Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 31
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 31
Ánægður viðskiptavinur
„Ég var búin að birta auglýsingar á
öðrum netmiðlum en fékk engin við-
brögð fyrr en ég birti á mbl.is! Takk
fyrir!“
BRESKA tímaritið The Econom-
ist fjallar í nýlegri grein um Basel
og gerir þar listaverkakaupin á
stefnunni að sérstöku umtalsefni.
Í greininni eru kaup Francescu
von Habsburg á verki Finnboga
Péturssonar, Sphere, sem sýnt
var á Art Unlimited sýningunni
sem er hluti af Art Basel, sér-
staklega gerð að umtalsefni. Und-
ir millifyrirsögninni „Langar þig
að veðja á Finnboga?“ segir m.a.:
„Sumir safnarar koma til Basel
ásamt einkasafnstjórum sínum
sem leiðbeina þeim hvað lista-
verkakaupin varðar. Aðrir, eins
og t.d. Francesca von Habsburg,
treysta eingöngu eigin eðl-
isávísun. Í ár greiddi von Habs-
burg 35 þúsund evrur [sem sam-
svarar rúmum þremur milljónum
íslenskra króna] fyrir hljóð-
innsetningu eftir nær óþekktan
íslenskan listamann, Finnboga
Pétursson, sökum þess að hún
hreifst svo af verkinu. „Það gerir
hljóð sýnilegt,“ segir hún. Verkið
fer á listasafn hennar sem helgað
er nútímamyndlist, en safninu
kom hún nýverið upp í Vín [hér
er vísað til TBA 21 sem von
Habsburg á og rekur, en safnið
stofnaði hún árið 2002].“
Í grein The Economist kemur
fram að von Habsburg, sem er af-
komandi frægra listaverkasafn-
ara, hafi veðjað á verk Finnboga
ekki síst sökum þess að galleríið
sem sýndi verk hans, þ.e. i8 gall-
erí, „hafi átt þátt í því að koma
öðrum frægum íslenskum lista-
manni á framfæri, Ólafi Elíassyni,
sem núna er sannkölluð stjarna í
listaheimi samtímans“.
Myndlist | The Economist fjallar um listastefnuna í Basel
Veðjað á Finnboga
Morgunblaðið/Jim Smart
Verk Finnboga Péturssonar, Sphere, sem sýnt var á stefnunni í Basel.
„KRAFTMIKILL, kyn-
þokkafullur en um leið
hættulegur“ og „besti
söngvari sýning-
arinnar“ eru meðal
þeirra orða sem gagn-
rýnendur bresku blað-
anna nota yfir frammi-
stöðu Ólafs Kjartans
Sigurðarsonar bari-
tonsöngvara í óperunni
La fanciulla del West,
en Ólafur Kjartan
syngur hlutverk Rance
lögreglustjóra í upp-
færslu Holland Park-
óperunnar í London á
þessu verki Puccinis
um þessar mundir.
Óperan er eins konar vestri, ger-
ist á dögum gullgrafaranna í Vest-
urheimi, á veitingahúsi Minníar,
sem er siðprúð og trúrækin stúlka.
Milli þess sem hún skenkir skít-
ugum farandverkamönnum með
stóra drauma áfengi les hún þeim
lestra úr Biblíunni. Lögreglustjór-
inn Rance verður ástfanginn af
henni, en hún verður hins vegar
ástfangin af Dick Johnson, sem
reynist vera mesti þrjótur. Inn í
óperuna fléttast saga gullgraf-
aranna, eymdin, draumarnir, æðið
og vonbrigðin, og þykir óperan
meðal þeirra bestu sem Puccini
samdi, þótt ekki hafi hún náð við-
líka vinsældum og Tosca og La bo-
héme. Tim Asheley, gagnrýnandi
Guardian, segir Ólaf Kjartan stór-
kostlegan Rance, munúðarfullan,
en um leið viðsjálan í túlkun sinni.
Gagnrýnandi Metro segir Ólaf
Kjartan hafa til að
bera kraft, mús-
íkgáfu og einstaka
sviðsframkomu. Rup-
ert Christiansen á
Daily Telegraph seg-
ir hann hafa verið
sterkan í sýningunni
og Peter Reed hjá
Sunday Telegraph
segir að Ólafur
Kjartan hafi einfald-
lega verið bestur
flytjenda í aðal-
hlutverkunum. Hann
segir Ólaf Kjartan
hafa lagt ógn og
myrkur í túlkun sína
á hinum ástlausa og
þokkalitla lögreglumanni, sem er
þjakaður af spilafíkn og ástinni á
Minní. Nick Kimberly hjá Evening
Standard er heldur ekkert að skafa
af lofinu, og segir Ólaf Kjartan
hafa passað fullkomlega í hlutverk
hins reiða, sturlaða lögreglumanns.
David Blewitt, gagnrýnandi The
Stage, segir Ólaf Kjartan hafa ver-
ið mjög áhrifamikinn í sannfærandi
túlkun á lögreglustjóranum slótt-
uga; dökk baritonrödd hans sé til-
komumikið hljóðfæri. Uppsetningin
fær afar góða dóma gagnrýnenda,
sem telja hana með því markverð-
asta í listalífinu í London um þess-
ar mundir. Leikstjóri sýning-
arinnar er Jo Davies, og fær
frábæra dóma fyrir sitt verk, og
það sama er að segja um John
Gibbons, stjórnanda Sinfóníett-
unnar í Lundúnum, sem leikur í
uppfærslunni.
Ópera | Fær góða dóma í Bretlandi
Röddin tilkomu-
mikið hljóðfæri
Ólafur Kjartan
Sigurðarson