Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 37
Það eru yndislegar minningar sem koma upp í huga manns þegar ég hugsa um hana ömmu mína. Það var alltaf gaman að koma á Staðarbakka í helgarleyfi til ömmu og afa og alltaf hlakkaði ég til að geta spilað við ömmu, hún var alltaf tilbúin að leika við mann, hún fann alltaf barnið í sér og þeg- ar klepparar voru spilaðir þá voru endalaus hlátrasköll sem glumdu í kringum okkur. Hún gaf svo mikið af sér og gat alltaf gefið sér tíma til að sýna og kenna mér nýja hluti. Oft voru farnar fjöruferðir ýmist til að tína skeljar og steina. Ein fjöruferðin var þó lengri en allar hinar. Þá sýndi hún mér hvar var að finna vatnsuppsprettu sem aðeins sást þegar það fjaraði út. Mér er mjög minnisstætt þegar amma kenndi mér á skauta. Það var mikið ævintýri. Hún setti mig í gamla skauta af Kollu og fór með mig út á Hópið og vinkonur mínar trúðu því vart að amma mín gæti kennt á skauta. Ég gæti endalaust talið. Ég get vart beðið þess að Victoría mín verði nógu stór svo ég geti sagt henni sögurnar af langömmu sinni sem nú hefur kvatt okkur og byrjað nýtt líf á æðri stað og kveð ég hana með miklum söknuði og þakklæti fyrir allar minningarnar sem ég bý að í dag. Elsku afi, ég votta þér mína dýpstu samúð. Kveðja. Ólöf Árnný. Elsku amma mín. Minningarnar eru margar og skemmtilegar sem ég á í huga mér um þig og þær ætla ég að ylja mér við. Það að kveðja ástvin er erfitt en síðustu stundir þínar voru ekki eins og þú hefðir kosið sjálf, þú varst alltaf á ferðinni, stoppaðir sjaldan við og því held ég að þú sért fegin að kveðja þetta líf. Í dag hefðir þú orðið 81 árs, svo, elsku amma, til hamingju með daginn. MARGRÉT MAGNÚS- DÓTTIR ÖFJÖRÐ ✝ Margrét Magn-úsdóttir Öfjörð fæddist hinn 5. júní 1923 í Skógsnesi í Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Kumb- aravogi 29. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Eyr- arbakkakirkju 5. júní. Ég kveð þig með söknuði. Elsku afi, innileg- ustu samúðarkveðjur. Ástarkveðjur. Kristín og fjölskylda. Það er margs að minnast þegar við hugsum til hennar ömmu á Eyrarbakka. En það sem er okkur ofarlega í huga er hvað hún var alltaf glöð og brosandi þeg- ar við hittum hana. Ekki brást að amma átti nýja sögu handa manni og þá var oftast stutt í bros hjá flestum. Alltaf þegar komið var á Staðarbakka tóku amma og afi á móti okkur með bros á vör og kossi á kinn. Boðið var uppá kaffi og meðlæti og svo spilaði amma yfirleitt við einhvern úr fjölskyld- unni eða kenndi honum nýtt spil, og erum við viss um að amma hafi kennt öllum barnabörnum og barnabarnabörnum að spila klepp- ara, lönguvitleysu eða steliþjóf. Hún amma bakaði bestu flatkökur í heimi og prjónaðisokka og vett- linga sem eru hlýir eins og hjarta hennar var. Amma, það er svo margs að minnast um þig og það er allt gott. Afi minn og amma mín úti á Bakka búa. Þau eru bæði sæt og fín, þangað vil ég fljúga. Elsku afi, langafi, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Magnús, Linda, Dagur Fannar og Daldís Perla. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 37 Hinn 8. júní síðast lið-inn var tekið fyrstaskref í uppbyggingustofnunar nokk-urrar merkilegrar, sem ber nafn Guðbrands Þorláks- sonar og er með aðsetur á Hólum í Hjaltadal, fyrst til að byrja með í Auðunarstofu, en í framtíðinni er henni ætlað að vera í menning- armiðstöð Hólastaðar, sem vonir standa til að verði opnuð árið 2006, á 900 ára afmæli skólahalds á Hólum. Er hér á ferðinni samvinnu- verkefni Hólaskóla, Háskóla Ís- lands, og embættis vígslubiskups á Hólum og markmiðið „að sinna sögu og helgi Hólastaðar með rannsóknum, listsköpun og miðl- un,“ eins og sagði í fréttatilkynn- ingu nokkrum dögum áður. Mun Guðbrandsstofnun „standa fyrir dagskrám, málþingum, ráð- stefnum og námskeiðum til að miðla þeim rannsóknum og menningararfi sem hún stendur fyrir. Einnig er fyrirhuguð út- gáfustarfsemi á vegum hennar.