Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 53

Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 53 DAGBÓK Ágúst Örn Sverrisson sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 2. júlí nk. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700. goddi.is, Auðbrekku 19, Kópavogi, sími 544 5550. Garð- og sumarbústaðaeigendur Finnsk sérhönnuð bjálkageymsluhús Geymsluvandamálið er leyst fyrir sláttuvélina, hjólbörurnar, garðáhöldin o.fl. með þessum snyrtilegu húsum, svo og fyrir næturgesti. Stærðir 3,80 fm og 6,65 fm - Grenibjálkar 28mm. Blómaskreytingarnámskeið 21.-25. júní • 5 daga námskeið, ca 40 klst. Kennt verður: Blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar, krossar og margt fleira úr ræktuðu og náttúruefni. Skráning í síma 555 3932 Sæunn og 897 1876 Uffe Uffe Balslev, blómaskreytir, Hvassahrauni. ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 13. júní, er níræður Hálfdán Sveinsson frá Sauðárkróki, fyrrverandi verslunar- maður (Hálfdán í Segli). Þeir sem vilja samgleðjast honum eru velkomnir í Lionssalinn Lund, Auð- brekku 25, Kópavogi, milli kl. 15:30–18:30. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 13. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Þórdís Jónsdóttir og Andrés G. Jónasson, Brekkugötu 22, Þingeyri. STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert áræðin/n og æv- intýragjörn/gjarn og lætur ekkert halda aftur af þér. Þú hefur yfirleitt mjög gott innsæi. Þú þarft á aukinni einveru að halda á þessu ári því þú þarft að læra eitthvað mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum í dag og það gerir þér erfitt um vik við að skoða málin á hlutlausan hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að láta það eftir þér að kaupa þér eitthvað fallegt í dag. Fjármálin og fjáröfl- unarhugmyndir þínar líta vel út. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Afstaða stjarnanna er þér mjög hagstæð og því ættirðu endilega að gera alvöru úr fyrirætlunum þínum, hverjar svo sem þær kunna að vera. Notaðu tækifærið til að bæta samband þitt við vin þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Orð eru til alls fyrst og þú ert fær um að gera hugmyndir þínar að veruleika þessa dag- ana. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert sérlega félagslynd/ur þessa dagana og munt því njóta þess að vera með öðru fólki í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hikaðu ekki við að koma hug- myndum þínum á framfæri við yfirmenn þína og aðra áhrifamikla einstaklinga í dag. Þú átt auðvelt með að telja fólk á þitt band. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú leggur mikið upp úr um- hverfi þínu og munt njóta þess að fara á listasöfn og sýningar í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að ferðast og víkka sjóndeild- arhring þinn. Þú ættir að bregða þér í hlutverk ferða- mannsins og gera eitthvað nýtt og spennandi í þínu nán- asta umhverfi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samvinna við aðra getur auð- veldað þér að láta drauma þína rætast. Ræddu hug- myndir þínar við aðra og at- hugaðu hvað gerist. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hjálpsemi þín í garð vinnu- félaganna mun fyrr en varir koma þér vel í starfi. Mundu að við uppskerum eins og við sáum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert upptekin/n af fjöl- skyldu- og ástarmálunum. Treystu innsæi þínu. Þú ert á réttri leið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samskiptin innan fjölskyld- unnar eru í góðum farvegi. Jákvæðni þín og hlýja smita út frá sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Bd6 5. Bd3 Re7 6. O-O Rbc6 7. c3 Bg4 8. Bg5 Dd7 9. Rbd2 f6 10. Bh4 Rg6 11. Bg3 Rf4 12. Bxf4 Bxf4 13. h3 Be6 14. He1 O-O-O 15. Rb3 Bd6 16. Bb5 Hde8 17. Rc5 Bxc5 18. dxc5 a6 19. Bxc6 Dxc6 20. Rd4 Dd7 Staðan kom upp í undanrásum rúss- neska meistaramóts- ins fram fór í Péturs- borg fyrir stuttu. Dmitry Andreikin (2418) hafði hvítt gegn Evgeny Gleiz- erov (2592). 