Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KYNNING á lögum sem þjóð- aratkvæðagreiðsla tekur til hverju sinni er í skýrslunni sögð vandmeðfarin undir slík- um kringumstæðum. Lagt er til að eigi síðar en viku fyrir kosningar sé dóms- og kirkju- málaráðuneytinu falið að dreifa á öll heimili upplýsingariti sem hafi að geyma þau lög sem kjósa skuli um, eftir atvikum lög sem breytt er með þeim lögum og almenn lög um til- högun atkvæðagreiðslunnar. Lagt er til að þjóðarat- kvæðagreiðslur verði auglýstar með hefðbundnum hætti í Lög- birtingablaði og öðrum fjöl- miðlum. Ekki þyki fært að ganga lengra í kynningu af hálfu stjórnvalda „enda ljóst að öll frekari kynning en sú sem felst í þeirri hlutlausu afstöðu að afhenda eingöngu þau lög sem um er að ræða og auglýsa jafnframt framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar getur ork- að tvímælis og verið fallin til deilna“, segir í skýrslunni. Ekki er lagt til að lögbundin verði heimild til að verja fjár- munum til samtaka sem kunni að myndast í aðdraganda þjóð- aratkvæðagreiðslna. STARFSHÓPURINN telur að lágmarksfrestur til und- irbúnings þjóðaratkvæða- greiðslu sé fjórar vikur frá því synjun forseta liggur fyrir. Telur hópurinn rétt að at- kvæðagreiðslan dragist ekki lengur en tvo mánuði frá þeim tíma. Í skýrslunni er fjallað nokk- uð ítarlega um tímasetningu. Minnt er á að í 26. grein stjórnarskrárinnar segi að bera skuli ákvörðun forseta undir atkvæði svo fljótt sem verða megi en nánari leiðbein- ingar sé ekki að finna í stjórn- arskrá. Íslenskir stjórnlaga- fræðingar virðist ekki heldur hafa velt þessu álitaefni fyrir sér af neinni alvöru. Þá kemur fram í skýrslunni að ekki þyki óeðlilegt að at- kvæðagreiðslan sem nú stend- ur fyrir dyrum geti farið fram að liðnum þremur vikum frá gildistöku lagafrumvarps þar að lútandi. Sé miðað við að af- greiðsla Alþingis á frumvarpi taki hálfan mánuð frá 5. júlí geti þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram fyrsta eða annan laugardag í ágúst. Segir að óheppilegt sé með tilliti til skilyrðis 26. greinar stjórn- arskrárinnar að atkvæða- greiðslan dragist svo einhverju nemi fram yfir þau tímamörk. Dragist ekki leng- ur en tvo mánuði deild Háskólans í Reykjavík og verðandi dómara við Mannrétt- indadómstól Evrópu, Þór Vil- hjálmsson, fyrrverandi prófessor, hæstaréttardómara og dómara við EFTA-dómstólinn og Mann- réttindadómstól Evrópu, og Eirík Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá bárust starfshópnum skriflegar grein- argerðir dr. Gunnars G. Schram, prófessors emeritus, dags. 21. júní 2004, og Ragnars Aðalsteins- sonar hrl., dags. 21. júní 2004.“ Könnuð voru lögskýringargögn hérlendis og aflað upplýsinga um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna í grannlöndum. Naut hópurinn þar liðsinnis sendiráða og utanríkisþjónustunnar. LEITAÐ var til sérfræðinga á ýmsum sviðum eftir áliti og upp- lýsingum og telur nefndin þá upp í skýrslu sinni. „Þá fékk nefndin á sinn fund þau Gunnar Helga Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, Þor- lák Karlsson, framkvæmdastjóra rannsókna og upplýsingasviðs IMG Gallup, Friðrik H. Jónsson, forstöðumann Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands, Pál Hreinsson, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands og sérfræð- ing í stjórnarfarsrétti, Sigurð Líndal, prófessor emeritus, Björgu Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við laga- Leitað álits sérfræðinga Upplýsingar born- ar á hvert heimili LAGT er til í skýrslu starfs- hópsins að uppbygging og framsetning spurninga á at- kvæðaseðlum verði „skýr og af- dráttarlaus og með þeim hætti að hlutlægni verði ekki dregin í efa“. Starfshópurinn leggur til að við atkvæðagreiðsluna um framtíðargildi fjölmiðlalaganna svonefndu, laga nr. 48/2004, verði byggt á tillögu Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Spurningin verði svo- felld: „Eiga lög nr. 48/2004, um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi sam- þykkti, en forseti synjaði stað- festingar, að halda gildi sínu? ° Já, þau eiga að halda gildi. ° Nei, þau eiga að falla úr gildi.