“ Þetta var orðið löngu tíma- bært, og sannarlega við hæfi, er það loks gerðist, að kenna stofn- unina við Guðbrand, því hann var sem kunnugt er biskup á Hólum 1571–1627, eða í samtals 56 ár, og hefur enginn setið jafn lengi bisk- upsstól á Íslandi, fyrr eða síðar. Kristnin í landinu á honum mikið að þakka, og tungan þó kannski enn meira, því bent hefur verið á, að ef Guðbrandsbiblía hefði ekki komið út á sínum tíma, árið 1584, væri óvíst að við töl- uðum íslensku í dag. Þar á ofan var sumt í henni svo afbragðsvel þýtt, m.a. Nýja testamentið, sem reyndar er að mestu leyti verk Odds Gottskálkssonar frá 1540, að mann setur hljóðan. Þessi fyrsta Biblía okkar á móðurmál- inu hefur jafnan verið talin mesta stórvirki íslenskrar menning- arsögu. Guðbrandur var sjálfur góður þýðandi og pennafær, og líkir sr. Jón Halldórsson (1665– 1736) í Hítardal honum um stíls- máta við Martein Lúther, og seg- ir aukinheldur: Svo hafði herra Guðbrandur öðlast þá gáfu af Guði framar öðrum landsmönnum vorum að vera orðhittinn og gagnorður, skýr og skorinyrtur í hans útleggingum, bókum og skrifi með þekkjanlegri, þó fordildarlausri orðsnilli. Alls er kunnugt um 100 bækur, sem prentaðar voru á Hólum eða Núpufelli í biskupstíð hans, og þar af hafa 79 varðveist. Hann sjálfur er talinn höfundur 11 bók- anna, sá þar að auki um útgáfu 9 og þýddi 32. Sigurbjörn Einarsson biskup ritaði árið 1984 grein í Morg- unblaðið, þar sem hann minntist Guðbrands og 400 ára afmælis biblíuútgáfu hans. Þar sagði hann m.a.: Guðbrandur var afrendur maður að gáfum og þreki. Hann gat sér ungur lærdómsorð við háskólann í Kaupmannahöfn. Þar las hann ekki aðeins guðfræði af kappi, heldur lagði sig líka eftir málfræði, stærðfræði og stjörnufræði, enda reiknaði hann út hnatt- stöðu Íslands betur en áður hafði verið gert og gerði uppdrátt af Íslandi furðu góðan. Með þessu síðast nefnda og öðru því tengdu var hann braut- ryðjandi í að auka áhuga og þekkingu manna á landinu og náttúru þess. Eins tengist hann latínu, í gegnum nám sitt, og heimspeki, lögfræði og fleiri greinum. Einnig var Guðbrandur hagur á tré og málm. Útskurðar hans, þ.e.a.s upphafsstafa Guð- brandsbiblíu og sumra mynda- móta hennar, er getið í Bisk- upsdrápu þeirri, sem eignuð er Magnúsi Ólafssyni (1573–1636), presti og skáldi í Laufási og ort að biskupi látnum. En þar segir: Handverksment, sem meisturum mundi mætum reiknast til ágætis, listamanns á letri glæstu líta má, en hvergi víta, sett þar hefur bókstaf breyttan, borinn hugviti’ og sjálfur skorið, fígúrur þar allar eirninn eru prísandi, – biblía vísar. Sagt hefur verið að Guð- brandur biskup hafi í engu verið meðalmaður. Og víst er, að hann stakk víða niður fæti, oftast svo um munaði. Er raunar vafasamt, hvort Ísland hafi nokkru sinni átt mann sem í afkastasemi taki hon- um fram. Fyrir vikið getur hin nýja stofnun á Hólum, sem í virð- ingarskyni er látin bera nafn hans, tengst í svo margar áttir, og faðmað og hýst ólíkar vísinda- og listgreinar. En umfram allt var þessi mað- ur samt kristinn einstaklingur, sem bar hag kirkju sinnar fyrir brjósti. Og þrátt fyrir afrek sín var hann alla tíð auðmjúkur og bljúgur við fótskör meistarans, eins og sannast af orðunum, sem hann bað um að yrðu klöppuð á legstein sinn. Þar segir upp á lat- ínu: Jesu Christi peccator, sem útleggst: Syndari Jesú Krists. Ég lýk þessu með annarri til- vitnun í grein Sigurbjörns Ein- arssonar, en þar segir: Það eru varla ýkjur, sem sagt hefur verið um Guðbrand biskup, að hann hafi verið margra manna maki. Biskupsstjórn hans í þrengri merkingu, búrekstur hans á Hólum og á útibúum stólsins, yfirstjórn skólans á biskupssetrinu, afskipti hans af almennum landsmálum, langvinnar og harðar stórdeil- ur og málarekstur, ritstörfin og bókaútgáf- an – umsvif hans og atorka á hverju einu þessara sviða mega teljast vel sæmileg kraftaraun einum manni. En bókagerðina ber þó yfir allt hitt og þar gnæfir Biblían stórum hæst. Séra Matthías mun fara nærri um það, hvað Guðbrandur mátti hugsa síðast á banasæng sinni, þegar hann horfði yfir líf sitt. Matthías leggur honum þessi orð í munn: Eitt stórverk gafstu mér, Guð, af náð, að gjöra með kröftunum ungu: Nú geymir að eilífu Ísaláð þitt orð á lifandi tungu. Guðbrandur sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það var óvenju fagurt um að litast á Hólum í Hjaltadal rétt fyrir miðja síðustu viku, sólin brosti og hló og fuglar sungu. Sigurður Ægisson var þar staddur ásamt fjölda manns, og tilefnið, eins og umgjörðin, gleðiríkt. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar HUGVEKJA AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.