21. c6! bxc6 21...Dd6 hefði ekki gengi upp vegna 22. Rxe6 Hxe6 23. Dg4 Hhe8 24. Hxe6 Dxe6 25. He1! og hvítur vinnur. 22. De2! Þessi tvöfalda hótun gerir út um skákina. 22...Dd6 23. Rxe6 Kd7 24. Dg4 Hxe6 25. Hxe6 og svartur gafst upp enda hrókur fyrir borð eftir 25... Dxe6 26. Dxg7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SNATI OG ÓLI Heyrðu snöggvast, Snati minn, snjalli vinur kæri, heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? Lof mér nú að leika að lútúnshálsgjörð þinni. Ég skal seinna jafna það með jólaköku minni. Jæja þá, í þetta sinn þér er heimil ólin. En hvenær koma, kæri minn, kakan þín og jólin? Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT DOBL á þremur gröndum hefur iðulega þann tilgang að benda á tiltekið útspil. En þegar sá sem doblar á sjálfur út, hangir eitthvað allt annað á spýtunni. Bjarni H. Einarsson lenti í slíkri stöðu á landsliðsæfingu. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠63 ♥ÁD7 ♦K8 ♣DG9765 Vestur Austur ♠10974 ♠DG2 ♥42 ♥G1096 ♦ÁDG104 ♦765 ♣Á8 ♣432 Suður ♠ÁK85 ♥K853 ♦932 ♣K10 Bjarni var með spil suð- urs og vakti á Standard-tígli á þrjá hunda. Síðan lá leiðin upp í þrjú grönd. Í norður var Þröstur Ingimarsson, en AV þeir Guðmundur Baldursson og Hermann Friðriksson: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Þröstur Hermann Bjarni -- -- -- 1 tígull * Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass 4 lauf Pass Pass Pass Í Standard-kerfinu lofar opnun á tígli minnst fjórlit nema í þessu einu tilviki – þegar skiptingin er ná- kvæmlega 4-4-3-2. Þegar Guðmundur doblaði þrjú grönd sá Bjarni fyrir sér að hann ætti þéttan tígul, eða hálfþéttan tígullit og laufás til hliðar. Og tók út í fjögur lauf á tvíspilið í þeirri von að Þröstur ætti langan lauflit. Allt gekk þetta eftir og Guðmundur mátti sjá eftir doblinu, en gat þó þakkað fyrir að Þröstur lyfti ekki í fimm lauf, sem standa eins og stafur á bók. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÉG HEF veitt því athygli, að ýmsir virðast rugla sam- an merkingu orðanna land og þjóð. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á eftirfar- andi orðalag í Mbl.: „Hvort Ísland eða aðrar þjóðir (Leturbr. hér.) fylgja slík- um flokkunarkerfum ná- kvæmlega skiptir ekki meginmáli.“ Þar sem verið var að tala um Ísland, hefði verið eðlilegra mál og rétt- ara að segja sem svo: Hvort Ísland eða önnur lönd fylgja slíkum flokkun- arkerfum o.s.frv. Nú er það hins vegar svo, að sú þjóð, sem byggir landið Ísland, nefnist Íslendingar. Þegar þetta er haft í huga, er ekki rökrétt að tala í sömu andrá um landið og þjóð- ina, sem það byggir. Ann- aðhvort tölum við um Ís- land og önnur lönd eða þá Íslendinga og aðrar þjóðir. Ég held menn geti fallizt á þessa skýringu, þegar grannt er skoðað. En hvað segja orðabækur? Lítum fyrst á no. þjóð. Í OM (1983) og eins nokkurn veg- inn samhljóða í OE (2002) er skýring orðsins m.a. á þessa leið: „stór hópur fólks sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu … og býr oftast á samfelldu landsvæði við gagnkvæm viðskipta- tengsl.“ Nú er landsvæði okkar Ísland, og þess vegna er þjóðin, sem þar býr, nefnd Íslendingar. Margir kannast áreiðan- lega við þessar ljóðlínur frá sr. Matthíasi Jochumssyni: „Eitt er landið, ein vor þjóð / auðnan sama beggja.“ Í OH eru mörg dæmi bæði um land og þjóð, en að sjálfsögðu ekki samasem- merki á milli. Í OM er 3. merking no. land, sem hér á við, þessi: „ríki (ríkis- hluti)“ og nokkur dæmi sýnd um notkun þess: höf- uðborg landsins, „hér á landi, þ.e. á Íslandi, ráða löndum ríkja, stjórna“ o.s.frv. Þessi dæmi koma einnig orðrétt fram í OE. Sjálfsagt er að halda þessu aðgreindu í ræðu eða riti. – J.A.J. ORÐABÓKIN Land – þjóð           ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKTIN miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj- anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar- hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól- arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.