Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 39

Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 39 ✝ Jón SigurðurGuðmundsson, forstjóri og ræðis- maður Íslands í Louisville í Ken- tucky, fæddist á Þingeyrum í Austur Húnavatnssýslu 27. júní 1921. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Guðmund- ar Andréssonar og Jórunnar Loftsdótt- ur. Auk Jóns áttu þau eina dóttur, Ingibjörgu Lovísu, sem lést árið 1991. Jón kvæntist Sesselju Svönu Eggertsdóttur 13. apríl 1946 í Reykjavík. Hún er dóttir Jón fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína árið 1950, og settust þau að í Louisville í Ken- tucky. Hann var einn af stofn- endum og stjórnarformaður Ís- lenska-Ameríska verslunarráðsins í New York, og einnig í stjórn American–Scandinavian Found- ation. Hann stofnaði Þjóðræknis- félag Íslendinga í Bandaríkjun- um. Jón starfaði í harðviðariðnaðin- um í mörg ár en árið 1964 stofn- aði hann sitt eigið harðviðarfyr- irtæki, Norðland Corporation. Einnig starfaði hann sem stjórn- arformaður eða stjórnarmeðlimur í mörgum aðalsamtökum harðvið- ariðnaðarins í Bandaríkjunum og Kanada. Jón var í 20 ár meðlimur skipu- lagsnefndar sýslunnar sem hann bjó í. Jón var sæmdur Fálkaorðunni árið 1996. Útför Jóns var gerð í Louisville í Kentucky 16. júní. hjónanna Eggerts Ólafssonar og Ragn- hildar Gottskálksdótt- ur. Börn Jóns og Sesselju Svönu eru Örn Eggert, Jórunn Hilda og Jón Sigurð- ur. Barnabörnin eru sex og eitt barna- barnabarn. Jón lauk prófi frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1938. Á unglingsárum tók hann mikinn þátt í skátahreyfingunni í Reykjavík. Hann vann hjá Jóni Loftssyni h.f. í Reykjavík og stýrði inn- kaupaskrifstofu fyrirtækisins í New York 1942 til 1946. Okkur systkinin langar að minnast ástkærs frænda, Jóns Sigurðar eða Nonna frænda eins og við ávallt köll- uðum hann. Hann var fæddur á Þing- eyrum í A-Hún. og sleit barnsskónum þar. Um sex ára aldur fluttist hann með móður sinni og yngri systur til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau í návist móðursystkina sinna og gengu í skóla þar. Jón Sigurður tók snemma til hend- inni eins og títt var og vann sem ung- lingur við þau störf sem til féllu. Hann var félagslyndur og var virkur skáti, þar sem hann stofnaði til vin- áttu sem entist honum ævilangt. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands og vann ýmis störf, m.a. hjá móðurbróður sínum Jóni Loftssyni stórkaupmanni. Á styrjaldarárunum var ekki auðvelt um aðföng og fór Jón sem fulltrúi JL hf. til Bandaríkjanna, til að sjá um innkaup. Stóð hann sig vel í því starfi og útvegaði JL hf. vörur og umboð, sem urðu happa- drjúg. Á meðan á dvöl þessari stóð, bauðst honum starf við eitt af þeim fyrirtækjum sem hann hafði átt sam- starf við, ílentist þar og að lokum var hann orðinn í forsvari fyrir eitt af stærstu timburfyrirtækjum Banda- ríkjanna. Fyrir 40 árum stofnaði hann, ásamt fjölskyldu sinni, eigið fyrirtæki sem hann rak af miklum myndar- skap. Síðustu árin hafa börnin hans tekið við rekstrinum og er Örn sonur hans forstjóri í dag. