Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÍU ár eru nú liðin frá því að séra Örn Friðriksson gerðist sálnahirðir Mývetninga og settist að á Skútustöðum. Þar átti hann fjöru- tíu og þriggja ára farsælan starfs- feril, og ekki einasta sem vel látinn prestur, heldur einnig mikilvirkur kórstjóri, píanóleikari og söngva- skáld. Þannig var hann „Jón prím- us“ mývetnsks sönglífs og tókst það mætavel. Örn var alinn upp á menn- ingar- og tónlistarheimili foreldra sinna þeirra séra Friðriks A. Frið- rikssonar og Gertrud, en Friðrik orti og Gertrud lék á pianó. Tilsögn á píanó hlaut Örn hjá móður sinni og varð píanóið honum lífæð þeirra söngva sem streymt hafa þrálátt frá hans brjósti síðan. Séra Örn hefur samið mikinn fjölda söngva og fæst- ir þeirra verið fluttir opinberlega. Það var bæði tímabært og vel við hæfi að Margrét Bóasdóttir „prímus mótor“ hinnar veglegu kórastefnu við Mývatn veitti áheyrendum tæki- færi að kynnast broti þessa söngva- sjóðs og að heiðra Örn Friðriksson fyrir sinn þátt í að auðga mývetnskt og um leið íslenskt tónlistarlíf Það er merkilegt fyrirbæri list- ræn sköpunarþörf, sem hjá sumum leitar eins og vatnið undan hrauninu við upptök Suðurár, og rennur fram í þeim farvegi sem viðkomandi manni er búinn. Spyrja má einnig hvað eiga erfðavísar mikið í þessu ferli og hvað er umhverfisins. Hjá Erni hefur fegurð sveitarinnar örugglega mótað farveg listsköpun- arinnar og allavega beindist athygli augans að henni eins og sjá má á málverkum hans frá Mývatni sem prýddu veggi Skjólbrekku þetta tónleikakvöld. Einnig bera heiti pí- anósvítunnar Sveitin mín, sem Alad- ár Racz flutti tvo þætti úr (Sumar við Suðurá og Framengjar) því órækt vitni að aðdáun á heimahög- unum er kveikja verksins. Söngvar Arnar eru yfirleitt á ljúfu nótunum og bera angurvært nor- rænt yfirbragð. Hér verður ekki fjallað um hvert lag, fremur um heildaráhrif og flutningsmáta. Flest laganna voru flutt af þingeyskum kórum. Segja má að þar hafi Karla- kórinn Hreimur undir stjórn Ro- berts Faulkner verið í nokkrum sér- flokki. Sá kór er þegar landsþekktur fyrir góðan söng og reynsla á tón- leikapalli umtalsverð. Eitt þekkt- asta lag séra Arnar, Sumarnótt á Fróni, var grípandi í flutningi Hreims með bassaeinsöng Ásgeirs Böðvarssonar. Mörg kórlaganna liðu fyrir að hafa ekki verið færð í veglegri búning, í útsetningum þar sem laglína flyttist meira á milli radda og fylgiraddir fengju meira sjálfstæði. Einnig var dálítið þreyt- andi fyrir eyrað að kórútsetningar væru alltaf leiknar undir á píanó þegar kórar hefðu notið sín betur í a capella söng. Persónulega tel ég að kórstjórar eigi ekki að stjórna kór- um á tónleikum og leika sjálfir undir á píanó, eins og Valmar gerði, kór- inn þarf á handleiðslu stjórnandans að halda, sem og undirleikarinn. Einsöngvarar skiluðu prýðisvel sínu hlutverki. Hildur Tryggvadótt- ir er skínandi söngkona og á tví- mælalaust erindi við söngelska víða, hún var aðeins hikandi í fyrsta lag- inu, Aftur vor, en náði flugi í Ó, sól- skin glaða sólskin. Kristján Hall- dórsson hefur eðlisgóða rödd og flutti sín lög með góðri framsögn og túlkun. Hann er tvímælalaust á góðri leið í einsöngsnámi. Aðal- steinn Júlíusson fer einkar vel með ljóð og lög, er með allvel þjálfaða lýríska tenórrödd. Svava K. Ingólfsdóttir og Ás- mundur Kristjánsson komust ágæt- lega frá einsöng sínum með kirkju- kórum Reykjahlíðar- og Skútustaðakirkju. Svava frumflutti með kórnum lagið Eyðibýlið, sem Örn samdi við ljóð sonar síns, Frið- riks Dags. Aladár Racz í