Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 55 Puma Torceira Fullorðinsstærðir 5.490 kr. Barnastærðir 4.990 kr. Útilíf - Glæsibæ, Smáralind og Kringlunni Maraþon - Kringlunni Sportver - Akureyri Boltamaðurinn - Laugavegi 42 Sportbúð Grafarvogs Axel Ó - Vestmannaeyjum Sportbær - Selfossi Tákn - Húsavík K-sport - Keflavík ALBERT Sævarsson, markvörður Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leikinn. „Þetta var fínasti leik- ur en það vantaði mörkin. Mér fannst bæði lið hrædd við að fá á sig mark og þau gættu sín í vörninni en það vantaði bara eitt mark í leikinn, þá hefði hann opnast,“ sagði mark- vörðurinn sem þurfti ekki að taka á fyrr en á lokasprettinum. Grindvík- ingar eru í 7. sæti og Albert er sallarólegur. „Það er engin pressa á okkur, ég finn ekki fyrir því og við ætlum bara að hafa gaman af þessu, ekki síst þegar við förum að taka á. Ég er hvergi smeykur við að þetta komi ekki hjá okkur, við eig- um eflaust eftir að vinna marga sigra og tapa jafnvel líka en þetta fer nú bara upp á við hjá okkur.“ Fyrirliði og markvörður KR, Kristján Finnbogason, tók í sama streng. „Þetta var hörkuleikur en enginn glans yfir honum, menn börðust og ég held að eitt stig fyrir hvort lið hafi verið sanngjarnt. Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn og fá þrjú stig en náðum ekki að skora undan golunni í fyrri hálfleik og fórum varlegar í seinni hálfleik en börðumst samt fyrir stiginu,“ sagði fyrirliðinn og liggur heldur ekkert á. „Þetta er allt á réttri leið, sérstaklega ef miðað er við fyrsta leik okkar í mótinu og þá var þessi leikur mjög góður. Við höfum spil- að ágætlega að undanförnu og byggjum svo á því og þá fer þetta að smella saman enda eru fleiri og fleiri leikmenn að verða klárir.“ „Bæði liðin hrædd við að fá á sig mark“ Grindavík 0:0 KR Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 6. umferð Grindavíkurvöllur Miðvikudaginn 16. júní 2004 Aðstæður: Norðan næðingur, þurrt, 9 stiga hiti, völlurinn góður Áhorfendur: 915 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 5 Aðstoðardómarar: Guðmundur H. Jónsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 10(4) - 10(3) Hornspyrnur: 5 - 6 Rangstöður: 8 - 8 Leikskipulag: 4-4-2 Albert Sævarsson M Guðmundur A. Bjarnason Óðinn Árnason M Óli Stefán Flóventsson M Ray Anthony Jónsson M Paul McShane (Aleksandar Petkovic 70.) Eysteinn Húni Hauksson M Eyþór Atli Einarsson Óskar Örn Hauksson M (Gestur Gylfason 81.) Sinisa Valdimar Kekic M Grétar Ó. Hjartarson Kristján Finnbogason M Jökull I. Elísabetarson Gunnar Einarsson M Kristján Örn Sigurðsson M Bjarni Þorsteinsson M (Kristinn Magnússon 70.) Arnar Jón Sigurgeirsson Kristinn Hafliðason M Petr Podzemsky Ágúst Þór Gylfason Kjartan Henry Finnbogason M (Sigurður Ragnar Eyjólfsson 88.) Arnar B. Gunnlaugsson (Guðmundur Benediktsson 65.) Gul spjöld: Paul McShane, Grindavík (73.) fyrir mótmæli  Aleksandar Petkovic, Grinda- vík (76.