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og er í dag með útibú víðsvegar um Bandaríkin og víðar. Jón var mjög farsæll í starfi og leik, samskipti við Ísland voru ávallt mikil og rækti hann skyldur sínar við ættjörðina. Fyrirtæki hans hefur far- sæl viðskipti við landann og um langa hríð var hann ræðismaður Íslands í Kentucky-fylki, en þar reistu þau hjónin sér glæsilegt heimili sem ávallt var opið vandamönnum sem og Íslendingum sem þangað leituðu til ræðismannsins. Nonni frændi lagði vinnu í fé- lagsstörf tengd Íslandi, sem ræðis- maður hefur hann unnið að því að fá Íslendinga búsetta erlendis í þjóð- skrá. Þá var hann m.a. formaður Am- erican Scandinavian Foundation um tíma og einn af stofnendum Íslenska- ameríska verslunarráðsins í New York og tók þátt í verkefnum vegna samskipta Íslands og Bandaríkjanna. Hann hlaut íslensku fálkaorðuna árið 1996. Nonni frændi rækti skyldur sínar einnig gagnvart því landi sem hann hafði kosið sem ævistað sinn. Hann var meðlimur í ýmsum félagasamtök- um, forseti og stjórnarmaður Amer- ican Hardwood Lumber Association í mörg ár, forseti National Hardwood Export Council og tók þátt í nefndum á vegum Kentucky-fylkis. Nonna var ávallt mjög annt um heimahagana. Árlega komu þau hjón- in í heimsókn til að dvelja um tíma og ferðast um landið, renna fyrir lax í Aðaldal og hitta vini og kunningja. Þegar við systkinin vorum yngri var alltaf ævintýri þegar Nonni frændi kom í heimsókn. Alltaf var bjart og kátt þegar þau komu hjónin og iðu- lega var einhverju spennandi laumað í litla hönd þegar heilsað var. Á okkar heimili var ávallt talað um Nonna frænda með mikilli virðingu og hlýju. Móðir okkar og Nonni voru mjög ná- in og þegar hún veiktist, lagði hann á sig langt ferðalag til að vera hjá henni og styðja hana í veikindum sínum og þótti henni og okkur öllum mjög vænt um það. Dauðinn er óumflýjanlegur en kemur okkur samt á óvart, þó að frændi hafi verið búinn að vera veik- ur í langan tíma, var alltaf vonin að hann myndi ná sér og komast heim aftur. Uppgjöf var ekki til í hans skapgerð, hann var sterkur persónu- leiki og ósérhlífinn, aldrei var kvart- að, en þessa síðustu glímu var ekki hægt að vinna. Elsku Dedda, við sendum þér og fjölskyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, öll gerðuð þið allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta Nonna frænda þessa sjúkralegu og við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og styðja. Við kveðjum frænda okkar, sem verður sárt saknað, með uppáhalds- sálmi systur hans og móður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hin síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jórunn, Jón, Arnhildur, Ingibjörg, Sigríður og fjölskyldur. Jón Sig. Guðmundsson vinur minn andaðist eftir margra mánaða dá- svefn í kjölfar aðgerðar á heila á sjúkrahúsi í Kentucky í Bandaríkjun- um hinn 12. júní s.l., tæpum þremur vikum fyrir 83. afmælisdaginn. Hans hefur þegar verið sárt saknað, ekki bara af sínum nánustu, heldur líka fjölda vina beggja vegna Atlantsála. Vinátta okkar Jóns og Sesselju konu hans á sér 45 ára rætur, en þá, snemma árs 1959, var ég nýkominn til framhaldsnáms í lyflækningum á Louisville General Hospital ásamt eiginkonu minni heitinni, Ragnheiði Aradóttur. Örfáum vikum eftir þang- aðkomu hringdi Dedda, kona Jóns, í okkur og bauð okkur velkomin. Í kjölfarið nutum við fjölda vinafunda með þeim og börnum þeirra, Erni, Hildu og Jóni yngra, alnafna föður síns. Jón var einstakur. Alltaf rólegur og ljúfur, en augnaráðið geislaði af lifandi kæti. Góðlátlegri stríðni hans