Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNINGIN ,,Jóhann Jónsson –
sögubrot úr ævi skálds“ verður opn-
uð í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag. Jó-
hann Jónsson fæddist árið 1896 á
Staðastað en fluttist ungur til Ólafs-
víkur og var þar uppalinn. Á sýning-
unni er brugðið upp mynd af skáld-
inu, lífi hans, verkum,
samferðamönnum og tíðaranda. Sýn-
ingin samanstendur af textaspjöldum
og ljósmyndum sem gefa innsýn í
gamla tímann og ævi Jóhanns sem
hófst í Ólafsvík en lauk í Leipzig í
Þýskalandi. Einnig eru á sýningunni
ljósmyndir frá Ólafsvík sem nýlega
hafa komið í leitirnar og voru teknar í
kringum 1940. Á þeim myndum sést
hluti þess þorps sem Halldór Lax-
ness heimsótti á útmánuðum árið
1936, þegar hann kom að skoða ,,vík-
ina þar sem skáldið hans hafði átt
heima,“ og hitta móður hans, Stein-
unni Kristjánsdóttur, sem þá var enn
á lífi. Halldór sagði að Jóhann hefði
verið óvenjulegum gáfum gæddur
,,fagur eins og Byron, skáld eins og
Byron, haltur eins og Byron“.
Höfundur sýningarinnar er Elín
Una Jónsdóttir, íslenskufræðingur
og safnavörður í Snæfellsbæ.
Sýningin er opin til 31. ágúst alla
daga kl. 9–18.
Jóhanns Jónssonar
minnst í Pakkhúsinu
Halldór Laxness og Jóhann Jóns-
son. Myndin er tekin í Leipzig 1922.
Fimmtudagur
Kl. 8 Fánar dregnir að húni og
fánahylling.
Kl. 10 Kaplakriki Frjálsíþrótta-
mót. Kattspyrna yngri flokka á
Víðistaðatúni.
Kl. 13.45 Hellisgerði Helgistund.
Skrúðganga frá Hellisgerði að Víði-
staðatúni þar sem fram fer fjöl-
skylduskemmtun
Kl. 14–1 Víkingahátíð Víkinga-
veisla, varðeldur og dansleikur.
Kl. 17 Íþróttahúsið Strandgötu
Haukar-FH.
Kl. 20 Miðbærinn Kvöldskemmtun.
Kl. 21 Félagsheimili eldri borgara
Gömlu dansarnir.
Föstudagur
Kl. 19 Gamla bókasafnið Metal-
tónleikar þar sem fram koma
hljómsveitirnar Changer, Fighting
Shit, Dys, I Adapt og Munnriður.
Kl. 14–20 Fjörukráin Víkingahá-
tíð. Varðeldur frá kl. 21. Dans-
leikur kl. 23.
Kl. 21 Hafnarborg Djasstónleikar
með frumsaminni tónlist Eyjólfs
Þorleifssonar. M.a. koma fram þau
Tómas R. Einarsson á kontra-
bassa, Ómar Guðjónsson á gítar og
Hildur Guðný Þórhallsdóttir söng-
kona.
Bjartir dagar
LEIKRITIÐ INEZ P. sem frum-
sýnt verður í vikunni á vegum
Theatergruppen í Kaupmannahöfn,
er einleikur þar sem leitast er við
að kalla fram tilfinningar áhorfenda
með því að beina athyglinni að írón-
ísku mótsvari ástarinnar.
Meðal leikaranna sem koma að
verkinu er Íslendingurinn Gunnar
Gunnsteinsson, leikari og leikstjóri,
sem hefur verið búsettur í Kaup-
mannahöfn síðastliðið ár og numið
dramatúrgíu og dramapedagógík
við Kaupmannahafnarháskóla.
Með verkinu leitast leikhópurinn
við að má út skilin milli Norður-
landanna. En verkið þykir súrreal-
ískt og gerist í kunnuglegu sjúkra-
húsumhverfi sem skapar rammann
utan um sögu sem byggist á geð-
sýki og segir í fréttatilkynningu frá
leikhópnum að höfundurinn,
Christina Fjordbank, hafi með Inez
P. skrifað enn einn einþáttunginn
sem veki upp spurningar fremur en
að veita svör.
Gunnar Gunnsteinsson í INEZ P.
Skil milli Norður-
landanna máð út
HEIMSPEKIDEILD Háskóla Ís-
lands og Fróðskaparsetur Føroya
halda tveggja daga ráðstefnu um
helgina sem varðar Færeyjar og Ís-
land. Fyrri daginn hefst ráðstefnan
kl. 10 á laugardagsmorgni í Norræna
húsinu. Seinni hlutinn verður hald-
inn í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands,
og hefst kl. 10 á sunnudagsmorgni.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við
Norræna húsið.
Þetta er fimmta ráðstefnan sem
heimspekideild og Fróðskaparsetur
heldur í samræmi við samning þeirra
um rannsóknasamvinnu sem gerður
var árið 1990. Á ráðstefnunni verða
fluttir fimmtán fyrirlestrar um ýmis
efni sem varða Færeyjar og Ísland. Í
sex þeirra verður fjallað um niður-
stöður fjögurra rannsóknarverkefna
sem færeyskir og íslenskir fræði-
menn hafa unnið að sameiginlega.
Fyrirlestrar verða fluttir á færeysku
og íslensku og verður textum þeirra
varpað á tjald jafnharðan og þeir eru
fluttir. Ekki þarf að skrá sig til þátt-
töku í ráðstefnunni, sem er öllum
heimil, aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar um ráðstefn-
una eru á vefslóðinni www.hug-
vis.hi.is/fraendafundur.
Færeysk málvísindi
Í framhaldi af Frændafundi 5
verður haldin ráðstefna um færeysk
málvísindi mánudaginn 21. júní með
þátttöku málfræðinga frá ýmsum
löndum, m.a. Færeyjum og Íslandi.
Hún verður haldin í Lögbergi, stofu
102, og hefst klukkan 9.
Nánari upplýsingar um hana eru á
sömu vefslóð.
Ráðstefna
um Færeyjar
og Ísland
♦♦♦