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin Fyrstu 15 mínúturnar voru gest-irnir úr Reykjavík meira með boltann og reyndu að byggja upp sóknir en þær strönduðu allar á sterkri vörn Grinda- víkur með Óðin Árnason og Óla Stefán Flóventsson fasta fyrir á miðjunni. Helst var KR- ingurinn spræki, Kjartan Henry Finnbogason, að gera góðar tilraun- ir upp vinstri kantinn en þegar hann slapp framhjá Guðmundi Andra Bjarnasyni tók Óðinn við honum og lengra fór Kjartan Henry ekki. Grindvíkingar sjálfir biðu frekar átekta enda vissu þeir, jafnvel og varnarmenn KR, að með Grétar Ólaf Hjartarson og Sinisa Kekic í fremstu víglínu mátti búast við snörpum sóknum. Það var ekki fyrr en á 16. mínútu að Albert Sævars- son, markvörður Grindvíkinga, varði ágætlega eftir horn KR að heima- menn tóku við sér. Á 20. mínútu komst Ian Paul McShane upp hægri kantinn, gaf fyrir og eftir þvögu skaut varnarmaðurinn Guðmundur Andri í slá KR. Boltinn hrökk inn í teig þar sem Gunnar Einarsson, varnarmaður KR, skallaði boltann í horn, rétt framhjá eigin stöng. Ekk- ert meira markvert gerðist sem eftir lifði fyrri hálfleiks og í raun langt fram í seinni hálfleik. Bætt hafði í norðannæðing, sem Grindvíkingar höfðu nú í bakið en það dugði þeim ekki. Þeir náðu að vísu oft að spila upp að vörn KR en hún var föst fyrir og frekar að KR-ingar væru að byggja upp sóknir sínar. Á 75. mín- útu virtist koma skipun inn á völlinn: Sækja. Við það færðist meira fjör í leikinn en fram að því hafði boltinn einu sinni hitt rammann og síðustu mínúturnar þurftu markverðir sex sinnum að bjarga. Besta færið kom á síðustu mínútu leiksins þegar Guð- mundur Benediktsson, sem kom inn á fyrir Arnar Gunnlaugsson á 65. mínútu, komst inn fyrir vörn Grind- víkinga. Albert markvörður tók á sprett á móti honum og Guðmundur reyndi að skjóta yfir hann en Albert stökk hátt og varði alveg við víta- teigslínuna. Þó að skot á mark hafi vantað fram eftir öllum leik skiluðu leik- menn sínu og tókst að halda einbeit- ingu og þolinmæði. Það getur verið erfitt þegar lítið er um færi því menn vilja oft fá meira líf í leikinn. Varnir beggja liða skiluðu sínu og markverðir gerðu það sem þurfti að gera. Miðjumenn börðust en fram- herjar fengu úr of litlu að moða. Leikmenn voru þó flestir á því að mark hefði alveg vantað og áhorf- endur voru því sammála – fannst jafnvel vel gert að leikmenn skyldu klappa fyrir þeim í lokin fyrir að hafa þraukað út leikinn. Morgunblaðið/Eggert Eysteinn Húni Hauksson, miðjumaður Grindvíkinga, reynir að ná boltanum af Arnari Jóni Sig- urgeirssyni, miðjumanni KR-inga, í leiknum í Grindavík í gærkvöld. Stig fyrir að fara varlega VARKÁRNI var lykilatriði þegar KR sótti Grindavík heim í gær- kvöldi. Varnir beggja liða voru vel vakandi og fátt um færi. Fram að 75. mínútu hafði boltinn einu sinni hitt á markið – þegar hann fór í slá KR og ekkert spjald farið á loft en 15 rangstöður. Þá var spýtt í lófana og meira fjör en það tókst ekki að skora og sitt- hvort stigið ríkulegt uppgjör. Liðið er því eftir sem áður í 6. og 7. sæti deildarinnar. Stefán Stefánsson skrifar STUÐNINGSMENN hollenska landsliðsins í knattspyrnu voru held- ur betur undrandi þegar starfsmenn EM gerðu hatta sem þeir báru upp- tæka. Hattarnir, sem eru í hollensku fánalitunum og eru merktir Heinek- en, voru teknir af stuðningsmönnun- um í miðjum leik Hollands og Þýska- lands í fyrradag. „Heineken- hattarnir okkar voru bara teknir í burtu. Ég held að þetta hafi eitthvað að gera með Carlsberg,“ sagði von- svikinn áhorfandi en Carlsberg er aðalstyrktaraðili mótsins. Hattarnir gerðir upptækir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.