var auðveldlega tekið, og best þótti honum, ef andmælandi glímdi við hann á sömu nótum. Í stríðninni var aldrei broddur. Ráðagóður var hann og hjálpsamur, hjálp, sem kom án þess að hennar væri leitað. Ævistarf hans var timbur, timbur af öllu tagi, og í þeirri vitneskju hans var hvergi fúi. Upphaf þessa verður rakið til móðurbróður hans, Jóns Loftssonar, iðnrekanda, sem sendi hann í miðju síðustu heimstyrjaldar vestur um haf, alla leið til Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna til að kynna sér allt um timbur, frá skóg- arhöggi í óbyggðum til fullunnins framleiðsluvarnings til allra nota. Eftir nokkurt hlé og umsvif í inn- flutningsmálum til Íslands á stríðs- tímanum í New York fluttist hann með fjölskyldu til Kentucky og aftur í timbrið! Framhaldið var, að Jón fór ótal ferðir til öflunar alls kyns við- artegunda frá öllum heimshornum, jafnt í frumskógum sem fjallatindum. Árið 1964 stofnaði hann eigin fyrir- tæki í timburiðnaði og sölu, North- land Corporation Inc. í Lagrange í nágrenni Louisville, sem til þessa dags hefur vaxið svo fiskur um hrygg að verða með virtustu fyrirtækjum í þessum geira undir stjórn hans og síðar sona þeirra, Arnar og Jóns. Íslendingurinn í Jóni styrktist við fjarlægðina frá Fróni. Hjálpsemi við landa, sem á vegi hans urðu, var sjálf- gefin og því auðsótt að fá hann til ræðismannsstarfa fyrir Ísland sem hann sinnti af alhug. Hjartansmál hans í þeim efnum var að gerð yrði kennitöluskrá um alla Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Síðustu áratugina hafa þau Sess- elja komið hingað til sumardvalar og jafnan haft í för með sér eitt eða fleiri barnabarna sinna til að styrkja í þeim Íslendingseðlið. Laxá í Aðaldal var Jóni unaðsreitur og glíman við ótal laxa tilefni til ómældra ánægju- stunda. Ég kveð hann með söknuði og votta Sesselju, börnum og barna- börnum þeirra innilega samúð okkar Jónínu. Hvíli hann í friði. Sig. Þ. Guðmundsson. Ræðismaður Íslands í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum, Jón Sig- urður Guðmundsson, er fallinn í val- inn, hátt á áttugasta og fjórða aldurs- ári. Kona hans, Sesselja Svana Eggertsdóttir, lifir mann sinn og kveður bónda sinn í dag í Louisville, ásamt stórfjölskyldu þeirra íslenskri, sonunum, Erni Eggerti og Jóni Sig- urði jr. og dótturinni, Jórunni Hildu og börnum þeirra. Við Bryndís vott- um hinum látna ættarhöfðingja virð- ingu okkar og sendum Sesselju og fjölskyldunni allri hlýjar samúðar- kveðjur. Lífshlaup Jóns Sigurðar var ævin- týri líkast. Ungur að aldri hleypti hann heimdraganum og hélt til Bandaríkjanna á stríðsárunum. Mað- urinn frá hinu skóglausa landi vann fyrir sér m.a. við skógarhögg meðal harðjaxla villta vestursins. Árið 1964 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Northland Corp., sem óx og dafnaði í höndum hans og hefur lengi verið eitt umsvifamesta fyrir- tæki sinnar tegundar í Bandaríkjun- um og í heiminum. Fyrirtækið rekur útstöðvar í S-Ameríku, í Kanada, á Filippseyjum og í Austur-Asíu; og í Flórída og New Orleans, fyrir utan aðalstöðvar í Louisville, Kentucky. Elsti sonur þeirra Jóns og Sesselju, Örn Eggert, fyrrum liðsmaður í varnarliðinu á Íslandi, hefur fyrir all- löngu tekið þar við mannaforráðum. Jón Sigurður var í fremstu röð at- hafnamanna í sinni grein í Bandaríkj- unum. Hann var einn sex stofnenda