Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝR samningur Leikfélags Reykjavíkur (LR) og Reykjavíkurborgar var undirritaður í gær en hann mun gilda til ársloka 2012. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns LR, felur nýi samningurinn í sér tvo meginþætti. Annars vegar verður framlag Reykjavíkur- borgar til reksturs Borgarleikhússins aukið og nemur árlega rúmum 240 milljónum króna á árunum 2005–2012. Til viðbótar er bók- færður árlega 150 milljóna húsaleigustyrkur til LR. Hins vegar eru dregnar skýrar línur um samstarf borgarinnar og LR sem felur m.a. í sér að Reykjavíkurborg tekur að sér stærri hlut af daglegu viðhaldi leikhússins, m.a. með því að greiða laun umsjónarmanns hússins. Jafnframt hefur verið komið á fót hús- stjórn en hlutverk hennar er að hafa eftirlit með rekstri húseignarinnar, sjá til þess að nýting hússins verði sem best og greiða leið samstarfs LR og annars menningarlífs í borginni. Inga Jóna segir að undirbúningur samn- ingsins hafi staðið í marga mánuði og því sé mikil ánægja með að hann sé loks í höfn. Hún bendir jafnframt á að samningurinn undirstriki að það samstarfsform sem Reykjavíkurborg og LR hafa haft er farsælt og gott. Eftir sem áður verður rekstur leik- félagsins á ábyrgð stjórnar þess. Morgunblaðið/Jim Smart Það fór vel á með Ingu Jónu Þórðardóttur, formanni Leikfélags Reykjavíkur, og Þórólfi Árnasyni borgarstjóra þegar þau undirrituðu samninginn. Rúmar 240 milljónir árlega í rekstur Borgarleikhússins til ársins 2012 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær lyfjafyrirtækin GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. til að bera óskipta bótaábyrgð á tjóni tæplega fimmtugrar konu vegna af- leiðinga af inntöku lyfja. Óumdeilt er að hún fékk svokölluð Steven-Johnson heil- kenni í kjölfar inntöku lyfsins Lamictal sem hafði alvarlegar afleiðingar á heilsu hennar, að því er fram kemur í dómi hér- aðsdóms. Konan krafðist 31,9 milljóna króna í bæt- ur fyrir tjón sitt með vöxtum frá október árið 2000. GlaxoSmithKline og Líf kröfðust hins vegar sýknu af öllum kröfum kon- unnar og hún yrði dæmd til að greiða þeim málskostnað. Að ósk deilenda var tekin sú ákvörðun að skipta sakarefninu þannig að í þeim þætti málsins sem til lykta var leiddur í gær yrði aðeins til úrlausnar hvort fyrirtækin væru skaðabótaskyld gagnvart konunni. Verður leyst úr skaðabótakröfunni síðar. Fyrirtækin voru dæmd til að greiða hvort um sig 500 þúsund krónur í máls- kostnað sem rennur í ríkissjóð. Gjafsókn- arkostnaður konunnar, 1,5 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Málið dæmdi Greta Baldursdóttir hér- aðsdómari. Lögmaður konunnar var Stefán Geir Þórisson hrl. Lögmaður Glaxo- SmithKline ehf. var Margrét Einarsdóttir hdl. og lögmaður Lífs Aðalsteinn Jónasson hrl. Bera bóta- ábyrgð á heilsutjóni ÚTSKRIFTARÁRGANGUR Menntaskólans í Reykjavík frá 1944 kom saman síðastliðið þriðjudagskvöld til að fagna 60 ára útskriftarafmæli sínu. Hóp- urinn útskrifaðist 17. júní 1944 og hafa stúdentarnir allar götur síð- an þá verið kallaðir lýðveldisstúd- entarnir. „Vilja sumir kalla okkur síð- ustu konunglegu stúdentana“ Haraldur Sveinsson, stjórn- arformaður Árvakurs og einn af- mælisstúdentanna, segir að því hafi stundum verið haldið fram að lýðveldisstúdentar sé ekki rétt- nefni hópsins þar sem útskriftin fór fram klukkan níu um morg- uninn en landið varð ekki að lýð- veldi fyrr en síðdegis. „Þess vegna vilja sumir kalla okkur síð- ustu konunglegu stúdentana. Við höfum nú samt kallað okkur lýð- veldisstúdentana,“ segir Har- aldur. Hittast að minnsta kosti á fimm ára fresti Þegar ljósmyndara Morg- unblaðsins bar að garði var hóp- urinn á heimili Ernu Finnsdóttur ekkju Geirs Hallgrímssonar, fyrr- verandi forsætisráðherra, en þau hjónin voru samstúdentar. Frá Ernu hélt hópurinn yfir á Hótel Nordica þar sem þau snæddu saman kvöldverð. Haraldur segir hópinn nokkuð samheldinn og hittast a.m.k. á fimm ára fresti. Í hópnum voru upprunalega 68 stúdentar og eru 45 þeirra enn á lífi og mættu langflestir þeirra á þriðjudagskvöldið. Menntaskólaár lýðveldisstúd- entanna voru ekki tíðindalaus. Þegar þau komu í skólann að morgni 10. maí 1940 meinuðu breskir hermenn þeim inngöngu. Kennslan var fyrst um sinn færð yfir í Alþingishúsið og svo á efstu hæð Háskóla Íslands. Fögnuðu lýðveldis- stofnuninni á Þingvöllum Nemendur fengu að snúa aftur í skólann um haustið 1942 og fór útskriftin fram á sal skólans á lýðveldisdaginn. Haraldur segir að eftir að athöfninni lauk hafi hópurinn farið með rútu á Þing- völl og fagnað lýðveldisstofn- uninni með öðrum landsmönnum. Lýðveldisstúdentar fagna 60 ára stúdentsafmæli Morgunblaðið/Eggert Glatt var á hjalla þegar lýðveldisstúdentarnir komu saman til að fagna 60 ára stúdentsafmæli sínu á þriðjudagskvöldið en af 68 stúdentum eru 45 á lífi. ÓLAFUR Ragnar Grímsson fengi 89,4% atkvæða, væri kosið nú til emb- ættis forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup og er þá miðað við svör þeirra þátttakenda í könnuninni, sem afstöðu tóku til frambjóðendanna. Baldur Ágústsson mælist með 9,8% fylgi þeirra sem afstöðu taka og Ást- þór Magnússon 0,8%. Í símakönnun IMG Gallup, sem fram fór dagana 2. til 15. júní voru spurningar lagðar fyrir 1.230 manna úrtak af landinu öllu og var svarhlut- fall 65%. Sjötíu og eitt prósent þeirra sem svöruðu sögðust styðja Ólaf Ragnar, 7,9% sögðust styðja Baldur og 0,6% sögðust styðja Ástþór, en 20% sögðust ekki myndu styðja neinn frambjóðendanna. Um 86% aðspurðra sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa, en 11% sögðu það ólíklegt að þeir myndu kjósa. 3% sögðu hvorki né. Ólafur Ragnar mælist með 89,4% fylgi Gallup-könnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.