Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sediflux-ráðstefna á Sauðárkróki Áhrif veður- farsbreytinga Nítjándi júní næst-komandi hefsttveggja daga ráð- stefna á Sauðárkróki sem nefnist SEDIFLUX (Sedi- mentary Source-to-Sink- Flux in Cold Environ- ments) sem mætti þýða á íslensku sem setflutninga á norðlægum slóðum og háfjöllum. Þar munu koma saman um 40 jarðvísinda- menn frá 12 löndum og ræða áhrif veðurfars- breytinga á setflutninga á norðlægum slóðum og í háfjöllum Evrópu. SE- DIFLUX-verkefnið er á vegum Evrópsku vísinda- stofnunarinnar (ESF) en í forsvari fyrir verkefnið er dr. Achim Beylich, Upp- sölum, Svíþjóð, en auk hans eru 10 vísindamenn frá átta löndum í stýrihóp þess, en þeir eru dr. Samuel Etienne, Cler- mont-Ferrand, Frakklandi, dr. Bernd Etzelmüller, Ósló, Noregi, dr. Vyacheslav V. Gordeev, Moskvu, Rússlandi, dr. Jukka Käyhkö, Turku, Finnlandi, dr. Volker Rachold, Potsdam, Þýska- landi, dr. Andrew J. Russell, Keele/Newcastle, Englandi, pró- fessor Karl-Heinz Schmidt, Halle/S., Þýskalandi, dr. Þor- steinn Sæmundsson, Sauðár- króki, Íslandi, dr. Fiona S. Tweed, Staffordshire, Englandi og dr. Jeff Warburton, Durham, Englandi. Út á hvað gengur SEDIFLUX verkefnið? „Verkefnið gengur út á að tengja saman jarðvísindamenn sem stunda rannsóknir á norð- lægum slóðum og í háfjöllum Evr- ópu, fara yfir stöðu slíkra rann- sókna í Evrópu, mynda vinnuhópa og í kjölfarið vonandi efla rannsóknir. Það er ljóst að miklar veðurfarsbreytingar eiga sér stað á jörðinni í dag. Slíkar breytingar munu halda áfram að eiga sér stað í framtíðinni. Mik- ilvægt er því að afla aukinnar þekkingar á því hvernig þau set- flutningaferli sem eru virk í dag hegða sér, til þess að sjá fyrir hvernig þau breytast við önnur veðurfarsskilyrði, s.s. breytingar í hitastigi, úrkomu og jafnvel ríkjandi vindáttum.“ Það er þá verið að marka upp- hafspunkt? „SEDIFLUX-verkefnið er í raun upphafspunktur á auknu samstarfi í slíkum rannsóknum. Verkefnið sjálft mun ná yfir þrjú ár frá 2004 til 2006. Á því tímabili munu verða haldnar fjórar ráð- stefnur eins og sú sem við stönd- um fyrir nú á Sauðárkróki. Önnur ráðstefnan verður síðan haldin í Clermont-Ferrand í Frakklandi í janúar 2005, sú þriðja í London haustið 2005 og lokaráðstefnan verður haldin í Þrándheimi haust- ið 2006.“ Hvert er meginmarkmið með ráðstefnunni? „Eitt meginmarkmið með SEDFILUX-verkefn- inu er að koma á lagg- irnar virkum vinnu- hópum sérfræðinga þar sem rædd verður staða þekkingar okkar í dag og gerð drög að því hvernig við getum aflað okkur meiri og markvissari þekkingar. Sem dæmi um slíkt má til dæmis nefna þekkingu okkar er á orsakavöld- um ofanflóða, s.s. snjóflóða eða aurskriðna. Það er að segja hvernig breytingar í veðurfari gætu haft áhrif á virkni þeirra og þar af leiðandi hættu af völdum þeirra. Annað dæmi mætti nefna setflutning fallvatna, s.s. fram- burður jökuláa og áhrif veður- farsbreytinga á slíkan setflutn- ing.“ Þú ræðir um veðurfarsbreyt- ingar. Hvað fela þessar veður- farsbreytingar í sér? „Það er mjög erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir hvernig veðurfarsbreytingarnar verða. Mikið hefur verið rætt um að það muni hlýna á jörðinni, yfirborð sjávar muni hækka með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum, breytingar geta orðið á úrkomudreifingu og þar fram eftir götunum. Ljóst er þó að slíkar breytingar munu hafa mikil áhrif hér á jörðinni og segja má að norðlæg og hálend svæði Evrópu, svo sem Ísland, norðan- verð Skandinavía, Svalbarði, Grænland og Alparnir eru mun viðkvæmari fyrir slíkum breyt- ingum en láglendari og hlýrri svæði.“ Hvaða þýðingu hafa þessar rannsóknir? „Þessar rannsóknir gefa okkur aukinn skilning á því hvað er að gerast á þessum svæðum, hversu mikill setflutningur á sér stað og hvernig slík svæði þróast í kjölfar veðurfarsbreytinga.