International Hardwood Product Association og forseti þess um skeið. Einnig var hann forseti National Hardwood Distributors Association og framkvæmdastjóri National Hardwood Lumber Association. Jafnframt gaf hann sér tíma til að sitja í stjórn American Scandinavian Foundation, íslensk-ameríska versl- unarráðsins og í stjórn Þjóðræknis- félags Íslendinga í Vesturheimi. Þrátt fyrir útlegðina í Vestuheimi í meira en hálfa öld var Jón Sigurður alla tíð sannur Íslendingur. Hann heimsótti gamla landið á hverju sumri og stundaði m.a. laxveiðar í Laxá í Aðaldal. Öll börn og barna- börn þeirra Sesselju voru send til sumardvalar á Íslandi þegar þau höfðu aldur til. Og íslenskara heimili en burstabærinn þeirra Jóns og Sess- elju í Louisville er vandfundið. Ævintýrið er á enda. En eftir stendur minningin um sannan Ís- lending, sem jók hróður þjóðar sinn- ar á erlendri grundu og gleymdi aldr- ei uppruna sínum. Blessuð sé minning hans. Jón Baldvin Hannibalsson, Helsinki. Jón Sig. Guðmundsson, ræðismað- ur Íslands í Louisville, Ky, og góður kunningi og samstarfsmaður, er lát- inn. Fundum okkar bar fyrst saman í New York 1985, en þangað var ég ný- kominn sem viðskiptafulltrúi. Mér leist strax afar vel á Jón og þóttist viss um að hér færi traustur og góð- viljaður maður. Það var því meira en sjálfsagt og eðlilegt að kalla Jón til þegar rætt var um undirbúning að stofnun Icelandic American Cham- ber of Commerce í New York. Svo mikill áhugamaður var Jón um Ísland og íslensk málefni að hann lagði það á sig sem ekkert væri að fljúga frá Lo- uisville, Ky., til New York til að taka þátt í stofnfundi félagsins sem fram fór í febrúar 1986. Þar komu saman um 50 manns. Þegar við fyrstu stjórnarkosningu var Jón kosinn í stjórn og þar hófst formlegt samstarf okkar, hans sem stjórnarmanns og mín sem framkvæmdastjóra. En þetta samstarf átti eftir að verða enn nánara. Jón var kosinn formaður IACC 1989 og starfaði sem formaður til 1991. Á þessum árum hvatti Jón ásamt öðrum stjórnarmönnum fram- kvæmdastjóra til starfa. Þannig stóð félagið fyrir ráðstefnum í Wash- ington DC 1989 og 1990 auk ráð- stefnu í Reykjavík 1991 í samstarfi við Íslenska verslunarráðið og Amer- ísk-íslenska verslunarráðið sem starfar í Reykjavík. Þá var Jón áhugamaður um tengingu Vestur-Ís- lendinga við gamla landið og þrýsti á um að þeir ættu að geta fengið að stofna bankareikninga og fleira. Má segja að hér hafi Jón verið á undan tímanum en mörg af þessum málum hafa nú verið leyst. Jón sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til þess að allt þetta mætti fara sem best fram, enda duglegur vel og fylginn sér. En efst er mér í huga maðurinn sjálfur. Jón var bæði glað- legur og hlýr og við áttum löng sam- töl um lífið og tilveruna, en Jón hafði frá mörgu að segja. Sem kunnugt er var Jón timbur- kaupmaður og sérhæfði fyrirtæki hans Northland Ltd. sig í harðviði. Við vissum að Jón stjórnaði fyrirtæki sínu vel og væri prýðilega röggsamur en hann naut þar aðstoðar sonar síns o. fl. Það gladdi okkur alveg sérstak- lega þegar það fréttist að það hefði komið í hlut fyrirtækis Jóns að út- vega harðvið í viðgerðir í Hvíta hús- inu í Washington DC. Við hjónin kynntumst konu Jóns, Sesselju S. Eggertsdóttir, sem gjarn- an fylgdi manni sínum á ferðum hans, mikilli ágætiskonu sem okkur þykir vænt um. Við sendum