Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN ,,Jóhann Jónsson – sögubrot úr ævi skálds“ verður opn- uð í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag. Jó- hann Jónsson fæddist árið 1896 á Staðastað en fluttist ungur til Ólafs- víkur og var þar uppalinn. Á sýning- unni er brugðið upp mynd af skáld- inu, lífi hans, verkum, samferðamönnum og tíðaranda. Sýn- ingin samanstendur af textaspjöldum og ljósmyndum sem gefa innsýn í gamla tímann og ævi Jóhanns sem hófst í Ólafsvík en lauk í Leipzig í Þýskalandi. Einnig eru á sýningunni ljósmyndir frá Ólafsvík sem nýlega hafa komið í leitirnar og voru teknar í kringum 1940. Á þeim myndum sést hluti þess þorps sem Halldór Lax- ness heimsótti á útmánuðum árið 1936, þegar hann kom að skoða ,,vík- ina þar sem skáldið hans hafði átt heima,“ og hitta móður hans, Stein- unni Kristjánsdóttur, sem þá var enn á lífi. Halldór sagði að Jóhann hefði verið óvenjulegum gáfum gæddur ,,fagur eins og Byron, skáld eins og Byron, haltur eins og Byron“. Höfundur sýningarinnar er Elín Una Jónsdóttir, íslenskufræðingur og safnavörður í Snæfellsbæ. Sýningin er opin til 31. ágúst alla daga kl. 9–18. Jóhanns Jónssonar minnst í Pakkhúsinu Halldór Laxness og Jóhann Jóns- son. Myndin er tekin í Leipzig 1922. Fimmtudagur Kl. 8 Fánar dregnir að húni og fánahylling. Kl. 10 Kaplakriki Frjálsíþrótta- mót. Kattspyrna yngri flokka á Víðistaðatúni. Kl. 13.45 Hellisgerði Helgistund. Skrúðganga frá Hellisgerði að Víði- staðatúni þar sem fram fer fjöl- skylduskemmtun Kl. 14–1 Víkingahátíð Víkinga- veisla, varðeldur og dansleikur. Kl. 17 Íþróttahúsið Strandgötu Haukar-FH. Kl. 20 Miðbærinn Kvöldskemmtun. Kl. 21 Félagsheimili eldri borgara Gömlu dansarnir. Föstudagur Kl. 19 Gamla bókasafnið Metal- tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Changer, Fighting Shit, Dys, I Adapt og Munnriður. Kl. 14–20 Fjörukráin Víkingahá- tíð. Varðeldur frá kl. 21. Dans- leikur kl. 23. Kl. 21 Hafnarborg Djasstónleikar með frumsaminni tónlist Eyjólfs Þorleifssonar. M.a. koma fram þau Tómas R. Einarsson á kontra- bassa, Ómar Guðjónsson á gítar og Hildur Guðný Þórhallsdóttir söng- kona. Bjartir dagar LEIKRITIÐ INEZ P. sem frum- sýnt verður í vikunni á vegum Theatergruppen í Kaupmannahöfn, er einleikur þar sem leitast er við að kalla fram tilfinningar áhorfenda með því að beina athyglinni að írón- ísku mótsvari ástarinnar. Meðal leikaranna sem koma að verkinu er Íslendingurinn Gunnar Gunnsteinsson, leikari og leikstjóri, sem hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn síðastliðið ár og numið dramatúrgíu og dramapedagógík við Kaupmannahafnarháskóla. Með verkinu leitast leikhópurinn við að má út skilin milli Norður- landanna. En verkið þykir súrreal- ískt og gerist í kunnuglegu sjúkra- húsumhverfi sem skapar rammann utan um sögu sem byggist á geð- sýki og segir í fréttatilkynningu frá leikhópnum að höfundurinn, Christina Fjordbank, hafi með Inez P. skrifað enn einn einþáttunginn sem veki upp spurningar fremur en að veita svör. Gunnar Gunnsteinsson í INEZ P. Skil milli Norður- landanna máð út HEIMSPEKIDEILD Háskóla Ís- lands og Fróðskaparsetur Føroya halda tveggja daga ráðstefnu um helgina sem varðar Færeyjar og Ís- land. Fyrri daginn hefst ráðstefnan kl. 10 á laugardagsmorgni í Norræna húsinu. Seinni hlutinn verður hald- inn í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 10 á sunnudagsmorgni. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Norræna húsið. Þetta er fimmta ráðstefnan sem heimspekideild og Fróðskaparsetur heldur í samræmi við samning þeirra um rannsóknasamvinnu sem gerður var árið 1990. Á ráðstefnunni verða fluttir fimmtán fyrirlestrar um ýmis efni sem varða Færeyjar og Ísland. Í sex þeirra verður fjallað um niður- stöður fjögurra rannsóknarverkefna sem færeyskir og íslenskir fræði- menn hafa unnið að sameiginlega. Fyrirlestrar verða fluttir á færeysku og íslensku og verður textum þeirra varpað á tjald jafnharðan og þeir eru fluttir. Ekki þarf að skrá sig til þátt- töku í ráðstefnunni, sem er öllum heimil, aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um ráðstefn- una eru á vefslóðinni www.hug- vis.hi.is/fraendafundur. Færeysk málvísindi Í framhaldi af Frændafundi 5 verður haldin ráðstefna um færeysk málvísindi mánudaginn 21. júní með þátttöku málfræðinga frá ýmsum löndum, m.a. Færeyjum og Íslandi. Hún verður haldin í Lögbergi, stofu 102, og hefst klukkan 9. Nánari upplýsingar um hana eru á sömu vefslóð. Ráðstefna um Færeyjar og Ísland ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.