Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 57 Opna SÁÁ golfmótið verður haldið á golfvelli Leynis, Akranesi, laugardaginn 19. júní kl. 09.00. Höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun. Skráning fer fram á www.golf.is/gl og í síma 431 2711 - Þátttökugjald kr. 2.500 laugardaginn 19. júní á Kirkjubólsvelli Mótið er til styrktar unglingastarfi GSG. Ræst verður út af öllum teigum kl. 21:00. Leikið verður Texas Scramble. Samanlögð forgjöf deilt með 4. Skráning er á www.golf.is/gsg eða í síma 423 7802. Undanfarin ár komust færri að en vildu. Láttu sjá þig! Unglinganefnd GSG Miðnæturmótið Golfklúbbur Sandgerðis Fram 0:1 KA Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeild karla, 6. umferð Laugardalsvöllur Miðvikudaginn 16. júní 2004 Aðstæður: Sól, gola, völlurinn góður. Áhorfendur: 523 Dómari: Ólafur Ragnarsson, Hamar, 4 Aðstoðardómarar: Ingvar Guðfinnsson, Einar Sigurðsson Skot á mark: 16(10) - 9(6) Hornspyrnur: 10 - 3 Rangstöður: 3 - 1 Leikskipulag: 3-5-2 Gunnar Sigurðsson M Andrés Jónsson Hans Fróði Hansen Eggert Stefánsson M Ómar Hákonarson Heiðar Geir Júlíusson M Ingvar Ólason M Fróði Benjaminsen (Andri Steinn Birgisson 79.) Ragnar Árnason (Daði Guðmundsson 72.) Ríkharður Daðason M Andri Fannar Ottósson (Kristján Brooks 74.) Sándor Matus M Haukur I. Sigurbergsson Steinn V. Gunnarsson M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson M Örn Kató Hauksson Atli Sveinn Þórarinsson MM Dean Martin M Sigurður Skúli Eyjólfsson (Jón Gunnar Eysteinsson 76.) Óli Þór Birgisson Hreinn Hringsson Elmar Dan Sigþórsson (Örlygur Þór Helgason 85.) 0:1 (69.) Hreinn Hringsson ógnaði vörn Fram eftir snögga sókn KA-manna, skaut í varnarmann og boltinn hrökk af Frömurum út á miðjan vall- arhelming þeirra. Þar kom Atli Sveinn Þórarinsson á ferðinni og skor- aði með stórglæsilegu, viðstöðulausu skoti af 30 metra færi, boltinn sveif efst í markhornið vinstra megin, algjörlega óverjandi fyrir Gunnar Sigurðsson. Gul spjöld: Engin Rauð spjöld: Engin Þrjú af fjórum mörkum Atla hafafært KA öll sjö stig liðsins til þessa, hin tvö voru sigurmark gegn Víkingi og jöfnunar- mark gegn Grinda- vík. Atli lék í gær- kvöld í nýrri stöðu sem varnartengilið- ur, spilaði hana stöðugt betur eftir því sem leið á leikinn og kórónaði frammistöðu sína með markinu snilldarlega um miðjan síðari hálf- leik. Þetta er þriðji sigur KA í röð gegn Fram í Laugardalnum, en það er varla hægt að segja að hann hafi verið sanngjarn. Framarar voru lengi vel mun sterkari aðilinn, þeir sóttu af miklum krafti megnið af fyrri hálf- leiknum og KA-menn komust þá sjaldan yfir miðju. Ríkharður Daða- son var vörn KA stöðugur ógnvaldur og gerði nánast allt nema skora. Hann kom við sögu í tíu ágætum fær- um Safamýrarliðsins í leiknum en ýmist hittu hann og félagar hans ekki markið, varnarmenn komust fyrir skotin, eða Sándor Matus hinn ung- verski varði mark norðanmanna, eins og hann gerði nokkrum sinnum mjög vel. KA-menn áttu sínar skyndisóknir og engu munaði að þeir skoruðu úr fyrsta færi sínu í leiknum, á 23. mín- útu, þegar Gunnar Sigurðsson varði mjög vel frá Hreini Hringssyni. Snöggum sóknum KA fjölgaði þegar leið á seinni hálfleikinn, oftar en ekki var Dean Martin, sem nú lék inni á miðjunni, í stóru hlutverki, og eftir eina slíka kom sigurmark Atla. Það slökkti nánast í Frömurum – þeir reyndu að sækja áfram, en var greini- lega brugðið og þeir hættu nánast al- veg að koma sér í námunda við mark KA. Norðanmenn efldust hins vegar til muna og gáfu enn í baráttuna. Fram fékk þó eitt færi til að jafna, Ingvar Ólason, en skot hans var of laust og Matus varði af öryggi. Með þessum úrslitum eru Fram- arar komnir á kunnuglegar slóðir, í fallsæti. Þeir virðast hafa eytt púðr- inu um of í flugeldasýningunni í fyrsta leiknum því þeir hafa ekki náð að vinna leik í deildinni síðan. Frammistaða þeirra var þó með ágætum lengi vel í gærkvöld og þeir mega vera mjög ósáttir við að hafa gengið stigalausir af velli. Þeir sóttu af krafti í klukkutíma, sýndu þá oft á tíðum ágætis fótbolta, yfirspiluðu KA-menn á miðjunni og fengu færin til að skora. KA-menn voru hins veg- ar óöruggir í leik sínum lengi vel, héldu boltanum illa og komust ekkert áleiðis í fyrri hálfleiknum. Þeir gengu síðan á lagið, þjöppuðu sér saman og náðu betri spilaköflum eftir því sem á leið, og eftir markið hjá Atla voru þeir líklegir til að halda fengnum hlut – sem þeir gerðu. Að