Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sediflux-ráðstefna á Sauðárkróki Áhrif veður- farsbreytinga Nítjándi júní næst-komandi hefsttveggja daga ráð- stefna á Sauðárkróki sem nefnist SEDIFLUX (Sedi- mentary Source-to-Sink- Flux in Cold Environ- ments) sem mætti þýða á íslensku sem setflutninga á norðlægum slóðum og háfjöllum. Þar munu koma saman um 40 jarðvísinda- menn frá 12 löndum og ræða áhrif veðurfars- breytinga á setflutninga á norðlægum slóðum og í háfjöllum Evrópu. SE- DIFLUX-verkefnið er á vegum Evrópsku vísinda- stofnunarinnar (ESF) en í forsvari fyrir verkefnið er dr. Achim Beylich, Upp- sölum, Svíþjóð, en auk hans eru 10 vísindamenn frá átta löndum í stýrihóp þess, en þeir eru dr. Samuel Etienne, Cler- mont-Ferrand, Frakklandi, dr. Bernd Etzelmüller, Ósló, Noregi, dr. Vyacheslav V. Gordeev, Moskvu, Rússlandi, dr. Jukka Käyhkö, Turku, Finnlandi, dr. Volker Rachold, Potsdam, Þýska- landi, dr. Andrew J. Russell, Keele/Newcastle, Englandi, pró- fessor Karl-Heinz Schmidt, Halle/S., Þýskalandi, dr. Þor- steinn Sæmundsson, Sauðár- króki, Íslandi, dr. Fiona S. Tweed, Staffordshire, Englandi og dr. Jeff Warburton, Durham, Englandi. Út á hvað gengur SEDIFLUX verkefnið? „Verkefnið gengur út á að tengja saman jarðvísindamenn sem stunda rannsóknir á norð- lægum slóðum og í háfjöllum Evr- ópu, fara yfir stöðu slíkra rann- sókna í Evrópu, mynda vinnuhópa og í kjölfarið vonandi efla rannsóknir. Það er ljóst að miklar veðurfarsbreytingar eiga sér stað á jörðinni í dag. Slíkar breytingar munu halda áfram að eiga sér stað í framtíðinni. Mik- ilvægt er því að afla aukinnar þekkingar á því hvernig þau set- flutningaferli sem eru virk í dag hegða sér, til þess að sjá fyrir hvernig þau breytast við önnur veðurfarsskilyrði, s.s. breytingar í hitastigi, úrkomu og jafnvel ríkjandi vindáttum.“ Það er þá verið að marka upp- hafspunkt? „SEDIFLUX-verkefnið er í raun upphafspunktur á auknu samstarfi í slíkum rannsóknum. Verkefnið sjálft mun ná yfir þrjú ár frá 2004 til 2006. Á því tímabili munu verða haldnar fjórar ráð- stefnur eins og sú sem við stönd- um fyrir nú á Sauðárkróki. Önnur ráðstefnan verður síðan haldin í Clermont-Ferrand í Frakklandi í janúar 2005, sú þriðja í London haustið 2005 og lokaráðstefnan verður haldin í Þrándheimi haust- ið 2006.“ Hvert er meginmarkmið með ráðstefnunni? „Eitt meginmarkmið með SEDFILUX-verkefn- inu er að koma á lagg- irnar virkum vinnu- hópum sérfræðinga þar sem rædd verður staða þekkingar okkar í dag og gerð drög að því hvernig við getum aflað okkur meiri og markvissari þekkingar. Sem dæmi um slíkt má til dæmis nefna þekkingu okkar er á orsakavöld- um ofanflóða, s.s. snjóflóða eða aurskriðna. Það er að segja hvernig breytingar í veðurfari gætu haft áhrif á virkni þeirra og þar af leiðandi hættu af völdum þeirra. Annað dæmi mætti nefna setflutning fallvatna, s.s. fram- burður jökuláa og áhrif veður- farsbreytinga á slíkan setflutn- ing.“ Þú ræðir um veðurfarsbreyt- ingar. Hvað fela þessar veður- farsbreytingar í sér? „Það er mjög erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir hvernig veðurfarsbreytingarnar verða. Mikið hefur verið rætt um að það muni hlýna á jörðinni, yfirborð sjávar muni hækka með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum, breytingar geta orðið á úrkomudreifingu og þar fram eftir götunum. Ljóst er þó að slíkar breytingar munu hafa mikil áhrif hér á jörðinni og segja má að norðlæg og hálend svæði Evrópu, svo sem Ísland, norðan- verð Skandinavía, Svalbarði, Grænland og Alparnir eru mun viðkvæmari fyrir slíkum breyt- ingum en láglendari og hlýrri svæði.“ Hvaða þýðingu hafa þessar rannsóknir? „Þessar rannsóknir gefa okkur aukinn skilning á því hvað er að gerast á þessum svæðum, hversu mikill setflutningur á sér stað og hvernig slík svæði þróast í kjölfar veðurfarsbreytinga.