Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 36

Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. SÝND Í LÚXUS VIP Í SAL KL. 8 OG 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10 Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Kvikmyndir.is KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.10. V I N D I E S E L  DV  HL Mbl 26.06. 2004 6 0 3 5 4 9 8 2 5 3 0 18 24 27 32 31 23.06. 2004 17 24 25 27 41 45 4 44 Sýnd kl.5.30.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 2  HL Mbl Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6 og 9.  SV MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10. Bi 14. Mamma hans Elling Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. "Snilld!" - SK, Skonrokk "...ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni. Búist við heljarinnar skemmtun." - BÖS, Fréttablaðið V I N D I E S E L ill ! - , "... i fti f t i i il lj it i i. i t i lj i t ." - , tt l i Við hittumst á fyrstu tónleik-unum mínum í Berlín fyrirfjórum og hálfu ári,“ segirPeaches um Egil Sæ- björnsson en þau verða bæði með tónleika í salnum Rússlandi í Klink og Bank í kvöld. „Hann skipulagði líka fyrstu tónleikana mína í Ham- borg. Kannski er hann þá fyrsti evr- ópski umboðsmaðurinn minn.“ Kanadíska tónlistarkonan Peach- es hefur vakið mikla athygli fyrir plöturnar The Teaches of Peaches, sem var fyrst gefin út árið 2002, og svo Fatherfucker frá því í fyrra. Hefur hún fengið athyglina út á djarfa texta og sviðsframkomu en síðast en ekki síst fyrir sérlega kraftmikil og grípandi lög. Bæði Peaches og Egill búa í Berl- ín í Þýskalandi þar sem mikil gróska hefur að undanförnu verið í myndlist og tónlist. „Hann efaðist um mig í byrjun. Við hittumst tveimur árum síðar og þá var ég farin að fá ein- hverja athygli. Hann spurði mig hvort ég ætlaði bara að syngja um kynlíf,“ segir hún og Egill játar þetta. „Ég kem úr listaheiminum þar sem fólk tekur hlutum alvar- lega,“ segir hann og tekur Peaches undir það. „Hann tók mig of alvar- lega.“ „Hún var alltaf að tala um kynlíf og ég spurði hvernig hún gæti tekið næsta skref framávið,“ segir Egill og játar tónlistarkonan því aðspurð að hún hafi farið lengra með þetta. „En það var ekki tilgangurinn, hann var að syngja bara um það sem mig langar til að syngja um.“ „Ég elska myndmálið sem þú not- ar,“ segir Egill um Peaches en til dæmis er hún með skegg á nýjasta plötuumslaginu. „Það er listamanns- hlið þín sem talar nú,“ svarar Peac- hes, hlær við og segist svo vera ánægð með að fá gagnrýni. „Það er gott þegar fólk spyr spurninga og dregur mann í efa. Margir voru spenntir yfir því sem ég var að gera í byrjun en skildu ekki hvað ég ætlaði að gera næst. Þetta var algengt við- horf. Ég fann fyrir miklum þrýstingi þegar ég gerði aðra plötu mína, Fat- herfucker. En þetta gekk upp og fólk tók mér vel,“ segir hún. Samstarf við Germaníu Peaches hefur búið í Berlín í meira en fjögur ár og Egill í fimm og hálft ár. „Það er mikið af fólki þarna og ég umgengst mikið af listamönn- um og tónlistarfólki,“ segir Peaches. Það er því við hæfi að þýsk-íslenska menningarfélagið Germanía styðji við tónleikana en félagið hefur staðið fyrir margskonar menningar- viðburðum tengdum Þýskalandi í rúm 80 ár. Kom það til vegna þess að nú situr ný stjórn í félaginu sem gjarnan vildi höfða til yngri fé- lagsmanna og nýliða. Af því tilefni eru tónleikagestir boðnir velkomnir að gerast félagar í Germaníu til eins árs sér að kostnaðarlausu. „Við erum búin að vera að vinna í Berlín svo lengi. Við erum listamenn með aðsetur í Berlín,“ segir hann. „Ég verð alltaf kanadísk,“ segir Peaches og heldur áfram. „Stundum er samt erfitt að samsvara sig við- horfi Kanadabúa sem getur verið þröngt. Þess vegna flutti ég.“ Peaches er þekkt fyrir kraftmikla og ögrandi sviðsframkomu. „Ég verð bara ein á sviðinu en þetta verða samt eins og stórir rokk- tónleikar. Þannig er orkan. Ég gef alltaf 500% af mér,“ segir hún um tónleikana í kvöld. „Fólk spyr oft hvort ég sé gjörn- ingalistamaður og þá svara ég því til að ég gæti ekki verið með sýningu ef ég fílaði ekki tónlistina mína. Tón- listin er alltaf aðalatriðið. Tónleikar snúast um að ná að tengjast áhorf- endunum og vera með lifandi stemn- ingu. Orkan skiptir máli, annars gæti fólk alveg eins hlustað á plöt- una heima í stofu,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði fyrir fimm ár- um voru raftónlistarmenn yfirleitt leiðinlegir á sviði. Þeir voru að búa til ótrúlega flotta tónlist en það var engin sýning í kringum hana. Þetta fannst mér bera vitni um að fólk hugsaði að tölvur og raftónlist væri fyrir gáfumenn og frumkrafturinn gleymdist,“ segir Peaches sem vill hafa nóg rokk og ról í tónleikunum hjá sér. „Mér finnst líka að raftónlist geti verið einfaldari og meira beint að kjarnanum. Kannski eins og pönkið í upphafi,“ segir Peaches en viðhorf hennar á sífellt meir upp á pall- borðið á meðal raftónlistarfólks. „Þetta snýst um að sleppa fram af sér beislinu fyrir framan áhorf- endur. Áhorfendurnir taka líka þátt, við gerum þetta saman.