“ En það verða áhugaverð erindi flutt á ráðstefnunni? „Já, það verða flutt 23 erindi á ráðstefnunni og 16 veggspjöld kynnt. Í tilefni ráðstefnunnar hef- ur þremur vísindamönnum verið sérstaklega boðið, en þeir eru all- ir mjög framarlega á sínu vísinda- sviði. Þeir eru Prófess- or Olav Slaymaker, frá Vancouver í Kanada, prófessor Norikazu Matsuoka, sem er frá Tsukuba í Japan og dr. Philip A. Wookey sem er frá Sterling, Skotlandi.“ Er ráðstefnan fyrir almenning? „Ráðstefnan er öllum opin þó svo að hún höfði fyrst og fremst til vísinda- og fræðimanna. Evr- ópska vísindastofnunin leggur ríka áherslu á að slík verkefni séu vel kynnt fyrir almenningi og honum gefinn kostur á að fylgjast vel með.“ Þorsteinn Sæmundsson  Þorsteinn Sæmundsson er fæddur árið 1963 í Reykjavík. Hann lauk BS-námi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og fjórðaársverkefni við HÍ 1988. Síðan hóf hann doktorsnám í Sví- þjóð árið 1989, lauk Fil. lic.-prófi í ísaldarjarðfræði árið 1992 og Fil.dr -prófi í ísaldarjarðfræði árið 1995. Þorsteinn er for- stöðumaður Náttúrustofu Norð- urlands vestra á Sauðárkróki. Hann er giftur Berglindi Ás- geirsdóttur iðjuþjálfa og eiga þau þrjú börn, Elínu Maríu, Söndru Dögg og Trausta Rafn. Þverfaglegt samstarf vís- indamanna Virðuleiki embættisins var fljótur að fara fyrir bí þegar forsetinn skellti sér í gamla póli- tíska búninginn sinn. ÞRJÁR afbragðs laxveiðiár, Langá á Mýrum, Miðfjarðará og Laxá á Ás- um voru opnaðar seinnipartinn á þriðjudaginn. Líflegt var í Langánni og fengust fimm laxar á eftirmið- dagsvaktinni á opnunardaginn að sögn Ingva Hrafns, leigutaka árinn- ar. Á morgunvaktinni í gær náðist einn lax en veiðimenn ku hafa misst þá allnokkra. Raunar höfðu nemend- ur Fluguveiðiskólans verið við nám í ánni dagana fyrir opnunina og veitt þá níu laxa. Hafa menn bæði fengið smálax og tveggja ára lax. Ingvi Hrafn segist ekki hafa séð jafnmikið af laxi í Langá á þessum tíma síðan hann hafi komið fyrst að ánni fyrir 30 árum. „Menn eru að setja í laxa al- veg upp í Sveðjuhyl sem er hálfa leiðina fram á Langárfjall. Ekki veit ég þess mörg dæmi að lax hafi verið kominn svona langt á þessum tíma.“ Eftir morgunvaktina í gær hafði enn enginn lax náðst í Laxá á Ásum að því er næst verður komist þótt að- stæður væru góðar en í ánni er að- eins veitt á tvær stangir og eingöngu á flugu. Miðfjarðará gaf engan lax á opn- unardeginum en á fyrri vaktinni í gær náðu veiðimenn tveimur löxum á maðk og voru þeir báðir um tíu pund. Fékkst annar laxanna í Hlaup- unum í Austurá en hinn í Vesturánni. Gott veður var í Miðfirði gær og eðli- legt vatn í ánni. Veiðimenn sleppi stórlaxi Landssamband veiðifélaga hefur gefið út veggspjald þar sem veiði- menn eru hvattir til að sleppa stór- laxinum. Veggspjaldið hefur verið sent til allra veiðifélaga, með tilmæl- um um að það verði sett upp hjá fé- lögunum og í veiðihúsum. Óðinn Sigþórsson, formaður sam- bandsins, segir að á veggspjaldinu séu upplýsingar um endurheimtur laxastofna sem og leiðbeiningar um það hvernig eigi að fara að og með- höndla fiskinn þannig að hann skaddist sem allra minnst. Árið 2003 var 15,7% stangaveiddra laxa sleppt og hefur hlutfallið aukist úr 2,3% ár- ið 1996. „Það er full þörf að hlífa þessum fiski í veiði,“ segir Óðinn. „Þannig hjálpa menn við að vernda stór- laxahluta stofnanna. En aftur á móti þarf líka að hafa í huga slysið sem varð á Norðfirði í fyrra, þar sem fjöldi eldislaxa slapp. Sá lax getur synt upp í hvaða á landsins sem er. Ef lax sýnir einhver merki um að vera úr eldi má alls ekki sleppa hon- um aftur.“ Morgunblaðið/Golli Veiðimenn standa við Hlíðarvatn í Selvogi í mekki af rykmýi. Mýið stígur upp af hrauninu eins og reykur. Líflegt í Langánni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.