Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Obsha kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Íslands Eskihlíð 2 - 4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. S: 551 3360, netf: dalros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016 Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Farið verður á Snæfellsnes þriðjudaginn 29. júní lagt af stað frá Bólstað- arhlíð 43 kl. 8. Ekið vestur á Snæfellsnes og fyrir Jökul, kvöldverð- ur á Hótel Eldborg. Skráning og greiðsla í síma 535 2760 fyrir þriðjudaginn 22. júní. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Far- þegar í Vestfjarðaferð, fundur með fararstjóra á morgun mánudag kl. 17 í Ásgarði Glæsibæ. Gjábakki, Fannborg 8. Tekið verður á móti lokagreiðslu ferða Sundhópsins og Fé- lagsstarfsins til Fær- eyja þriðjudag 15 og miðvikudag 16. júní frá kl. 10–12 í Gjábakka, sími 554 3400. Gerðuberg félagsstarf, Kvennahlaup ÍSÍ fyrir þáttakendur í fé- lagsstarfinu laugardag- inn 19. júní, lagt af stað kl. 14. skráning og af- hending á bolum hafin. s. 575 7720. Ferðanefnd FEBK, Kópavogi. Örfá sæti laus í 2ja daga ferð á Snæfellsnes og til Flat- eyjar þann 22. og 23. júní. Næsta ferð verður 3ja daga ferð til Vest- mannaeyja sem farin verður 20. - 22 júlí. Skráningarlistar eru í félagsmiðstöðvunum Gjábakka s. 554 3400 og Gullsmára s. 564 52607/ 5261 eða hjá ferða- nefnd, Bogi Þórir s. 554 0233 eða Þráinn s. 554 0999. Ferðaklúbbur eldri borgara, vegna forfalla eru laus sæti í Norð- austurlandsferðina 21. júní. Upplýsingar í s. 892 3011, Hannes. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opn- ir fundir kl. 21 á þriðju- dögum í Héðinshúsinu og á fimmtudögum í KFUM&K, Austur- stræti. Brúðubílar Brúðubíllinn verður á morgun kl. 10 við Rauðalæk. Brúðubíllinn á gæslu- leikvöllum Kópavogs verður á Hjallavelli á morgun kl. 14. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga,Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380 Jónína Högnadóttir, Esso-verslunin, Ísa- firði, s. 456 3990 Jóhann Kárason, Engjavegi 8, Ísafirði, s. 456 3538 Kristín Karvelsdóttir, Miðstræti 14, Bolung- arvík, s. 456 7358 Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, Norðurlandi: Blómabúðin Bæj- arblómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643 Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253 Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700 Hafdís Krist- jánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260 Blómabúðin Ilex, Hafn- arbraut 7, Dalvík, s. 466 1212 Bókabúð Jón- asar, Hafnarstræti 108, Akureyri, 462 2685 Bókabúðin Möppudýr- ið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368 Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91-93, Ak- ureyri, s. 461 5050 Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800 Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsa- vík, s. 464 1565 Bóka- verslun Þórarins Stef- ánssonar, Garðarsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jónsson, Reykja- heiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópasker, s. 465 2144 Rannveigar H. Ólafs- dóttur, Hólavegi 3, 650. Laugum, s. 464 3181 Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, Austfjörðum: Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyðis- firði, s. 472 1173 Blóma- bær, Miðvangi, Egils- stöðum, s. 471 2230 Nesbær ehf, Egilsbraut 5, 740 Neskaupstaður, s. 477 1115 Gréta Frið- riksdóttir, Brekkugötu 13, Reyðarfirði, s. 474 1177 Aðalheiður Ingimundardóttir, Bleiksárhlíð 57, Eski- firði, s. 476 1223 María Óskarsdóttir, Hlíð- argötu 26, Fáskrúðs- firði, s. 475 1273 Sigríð- ur Magnúsdóttir, Heiðmörk 11, Stöðv- arfjörður, s. 475 8854. Í dag er sunnudagur 13. júní, 166. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður? Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og þér eruð það musteri. (I.Kor. 2, 16.–18.)     Í stuttri grein hér í Morg-unblaðinu í fyrradag, segir Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands, í til- efni athugasemda í Stak- steinum: „Engu máli skiptir hversu lengi umræður standa á Alþingi og hversu „rækilegar“ þær eru ef á skortir um öflun upplýsinga og annan und- irbúning.“ Fyrr í greininni segir prófessorinn fyrrverandi: „Allir þeir, sem kvaddir voru til umsagnar um frumvarpið og ég hef haft spurnir af, kvörtuðu yfir ónógum tíma til að athuga málið – sjálfur fékk ég tæplega tvo daga til að gefa umsögn …“     Nú gerir Sigurður Lín-dal ekki lengur mikið úr því að „mikill asi“ hafi einkennt afgreiðslu Al- þingis á fjölmiðlalögunum enda getur hann ekki staðið á þeirri staðhæf- ingu í ljósi þess hversu miklar umræður urðu um málið í þinginu. Er það vel, að hinn mæti og sögufróði prófessor hefur fallið frá þessum athugasemdum.     Nú kvartar hann hinsvegar undan skorti á upplýsingum og að hann sjálfur hafi ekki fengið nema tvo daga til að und- irbúa umsögn sína til Al- þingis. Alþjóð veit, að Sig- urður Líndal hefur aldrei þurft langan tíma til að undirbúa umsögn um ein- stök mál. Ef miðað er við fyrirferð hans í fjöl- miðlum að undanförnu sýnist hann geta veitt um- sögn á staðnum, hvenær sem eftir er leitað og þarf engum að koma á óvart, því að fróðari menn um lagaleg málefni fyrirfinn- ast varla í landinu, þótt menn geti greint á við pró- fessorinn um einstakar lagaskýringar.     Aðalatriði málsins er þó,að mikil upplýs- ingaöflun fór fram áður en fjölmiðlafrumvarpið var lagt fyrir Alþingi, m.a. á vegum nefndar mennta- málaráðherra undir for- ystu starfsbróður Sig- urðar, Davíðs Þórs Björgvinssonar, og hins vegar í meðferð þingsins á málinu, ekki sízt í þeim nefndum, sem um það fjölluðu. Talsmenn allra flokka hafa lýst ánægju með störf nefndar Davíðs Þórs og þær upplýsingar, sem þar var að finna. Það er því fráleit staðhæfing hjá Sigurði Líndal að þingmenn hafi skort upp- lýsingar.     Sigurður Líndal hefurað sjálfsögðu frelsi til að gerast pólitískur álits- gjafi. En það dregur óneit- anlega úr gildi lögfræði- legrar álitsgjafar hans, þegar hann ruglar þessu tvennu svo rækilega sam- an, sem raun ber vitni. STAKSTEINAR Upplýsingar og umræður Sigurður Líndal Víkverji skrifar... Víkverji ekur á milli Mosfellsbæjarog Reykjavíkur flesta daga árs- ins og stundum oft á dag. Á fáum vegum er meiri umferð en á þessari leið. Eigi að síður er hending ef vart verður við lögreglu á þessum um- ferðarþunga vegakafla þar sem því miður er talsvert um hrað- og hrein- lega glannaakstur. Á dögunum var bíl ekið hægra megin fram úr Vík- verja, þ.e. vegöxlin var var notuð til framúraksturs. Tekið skal fram að Víkverji var ekki stopp á veginum heldur á um 90 km hraða þegar bíl var skyndilega ekið framúr hægra megin. Eins og nærri má geta var Víkverja nokkuð brugðið. Þetta er því miður ekki eina dæmið um akst- urslag sem þrífst á Vesturlandsveg- inum í skjóli þess að þar sést alltof sjaldan til lögreglu. Oft hefur Vík- verji orðið vitni að því að bílstjórar aki fram úr á bílum á kaflanum fyrir ofan Hulduhóla. Þar er fram- úrakstur algjörlega óheimill, hvort heldur að menn eru að fara í átt til Reykjavíkur eða Mosfellsbæjar. x x x Vart er til of mikils mælst þótt lög-reglan sé oftar á ferðinni á þess- um vegkafla á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem er svo fjölfarinn sem raun ber vitni. Í versta falli væri hægt minna á löggæslumyndavél- arnar, eins svo vinsælt er að gera víða við þjóðveginn, hvað svo sem sú áminning á fyrirstilla. Víst er að yrðu menn oftar varir við ferðir lög- reglu yrðu þeir varari um sig, því auk dæmanna sem að ofan