fyrrgreind- um þáttum píanósvítunnar var mjög kröftugur og litríkur, ég er þó sann- færður um að stytting þátta hefði gert verkið áhrifameira. Tónleikarn- ir í heild voru of langir og áttu í raun að vera með góðu hléi sem ekki var gert. Mikil hátíðarstemming ríkti og ánægjulegt að finna hve heiðurs- gesturinn og tónskáldið var þakklátt og djúpt snortið af þessari verð- skulduðu vegsemd. Að þessu loknu fóru svo viðstaddir út í aðra sálma og skiptu sér í fjórar raddir og sungu kröftuglega fjárlögin fram að miðnætti undir stjórn Vogamanns- ins og Langhyltingsins Jóns Stef- ánssonar. Séra Örn heiðraðurTÓNLISTKórastefna við Mývatn Kórar Reykjahlíðar- og Skútustaðakirkju, Kór Húsavíkurkirkju og Karlakórinn Hreimur. Einsöngvarar: Aðalsteinn Júl- íusson tenór, Hildur Tryggvadóttir sópran og Kristján Halldórsson baritón. Ásgeir Böðvarsson bassi, Ásmundur Krist- jánsson baritón, Baldur Baldvinsson ten- ór og Svava K. Ingólfsdóttir sópran. Pí- anóleikarar: Aladár Rácz, Juliet Faulkner og Valmar Väljaots. Stjórnendur: Robert Faulkner, Valmar Väljaots og Judit György. Flutt voru einsöngslög, söngvar fyrir blandaða kóra og karlakóra, ásamt píanólögum eftir sr. Örn Friðriksson, áður sóknarprest á Skútustöðum. Fimmtu- dagur 10. júní , kl 20.30. KÓRTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson KRISTJÁN Guðmundsson hefur lengi verið í röð okkar fremstu samtímalistamanna. Langt er nú liðið síðan hann hneykslaði þjóðina með því að sýna straubretti dritað út í hænsnaskít, sláturkeppi með bókmenntalegum tilvitnunum, gamlar fatahrúgur og tómar gler- flöskur og listamaðurinn hefur fyr- ir löngu verið tekinn í sátt. List hans hefur oft verið kennd við naumhyggju en á einnig rætur sín- ar í hugmyndalist, með ljóðrænu norrænu ívafi. Eðlisfræði og tíminn hafa meðal annars verið honum innblástur, en fyrst og fremst hef- ur hann velt fyrir sér eiginleikum og möguleikum myndlistarinnar sjálfrar, ósjaldan í bland við bók- menntalegar tilvísanir líkt og sjá mátti á sýningu hans í Gallerí Skugga nýverið þar sem hann sýndi nýja útgáfu á gömlu verki, Punktum. Endurnýting Kristján sýnir einnig nýja útgáfu á eldri verkum í Listasafni Árnes- inga, í bland við nýrri verk. Hér er um að ræða myndröð undir nafninu Hlaði, sem minnir á verkin Drög frá áttunda áratugnum, en það voru ljósmyndir á striga, unnar upp úr skissubókum. Hér vinnur Kristján einnig upp úr skissubók- um en nú er um töluvinnslu að ræða. Nú líkt og þá hleður Krist- ján skissunum hverri ofan á aðra svo útkoman er lítt læsileg. Svart- hvítur flöktandi grunnurinn minnir á vatnslitamynd og þetta eru áferð- arfalleg verk, en bæta litlu við fyrri verkin. það getur verið spenn- andi að sjá skissubækur lista- manna, hvernig verk verða til, þróast, hvað dettur út og hvað bætist við í vinnuferli frá grunni til endanlegs verks, en hér er þó ekki um slíkt að ræða heldur frekar verið að vinna með ákveðna fag- urfræði sem verður til á mörkum leturs og teikningar þegar skiss- urnar koma saman. Fagurfræði af þessum toga er þó orðin nokkuð kunnugleg og á meira skylt við út- litshönnun en innihaldsrík mynd- listarverk. Heimsmyndinni raðað saman Í miðsal Listasafnsins er að finna þrjú verk. Tvö eru landslags- myndir, Himinn og Sjór, sitt hvort úr tveimur púslum úr ryðfríu stáli sem falla saman og í yfirborði þeirra speglast umhverfið. Það má líta á þessi verk sem hugleiðingar um sífellda endursköpun heims- myndar og tilraunir okkar til að láta óreiðu heimsins ganga upp eins og púsl sem passa saman. Þegar ég hugsa um þessi