Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstri-grænna, segir miður
að stjórnarandstaðan hafi enga að-
ild átt að því að
undirbúa tillögur
starfshópsins.
„Við sjáum
engin rök fyrir
því að taka þarna
inn einhver tak-
mörk eða þrösk-
ulda. Allt af því
tagi hlýtur að
orka mjög tví-
mælis gagnvart afdráttarlausum
ákvæðum stjórnarskrárinnar. Svo
verða menn að spyrja sig að því
hvort þeim finnst það lýðræðislegt
og siðferðilega rétt, eins og málið er
vaxið,“ segir hann.
Trúir ekki að stefni
í enn eina illdeiluna
Steingrímur sér öll tormerki á því
að haga málum annan hátt en þann,
að einfaldlega sé boðað til kosninga
og einfaldur meirihluti í þeim kosn-
ingum ráði. Hann segist ekki trúa
því að stjórnarflokkarnir ætli að
efna í enn eina illdeiluna, og nú um
það hvernig fyrirkomulag kosning-
anna verði. „Ég mun láta segja mér
það þrisvar að mönnunum detti það í
hug að efna í enn einn ófriðinn. Ég
held að nóg sé komið. Það er alveg
ljóst, að allir þátttökuþröskuldar
eða slíkar takmarkanir munu sæta
harðri gagnrýni og margir munu
upplifa það sem tilraun til að hálf-
partinn snuða þjóðina um þann rétt
sem hún á ótvíræðan samkvæmt
stjórnarskrá. Ég vonast nú til þess
að menn sjái að sér og hafi þetta ein-
falt og skýrt. Þá þarf að minnsta
kosti ekki að deila um formsatriðin.“
Steingrímur J.
Sigfússon
Lágmarksþátt-
tökuviðmiðun
lýsir vantrausti
á þjóðina
MARGRÉT Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokks-
ins, segir ekki eðlilegt að setja höml-
ur sem gangi
gegn 26. grein
stjórnarskrár-
innar, þar sem
tilgreint sé að
leggja eigi laga-
frumvarp undir
atkvæði allra
kosningabærra
manna ef forseti
synji þeim staðfestingar. „Það sést
ekki að það sé framkvæmanlegt að
setja hömlur, og mér finnast hand-
valdir menn vera að opna leið fyrir
stjórnarflokkana til að aflaga fram-
kvæmd frjálsra kosninga. Skýrslan
er að mörgu leyti greinargóð. Við er-
um hins vegar ekki sátt við að verið
sé að opna fyrir leið sem ekki virðist
vera fær,“ sagði Margrét í samtali
við Morgunblaðið.
Margrét bendir á, að í Sviss, þar
sem einna lengst hefur verið við lýði
milliliðalaust lýðræði, sé einfaldur
meirihluti meginregla. „Þetta geng-
ur í raun og veru út á það að skerða
kosningaréttinn og ég tel að með því
séu stjórnarflokkarnir að forðast
það vantraust sem yfirvofandi er ef
þjóðin hafnar algjörlega fjölmiðla-
lögunum,“ sagði Margrét ennfrem-
ur.
Margrét
Sverrisdóttir
Gert til að
aflaga fram-
kvæmd frjálsra
kosninga
Það var fjarri mér að taka þátt í þeirri ruglandi
sem einkennt hefur deilurnar um synjunarrétt for-
setans og þjóðaratkvæði í kjölfarið. En fyrst Ragnar
Aðalsteinsson tók sér fyrir hendur í grein hér í
blaðinu sl. laugardag að túlka ummæli Bjarna Bene-
diktssonar í samtali sem ég átti við hann fyrir for-
setakosningarnar 1968 stenzt ég ekki mátið og bendi
á eftirfarandi:
Ragnar gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að leggja
ranglega út af orðum Bjarna, en enginn vafi er á því
að blaðið túlkar þau rétt. Það gerir Ragnar ekki.
Hann notar þá gamalkunnu aðferð að sleppa kjarna
málsins og lesa með þeim hætti annað út úr text-
anum en til var ætlazt.