“ Það má lýsa tónlist hennar sem frelsandi. „Já, stelpum finnst tónlist- in oft frelsandi á meðan strákar verða hálfhræddir við hana. Það er gaman að syngja þessa texta þótt þeir séu dónalegir. Tónlistin á að hjálpa fólki við að losna við höft,“ segir hún og heldur áfram: „Karlar verða stundum ringlaðir þegar þeir hlusta á mig. Hversu oft á síðustu fimmtíu árum í rokkinu og þrjátíu og fimm árum í hipp hoppinu hafa kon- ur sungið með textum sem fjalla um konur að hrista brjóstin eða eitthvað slíkt? Ég vil hafa karlmennina með mér en þeir halda að ég sé að ráðast gegn þeim.“ Reyni ekki að vera móðgandi „Nýjasta platan mín heitir Fath- erfucker, ekki út af því að ég sé að reyna að vera móðgandi heldur vil ég vekja fólk til umhugsunar. Enskumælandi fólk, bæði konur og karlar, nota orðið „motherfucker“ jafnvel daglega en hugsa ekki um hvað það er að segja,“ segir hún. Peaches gerði lagið „Kick It“ með Iggy Pop, sem er að finna á nýjustu plötu hennar. „Tilgangurinn með því var ekki að ná sérstaklega til gagn- kynhneigðra manna. Ég hitti Iggy Pop og hann spurði hvort hann mætti nota eitt laga minna á plötuna sína og þá spurði ég hvort hann vildi vera með á plötunni minni. Þetta var alls ekki útpælt,“ segir hún og tekur til við að ræða fleiri táknmyndir rokksins. „Mick Jagger var bara að herma eftir hreyfingum Tinu Turn- er,“ segir Peaches og stendur upp og hristir sig til að undirstrika mál sitt. „En sá sem gerir þetta best – að hræra í kynjunum og hefðbundnum hlutverkum, er með hæstu röddina, flottasta gítarspilið og kynþokka- fyllstu sviðspersónuna er Prince. Ég þekki engan sem getur dansað eins vel á háum hælum og hann,“ segir Peaches. Svekkjandi misnotkun Lagið „Fuck the Pain Away“ er notað í kvikmyndinni Glötuð þýðing (Lost in Translation) eftir Sofiu Coppola í atriði sem á sér stað í nektardansstað. „Mér fannst það alveg dæmigert. Og veistu hvað er enn dæmigerð- ara? Ég er ekki á plötunni með tón- listinni úr kvik- myndinni og ég skil ekki af hverju. Mín kenn- ing er sú að plötu- fyrirtækið hafi ekki viljað setja viðvörunarmiða á plötuna en ég veit það auðvitað ekki. Það er til dæmis lag með Jesus & Mary Chain í myndinni og það er á plötunni en ekki lagið mitt,“ segir hún en þetta er þrátt fyrir að stór hluti lagsins heyrist í myndinni. „Þetta er svekkjandi því þarna er verið að nota mig til að hneyksla á sama tíma og verið er að halda mér fjarri,“ segir hún. Peaches og Egill eiga ýmislegt sameiginlegt annað en að búa í Berl- ín. „Við erum með eins karls hljóm- sveit og einnar konu hljómsveit,“ bendir Peaches á varðandi tón- leikana í kvöld. „Ég ætla að vera kvenlegur. Hún sér um að vera öll karlmannleg,“ segir Egill. „Ég ætla að vera einn á sviðinu með gítar. Ég ætla að spila lög af síðustu plötu minni og líka ný lög,“ segir Egill en hann ætlar að vera uppáklæddur á tónleikunum. „Mér hefur alltaf fundist skemmtilegra að horfa á hljómsveit sem lítur vel út. Ef það kemur dauður punktur er allavega hægt að horfa á fólkið á sviðinu.“ Aðeins 400 miðar eru í boði á tón- leikana og fer því hver að verða síð- astur til að næla sér í miða. Tónlist | Berlínarbúarnir Peaches og Egill Sæbjörnsson með tónleika í Klink og Bank í kvöld Morgunblaðið/Jim Smart Peaches og Egill Sæbjörnsson eru óhrædd við að bregða sér í óhefðbundin kynjahlutverk. ’Stelpum finnst tónlistin oft frels- andi á meðan strák- ar verða hálfhrædd- ir við hana. Ég vil hafa karlmennina með mér en þeir halda að ég sé að ráðast gegn þeim.‘ Tónleikar með Peaches í Klink og Bank í kvöld. Húsið verður opnað kl. 19. Um upphitun sér Egill Sæ- björnsson og Sindri Eldon þeytir skífur. Verð 2.500 kr. og miðasala er í 12 Tónum og skrifstofu Klink og Bank. www.peachesrocks.com www.egill.org ingarun@mbl.is Rafdrottning í rokki og róli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.