henni og börnum þeirra samúðarkveðjur okkar. Sigríður Pétursdóttir og Úlfur Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Icelandic American Chamber of Commerce í New York. Síðastliðinn sunnudag barst okkur sú frétt að vinur okkar frá æskuárum Jón Sigurður Guðmundsson hefði lát- ist í heimkynnum sínum í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Við það rifjast upp margar endur- minningar allt frá æskuárum, þegar við störfuðum í skátafélaginu Vær- ingjum í Reykjavík. Jón starfaði í þriðju sveit Væringja og var þar ötull liðsmaður eins og hann var alltaf síð- ar hvar sem hann beitti sér. Þeir byggðu m.a. Skátaskálann við Hafra- vatn. Jón ólst upp hjá móður sinni Jórunni Loftsdóttur, á Seltjarnarnesi og Reykjavík. Með góðum stuðningi kennara síns í barnaskóla tók hann próf upp í Verslunarskóla Íslands og lauk það- an prófi 1938. Nú tók starfið við og á stríðsárun- um starfaði Jón sem umboðsmaður móðurbróður síns Jóns Loftssonar í Ameríku. Eftir stutta dvöl á Íslandi flutti hann til Ameríku og stofnaði eigið fyrirtæki „Northland“, sem hann af miklum dugnaði efldi svo, að það varð eitt stærsta fyrirtæki með sjö verksmiðjur, sem unnu úr viði, harðviði. Jón ferðaðist víða um heim, því hann var þannig maður, að aðeins það besta var nógu gott. Árið 1946 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Sesselju Eggertsdóttur, sem starfað hefur með honum í fyr- irtækinu af bestu getu. Þau eignuð- ust þrjú börn: Örn, Hildi og Jón yngri. Allt mannvænlegt fólk sem hefur vegnað vel og eignast fjölskyld- ur í nánd við heimabyggð í Louisville. Fjölskyldum þessum hefur farnast vel og búið að íslenskum arfi foreldr- anna, en þeim var mjög annt um sam- bandið við Ísland, keyptu sér íbúð í Grafarvogi þar sem þau komu hvert sumar með hluta ættingjanna, því þeim var það mikils virði að halda sambandinu við Ísland. Engan mann þekkti ég, sem var meiri Íslendingur og hugsaði meir um hag landsins og hvers Íslendings, sem á vegi hans varð. Jón var lengi konsúll Íslands í Mið- ríkjum Bandaríkjanna. Það voru margir Íslendingar, sem lentu í vand- ræðum, sem leituðu til Jóns, oft með fjárhagsleg vandamál, sem hann leysti með eigin fé, en hann sagði mér að nánast alltaf hefði það skilað sér innan fárra ára. Málstaður Íslands var mikið kappsmál Jóns, að hann yrði sem bestur og beitti hann sér á ýmsan hátt fyrir því að halda á lofti framlagi Íslendinga til aukinnar menningar. Þessu vildi hann að við hér heima héldum betur á lofti. Nú er góður vinur horfinn á braut, „farinn heim“ eins og við skátar segj- um. Hann skilur eftir sig stórt og mikilvægt lífsstarf og nú eigum við vinir hans hugljúfar minningar um góðan mann, sem við geymum í hjört- um okkar. Við hjónin eigum minningar um ótal hamingjuríkar samverustundir bæði hér á landi, í Frostafold, svo og í Lousville og Florida. Ekki á það síst við um spil við bridsborðið, en við höfðum öll gaman af því. Það var gaman að fylgjast með glampanum í augum Jóns eftir vel heppnað spil. Það er dýrmætt að eiga góðar minn- ingar um góðan vin, það vermir hug- ann. Mest hafa þó misst Sesselja, börn- in og aðrir ættingjar. Það eru mikil tímamót í þeirra lífi eftir langa sam- veru. Við biðjum þeim öllum bless- unar í sorg þeirra og sárum missi. Soffía og Páll Gíslason. JÓN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.