Það stendur mér einna næst að minna á það sem
Bjarni sagði, en Ragnar sleppti í laugardagsgrein-
inni:
Forsetinn hefur „að nafni eða formi til“ vald til að
knýja „fram þjóðaratkvæðagreiðslu um laga-
frumvarp með því að synja frumvarpinu staðfest-
ingar“. Um þetta vald megi þó deila og hvort heppi-
legt hafi verið að setja það í stjórnarskrána. „A
hefur þessu ákvæði verið beitt,“ segir Bjarni e
„og sannast sagna á ekki að beita því, þar sem
ræði er viðhaft.“
Bjarni Benediktsson sagði einnig í þessu sam
okkar, að í þingræðislandi væri „staðfesting þj
höfðingjans á gerðum löggjafarþings [er] einun
formlegs eðlis“.
Bjarni var fyrst og síðast þingræðissinni og
ég drepa á það í bók minni Málsvörn og minnin
sem væntanleg er með haustinu.
Án fyrrnefndra orða Bjarna Benediktssonar
ur enginn skýrt afstöðu hans til forsetaembætt
þingræðis.
En ef áróðursmenn kjósa endilega að fara í k
um þau eins og pólitískir hlaupakettir kringum
an graut er það á ábyrgð þeirra sjálfra, en kem
Bjarna Benediktssyni ekkert við.
Bréf til blaðsins
Hvað sagði Bjarni?
Matthías Johanness
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, segir skýrslu starfshóps
um þjóðarat-
kvæðagreiðslu,
sem gerð var op-
inber í gær, sýna
ljóslega að
stjórnarskrár-
ákvæði um synj-
unarvald forseta
hafi lítið verið
hugsað á sínum
tíma. „Ég tel skýrsluna afar vel
unna. Mér finnst hún sýna ljóslega
að þetta ákvæði stjórnarsk
hefur lítið verið hugsað
tíma – þegar það var sett þa
Halldór segir að flestir
sammála því að eðlilegt sé v
aðstæður að setja skilyrði
atkvæðagreiðslu. Nefndin
þó ekki að neinni ákveðinn
stöðu um það hver þau eigi
„Það er þá háð ákvörðunar
þingis hvernig það skuli g
er hlutur sem við eigum
ræða í framhaldi af
skýrslu.“
Inntur eftir því hvort h
einhverjar hugmyndir í
efnum segir hann: „Nei.
þessu stigi. Ég er bara búin
skýrsluna og ég á eftir að r
frekar við mitt fólk. Ég vi
segja um það fyrr en ég h
við það og þá lögfræðinga
þessu hafa komið.“
Halldór
Ásgrímsson
Flestir
sammála um
skilyrði
ENN UM GAGNRÝNI
FORSETANS
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-lands, hélt áfram gagnrýni sinniá umfjöllun Morgunblaðsins um
forsetakosningarnar í viðtali við blaðið í
gær. Hann sagði m.a.:
„Það var annars vegar þessi forsíðu-
frétt (sem fjallað var um í forystugrein
blaðsins í gær – innskot Mbl.) og hins
vegar það hvað sett var í fyrirsagnir í
frásögn blaðsins af umræðuþáttunum í
sjónvarpinu og hvaða skilaboð voru þar
sett í fréttir frá mótframbjóðendum mín-
um, án þess að nokkur skilaboð kæmu
frá mér. Það voru dylgjur þeirra um það
að ég væri háður Norðurljósum og að ég
væri háður stjórnmálaöflum. Morgun-
blaðið taldi rétt að setja þær dylgjur í
fyrirsagnir.“
Eftir að sjónvarp kom til sögunnar og
tók að mörgu leyti við hlutverki funda á
vettvangi stjórnmálanna hefur Morgun-
blaðið haft þann hátt á, sérstaklega síð-
ustu daga fyrir kosningar, að birta frétt-
ir af umræðum í umræðuþáttum
sjónvarpsstöðvanna að svo miklu leyti,
sem telja mátti að eitthvað fréttnæmt
kæmi fram í þeim umræðum. Þessi hátt-
ur var hafður á sl. föstudagskvöld og
tvær fréttir birtust um þær umræður á
bls. 6 í blaðinu auk þess sem vitnað var til
frambjóðenda í forsíðufréttinni um-
ræddu og undirfyrirsagnir teknar upp
úr ummælum frambjóðenda á forsíðu.
Þeim undirfyrirsögnum var raðað þann-
ig upp að fyrst var vitnað til forsetans,
síðan til Baldurs Ágústssonar og loks til
Ástþórs Magnússonar. Spyrja má hvort
eðlilegra hefði verið að raða þessum fyr-
irsögnum upp í stafrófsröð en forsetinn
hefur að vísu ekki gert athugasemd við
þessa niðurröðun.
