Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 1

Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 175. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rafdrottning í rokki og róli Tónleikar Berlínarbúanna Peaches og Egils í Klink og Bank | Menning Sumarkjólar á sólardegi Á sumrin endurspegla fötin gjarnan árstíðina | Daglegt líf HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurð- aði í gær, að fangar í Bandaríkjunum, sem grunaðir væru um hryðjuverk, jafnt erlend- ir sem bandarískir, hefðu rétt til að skjóta máli sínu til bandarísks dómstóls. Er niðurstaðan áfall fyrir Bandaríkja- stjórn enda hafnaði dómstóllinn þeirri meg- inkröfu hennar, að hún hefði heimild til að halda föngunum og svipta þá aðgangi að lögfræðingum og réttarkerfinu. Sex dómarar af níu stóðu að úrskurðinum en í honum segir, að bandarísk lögsaga nái til allra svæða þar sem bandarískum lögum er beitt, en það þýðir, að hún gildir um fangana 600 í Guantanamo á Kúbu. Banda- ríkjamenn hafa það landsvæði samkvæmt samningi frá 1903 en Bandaríkjastjórn hélt því fram, að það væri utan lögsögunnar þar sem það væri á erlendri grund. Erlendir fangar hafa sinn rétt Washington. AP, AFP. STARFSHÓPUR ríkisstjórn- arinnar um þjóðaratkvæða- greiðslu telur, að við ákvarð- anatöku um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu mætti til dæmis miða neðri mörk við að 25% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði gegn lögun- um til að nema þau úr gildi. Er þá horft til þess viðmiðs að a.m.k. helmingur kosninga- bærra manna tæki þátt í kosn- ingum. Í skýrslunni er einnig sagt að hægt væri að miða efri mörk við meðalkjörsókn í al- þingiskosningum á lýðveldis- tíma, 88,58%, og þá krefjast þess að helmingur þess fjölda, eða um 44% atkvæðisbærra manna, þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum eigi að ganga gegn vilja alþingis. Rík efnisleg rök eru sögð fyrir því að setja hófleg skil- yrði við þjóðaratkvæða- greiðslur, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, er varða kosningaþátttöku og/eða að ákveðið hlutfall atkvæðis- bærra manna þurfi til að mynda meirihluta við úrslit kosninganna. Starfshópurinn telur það vægustu útfærslu skilyrðis að einfaldur meiri- hluti ráði en ákveðið hóflegt hlutfall atkvæðisbærra manna greiði þó atkvæði gegn lögun- um, enda útiloki beiting þess áhrif þeirra sem ekki kjósa að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og hvetur frekar til þátttöku. Hópurinn telur að hugsanleg skilyrði varði lágmarksþátt- töku og/eða ákveðið hlutfall at- kvæðisbærra manna. Hann telur hins vegar ekki koma til álita að gera kröfu um aukinn meirihluta, t.d. að tvo þriðju greiddra atkvæða verði að greiða gegn lögunum. Starfs- hópurinn leggst gegn því að beitt verði fleiri en einu skil- yrði samhliða ef það yrði ákveðið á annað borð. Hópurinn segir ákvarðanir um við hvaða hlutfall eigi að miða varðandi þátttöku ákveð- ins hlutfalls atkvæðisbærra manna fremur pólitískar en lögfræðilegar. Starfshópur telur rök fyrir skilyrðum við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin Atkvæði 25–44% atkvæðis- bærra til að nema lög úr gildi Morgunblaðið/Þorkell Hæstaréttarlögmennirnir Jón Sveinsson og Karl Axelsson, formaður starfshópsins, kynna skýrsluna í gærdag.  Rök fyrir skilyrðum/10 Paul Bremer, landstjóri Banda- ríkjamanna, afhenti Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar, skjöl varðandi valda- skiptin og yfirlýsingu þar sem sagði, að frá og með 28. júní væri hernámsstjórnin úr sögunni og völdin komin í hendur „ríkisstjórn hins fullvalda Íraks“. Þrátt fyrir óöldina í landinu og æ fleiri árásir kvaðst Bremer trúa því, að stjórn- inni myndi takast að koma á stöð- ugleika í landinu. Íraska stjórnin hefur við ærinn vanda að glíma. Efnahagslífið er í molum og hún þarf líka að sanna sig fyrir íröskum almenningi en margir líta aðeins á hana sem verkfæri í höndum Bandaríkjamanna. Í Írak eru enn 150.000 erlendir hermenn og þeir telja sig hafa rétt til að grípa til aðgerða án mikilla afskipta stjórnarinnar í Bagdad. Allawi skoraði í gær á landa sína að binda enda á óöldina, sem hann sagði runna undan rifjum „erlendra hryðjuverkamanna“, og tilkynnti, Serbíu verið ofarlega á baugi og mikilvægt verið talið að rétta land- inu hjálparhönd. hefur innan bandalagsins um Írak. „Núna er meiri samhugur og samstaða en verið hefur og það er jákvætt,“ sagði Davíð. Halldór sagði, að á fundi utanrík- isráðherra NATO hefðu málefni að innan tveggja daga yrði tilkynnt um ráðstafanir í öryggismálum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði í gær valdaskiptunum sem sögulegum umskiptum fyrir Íraka og undir það tók einnig Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Það sama gerðu leiðtogar annarra NATO-ríkja, sem nú eru á fundi í Istanbúl í Tyrklandi, og að auki stjórnvöld í Japan, Kína og Rúss- landi. