Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd 18. júní kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10.
KRINGLUKAST Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI MIÐAVERÐ
KR. 400 Á ALLAR MYNDIR KL. 2 Á MIÐVIKUDAG OG
FÖSTUDAG OG KL. 12 Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG
B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banar i t t , r l l , r i
Þær eru illgjarnar.
Hún er ný.
Og fljótlega fær hún
alveg nóg af þeim.
Frábær og frumleg gamanmynd
sem hefur svo sannarlega slegið í
gegn í Bandaríkjunum. Með
Lindsay Lohan úr „Freaky Friday“
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó.
Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás 2
HL Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 9.
Brad Pitt, Orlando Bloom, Eric Banai , l l , i
SV MBL
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6 og 9. B.i.14 ára.
Nú er komið frábært sjálfstætt framhald þar sem
Elling fer í frí til sólarlanda ásamt móður sinni.
Norskt grin uppá sitt besta.
Tom Hanks er einhver útsmognasti,
klárasti, færasti og mest heillandi afbrotasnillingur
sem nokkru sinni hefur REYNT að fremja glæp aldarinar!
Mamma hans Elling
Ó.H.T Rás 2
Sýningartímar
gilda 17. og 18. júní
Klúbbakvöld á
vegum MTV,
Hed Kandi og
Gillette, verður
haldið á Nasa á
laugardaginn.
Plötusnúðar frá London, Mark
Doyle, John Jones og söng-
snillingurinn Peyton frá Hed
Kandi verða stjörnur kvöldsins og
halda uppi stemningunni. Útgáfu-
fyrirtækið Hed Kandi ætlar síðan
að gefa afrakstur kvöldsins út á
diski undir nafninu Hed Kandi
Live from Reykjavik en safn-
diskar frá fyrirtækinu hafa getið
sér gott orð.
Miðasalan er hafin á Nasa og er
aðgangseyrir 1.500 krónur.
Klúbbakvöld á Nasa
MTV á Íslandi
á laugardaginn
EFTIR vel heppnaða endurkomu
þá er nú fullur hugur í þeim Dur-
an Duran-liðum að halda samstarf-
inu áfram og gera alvöru úr því.
Hljómplötufyrirtækið Epic Re-
cords hefur boðið sveitinni nýjan
útgáfusamning og hungraðir sem
úlfar eru þeir Duran-menn önnum
kafnir við gerð nýrrar plötu.
Platan sú mun innihalda fyrstu
lög sem sveitin gerir saman full-
skipuð síðan hún sendi frá sér tit-
illag Bond-myndarinnar A View
To A Kill árið 1985.
Neistinn til staðar
Þeir Simon Le Bon, Nick Rhod-
es, Andy Taylor, John Taylor og
Roger Taylor eru reyndar búnir
að vera að vinna saman að nýju
efni síðan 2001, en hafa fram að
þessu verið án plötusamnings –
merkilegt nokk.
Það kann að virka svolítið und-
arlega á gamla eitilharða Duran-
aðdáendur að sjá plötu með þeim
gefna út á vegum Epic-útgáf-
unnar, en hún var einmitt heimili
erkifjendanna í Wham! á sínum
tíma, þegar Duran Duran var á
mála hjá EMI.
„Þegar við ákváðum að koma
saman aftur, þá var okkar fyrsta
verk að skella okkur til Frakk-
lands og láta reyna á hvort við
næðum ennþá jafnvel saman og
áður,“ segir Le Bon í frétta-
tilkynningu.
„Rann það mjög fljótt upp fyrir
okkur að neistinn var sannarlega
til staðar. Og eftir að hafa spilað
saman þá erum við orðnir ennþá
samrýmdari og höfum komist að
því að við erum bundnir órjúf-
anlegum tónlistarböndum.“
Rokk og R&B
Duran Duran kom saman á síð-
asta ári, í von og óvon, um að
ennþá væri einhver áhugi fyrir
sveitinni. Sú varð líka raunin,
heldur betur, því það var uppselt á
alla tónleika sveitarinnar í Banda-
ríkjunum í fyrra og í Bretlandi
fyrr á þessu ári. Þeir voru t.a.m.
ófáir íslensku aðdáendurnir sem
lögðu upp í pílagrímaferð til
Mekka poppsins, til að fá loksins
tækifæri til þess að sjá guðina sína
á sviði.
Og nýja platan er svo gott sem
tilbúinn. Duran Duran er á fullu í
hljóðveri og nýtur þar aðstoðar
tveggja þaulreyndra en ólíkra upp-
tökustjóra; Rich nokkurs Harri-
son, sem stjórnað hefur upptökum
á plötum R&B listamanna á borð
við Usher, Aliciu Keys og Beyoncé
og Don Gilmore sem hefur unnið
með rokksveitum eins og Good
Charlotte, Linkin Park og Pearl
Jam. Þessar andstæður koma Dur-
an-sérfræðingum vart á óvart enda
var það ætíð eitt af einkennum
sveitarinnar að reyna að tvinna
saman rokki og diskói í ofurgríp-
andi lögum.
Samt segir LeBon að það sé
ekki verið að reyna að endurskapa
gamla hljóminn, sveitin horfi fram
á veginn, án þess þó að missa
sjónar af upphafsreitnum, rót-
unum. „Við viljum auðvitað ekki
styggja okkar gömlu hundtryggu
aðdáendur.“
Kemur út í október
Þegar síðasta plata kom út und-
ir nafni Duran Duran þá voru Le-
Bon og Nick Rhodes einir eftir.
Það var árið 2000 og platan Pop
Trash, þótti standa óþægilega
mikið undir nafni.
Nýja platan hefur enn ekki
fengið nafn en meðal laga sem þar
verður að finna eru „Sunrise“, sem
komið hefur út á plötu með tónlist
úr þáttunum Queer Eye for the
Straight Guy, „What Happens
Tomorrow“, „Bedroom Toys“ og
„Still Breathing“.
Gert er ráð fyrir að platan komi
út í október nk. og með henni mun
fylgja mynddiskur með upptöku
frá tónleikum sveitarinnar á
Wembley Arena – væntanlega til
að gulltryggja áhuga gömlu Duran
Duran aðdáendanna.
Duran Duran fær samning og gerir plötu
Reuters
Duran Duran sýndi á tónleikaferðinni að í sveitinni eru enn villtir strákar.
Hungraðir sem úlfar