Í fréttum af þessum umræðum á bls. 6
var annars vegar fyrirsögn upp úr um-
mælum Ástþórs Magnússonar og hins
vegar Baldurs Ágústssonar. Í þeirri
frétt, sem byggðist á ummælum Ástþórs
Magnússonar, var vitnað til ásakana
frambjóðandans um tengsl forsetans við
Norðurljós. Ástæðan fyrir því var sú, að
þær ásakanir voru kjarninn í gagnrýni
Ástþórs Magnússonar á forsetann. Að
vitna ekki til þessara ásakana Ástþórs
hefði verið léleg blaðamennska. Það er
ekki rétt hjá forsetanum að þetta hafi
verið gert „án þess að nokkur skilaboð
kæmu frá mér“.
Í fréttinni, sem byggðist á ummælum
Ástþórs, voru eftirfarandi svör höfð eftir
forsetanum:
„Fullyrðingar eins og Ástþór var hér
með um það fólk, sem hefur stutt mig og
safnað undirskriftum og annað í þessum
dúr, það er voða erfitt fyrir mig að sitja
hér og ætla að fara að svara öllum þess-
um rangfærslum.“
Í fréttinni, sem byggðist á ummælum
Baldurs Ágústssonar í sjónvarpsumræð-
unum, var vitnað til þeirra orða Baldurs,
að forsetinn ætti „harma að hefna og
greiða að gjalda“. Um það var haft orð-
rétt eftir Baldri Ágústssyni í fréttinni:
„Ólafur Ragnar var virkur á vinstri
væng stjórnmálanna í áratugi og ég efast
ekkert um að hann hafi verið þar af heil-
um hug. Gamall fjandskapur, sem hefur
myndast þar, gömul vinátta og innri til-
finningar, breytast ekki við það eitt að
skila flokksskírteininu og flytja til
Bessastaða. Hann er eftir sem áður
vinstri sinnaður stjórnmálamaður sem
hefur harma að hefna og greiða að
gjalda.“
Það er ekki rétt hjá forsetanum að
þessi ummæli hafi verið birt „án þess, að
nokkur skilaboð kæmu frá mér“.
Í þessari frétt voru orðrétt höfð eftir
Ólafi Ragnari ummæli, sem voru svo-
hljóðandi af þessu tilefni:
„Staðreyndin er nú sú, að eitt af því,
sem maður lærir vel á vettvangi ís-
lenzkra þjóðmála er að maður vinnur
með fólki úr öllum flokkum. Ég hafði átt
ágæta samvinnu við forsætisráðherra
áður en ég varð forseti og ég tala nú ekki
um utanríkisráðherra, sem ég hafði setið
með í mörg ár á Alþingi. Þannig að það
sýnir dálitla vanþekkingu á íslenzkum
þjóðmálum og hvernig menn starfa á
vettvangi stjórnmálanna, af hálfu Bald-
urs, að halda þar að menn séu miklir
fjandmenn og þurfi harma að hefna.“
Á þessari frétt var svohljóðandi undir-
fyrirsögn: Ólafur Ragnar segist hafa átt
ágæta samvinnu við forsætisráðherra.
Eins og sjá má af þessu byggjast at-
hugasemdir forsetans við þessar tvær
fréttir á rangfærslum hans sjálfs.
Það er svo umhugsunarefni, hvort
skilja má þessar athugasemdir á þann
veg, að forsetinn telji athugavert að
segja frá ummælum mótframbjóðend-
anna tveggja. Forsetinn telur að í um-
mælum Ástþórs Magnússonar hafi verið
„rógur og dylgjur“. Þá vaknar sú spurn-
ing, hvers vegna hann ræðst á Morgun-
blaðið fyrir að segja frá ummælum, sem
falla í sjónvarpsþáttum, þar sem hann
sjálfur er til andsvara en gerir engar at-
hugasemdir við forráðamenn sjónvarps-
stöðvanna að hafa látið Ástþór Magnús-
son komast upp með það í
sjónvarpsþáttunum tveimur að hafa uppi
í hans garð „róg og dylgjur“.
Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu
sl. sunnudag sagði forsetinn m.a.:
„Og Morgunblaðið hefur síðan á loka-
sprettinum verið yfirfullt af greinum
gegn mér …“ Morgunblaðið hefur á und-
anförnum vikum birt greinar eftir nafn-
greinda höfunda, sem ýmist hafa gagn-
rýnt forsetann eða stutt hann. Er
forsetinn að gefa til kynna, að Morgun-
blaðið hefði átt að neita að birta þessar
greinar?