púsl kem- ur ein sögupersóna bókarinnar Líf- ið, notkunarreglur eftir George Perec upp í huga mér, hann Bartlebooth. Bartlebooth var ríkur sérvitringur sem varði lífi sínu á eins tilgangslausan máta og hann framast gat hugsað sér. Tíu árum varði hann í að læra vatnslitamál- un. Í tuttugu ár ferðaðist hann um heiminn og málaði vatnslitamyndir, tvær á mánuði, allar af höfnum. Hann lét síðan sérfræðing búa til púsluspil úr myndunum sem voru fimm hundruð í allt. Næstu tuttugu árum varði hann í að raða púslu- spilunum saman aftur, tveimur á mánuði. Um leið og púslinu var raðað var pappírinn límdur aftur saman og losaður frá tréplötunni sem var púslinu nauðsynleg. Síðan var pappírnum dýft í upplausn sem hreinsaði burt allan lit, svo að end- anleg útkoma var autt blað eins og í upphafi. Það má svo velta fyrir sér tilgangi eða tilgangsleysi verk- efnis sem þessa, en frásögnina má kannski einnig lesa sem kaldhæðna ádeilu á list listarinnar vegna? Auk púslanna sýnir Kristján tví- víða mynd unna í ál og plexigler og nefnist hún Stúdía á D.J. og er þar átt við Donald Judd, naumhyggj- umeistarann ameríska. Kristján er hér ef til vill að leika sér með grunnhugmyndir naumhyggju- stefnunnar sem mörkuðust meðal annars af áherslu á þrívíðar inn- setningar til að aðskilja sig frá tví- víðum fleti málverksins og sögu þess sem byggist að hluta á að skapa blekkingu um þrívídd. Það var þessi blekking sem naumhygg- julistamenn vildu fyrir alla muni forðast og því spurning hvað Krist- ján vill segja með þessari þrívíðu blekkingarmynd af verki eftir Don- ald Judd. Ég veit það ekki. Verkið minnir mig líka á þrívíddargler- augu, hefur eitthvað kómískt yf- irbragð sem ég tengi ekki við Don- ald Judd. Horn í horn Hinir prýðisgóðu salir Listasafns Árnesinga eru síðan fullir af mál- verkum í anda naumhyggju, horn í horn. Málverkin byggir Kristján á hugmyndinni um horn og hlutverk þess sem afmarkandi þáttur, úti- lokandi og innihaldandi. Kristján hefur áður unnið með sömu hug- mynd, horn úr grafít nefndi hann teikningar og lét síðan gera graf- íkmyndir byggðar á sömu hug- mynd, núna eru það málverk. Hér er um einingar að ræða sem lista- maðurinn raðar upp á mismunandi vegu. Það er ekki mikið að gerast í þessum verkum og ekki annað hægt en undrast á því hversu mik- ið þanþol Kristján virðist ætla þeim en mismunandi upphenging málverkanna bætir litlu ef nokkru við hugmyndina. Hér afsannast rækilega orð einhvers naumhyggj- umeistarans, „Minna er meira“. Í heild veldur þessi sýning Krist- jáns vonbrigðum. Myndmál hennar er orðið afar kunnuglegt í dag og vangaveltur þær sem áhorfandinn finnur fyrir hjá listamanninum virðast frekar tengjast liðnum tíma en líðandi stund. Þetta kemur á óvart því listamaðurinn hefur á síð- ustu áratugum unnið fjöldann allan af áhugaverðum og ljóðrænum verkum sem tengja myndlist og ritlist, búa yfir hugleiðingum um eiginleika myndlistar og oftar en ekki felst í þeim skemmtilegur leikur að hugtökum og orðum. Að vissu marki má greina hér leik, sem Kristján talar einnig um í sýn- ingarskrá, en hann takmarkast við framsetningu listamannsins á þekktum stærðum. Áhorfandinn er ekki þátttakandi í þessum leik og það er miður. Ragna Sigurðardóttir Minna er ekki alltaf meira Málverk 50, 2002–2004, akrýl á striga. Himinn, 2003, ryðfrítt stál. Hlaði, 2003, blek og lakk á striga. MYNDLIST Listasafn Árnesinga Til 11. júlí. Listasafn Árnesinga er opið alla daga frá kl. 13.30–17. BLÖNDUÐ TÆKNI, KRISTJÁN GUÐ- MUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.