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð Írak velkomið í hóp fullvalda ríkja og sagði samtökin mundu leggja þeim allt sitt lið. Söguleg ákvörðun Leiðtogar NATO-ríkjanna sam- þykktu á fundi sínum í Istanbúl, að bandalagið tæki að sér að þjálfa íraska hermenn. Sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra, sem sat fund- inn ásamt Halldóri Ásgrímssyni ut- anríkisráðherra, að um væri að ræða afar sögulega samþykkt í ljósi þess mikla ágreinings, sem verið Hernámsstjórnin í Írak lætur völdin í hendur íröskum stjórnvöldum Írak aftur orðið full- valda ríki ÍRAK varð aftur formlega að fullvalda ríki í gær er hernámsyfirvöld í landinu afhentu bráðabirgðastjórninni völdin í hendur. Fór valdaskipta- athöfnin, sem efnt var til í skyndi, fyrr fram en til hafði staðið og var til- gangurinn augljóslega sá að draga sem mest úr hættu á tilræðum. Reuters Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjanna í Írak (t.h.), afhendir Midhat Makmoud, æðsta dómara landsins, skjöl og yfirlýsingu um valdaskiptin í landinu. Á milli þeirra er Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. AP Til nokkurra mótmæla kom í Istanbúl í Tyrklandi er leiðtogar NATO- ríkjanna komu þar saman til fundar. Var viðbúnaður lögreglu mikill og beitti hún táragasi til að tvístra fólki sem safnast hafði saman. Valdaskiptunum fagnað á leiðtoga- fundi NATO-ríkjanna í Istanbúl  Aðstoð/4  Valdaframsal/20 Íþróttir í dag Grindavík og FH unnu Baros gagnrýnir Houllier Franska landsliðið á tímamótum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist í samtali við Morg- unblaðið gera ráð fyrir að skýrsla starfshóps um þjóðarat- kvæðagreiðslu verði rædd á ríkisstjórnarfundi næstkomandi föstudag. Hann segir hins vegar enga ákvörðun hafa verið tekna um hvernig staðið verði að þjóðaratkvæðagreiðslunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir það lýsa vissu vantrausti á það hvernig þjóðin skynji sinn rétt þegar verið sé að velta fyrir sér lágmarksþátttöku í kosningunum. Hann vill haga málum á þann veg að einfaldur meirihluti ráði. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur skýrsluna afar vel unna og rætt verði í framhaldi af henni hvernig hátta skuli framkvæmd kosninganna. Hann segir flesta virðast sammála um að eðlilegt sé að setja skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir athygl- isvert að nefndin nefni sérstaklega að ekki komi til greina að setja skilyrði um 75% lágmarksþátttöku. Hann telur einboðið að stjórn og stjórnarandstaða taki höndum saman við lagasetningu um atkvæðagreiðsluna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, segir ekki framkvæmanlegt að setja hömlur á framkvæmd kosninganna. Þar séu stjórnarflokkarnir að forðast það van- traust sem yfirvofandi sé ef lögunum verði synjað. Skýrslan líklega rædd í ríkisstjórn á föstudag  Viðbrögð/20 KOSTNAÐURINN við að halda uppi bresku konungsfjölskyldunni svarar til andvirðis tveggja mjólkurglasa á dag fyrir hvern Breta. Kemur það fram í yfirlýsingu frá Buckinghamhöll. Kostnaðurinn við konungsfjölskylduna var rúmir 4,8 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári og þá er allt innifalið, framfærsla, ferðir, starfsmannahald og viðhald og endurnýjun á húsnæði. Konungsfjölskyldan hefur venju- lega notast við verð á brauði til að gefa þegn- um sínum einhverja hugmynd um byrðarnar og það er enn óútskýrt hvers vegna mjólkin er nú höfð til viðmiðunar. Ekki er að sjá að fjölskyldan standi í neinu bruðli og það vekur athygli, að vínreikning- urinn hennar á síðasta ári var ekki nema 786.000 kr. Tvö mjólkurglös fyrir drottningu London. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.