Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 12

Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 12
ERLENT 12 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMÞYKKT var á leiðtogafundi Atl- antshafsbandalagsins, NATO, í Ist- anbúl í Tyrklandi í gær að veita bráðabirgðastjórn Íraks aðstoð við að þjálfa nýjan herafla sinn. Yfirlýs- ingin var birt nokkrum stundum eftir að bráðabirgðastjórnin tók við völd- um í Bagdad. „Við erum einhuga um að styðja írösku þjóðina og bjóðum nýrri, fullvalda bráðabirgðastjórn fullt samstarf við að koma á innra ör- yggi,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig fordæmdi bandalagið hryðjuverk í Írak og hvatti til þess að þegar yrði bundinn endi á þau. Valdataka bráðabirgðastjórnarinnar í Bagdad, sem kom á óvart þar sem hún hafði verið fyrirhuguð á morgun, miðvikudag, varð til þess að mjög létti yfir mönnum en NATO hefur átt við mikið sundurlyndi að stríða vegna deilnanna um innrásina í Írak í fyrra. Leiðtogarnir ákváðu að fjölga verulega í friðargæsluliðinu í Afgan- istan og samþykkt var að NATO, sem hefur í níu ár stjórnað friðar- gæslu í Bosníu-Herzegóvínu, muni um næsta áramót láta það verkefni í hendur Evrópusambandinu. En mál- efni Íraks bar hæst í gær á fundinum sem lýkur í dag. Ráða sjálfir örlögum sínum „Það sem skiptir öllu er að fram- vegis munu Írakar sjálfir ráða örlög- um sínum,“ sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og helsti stuðningsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í Íraksdeilunum. Frakkar voru hins vegar varkárir og fögnuður þeirra takmarkaður enda helstu forystumenn þeirra sem voru á móti innrásinni. Frakkar vilja ekki að fáni NATO blakti í Írak og vilja, eins og Þjóðverjar, að þjálfunin fari fram utan Íraks en óljóst er hvernig fundin verður lausn á þeim ágreiningi. „Við höfum tekið skýrt fram að við viljum ekki að þýskir her- menn fari til Íraks,“ sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Rík- in tvö og fleiri í bandalaginu eru and- víg þeim hugmyndum Bandaríkja- manna að NATO taki að sér mun viðameira verkefni við öryggisgæslu í Írak og setji upp aðgerðamiðstöð í landinu sjálfu. Þrátt fyrir þetta er talið hugsan- legt að NATO muni verða með ein- hvers konar formlegar stöðvar í land- inu. Ekki er ljóst hve margir menn verða sendir til að þjálfa íraska her- inn og öryggissveitirnar. Var emb- ættismönnum aðildarríkjanna falið að taka ákvörðun um þau mál eins fljótt og auðið er í samvinnu við full- trúa Íraka. „Það er íraska stjórnin … og eingöngu íraska stjórnin sem mun ákveða tilhögunina [á þjálfuninni],“ sagði Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO. Alls hafa 16 aðildarríki af 26 sent hermenn til Íraks. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra Íraks, sagðist hafa beðið bandalagið um að útvega Írök- um brynvarða liðsflutningavagna og annan herbúnað. Einnig stakk hann upp á því að það sendi hermenn til að vernda þá sem annast verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í landinu. Talið er að í fyrstu verði Írökum boðið að háttsettir liðsforingjar hljóti þjálfun við herskóla í Róm og Obe- rammergau í Þýskalandi en síðan verði sendir sérfræðingar til að ann- ast þjálfun í Írak. Fjölgun liðsafla í Afganistan Leiðtogar NATO samþykktu enn- fremur að fjölgað yrði um 3.500 manns í friðargæsluliðinu í Afganist- an, ISAF. Eiga þar að verða 10.000 hermenn í september en þá er ætl- unin að Afganar kjósi sér lýðræðis- legt þing. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að undirbúa kosningarnar og koma á fót kjörskrá, einkum vegna árása talibana. Fjölgunin í Afganist- an er nokkru meiri en gert hafði verið ráð fyrir en NATO tók við friðar- gæslunni í ágúst í fyrra. Frakkar og Þjóðverjar munu m.a. leggja til þús- und manna lið úr sameiginlegum liðs- afla sem þeir stofnuðu 1989 en í hon- um eru alls um 5.000 hermenn. „Við munum útvega þann búnað og menn sem nauðsyn krefur til að tryggja að verkefnið heppnist,“ sagði í yfirlýs- ingu leiðtoganna í gær. Gæslulið NATO hefur nær ein- göngu haldið sig í höfuðborginni Kabúl en stefnt er að því að það komi sér upp stöðvum á nokkrum stöðum norðarlega í landinu til að auðvelda stjórn Hamids Karzais forseta að byggja landið upp á ný og tryggja að einhvers konar lýðræði komist á. Embættismaður hjá NATO sagði í gær að auk þess gæti farið svo að framvarðastöð yrði stofnuð í borg- inni Herat í vestri en þar fer einn af mörgum stríðsherrum landsins í reynd með völdin og stjórnvöld í Kabúl hafa þar lítil áhrif. Mest hafa átökin þó verið við vopnaða flokka talibana á svæðum þjóðarbrots past- úna í sunnan- og suðaustanverðu landinu. Afganskir leiðtogar fögnuðu í gær niðurstöðunni á fundinum í Istanbúl en þeir hafa lengi kvartað undan því að vestræn ríki hafi ekki staðið við loforð um aðstoð eftir að stjórn talib- ana var steypt í árslok 2001. Leiðtogar NATO sam- þykkja aðstoð við Íraka Frakkar og Þjóðverjar vilja þjálfa hermenn bráðabirgðastjórnarinnar utan Íraks Istanbúl, Müllheim. AP, AFP. Reuters Nokkrir af leiðtogum NATO á fundinum í Istanbúl í gær. Í efri röð eru frá vinstri Davíð Oddsson forsætisráð- herra, þá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og loks Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu. Í neðri röð f.v. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, og Jacques Chirac, forseti Frakklands. HUNDALEIGUR, þar sem fólk getur leigt sér hund í klukkutíma í senn, eru nýjasta æðið í Tókýó. Japanir sem geta ekki átt hund vegna þess hversu íbúðir þeirra eru litlar eða þá að hundahald er bannað í blokkinni þeirra flykkj- ast nú á hundaleigur þar sem þeir reiða fram þúsund krónur og fá í staðinn hund til að fara með í gönguferð. „Við erum þrjú í fjölskyldunni sem elskum hunda en afi hatar þá,“ segir 12 ára stúlka sem býr með foreldrum sínum og ömmu sinni og afa í blokk í Tókýó. Hún fer á hundaleiguna Heim hundanna í hverri viku og leigir sér hund. Hjá Heimi hundanna eru 35 hundar til leigu og allir eru þeir meira en ársgamlir. Sá sem leigir hund fær ól, þurrkur og plastpoka til að þrífa upp eftir hundinn. Strangar reglur gilda um meðferð hundanna, þeim má ekki sleppa lausum, þeir verða að fá að vera í skugga ef heitt er í veðri og bannað er að gefa þeim að borða. Einnig er hægt að leigja þá yfir nótt fyr- ir rúmar 7.000 krónur og fylgja þá með matur, vatnsskál og búr sem hundurinn á að sofa í. Í Tókýó einni eru leigur sem þessar orðnar 115 talsins en fyrir þremur árum voru þær ein- ungis sautján. Japanir eru sagðir óðir í hunda, þeir eiga yfir 11,1 milljón þeirra auk þess sem hlutir eins og hundailmvötn, hundasófasett og ilmkjarnaolíumeðferð fyrir þessa ferfættu vini þykja sjálfsagðir. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af þessu nýjasta æði. Dýralæknar telja að dýrin sem eru til leigu lifi erfiðu lífi. „Að vera send í gönguferð með fólki sem þau þekkja ekki getur valdið miklum kvíða hjá feimnum dýrum,“ segir Chizuko Yamaguchi, dýralæknir hjá japanska dýraeft- irlitinu. Bendir hún á að hvolpar og kettlingar geti átt á hættu að fá niðurgang vegna streitu þegar ókunnugir kjassa þá. „Streitan verður skelfileg ef þeim er klappað mikið. Ég held jafnvel að sum dýr geti dáið vegna þessa,“ seg- ir Yamaguchi. Toshi Motegi, dýralæknir í Tók- ýó, kveðst telja varasamt að fara með dýr eins og hluti og að þau séu notuð sem stund- argaman. Hann bendir á að hundar eigi sjálfir að fá að velja hverjir fari með þá í gönguferðir. Hiromi Maeda, forstöðumaður Heims hundanna, segir að starfsfólk skoði vandlega hvern hund fyrir sig til að fullvissa sig um að þeir séu upplagðir til að fara út í göngu þann daginn. Þá sé jafnvel reynt að velja hunda með persónuleika sem passar við viðskiptavininn. „Ef hingað kemur barn sem grætur mikið þá látum við það fá hund með stórt hjarta,“ segir Maeda. „Við spyrjum viðskiptavini hvort þeir vilja hund sem hægt er að knúsa og kjassa eða hund til að fara með í langa göngu.“ Hún segir að markmiðið með leigunni sé ekki að græða peninga heldur að leyfa nýgræðingum að öðlast reynslu í því hvernig á að umgangast gæludýr. Með hund í klukkustund Tókýó. AFP. Reuters Japanar eru sagðir mikið hundafólk og eru hinir undarlegustu hlutir á borð við hundailmvötn og hundasófasett vinsælir í Japan. VALDAS Adamkus sigraði naum- lega í síðari umferð forsetakosninga sem fram fór í Litháen á sunnudag, en lokaúrslit voru tilkynnt í gær. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Kazimiera Prunskiene, kom fast á hæla Adamkus, með tæp 48% greiddra atkvæða. Adamkus hlaut 52%. Adamkus sagðist mundu vinna að því að endurvekja heiðarlega ímynd landsins í kjölfar sigursins, en ein- ungis tveir mánuðir eru liðnir frá því að þáverandi forseti, Rolandas Paks- as, var sviptur embætti af þjóð- þinginu eftir 15 mánaða setu sem forseti. Paksas studdi framboð Punskiene til forseta. Adamkus sneri aftur til Litháens árið 1997, eftir fimm áratuga búsetu í Bandaríkjunum og útlegð frá Sov- étríkjunum. Hann var forseti Lithá- ens 1998 til 2003 og lagði grunninn að inngöngu landsins í Atlantshafs- bandalagið (NATO) og Evrópusam- bandið í forsetatíð sinni. Forseti Litháens tekur ekki þátt í almennum stjórnmálum en skipar mikilvægt hlutverk við myndun rík- isstjórna og við að tala fyrir utanrík- isstefnu landsins AP Adamkus eftir sigurinn. Adamkus sigr- aði í Litháen Vilnius. AP. Á FYRSTU tveimur árunum eftir að miðju-hægristjórn And- ers Fogh Rasmussens, leiðtoga Venstre, tók við völdum í Dan- mörku var ekkert danskt ríkis- fyrirtæki selt. Þetta kemur fram í nýju yfirliti danska fjármála- ráðuneytisins, sem Berlingske Tidende vitnar til í frétt í gær. „Þetta er ekki fullnægjandi,“ hefur blaðið eftir Kristian Jen- sen, talsmanni Venstre í ríkis- fjármálum. Þvert á það sem flestir hefðu búizt við hefur mjög hægt á einkavæðingu í Danmörku í stjórnartíð Ven- stre, sem þykir skjóta nokkuð skökku við, ekki sízt með tilliti til þess hve iðin ríkisstjórn jafn- aðarmannsins Poul Nyrups Rasmussens, sem hélt um stjórnartaumana á árunum 1993–2001, var við að draga úr ríkisrekstri. Á þessu tímabili voru dönsk ríkisfyrirtæki seld fyrir sem nemur um 400 millj- örðum íslenzkra króna. Á fyrstu tveimur stjórnarárum Foghs fór engin slík sala fram. Sala á hlut ríkisins í Orange-fjarskiptafyr- irtækinu, sem gekk í gegn fyrr á þessu ári, bættu sem nemur 1.300 milljónum ísl. kr. í ríkis- kassann. Þá hefur, samkvæmt skýrslu fjármálaráðuneytisins, heldur ekkert frekar gerzt í að færa op- inbera þjónustu í hendur einka- rekstrar. Talsmenn dönsku vinnuveitendasamtakanna HTS segja þetta mjög gagnrýnivert. Að mati samtakanna væri hægt að spara sem nemur um 150 milljörðum ísl. kr. á ári í ríkisút- gjöldum ef einkaaðilar yrðu fengnir í ríkari mæli til að ann- ast opinber verkefni. Lítið einka- vætt í tíð Foghs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.