Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 50

Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ AÐ gefnu tilefni er nú mjög rætt um vald forseta og sýnist sitt hverjum og oft vitnað til fyrrverandi prófess- oranna Ólafs Jóhannessonar og Sig- urðar Líndal í umræðunni. Ólafur Jóhannesson skrifaði bók- ina „Lög og réttur, þættir um ís- lenska réttarskipan ásamt formála- safni“. Ég á þessa bók, 3. útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1975, en þá útgáfu önnuðust lagaprófessorarnir Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal (sem upphaflega tók verkið að sér, fékk hina til liðs við sig og ritar formála) og Stefán Már Stefánsson. Bókin skiptist í sjö þætti og fjallar sá fyrsti þeirra um stjórnskipan og stjórnsýslu. Í A lið 3. greinar þess þáttar er fjallað um embætti forseta. V. töluliður greinarinnar er um „hin helstu störf forseta“ og er þar vitnað í þær greinar stjórnarskrárinnar, sem Ólafur telur við eiga. Að lokinni þessari upptalningu, m.a. um að vísa lögum til þjóðaratkvæðis skv. 26. gr., segir svo orðrétt: „Engar stjórnarathafnir forseta öðlast gildi, nema einhver ráðherra riti undir þær með honum. Sam- kvæmt stjórnskipunarháttum og venjum hér eru það því í reyndinni ráðherrar, sem ráða stjórnarfram- kvæmdum þessum og framkvæma vald það, sem forseta er fengið í stjórnarskránni.“ Í B liður 3. greinar fjallar um ráð- herra. Þar segir: „Svo sem áður er sagt, er forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Nú er það hins vegar eitt af grund- vallareinkennum hins þingbundna stjórnskipulags, að á bak við allar stjórnarframkvæmdir standi ein- hverjir menn, sem á þeim bera ábyrgð. Í stjórnarskránni segir því, að ráðherrar beri ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum öllum. […] Því er svo fyrir mælt í stjskr. [sic], að for- seti láti ráðherra framkvæma vald sitt og engin stjórnarathöfn fái gildi fyrr en ráðherra hefur með undirrit- að hana og þar með tekið á sig ábyrgð á henni. Í reyndinni eru það því ráðherrar, sem fara með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins og ráða mestu um stjórnarframkvæmdir og stjórnarstefnu.“ Ég segi nú bara eins og haft var eftir Sigurði Líndal á dögunum: Get- ur þetta verið skýrara? Ef þetta er ekki skýrt, þá er ég ekki læs. Nú er ég ekki löglærður og hef ekki fylgst með breytingum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni undanfarið. Tel þó nokkuð víst, að ekki hafi hing- að til verið hróflað við því, sem að forseta og starfi hans lýtur. Því spyr ég: Mun ráðherra með- undirrita þá stjórnarathöfn forseta að vísa lögum um fjölmiðla til þjóð- aratkvæðis þannig að hún öðlist stjórnskipulegt gildi? Eða er skiln- ingur Ólafs Jóhannessonar út í hött og getur forsetinn gert þetta upp á sitt eindæmi? Ég leyfi mér að ætla, að Sigurður Líndal hafi á sínum tíma gert skilning Ólafs að sínum, en sam- kvæmt því, sem hann segir í formála, endurskoðaði hann eimitt þennan þátt 3. útgáfu bókarinnar, sem Ólaf- ur samdi að eigin sögn „með það fyr- ir augum, að hún geti veitt fróðleiks- fúsum lesendum fræðslu um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipun- ar“. Þeim sem vilja kynna sér þetta frá fyrstu hendi er bent á bók Ólafs, bls. 21–22 í tilvitnaðri útgáfu, og formála SL. VIGFÚS MAGNÚSSON, Stigahlíð 42, 105 Reykjavík. Um vald forseta Frá Vigfúsi Magnússyni: MESTA böl þjóðanna og þá ekki síst Íslands, landsins okkar góða eins og Jónas Hallgrímsson orðaði það, er án vafa áfengisbölið. Við erum í hverri viku að heyra og sjá árangur þess í hinu daglega lífi. Þetta fer ekki framhjá neinum. Þau skörð sem það heggur