Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 51 LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKTIN miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. ÞJÓNUSTA KRABBAMEINSFÉLAG Íslands efndi í mars og apríl í annað sinn til söfnunarátaksins „Hækkaðu upp í næsta hundrað – til styrktar Krabbameinsfélaginu“. Áhersla var lögð á aukna þjónustu við sjúklinga. Alls tóku 38 verslanir þátt í þessu átaki, Debenhams, Topshop, Útilíf og Lyfja og samstarfsaðilar. Um 14 þúsund manns lögðu Krabbameinsfélaginu lið í átakinu og voru framlögin í heild 773 þúsund krónur. Stór hluti framlaga kom frá viðskiptavinum verslana Lyfju, þar af hlutfallslega mest frá Lyfju í Lág- múla í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að fé- lagið meti mikils þennan stuðning. 14 þúsund manns lögðu Krabbameinsfélaginu lið HARPA Sjöfn hf. hefur afhent 19 aðilum málningarstyrk fyrir árið 2004, að verðmæti tvær milljónir króna. Með styrkjunum vilja forráða- menn Hörpu Sjafnar leggja menn- ingar- og þjóðrifamálum lið á áþreif- anlegan hátt, stuðla að verndum mannvirkja sem hafa menningar- sögulegt gildi, auk þess að styðja við góðgerðarsamtök og íþrótta- og ungmennafélög víða um land, segir í fréttatilkynningu. Til þess að koma til móts við þá umsækjendur sem ekki hlutu styrk hefur Harpa Sjöfn ákveðið að þeir njóti sérstakra vildarkjara hjá fyr- irtækinu. Eftirtaldir aðilar hljóta málning- arstyrk Hörpu Sjafnar hf. árið 2004, Nonnahús, Akureyri, Leikfélagið Hugleikur, Gamla íbúðarhúsið að Laxamýri, Staðarkirkja, Hrútafirði, Hjálparsveit skáta, Hveragerði, Laugavegur 2, Þórbergssetur að Hala í Suðursveit, Hvammeyri við Tálknafjörð, Bergsstaðakirkja, Grettisgata 27, Íþróttafélag fatl- aðra, Reykjavík, Patreksfjarðar- kirkja, Skíðaskólinn í Kerlingarfjöll- um, Ferðafélag Akureyrar vegna skála í Drekagili, Miðdalskirkja í Laugardal, Ungmennafélagið Reyn- ir, Vík, vegna Félagsheimilisins Eyrarlands, Vinaminni, Mjóstræti 3, Slysavarnafélagið Landsbjörg vegna viðhalds neyðarskýla og Skútustaðakirkja, Mývatnssveit. Tvær milljónir í málningarstyrki EJS styrkir UNICEF EJS gaf nýlega Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna allan tölvubúnað í skrifstofu sína að Skaftahlíð 24 í Reykjavík, en árlega velur EJS eitt gott málefni og veitir því rausn- arlegan styrk. „Styrkurinn er mikilvægur fyrir þær sakir að nú renna þeir pen- ingar sem landsnefnd UNICEF afli hér á landi beint til þeirra sem á þurfa að halda, það er til barna um allan heim, en ekki í tölvur og ann- an slíkan búnað,“ segir í frétta- tilkynningu frá UNICEF en mark- mið samtakanna er fjáröflun fyrir þróunaraðstoð við börn. Guðbrandur Örn Arnarson, markaðsstjóri EJS, og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, við afhendinguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.