“ En það verða áhugaverð erindi flutt á ráðstefnunni? „Já, það verða flutt 23 erindi á ráðstefnunni og 16 veggspjöld kynnt. Í tilefni ráðstefnunnar hef- ur þremur vísindamönnum verið sérstaklega boðið, en þeir eru all- ir mjög framarlega á sínu vísinda- sviði. Þeir eru Prófess- or Olav Slaymaker, frá Vancouver í Kanada, prófessor Norikazu Matsuoka, sem er frá Tsukuba í Japan og dr. Philip A. Wookey sem er frá Sterling, Skotlandi.“ Er ráðstefnan fyrir almenning? „Ráðstefnan er öllum opin þó svo að hún höfði fyrst og fremst til vísinda- og fræðimanna. Evr- ópska vísindastofnunin leggur ríka áherslu á að slík verkefni séu vel kynnt fyrir almenningi og honum gefinn kostur á að fylgjast vel með.“ Þorsteinn Sæmundsson  Þorsteinn Sæmundsson er fæddur árið 1963 í Reykjavík. Hann lauk BS-námi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og fjórðaársverkefni við HÍ 1988. Síðan hóf hann doktorsnám í Sví- þjóð árið 1989, lauk Fil. lic.-prófi í ísaldarjarðfræði árið 1992 og Fil.dr -prófi í ísaldarjarðfræði árið 1995. Þorsteinn er for- stöðumaður Náttúrustofu Norð- urlands vestra á Sauðárkróki. Hann er giftur Berglindi Ás- geirsdóttur iðjuþjálfa og eiga þau þrjú börn, Elínu Maríu, Söndru Dögg og Trausta Rafn. Þverfaglegt samstarf vís- indamanna Virðuleiki embættisins var fljótur að fara fyrir bí þegar forsetinn skellti sér í gamla póli- tíska búninginn sinn. ÞRJÁR afbragðs laxveiðiár, Langá á Mýrum, Miðfjarðará og Laxá á Ás- um voru opnaðar seinnipartinn á þriðjudaginn. Líflegt var í Langánni og fengust fimm laxar á eftirmið- dagsvaktinni á opnunardaginn að sögn Ingva Hrafns, leigutaka árinn- ar. Á morgunvaktinni í gær náðist einn lax en veiðimenn ku hafa misst þá allnokkra. Raunar höfðu nemend- ur Fluguveiðiskólans verið við nám í ánni dagana fyrir opnunina og veitt þá níu laxa. Hafa menn bæði fengið smálax og tveggja ára lax. Ingvi Hrafn segist ekki hafa séð jafnmikið af laxi í Langá á þessum tíma síðan hann hafi komið fyrst að ánni fyrir 30 árum. „Menn eru að setja í laxa al- veg upp í Sveðjuhyl sem er hálfa leiðina fram á Langárfjall. Ekki veit ég þess mörg dæmi að lax hafi verið kominn svona langt á þessum tíma.“ Eftir morgunvaktina í gær hafði enn enginn lax náðst í Laxá á Ásum að því er næst verður komist þótt að- stæður væru góðar en í ánni er að- eins veitt á tvær stangir og eingöngu á flugu. Miðfjarðará gaf engan lax á opn- unardeginum en á fyrri vaktinni í gær náðu veiðimenn tveimur löxum á maðk og voru þeir báðir um tíu pund. Fékkst annar laxanna í Hlaup- unum í Austurá en hinn í Vesturánni. Gott veður var í Miðfirði gær og eðli- legt vatn í ánni. Veiðimenn sleppi stórlaxi Landssamband veiðifélaga hefur gefið út veggspjald þar sem veiði- menn eru hvattir til að sleppa stór- laxinum. Veggspjaldið hefur verið sent til allra veiðifélaga, með tilmæl- um um að það verði sett upp hjá fé- lögunum og í veiðihúsum. Óðinn Sigþórsson, formaður sam- bandsins, segir að á veggspjaldinu séu upplýsingar um endurheimtur laxastofna sem og leiðbeiningar um það hvernig eigi að fara að og með- höndla fiskinn þannig að hann skaddist sem allra minnst. Árið 2003 var 15,7% stangaveiddra laxa sleppt og hefur hlutfallið aukist úr 2,3% ár- ið 1996. „Það er full þörf að hlífa þessum fiski í veiði,“ segir Óðinn. „Þannig hjálpa menn við að vernda stór- laxahluta stofnanna. En aftur á móti þarf líka að hafa í huga slysið sem varð á Norðfirði í fyrra, þar sem fjöldi eldislaxa slapp. Sá lax getur synt upp í hvaða á landsins sem er. Ef lax sýnir einhver merki um að vera úr eldi má alls ekki sleppa hon- um aftur.“ Morgunblaðið/Golli Veiðimenn standa við Hlíðarvatn í Selvogi í mekki af rykmýi. Mýið stígur upp af hrauninu eins og reykur. Líflegt í Langánni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.