er til Mumma. Hann hefur kvatt okkur, en minning hans lifir ávallt með okk- ur. Megi Guð gefa Ingu og fjölskyldu þeirra hjóna styrk á þessum erfiðu tímum. Hennýjar og Jónsbörn. „Þetta var gott hjá þér,“ og á eftir fylgdi hlýlegt bros og klapp vinnulú- inna handa á bakið. „Þú stendur þig vel.“ Ég var að stíga mín fyrstu skref í prestsskap í maí 1991, allt sem ég gerði var mitt fyrsta. Hvort heldur í almennri guðsþjónustu, skírn, eða giftingu var gott að hafa Guðmund meðhjálpara hjá sér fyrir athöfn. Ein- hvern sem gaf sér tíma til að hlusta og gefa góð ráð eins og; sr. Guðmundur gerir þetta, eða þar á undan, sr. Bjarni í Mosfelli gerði þetta svona, og ég fann til þess að vera ekki einn. Það var sama hvernig ég hitti á Guðmund. Ungum hug mínum fannst eins og veröldin væri að hrynja á mig rétt fyr- ir athöfn, hvað ef ég stæði ekki undir væntingum þeirra sem sækja guðs- þjónustuna, hvað ef? Alltaf var hann rólegur í fasi þannig að ég sjálfur fann til rósemdar mitt í „hvirfilvindi“ hugs- ana um að verða ekki á í messunni. Þegar ég hafði orð á því við Guðmund meðhjálpara sagði hann alltaf: „Hafðu ekki áhyggjur af því. Okkur verður öllum á í messunni. Láttu mig vita það, orðinn þetta gamall.“ Og svo fylgdi léttur hláturinn á eftir. Já, ég var lánsamur að fá að byrja minn prestsferill undir handleiðslu Guð- mundar meðhjálpara sem hafði verið slíkur svo lengi sem elstu menn mundu. Hann hafði sjálfur stundum orð á því, aðspurður hversu lengi hann hefði verið meðhjálpari, að hann hefði ekki hugmynd um það. „Hver telur árin þegar ánægjan er annars vegar?“ sagði hann einhverju sinni. Það má til sanns vegar færa að Guð- mundur meðhjálpari hafi tekið emb- ætti sitt alvarlega og af virðingu. Var unun af því að sjá og fylgjast með honum við undirbúning fyrir guðs- þjónustu. Athuga hvort allt væri ekki á sínum stað og gæta að kertunum. Tálga þau til eftir því sem á þurfti að halda. Gæta að messuskrúðanum, sálmanúmerin á sínum stað og að réttu númerin væru uppi. Allt þetta gerði hann af slíkum virðuleika og eljusemi að unun var að fylgjast með. Ekki aðeins unun heldur og líka styrkur fyrir ungan prest að vita að það væri allavega einhver sem vissi með vissu hvað hann væri að gera. Það gerði Guðmundur meðhjálpari og færði yfir á þá sem voru ekki eins vissir. Hlýlegt, vingjarnlegt bros og klapp á öxl kann að þykja léttvægt fyrir einhvern. Fyrir mig þýddi það allt og meira til. Ég hef og mun alla mína preststíð geyma og sækja þau augnablik á stundum efans um að ég sé að gera rétt og eða til ábata fyrir einhvern eða einhverja. Minning Guð- mundar meðhjálpara við Árbæjar- kirkju mun ætíð lifa með þeim sem kynntust honum á þeim vettvangi. Missir Ingu, konu Guðmundar, er mikill. Megi góður Guð blessa þig, Inga, og börn ykkar. Sr. Þór Hauksson og Magn- hildur Sigurbjörnsdóttir. Nú kveðjum við hinstu kveðju kær- an vin, Guðmund Sigurjónsson, en vinátta mín og hans nær alla leið aftur til æskuáranna og stóð sleitulaust í rúm 70 ár. Við ólumst upp samhliða í miðbæn- um frá því við vorum smáguttar, árin liðu og var ýmislegt brallað sem gam- an var að rifja upp á efri árum, höfð- um við mikið yndi af því og hlógum oft dátt að hinum ýmsu uppákomum og prakkarastrikum. Svo sérstaklega vildi til að við æskuvinirnir giftumst inn í sömu fjöl- skylduna, Guðmundur kynntist fyrst eftirlifandi eiginkonu sinni Ingu Sig- ríði, ættaðri af Snæfellsnesi. Þegar kom að því að heimsækja skyldi tengdafólkið í fyrsta sinn var besti vinurinn tekinn með og þar með voru örlög mín ráðin. Á milli fjölskyldna okkar var alla tíð mikill kunningsskapur, enda báðir búsettir í Reykjavík. Guðmundur var alltaf hress og kát- ur og bar með sér léttleika hvar sem hann kom. Ungviðið heillaði hann líka upp úr skónum því alltaf dró hann eitthvað sætt í munninn upp úr vös- unum. Hann og kona hans voru sérstak- lega dugleg við að rækta frændgarð- inn og á hverju sumri, eins lengi og heilsan leyfði, var farið á flakk út á land og í leiðinni var frændfólkið heimsótt, ég og fjölskylda mín nutum líka góðs af heimsóknum þessara heiðurshjóna og teljum við okkur rík- ari fyrir bragðið, við þökkum góða samfylgd. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég og fjölskylda mín sendum inni- legar samúðarkveðjur til þín, Inga okkar, Þóris, Sigga, Sveinu og ann- arra aðstandenda og biðjum Guð að styrkja ykkur á erfiðri stund. Ágúst Sessilíusson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.