Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 37 Útsalan hefst í dag 30-70% afsláttur Laugavegi 54, sími 552 5201 MERKILEGT en satt; íslenska tvíeykið Slowblow hefur verið starf- rækt í meira en tíu ár. Það er eins og þeir Orri Jónsson og Dagur Kári Pétursson geri í því að vera lítið áberandi, eins ósýnilegir og þeir mögulega geta. Reyndar hafa þessir gömlu Rosebud-liðar verið önnum kafnir við aðra listsköpun; Dagur Kári á farsælan feril sem kvik- myndaleikstjóri (Nói albínói) og Orri sem ljós- myndari. En til tónlistarathafna þeirra hefur lítið sem ekkert spurst síðustu árin. Enda hafa þessar mús- íkölsku moldvörpur lagt lag sitt við að skapa sína list neðanjarðar, úr allra augnsýn. Og nú er sá tími upp runninn að moldvörpurnar hafa skriðið upp úr holum sínum og op- inbera afraksturinn á nýrri plötu sem er einhver sú tilkomumesta ís- lenska plata sem gefin hefur verið út lengi. Hvað hún kemur manni í opna skjöldu, þessi fyrsta eiginlega plata Slowblow í 7 ár, þeirra þriðja í röð- inni – fjórða með tónlistinni úr Nóa albínóa. Reyndar höfðu þeir sýnt það á hinum tveimur – sem loksins voru að koma út á geislaplötum á dög- unum og húrra fyrir því – að þeir hefðu alla burði til að gera eitthvað svona magnað. En samt, samt hefur maður ekki orðið svona forviða, svona óvænt gagntekinn af nokkurri íslenskri plötu síðan maður heyrði fyrst plötur SKE eða Mugison, jafn- vel múm og Sigur Rósar. Þeim hefur nefnilega tekist af ein- hverri yfirnáttúrulegri útsjónarsemi að súmmera upp allt það besta sem hefur verið að gerast í framsækinni íslenskri nýbylgju síðasta hálfa ára- tuginn eða svo. Þannig finnur maður í þessari innilega íslensku tónlist sem finna má á Slowblow, bragð af rjómanum af íslenskum nýbylgju- listamönnum, á borð við áðurnefndar sveitir auk The Funerals, Trabant, Egil Sæbjörns svo fáeinir séu nefnd- ir; án þess þó að um eftiröpun eða stuld sé að ræða. Sú ævintýralega tilraunamennska sem átti sér stað á fyrri plötunum, Quicksilver Tuna og Fousque, kemur líka eitthvað svo ná- kvæmlega heim og saman núna – orðin að fullveðja forkunnarfagurri tónlist sem vel er frambærileg hvar sem er í heiminum. En um leið og greina má skýr og einbeitt þroskamerki þá heldur tón- list þeirra Slowblow-liða sínu sjarm- erandi sakleysi, þessum eftirsókn- arverða einfaldleika sem ekkert gott getur komið út úr nema að fyrir hendi sé takmarka- og óttalaust hug- arflæði og hæfileikinn til að töfra fram heillandi laglínur. Þannig verða lagasmíðarnar tíu á Slowblow seint taldar flóknar eða margbrotnar. En upp á móti vegur að þær eru svo makalaust útsmognar og ánetjandi að leitun er að öðru eins. Þar spilar ekki svo litla rullu barnslega seið- andi rödd Kristínar Önnu úr múm, sem hvíslar í einum fjórum lögum á plötunni og fellur að þeim eins og berrassað smábarn að hvítu gæru- skinni. Einna best virka melódískustu lögin, þessi með einföldu laglínunum – „very slow bossanova“, „I know you can smile“ og „second hand smoke“ – sem virðast við fyrstu hlustanir svolítið einhæf og tak- mörkuð, en verða svo innilega gef- andi um síðir. En við tuttugustu og sjöundu hlustun virkar „within toler- ance“sterkast, einna hefðbundnasta lag plötunnar að gerð, gæsahúðarlag af bestu gerð sem venst alveg ótrú- lega vel. Kannski er það bara vegna þess að þeir eru báðir að vinna með mynd- málið, þeir Dagur Kári og Orri. Kannski er þessi ályktun of augljós og leiðandi en það er samt eins og textarnir virki margir hverjir á mann sem örmyndir, ekki stutt- myndir, heldur örmyndir. Stuttar sögur, stundum bara nokkur orð, rómantískar sem tregablandnar lýs- ingar, jafnt á kyrrmyndum sem hreyfðum. Þetta gefur lögunum við- bótar vídd, nokkurs konar þrívídd. Minnir mann svolítið á Tindersticks hina bresku, sem einmitt hafa haft svo gott lag á að skapa myndræna tóna, enda tónlist þeirra verið eft- irsótt til áhrifsauka í kvikmyndum. Kemur þetta einkenni glöggt fram í hinu mergjaðslega Eno-íska „hamb- urger cemetary“ þar sem maður hrasar og fær tjörusvört malbiksför í 501 buxurnar inn í einhverja índíut- angarðsmyndina, gott ef ekki að hún sé eftir Jim Jarmusch. En svona