í líf bæði einstaklinga og fjöl- skyldna, er oft óbætanlegt. Þetta eru staðreyndir sem tala skýru máli. Þess vegna hlýtur það að vera skylda hvers hugsandi manns að stemma stigu við neyslu þess alveg eins og frekast er auðið. Þarna hefir alþingi okkar mestu áhrifin bæði til ills og góðs. Ég hefi margsinnis bent á það og blákaldur veruleikinn hefir sann- að það svo vel að öll tilslökun á reglum um meðferð þessa eiturs eykur bölið og það svo að margar þjóðir eru alvarlega hugsandi um að herða reglur um sölu og meðferð áfengis. Við vitum það að því nær sem það kemur manninum, því meira selst af áfenginu og eins hafa auglýsingar og ummæli fólks mikið að segja í útbreiðslu þess. Þetta veit áfengisauðvaldið og er ötult við að brjóta niður alla þá varnarmúra sem hafa verið settir til að verja æskulýð landsins og alltaf er verið að koma því lengra inn í óþroskaða unglinga. Í stað þess að verja einstaklinginn fyrir þessari vá, hafa alþingismenn látið sig hafa það að veita þessu böli frekar framgang en viðnám, m.a. með því að leyfa það selt í öllum veit- ingastöðum á landinu, og þeir sem þá reka ötulir við að beina því til fólks- ins og er sama hvort fólkið er veikt fyrir því eða ekki. Og alltaf er lengra haldið inn á vegi spillingarinnar án þess að spyrja þá sem hafa mest rannsakað og varað við þessu böli. Og nú á að færa aldur þeirra sem eiga að verða þessu böli að bráð nið- ur í 18 ár og að þessu stendur hið háa alþingi eða stjórnendur þess. Og eins dettur sömu aðilum í hug að flytja frv. um að leyfa sölu þess í öllum matvöruverslunum í landinu. Vitandi vits um að það stóreykur bölið sem af því stafar. Ég hélt og hefi alltaf hald- ið að alþingi ætti að stuðla að ham- ingju landsmanna en ekki auka böl og það versta böl sem heilbrigðir menn berjast á móti. Er þetta ekki augljóst? Sjá ekki alþingismenn þetta? Vonandi. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Mesta böl þjóðanna Frá Árna Helgasyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Grettir Smáfólk Smáfólk DAMAN MÍN STÓÐ UPP OG SAGÐIST ÞURFA AÐ NOTA SNYRTINGUNA... OG KOM EKKI AFTUR! AFSAKAÐU MIG JÓN... KANNSKI LÆSTIST HÚN INNI Á KVENNAKLÓSETINU... ...Á MEÐAN ÉG FER INN Í SKÁP AÐ HLÆGJA AF ÞER GEÐHJÁLP 10kr. ÞANNIG AÐ ÉG KEYPTI NÝTT TEPPI... ÉG VILTI BARA GERA RÉTT.. HMM... ÉG VEIT EKKI ALVEG HVERNIG ÉG Á AÐ SEGJA ÞÉR ÞETTA KALLI... Í GEGNUM TÍÐINA HEFUR ALDREI NEINN VALDIÐ EINS MIKLUM SKAÐA OG ÞEIR SEM HÉLDU AÐ ÞEIR VÆRU AÐ GERA RÉTT 10kr. TAKK! Æ! VIÐ VERÐUM AÐ LÆRA METRA- KERFIÐ FRIKKI ÞEGAR VIÐ VERÐUM ORÐIN FULLORÐIN ÞÁ VERÐUR METRAKERFIÐ ÖRUGGLEGA OPINBERT... EIN TOMMA ER 2,54 CM EITT FET ER 0,3048 M EIN MÍLA ER 1,609 KM... ÉG ÆTLA ALDREI AÐ MÆLA NEITT ÞAÐ SEM EFTIR ER ÆVINNAR! Svínið mitt © DARGAUD EN HVAÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ FÁ ÞIG AFTUR! ÉG ER LÍKA ÁNÆGÐ EKKI MEIRI VANDAMÁL MEÐ PÖSSUN FYRIR ÖDDU GROIN! ÉG KOM MEÐ SMÁ GJÖF HANDA YKKUR ÞETTA ER TIL ÞÍN HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA ER BAKOTAGRÍMA. HÚN GÆTIR HINNA DAUÐU. ÞÚ SETUR HANA Á GRÖFINA ÞEGAR ÞÚ DEYRÐ TAKK FYRIR HANDA ÞÉR KOM ÉG MEÐ ÞETTA FALLEGA HÁLSMEN ÞETTA ER MJÖG FALLEGT ELSA FYRIR YKKUR KOM ÉG MEÐ SANZA OG N’GOMA TIL SKEMMTUNAR VÁ! EN SKEMMTILEGT! LA LALA LAAAA!! Í KVÖLD ÆTLA ÉG AÐ MATREIÐA HANDA YKKUR RÉTT FRÁ HEIMALANDI MÍNU HVAÐ BORÐUM VIÐ? MAMBÚMMÚS! GRILLAÐIR MAURAR Í FORRÉTT. SVO KEMUR KRÓKÓDÍLAKJÖT Í ÓNEFNDRI SÓSU MÚNGÚKBLI ER AUÐVITAÐ MEÐ EF ÞAÐ ER MÚNGÚKBLI ÞÁ HLÝTUR ÞAÐ AÐ VERA GOTT DRÍFUM OKKUR INN Í ELDHÚS! ER VIRKILEGA SVONA GOTT AÐ VERA BÚIN AÐ FÁ ELSU AFTUR? ÉG BARA SPYR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.