“ Spurt verði skýrt og afdráttarlaust S tarfshópur ríkisstjórnar- innar um tilhögun þjóðar- atkvæðagreiðslu sam- kvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar hefur skilað skýrslu til ríkisstjórnarinnar. Hópurinn telur að setja beri almenn lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, óhjá- kvæmilegt sé að taka á brottfalli laga og eftir atvikum lagaskilum, verði lög felld úr gildi, og að rök standi til þess að þjóðaratkvæðagreiðslur sæti skilyrðum með tilliti til þátttöku og/ eða að meirihlutann myndi ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna. Karl Axelsson, hæstaréttarlög- maður og formaður nefndarinnar, og Jón Sveinsson hrl. kynntu skýrsl- una. Ásamt þeim skipuðu hópinn hæstaréttarlögmennirnir Andri Árnason og Kristinn Hallgrímsson. Með hópnum starfaði Kristján Andri Stefánsson, deildarstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Fyrsti fundur starfs- hópsins var 8. júní og lauk hann störfum 24. júní. Karl og Jón sögðust vona að skýrslan gæti orðið grundvöllur að lýðræðislegri umræðu á næstunni um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í skýrsl- unni eru settir fram þrír möguleikar á fyrirkomulagi skilyrða. Í fyrsta lagi ákvæði um aukinn meirihluta, ákvæði um lágmarksþátttöku og í þriðja lagi um ákveðið hlutfall at- kvæðisbærra manna. Hópurinn telur það fremur vera pólitíska ákvörðun en lögfræðilega við hvaða hlutfall eigi að miða, verði krafist aukins meirihluta. Leggja ekki til aukinn meirihluta Starfshópurinn segir hugsanlegt fyrirkomulag skilyrða snúast um aukinn meirihluta, lágmarksþátt- töku og ákveðið hlutfall atkvæðis- bærra manna. Segir í skýrslunni að fordæmi séu fyrir kröfum um aukinn meirihluta en telur þennan kost ekki koma til álita. Rök fyrir lágmarksþátttöku segir hópurinn einkum vera þau að kjör- sókn hérlendis hafi verið góð allan lýðveldistímann. Telur hópurinn að til greina komi að taka upp hóflega og málefnalega kröfu um lágmarks- þátttöku. Sýnist hópnum málefna- legt að við framsal löggjafarvalds í formi beinnar þátttöku almennings skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar sé ekki gerð minni krafa um þátttöku þannig að minnsta kosti helmingur kosningabærra manna taki þátt og hljóti þessi kostur að koma til skoð- unar en endanlegt mat sé pólitískt en ekki lögfræðilegt. Starfshópurinn telur það vægustu útfærslu skilyrðis að einfaldur meiri- hluti ráði en ákveðið hóflegt hlutfall atkvæðisbærra manna greiði þó at- kvæði gegn lögunum „enda útilokar beiting þess áhrif þeirra sem ekki kjósa að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni og hvetur fremur en letur til þátttöku“. Um nánara mat á því við hvaða hlutfall eigi að miða segir í skýrsl- unni að miða mætti neðri mörk að minnsta kosti við að 25% atkvæðis- bærra manna greiddu atkvæði gegn lögunum og sé þar horft til viðmiðs um að að minnsta kosti helmingur kosningabærra manna taki þátt í at- kvæðagreiðslunni. Um efri mörk mætti horfa til meðalkjörsóknar í al- þingiskosningunum á lýðveldistíma, 88,58%, og þá krefjast þess að helm- ingur þess fjölda, um 44% atkvæð- isbærra manna, þurfi að greiða at- kvæði gegn lögunum eigi að ganga gegn vilja Alþingis. „Starfshópurinn tekur þó fram að þeim mun hóflegri sem takmörkun af þessu tagi er, þeim mun líklegra verður talið að hún fái staðist.