öðrum kosti hefði fallsætið verið þeirra. Og þrátt fyrir þennan sigur er ljóst að lið KA þarf að halda vel á spilunum ef það ætlar sér að forðast vandræði í neðri hluta deildarinnar. Þá þurfa fleiri en Atli Sveinn að komast á markalistann. Morgunblaðið/Jim Smart Ríkharður Daðason var ágengur við mark KA í gærkvöld og hér reyna Þorvaldur Sveinn Guð- björnsson og Örn Kató Hauksson að halda honum í skefjum. Enn kemur Atli KA til bjargar ATLI Sveinn Þórarinsson hefur heldur betur reynst KA-mönnum happafengur. Þeir endurheimtu hann í vor eftir fjögurra ára útlegð í Svíþjóð, og þessi varnarjaxl, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir allt annað en að skora mörk, hefur séð um það sem framherjum Ak- ureyrarliðsins hefur gengið brösuglega með það það sem af er sumri. Atli Sveinn tryggði KA sigur á Fram, 1:0, á Laugardalsvell- inum í gærkvöld með stórglæsilegu marki, og þetta var fjórða mark hans á tímabilinu, af þeim fimm mörkum sem KA hefur skorað í deildinni til þessa. Víðir Sigurðsson skrifar „ÞETTA gekk allt eftir, eins og við lögðum leikinn upp. Reyndar áttu Framarar nokkur færi sem við gáf- um þeim í fyrri hálfleik, en við fengum besta færið til að skora í hálfleiknum. Þeir komust ekkert áleiðis í þeim seinni og okkar leikur var betri eftir því sem á leið, og við spiluðum fyrst og fremst með hjart- anu,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Fram. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur á heimavelli í sumar en hlutirnir hafa gengið upp á útivelli. Öll vafaatriði féllu bláa liðinu í hag, en við vælum ekki yfir því frekar en í öðrum leikjum. Við höfum misst marga menn í meiðsli eftir grófar tæklingar og okkur vantaði sterka menn í þessum leik, en aðrir fengu tækifæri til að spila og nýttu sér það vel,“ sagði Þorvaldur. Í lið KA vantaði þrjá leikmenn frá síðasta leik. Ronni Hartvig, varnarmaðurinn sterki, er í prófum í Danmörku, Pálmi Rafn Pálmason meiddist í leik KA gegn Grindavík og Kristján Elí Örnólfsson meiddist á hné á æfingu í fyrrakvöld. Lékum með hjartanu  STEPHANE Henchoz, varnar- maður Sviss, hefur varað liðsmenn sína í landsliðinu við félaga sínum frá Liverpool, Michael Owen. „Owen er frábær leikmaður og hann er fljótur að refsa mótherjum sínum,“ sagði Henchoz.  MIKAEL Silvestre, varnarmaður Frakka, hefur greint frá því að Fab- ien Barthez, markvörður Frakk- lands, hafi fyrir leikinn gegn Eng- lendingum á sunnudaginn horft á allar þær vítaspyrnur sem David Beckham hefur tekið. „Beckham skýtur alltaf í sama hornið og Fabian vissi það,“ sagði Silvestre.  DAVID James, markvörður enska landsliðsins, sagði á þriðjudag að hann hefði horft á sjö leiki með franska landsliðinu til að búa sig undir leikinn gegn Frakklandi. Þrátt fyrir það hafi hann verið óundirbú- inn fyrir aukaspyrnu Zinedine Zid- ane undir lok leiksins. Alls hafi James horft á sjö leiki með franska liðinu en í öllum leikjunum hafi Zid- ane átt misheppnaðar aukaspyrnur. Í rauninni hafi Zidane ekki skorað úr aukaspyrnu fyrir franska landsliðið síðan í fjórðungsúrslitum EM árið 2000 gegn Spáni. FÓLK „NEI, ekki segja þetta. Ég veit ekk- ert hvaðan á mig stendur veðrið og er furðu lostinn yfir þessu marka- skori hjá mér. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka því,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyr- irliði KA, þegar Morgunblaðið spurði hann hvort hann hefði sett stefnuna á markakóngstitilinn eftir sigurmarkið gegn Fram á Laug- ardalsvellinum í gærkvöld. „Ég heyrði í Deano [Dean Mart- in] sem öskraði og vildi fá boltann eins og venjulega, en ég ákvað að hlusta ekki á hann í þetta skiptið og láta bara vaða á markið. Ég sé ekki eftir því, það var gaman að sjá á eftir boltanum í markið,“ sagði Atli. Hann lék í nýrri stöðu sem varn- artengiliður, ekki sem miðvörður eins og hann hefur jafnan spilað til þessa. „Ég hef spilað þarna í einn og hálfan leik og er að venjast þessu. Við höfum verið í basli á miðjunni og erum að reyna að bæta það. Við eigum samt að geta betur en þetta, við spiluðum of þröngt og misstum boltann alltof ódýrt fram- an af leiknum. Þá stilltum við upp þriggja manna vörn í dag og vorum dálítinn tíma að átta okkur á nýjum stöðum og færslum. En varn- arvinnan á öllu liðinu var mjög góð og Sándor varði nokkrum sinnum mjög vel í markinu,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson. „Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.