getur maður linnulaust haldið áfram að rekja kosti laganna tíu á þessari mergjuðu plötu sem hljómar líka svo ótrúlega vel, allt svo innilega heimalagað í öllum sínum margbrotna einfaldleika. Hver hljómur, hvert hljóð, öll stemning svo ótrúlega útpæld. Hreint mergj- að. Ég verð illa svikinn ef þetta verð- ur ekki ár moldvörpunnar. Ár moldvörpunnar TÓNLIST Íslensk hljómplata Slowblow er skipuð Orra Jónssyni og Degi Kára Péturssyni, sem sömdu öll lög og tóku upp. Dagur Kári leikur á alls kyns hljómborð og gítara, bassa auk þess að syngja. Orri leikur á slagverk ýmiss kon- ar og syngur. Auk þeirra koma við sögu: Kristín Anna söngur, Valdi Kolli kontra- bassi, María Huld, Hrafnhildur og Una fiðla, Guðrún Hrund víóla, Gyða og Hrafn- kell Orri selló, Óli Björn slagverk, Pétur banjó, Kristján Freyr trommur og klapp, Gunnar Þorri, Þórdís og Björg klapp. Plat- an var tekin upp í „hinum og þessum stofum og baðherbergjum í Reykjavík síðustu árin“. Hljóðblönduð í Sundlaug Sigur Rósar. Páll Borg kom að hljóð- blöndun. SLOWBLOW / Slowblow  Skarphéðinn Guðmundsson „ÉG HEF þörf fyrir að taka áhættu.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun og viðtal við kvikmyndagerðarmann- inn Dag Kára Pétursson í danska dagblaðinu Berlingske Tidende. Þar er fjallað um næstu mynd leikstjór- ans unga sem mun heita Fullorðið fólk (Voksne mennesker). Hún verð- ur á dönsku og tekin upp á yfir 100 stöðum í Kaupmannahöfn. Drepið er á síðustu mynd Dags Kára, Nóa albínóa, og greint frá öll- um þeim verðlaunum sem hún hefur sópað að sér og jafnframt er þess getið að hún hafi verið tekin upp „í rigning- unni og rokinu á Íslandi“. „Sumarmynd í svart/hvítu“ er yf- irskrift greinarinnar og þar er fjallað um þá ákvörðun Dags Kára að hafa Fullorðið fólk svart/hvíta. Þar segir að ástæða þess að Dagur Kári valdi að miðla verki sínu á þá leið sé að hluta til aðdáun hans á franska leikstjóranum Jean-Luc Godard, hvers verk Dagur segist hafa séð og sýnt öðrum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. „Það er næstum eins og að koma út úr skápnum að gera mynd í svart/hvítu nú til dags,“ segir Dagur Kári. Leikstjórinn lýsir jafnframt hand- ritsvinnu myndarinnar, en það skrifaði hann með Rune nokkrum Schjöøtt. „Við skrifuðum niður daglega allar sniðugar aðstæður og atburði sem okkur duttu í hug og fléttuðum það svo saman í söguna. Við ákváðum í upphafi að láta efnið ráða sögunni en ekki öf- ugt,“ segir Dagur Kári. „Við skrifuðum með ánægjuna við að gera kvikmyndir að leiðarljósi.“ Fullyrt er að Dagur Kári hafi engin áform um fasta búsetu, hvorki á Ís- landi né í Danmörku. „Ég hef ekki mikla þjóðernistilfinn- ingu. Ég hef áhuga á að starfa víðs- vegar í heiminum og finnst fínt að vera gestkomandi á einhverjum stað,“ segir hann. Fullorðið fólk verður frumsýnd vor- ið 2005 og er um að ræða „fyrst og fremst sumarmynd, þó að veðurguð- irnir séu okkur ekki hliðhollir“, segir Dagur Kári í umræddu viðtali. Kvikmynd | Umfjöllun um Dag Kára í Berlingske Tidende Kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári Pétursson. Gaman að vera gest- komandi birta@mbl.is Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter með íslensku tali. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl KRINGLAN Kl. 5.30 m. ísl. tali og 8.30 m. ensku tali. Tom Hanks er einhver útsmogn- asti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrotasnillingur sem nokkru sinni hefur REYNT að fremja glæp aldarinar! Kvikmyndir.is AKUREYRI Kl. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5 islenskt tal og 6 enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5 og 8 islenskt tal og kl. 6 enskt tal. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45 OG 5.50. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 KEFLAVÍK Kl. 8 og 10.15 ÁLFABAKKI Kl. 4, 6 og 8. AKUREYRI Kl. 8. B.i. 14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B i 12  SV MBL  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. V I N D I E S E L V I N D I E S E L Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter með íslensku tali. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.