Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 39
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 39
DAGGARVELLIR 4A og B
Í HAFNARFIRÐI - NÝTT LYFTUHÚS -
Nýkomnar á sölu 2ja til 4ra herbergja íbúðir á góðum stað á Völlunum. Íbúðirnar afhendast
fullbúnar að innan en án gólfefna, þó með flísum á baðherbergi og þvottahúsi. Lóð fullkláruð.
Innréttingar, hurðir og tæki eru frá Byko, ýmsir valmöguleikar. Húsið er fimm hæðir og er með
lyftu. Hægt er að fá íbúðirnar með eða án stæðis í bílageymslu. Stutt verður í alla þjónustu
s.s. skóla, sund og íþróttaaðstöðu. Frábært útivistarsvæði í grend við húsið.
Afhending janúar - febrúar 2005
Byggingaraðili Feðgar ehf.
Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði
Sími 520 2600 - Fax 520 2601
Netfang as@as.is
Heimasíða http://www.as.is
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali,
Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon,
Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir
Verð frá
2ja herbergja kr. 11.600.000
3ja herbergja kr. 13.000.000
4ra herbergja kr. 14.100.000
Sími 520 7500
hraunhamar@hraunhamar.is • www.hraunhamar.is
Magnús Eiríksson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði
Grettisgata 74
opið hús á sunnudag
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
sími 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9 -17.30..
Til sýnis í dag falleg
þriggja herbergja íbúð í
virðulegu steinhúsi. Íbúðin
er á annarri hæð. Extra
lofthæð. Parket. Rósettur í
loftum. Vel skipulögð og
nýtist vel. Góður bak-
garður í suður.
Bára sýnir íbúðina á milli kl. 13 og 17 í dag.
Allir velkomnir. Verð 11,9 m.
Óttuhæð - Garðabæ
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
sími 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9 -17.30.
Í einkasölu ca. 240 fm glæsi-
legt einbýlishús á frábærum
útsýnisstað í Hæðahverfinu í
Garðabæ.
Um er að ræða hús á 2
hæðum með innbyggðum
bílskúr. Húsið er skemmti-
lega innréttað. 5 svefnher-
bergi. Stórar stofur með
mikilli lofthæð. Fallegur frágenginn garður og stór verönd mót
suðri. Innkeyrsla hellulögð með hitalögn. Þetta er hús í sérflokki,
staðsett á frábærum stað í lokaðri botnlangagötu. Verð 50 millj.
Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í gsm 896-5221.
Þegar það gerist æða stresshormónin
út í blóðið, að því er virðist að tilefn-
islausu. Oftast er þó eitthvað sem
kemur þessum viðbrögðum af stað,
eitthvað sem heilinn hefur lært að
túlka sem mjög hættulegt þó það sé í
sjálfu sér meinlaust. Það þurfa ekki
endilega að vera raunverulegar að-
stæður eða hlutir, hugsanir og
draumar geta ræst stresshormónin
og hleypt af stað öflugu hræðslu-
viðbragði. Eitrun af ýmsu tagi getur
líka ræst streituhormónin og valdið
viðbrögðum sem heilinn túlkar sem
ótta. Dæmi um slíkt er ofneysla
nikótíns og kaffis, ekki síst á ung-
lingsárunum.
Dæmigerð ofsahræðsla lýsir sér
m.a. með óþægilegum hröðum hjart-
slætti, handtitringi, andnauð, svita og
öðrum einkennum sem eru dæmigerð
fyrir hræðsluviðbrögð og lýst hefur
verið hér að framan. Heilinn túlkar
þessi einkenni sem merki um að eitt-
hvað hræðilegt sé að gerast. Tengi
heilinn óttaviðbragðið við sérstakar
aðstæður eru miklar líkur á því að þú
reynir að forðast þær aðstæður í
framtíðinni. Flestir sem verða gripnir
ofsahræðslu upplifa sterka löngun til
að forða sér úr þeim aðstæðum sem
þeir eru í þegar kastið skellur yfir,
m.a. vegna þess að okkur finnst pín-
legt að aðrir verði vitni að ósköp-
unum. Óttinn við að fá næsta kast í
kringumstæðum þar sem aðrir verða
vitni að því sem gerist gerir það að
verkum að menn koma sér upp
margs konar klækjum til að geta
forðað sér sem fyrst úr aðstæðum þar
sem fleiri eru saman komnir. Margir
veigra sér t.d. við að setjast í miðið á
bekknum í bíó eða leikhúsi heldur
velja sér sæti við ganginn sem næst
útgöngudyrunum.
