Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 33

Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 33 FASTEIGNAVERÐ á höf- uðborgarsvæðinu er komið út fyrir öll skynsamleg mörk. Það sýður á mér að heyra fréttir þess efnis að hærra fasteignaverð sé meginvaldur hækk- unar verðbólgu. Allt þjóðfélagið er á leið í uppnám vegna þessa og nú segi ég stopp. Hingað og ekki lengra og nú verður að kafa ofan í orsakirnar. Sjálfur tel ég mig hafa eina aðalskýringuna og hún er tvíþætt. Fyrir það fyrsta er bygg- ingamarkaðurinn lík- ast til sú atvinnugrein sem býr við hvað mest frelsi til athafna. Frelsi sem æði margir misnota á hverjum degi. Ef ríkisvaldinu finnst tilefni til að setja lög á fjöl- miðla þá er svo sannarlega tilefni til að setja lög á byggingariðn- aðinn. Vandinn er þessi: Það geta allir byggt sem eiga hamar og það sem verra er sumir bankar, sem jafnvel kenna sig við frelsi, eru bakhjarlar manna sem eru engan veginn færir um að byggja íbúðarhúsnæði. For- svarsmenn þeirra kunna ekki að reikna út kostnað, siðferði þeirra er langt undir öllum mörkum og hugtakið viðskiptavinur hefur enga meiningu. Afleiðingin er gegnd- arlaus yfirboð í lóðir, umtalsverður fjöldi gjaldþrota þessara sömu manna og fyrirtækja þeirra og það sem verra er, tugir kaup- enda í sárum eftir við- skipti við þá. Enginn nálægt markaðsráðandi stöðu Hvernig stendur á því að u.þ.b. 70–80% af öllum íbúðum á höf- uðborgarsvæðinu eru byggð af fyrirtækjum sem hafa kennitölu sem gefin er út á þessari öld? Flest fyr- irtækin eru stofnuð utan um hverja framkvæmd fyrir sig og fæst lifa það að klára húsin. En það gerir ekkert til, nýtt fyrirtæki er bara stofnað til að klára! Og jú, það er í eigu sömu manna og gátu ekki rek- ið hið fyrra. Nú kann einhver að hugsa: Hvernig stendur á því að stóru fyr- irtækin bjóða ekki hærra í lóðirnar og fái þær í sanngjarnri sam- keppni? Þetta er jú takmörkuð auðlind og útboðsaðferðin ekki verri en hver önnur. Því miður virkar ekki lögmál markaðarins á markaði sem brýtur allar reglur og svíkur bæði fé af almenningi og skilar engum sköttum eða skyldum til hins opinbera. Það er engin leið að keppa á þeim grundvelli nema að leggjast niður á sama plan. Í síðustu viku var útboð á vegum Reykjavíkurborgar í Norð- lingaholti. Lóðagjöld fyrir blokk- aríbúðirnar fór hátt í 3 milljónir króna á íbúð! Er einhver hissa á hækkun fasteignaverðs, er einhver hissa á hækkun verðbólgu, er eng- inn orðinn þreyttur á þessu nema ég? Það verður að stokka uppá nýtt Það er vitlaust gefið í þessu spili. Sveitarfélögin verða að grípa inn í og setjast niður með hags- munaaðilum greinarinnar og laga þessi mál ekki seinna en strax. Að öðrum kosti mun verðbólga halda áfram að vaxa sem þýðir að skuldir heimilanna margfaldast og samn- ingar atvinnulífsins fara í uppnám, og svona get ég lengi talið. Hljóm- ar sem dómsdagspá en ég er bara búinn að fá nóg. Hækkun fast- eignaverðs og verðbólgan Gunnar Jónatansson skrifar um byggingamarkaðinn ’Flest fyrirtækin eru stofnuð utan um hverja framkvæmd fyrir sig og fæst lifa það að klára húsin.‘ Gunnar Jónatansson Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta hsf. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 A› s‡na vináttu kemur af sjálfu sér egar Júlía er annars vegar, heillandi og ægilegur fimm sæta ra›sófi, framleiddur af Natuzzi me› áherslu á ítalska hönnun, gæ›i og handbrag›. Natuzzi, sem er lei›andi á heimsvísu í le›ursófum, gefur ér tækifæri á a› velja sófa, hvíldarstóla og fylgihluti í samræmdri heild. %ú finnur lausnina sem hentar ínum lífsstíl best í Natuzzi versluninni. Júlía ra›sófinn kostar frá 471.800 kr. í le›ri og frá 352.000 kr. í Dreamfibre Júlía fæst í le›ri og í ofurmíkróefninu, Dreamfibre, í þriggja sæta sófa og þriggja sæta sófa með tungu. Heimsending er innifalin á höfu›borgarsvæ›inu www.natuzzi.com Natuzzi verslunin - SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 - Verslunin er einnig opin á sunnudögum 13 til 18. It’s how you live TIL ÞESS AÐ GERA VEL VIÐ AÐRA VERÐUR ÞÚ AÐ GERA VEL VIÐ ÞIG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.