voru nefnd er alltaf talsvert um var- hugaverðan framúrakstur á álags- tímum, einkum á sumrin þegar bjart er í veðri og ökumenn viljugri að „slá í klára sína“. x x x Blessuð Símaskráin kom út á dög-unum. Víkverji gleðst yfir því að hún skuli nú vera komin í eitt bindi eftir að hafa verið í tveimur bindum undanfarin ár, Víkverja til tals- verðrar armæðu. Símaskráin er sannkallað þarfaþing þótt vissulega sé hún minna notuð nú en áður eftir að Víkverji fékk ADSL-tengingu og símaskráin á Netinu varð aðgengi- legri. Nú er hægt að velja um mis- munandi myndir á kápu skrárinnar, sem er nýbreytni. Víkverji veit um að minnsta kosti einn heiðursmann sem gleðst yfir þessari nýjung. Sá þarf væntanlega ekki að grípa til þess örþrifaráðs nú sem hann greip til fyrir nokkrum árum þegar honum þótti mynd á kápu Símaskrárinnar einstaklega ljót. Tók maðurinn sig þá til, prentaði fallega landslags- mynd úr tölvu sinni og límdi yfir „ljótu“ myndina. Þá fyrst gat hann hugsað sér að hafa Símaskrána fyrir augunum og slegið upp númerum í henni. Morgunblaðið/Kristinn Lögreglan mætti vera oftar á ferð- inni á Vesturlandsvegi. Tekur undir með Mörtu ELDRI borgari hafði sam- band við Velvakanda og sagðist taka heilshugar und- ir það sem fram kom hjá Mörtu Ólafsdóttur, í pistli hennar um ritstjóra Morg- unblaðsins, í Velvakanda 10. júní sl. Ættarmót á Laugarbakka BRÚARLANDSÆTTIN, þ.e. afkomendur Jóns Jó- hanns Bjarnasonar, fæddur 28. nóvember 1861 í Höfða- hólum á Skagaströnd, og konu hans Ólínu Sigurðar- dóttur, fædd 17. júní 1871 að Þingeyrum, halda ættarmót að Laugarbakka í Húna- vatnssýslu dagana 18. til 20. júní. Vonast undirbúnings- nefndin til að sem flestir sjái sér fært og komi til að end- urnýja gömul kynni og tengja ný. Tapað/fundið Taupoki tapaðist RÖNDÓTTUR taupoki týndist við Miklubrautina 7. júní sl. Hann er í öllum regnbogans litum. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 848 5361. Adidas-skór töpuðust NÝLEGIR Adidas-skór, svartir með hvítum röndum, voru í ógáti skildir eftir við styttu Einars Ben á Klambratúni (Miklatúni) 10. júní sl. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 867 4944. Myndavél tapaðist CANON digital Ixus II tap- aðist sl. þriðjudagskvöld á tímabilinu frá kl. 19.30– 21.00 á veitingastaðnum Kaffi Sólon eða á leiðinni þaðan og að Stangarholti. Góð fundarlaun í boði. Upp- lýsingar í síma 551 7064. Hjól tapaðist JAMIS Durango Sport FX 17" fjallahjól tapaðist 11. júní sl. í Lyngbrekku í Kópavogi. Hjólið er svart og grátt að lit með diskabrems- um. Hjólið er hálfs mánaðar gamalt. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 564 5964 eða 693 6285. Fundarlaun í boði. Dýrahald Ljúf læða fæst gefins LJÚFUR, svartur kettling- ur fæst gefins á gott heimili. Um er að ræða kassavana og mannelska læðu. Upplýs- ingar í síma 551 9761 eða 694 1974. Kettlingur fannst GULBRÖNDÓTTUR og hvítur kettlingur fannst í vesturbæ Kópavogs fimmtudaginn 3. júní sl. Upplýsingar í síma 588 3057 eða 693 4134. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 vind, 4 höfðu upp á, 7 bætir við, 8 húð, 9 ílát, 11 topp, 13 at, 14 fiskinn, 15 lítill, 17 óþétt, 20 brodd, 22 gufa, 23 tryllt- ur, 24 kaggi, 25 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 digurt, 2 óveður, 3 lofa, 4 kák, 5 synja, 6 alda, 10 tími, 12 skepna, 13 her- bergi, 15 rófu, 16 greinin, 18 á jakka, 19 hreinar, 20 heiðursmerki, 21 slæpast. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bókabúðin, 8 skein, 9 dílar, 10 aki, 11 rekur, 12 nemur, 15 stegg, 18 salli, 21 ögn, 22 tíðum, 23 öngul, 24 einlægnin. Lóðrétt: 2 ómerk, 3 asnar, 4 úldin, 5 illum, 6 ósár, 7 hrár, 12 ugg, 14 efa, 15 súta, 16 eyðni, 17 gömul, 18 snögg, 19 lægri, 20 illt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.