Þjáist þú af skyndilegum ótta-
viðbrögðum er mikilvægt að þú fáir
hjálp við að ganga í gegnum þær að-
stæður sem þú forðast og lærir að
efast um ógnarhugsanir þínar. Hverj-
ar eru líkurnar á því að ég fái óttakast
einmitt núna? Hve oft hefur það gerst
við þessar tilteknu aðstæður? Hvað
er það versta sem getur gerst? Er
það virkilega svo hræðilegt þó aðrir
sjái að mér líður illa? Er það virkilega
svo að allir ókunnugir vilji mér illt,
séu óvinir? Ef óttinn er mikill og lam-
andi kann að vera ráð að ganga í
gegnum þær aðstæður í huganum
sem maður er smeykur við í djúpri
slökun, áður en maður tekst á við þær
í raunveruleikanum. Þú verður að
setja þig í aðstæðurnar stig af stigi
þar til heilinn hefur skilið að þetta er
ekki hættulegt. Það hjálpar líka að
öðlast innsæi í hvernig heilinn lærir
að túlka veruleikann á rangan hátt og
framkalla óttaviðbrögð í líkamanum
þegar engin hætta er yfirvofandi.
Að fæðast hræddur?
Líklegt er að sumir einstaklingar séu
fæddir með þeim ósköpum að eiga
auðveldara en aðrir með að verða
hræddir, þ.e. hafa fengið ofurvirkt
viðvörunarkerfi í vöggugjöf. Það var
líklega mikið lán í árdaga en bagalegt
í nútímasamfélagi. Þessu má líkja við
ofurvirka reykskynjara sem pípa í
tíma og ótíma svo varla er hægt að
rista brauðsneið án þess að ærast af
hávaða. Þeir sem erft hafa ofurvirkt
viðvörunarkerfi þjást gjarnan af stöð-
ugum kvíða, eru óöruggir, eirð-
arlausir, svartsýnir og þola illa álag
og spennu. Þeir eiga oft erfitt með
svefn og hafa tilhneigingu til að finn-
ast flest óyfirstíganlega erfitt. Lyf
sem auka virkni vissra taugaboðefna
(t.d. serotoníns) í heilanum gera oft
mikið gagn fyrir þessa einstaklinga.
Nærri lætur að um sjö af hundraði
hafi einkenni einhvern tíma ævinnar
sem gefa vísbendingu um að viðkom-
andi geti hafa erft ofur virkt viðvör-
unarkerfi. Á Íslandi eru því líklega
yfir tuttugu þúsund einstaklingar
með þetta vandamál. Ef þú tilheyrir
þessum hóp ertu í sérstökum áhættu-
hóp hvað varðar að þróa ótta og kvíða
gagnvart aðstæðum sem í raun eru
meinlausar. Þó lyf geti komið að góð-
um notum er engum blöðum um það
að fletta að sálfræðileg meðferð í
þeim anda sem að ofan er lýst getur
reynist þér afar gagnleg, m.a. dregið
verulega úr þörf fyrir lyf og aukið
lífsgæði þín til muna. Í meðferðinni
færð þú þann stuðning sem þú þarft
til að horfast í augu við „óargadýrin“
stig af stigi og lærir aðferðir til að
halda viðvörunarkerfinu í skefjum.
Mikilvægt er að vinna skipulega og
reyna ekki að kynnast of mörgum
„óargadýrum“ í einu. Þess vegna er
mikil áhersla lögð á að greina vanda-
málið í byrjun. Hvað er það sem þú
hræðist/kvíðir mest, á skalanum einn
til tíu? Reynt er að gera sem ná-
kvæmastan lista yfir allar aðstæður
sem valda hugarangri og þeim raðað
upp þannig að fyrst koma aðstæður
sem eru mest ógnvekjandi og síðast
aðstæður sem eru minnst ógnvekj-
andi. Því næst er valið að vinna með
eitt ákveðið vandamál í senn og næsta
vandamál ekki tekið fyrir fyrr en það
fyrra er afgreitt.
Hverjir geta hjálpað?
Sú sálfræðilega meðferð sem er rauði
þráðurinn í þessari grein kallast hug-
ræn atferlismeðferð (cognitive be-
havior therapy). Þeir sem kunna til
verka við slíka meðferð hafa yfirleitt
sálfræði, geðlækningar eða fé-
lagsráðgjöf sem grunnmenntun með
sérmenntun í hugrænni atferlis-
meðferð. Aðrar starfsstéttir eins og
hjúkrunarfræðingar hafa þó á síðari
árum haslað sér völl á þessu sviði. Í
Svíþjóð er þjálfun í hugrænni atferl-
ismeðferð skipt upp í þrjú stig sem
hvert um sig tekur tvö ár í námi. Þeir
sem lært hafa fyrsta stigið hafa rétt-
indi til að stunda meðferðina undir
handleiðslu. Þeir sem lært hafa annað
stigið mega vinna án handleiðslu.
Þeir sem bæta við sig þriðja stiginu
hafa rétt til að handleiða þá sem tekið
hafa stig eitt og tvö.
Höfundur er dósent í sálfræði
við Karolinska-háskólann í
Stokkhólmi.