Í viðtali við Stöð 2 sl. sunnudagskvöld
sagði forsetinn:
„Ef Morgunblaðið vill fara að stunda
blaðamennsku af þessu tagi, gamla
kaldastríðsstílnum, þá er þeim auðvitað
alveg frjálst að gera það.“
Í hverju fólst blaðamennska Morgun-
blaðsins á dögum kalda stríðsins? Hún
fólst í því að upplýsa almenning á Íslandi
um afleiðingar kúgunar og harðstjórnar
kommúnismans. Hverjir héldu því fram,
að það væri það sem kallað var „Mogga-
lygi“? Það voru forystumenn Sameining-
arflokks alþýðu-Sósíalistaflokks og arf-
taka þess flokks Alþýðubandalagsins svo
og forsvarsmenn Þjóðviljans. Að kalda
stríðinu loknu voru allar upplýsingar,
sem Morgunblaðið veitti lesendum sín-
um staðfestar en erindrekstur sósíalista
á Íslandi fyrir heimskommúnismann
upplýstur. Einn af formönnum Alþýðu-
bandalagsins á þessum tíma var Ólafur
Ragnar Grímsson en það skal tekið fram,
að hann kom úr annarri átt en arftakar
gömlu sósíalistanna og kjör hans til for-
mennsku í Alþýðubandalaginu markaði
þau tímamót, að þeir erfingjar réðu ekki
lengur ferðinni að fullu innan flokksins.
Þegar forsetinn talar um „gamla kald-
astríðsstílinn“ er hann að tala um blaða-
mennsku sem snerist um að leiða fram
réttar upplýsingar. Blaðamennska
Morgunblaðsins snýst enn um að leiða
fram réttar upplýsingar m.a. um fjöl-
miðlalögin og hvað í þeirri ákvörðun for-
setans felst að beita 26. grein stjórnar-
skrárinnar á þann veg, sem hann hefur
gert og því verður haldið áfram.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
segir skýrslu starfshóps um þjóðar-
atkvæðagreiðslu
vel unna og að
hún muni koma
að gagni við frek-
ari ákvörðunar-
töku um málið.
Gert er ráð fyrir
því að skýrslan
verði rædd á rík-
isstjórnarfundi á
föstudag.
„Þetta er vel unnin skýrsla og
kemur að gagni við frekari ákvörð-
unartöku,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið í gær. Aðspurður seg-
ir hann þó enga ákvörðun hafa verið
tekna varðandi tilhögun atkvæða-
greiðslunnar. Hann segir ennfremur
aðspurður að skýrslan verði vænt-
anlega rædd á ríkisstjórnarfundi á
föstudag.
Davíð
Oddsson
Kemur að
gagni við
frekari ákvörð-
unartöku
ÖSSUR Skarphéðinsson, f
Samfylkingar, telur að ni
nefndarinnar styrki mjög þ
armið s
andstöðu
að stjór
in heimil
sett séu
þjóðarat
greiðslu
heimili
konar þr
eða gi
„Það er
isvert að nefndin nefnir það
lega að ekki komi til greina
skilyrði um 75% lágmarks
eða lagaskilyrði fyrir því a
aukinn meirihluti. Hún und
jafnframt, að það sé ber
mikill ágreiningur milli lögf
um þessi efni og staðfestir
að það er í besta falli vafi
slík áform gangi,“ segir Öss
Stjórnarskráin njóti v
„Mín niðurstaða er sú, að
nefndarinnar undirstriki að
falli leiki vafi á því hvort
heimilt. Stjórnarskráin á
vafans, og því tel ég að þet
sjónarmið stjórnarandstö
anna að það eigi ekki að se
slík skilyrði.“ Össur segir e
arvert, að nefndin tali um
anlega sé verjanlegt að se
skilyrði. „Sjálf ítrekar hún á
stöðum í skýrslunni að
stjórnarskrárinnar, sérstak
greinarinnar, bendi til þess
lög kynnu hugsanlega að st
við þau ákvæði.“
Einboðið sé að ríkisst
stjórnarandstaða búi til lög u
aratkvæðagreiðslu sem byg
skilyrðum um lágmarks
eða aukinn meirihluta.
Össur
Skarphéðinsso
Skýrslan st
ur sjónarm
stjórnaran
stöðunna