“ Starfshópurinn leggst gegn því að beitt verði fleiri en einu skilyrði sam- hliða ef það yrði ákveðið á annað borð. Um setningu skilyrða Rakin eru ítarlega sjónarmið er styðja setningu skilyrða svo og sjón- armið sem mæla gegn þeim. Í skýrsl- unni hefur starfshópurinn dregið saman eftirfarandi ályktanir um þetta efni: „Það er mat starfshópsins að rík efnisleg rök standi til þess að þjóð- aratkvæðagreiðslur skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar sæti skilyrðum með tilliti til þátttöku og/eða að meirihlutann myndi ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna, sbr. það sem rakið er í kafla 4.6.1. hér að framan. Þó svo að halda megi því fram að unnt sé að láta fara fram atkvæða- greiðslu á grundvelli 26. gr. stjórn- arskrár án þess að sett séu sérstök skilyrði um þátttöku, aukinn meiri- hluta og annað slíkt, má telja að veruleg rök séu engu að síður til þess að setja slíkri atkvæðagreiðslu til- tekin skilyrði, enda samræmist þau lýðræðislegum markmiðum stjórn- arskrárinnar og setji atkvæða- greiðslunni ekki fyrirfarandi tálman- ir. Um þetta má vísa til sjónarmiða sem fram komu hjá flestum þeim álitsgjöfum sem starfshópurinn leit- aði til, til fyrirkomulags þjóðarat- kvæðagreiðslna sem fara fram er- lendis við aðstæður sem helst má telja sambærilegar, sem og fleiri at- riða sem rakin hafa verið hér að framan. Á hinn bóginn er ljóst að ekki er vafalaust að slíkur áskilnaður í lög- um nú stæðist þær stjórnskipulegu formkröfur sem grein er gerð fyrir hér að framan, sbr. kafla 4.6.2., og hafa mismunandi skoðanir m.a. kom- ið fram hjá löglærðum álitsgjöfum sem fyrir starfshópinn komu. Eftir- farandi sjónarmið verða að skoðast í því ljósi og með þeim fyrirvara. Svo sem að framan er rakið er ljóst að ákvæði 26. gr. stjórnarskrár- innar getur ekki talist fela í sér end- anlega afstöðu stjórnarskrárgjafans til fyrirkomulags atkvæðagreiðslu á grundvelli ákvæðisins. Þá benda lög- skýringargögn afdráttarlaust til þess, að vegna aðstæðna á þeim tíma þegar ákvæðið var lögfest hafi stjórnarskrárgjafinn ekki fjallað um nánara fyrirkomulag á atkvæða- greiðslunni. Af þessu leiðir að al- menni löggjafinn þarf að mæla fyrir um reglur sem nánar skýra fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar, en slíkt verður að teljast í samræmi við almennar lögskýringarkenningar á þessu sviði, þ.e. að almenna löggjaf- anum sé heimilt að mæla fyrir um slíkar reglur, enda gangi þær ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og þeim meginreglum sem hún byggist á. Óumdeilt er að reglur stjórnar- skrárinnar um þingræði teljast til grunnreglna íslenskrar stjórnskip- unar. Í því fulltrúalýðræði sem þing- ræðisreglan byggist á felst jafnframt að fyrirkomulag það sem mælt er fyrir um í 26. gr. telst undantekning- arregla að þessu leyti. Ætla verður að það væri andstætt þessum meg- inreglum stjórnarskrár að litlum hluta kjósenda væri falið það vald að afnema lög sem sett hafa verið á stjórnskipulegan hátt samkvæmt meginreglum stjórnarskrárinnar um lagasetningarvald. Einnig verður að telja líklegt að stjórnarskrárgjafinn, við setningu stjórnarskrárinnar 1944, hafi ekki ráðgert sérstaklega að ákvæðið gæti leitt til slíkrar nið- urstöðu. Það orðalag ákvæðisins, að frum- varp sé lagt undir atkvæði allra kosningarbærra manna, bendir heldur ekki til þess. Þegar svo stend- ur á sem hér greinir má ráðgera að heimilt sé með almennum lögum að kveða nánar á um fyrirkomulag at- kvæðagreiðslu þeirrar sem mælt er fyrir um í 26. gr. stjórnarskrárinnar, enda sé þess gætt að ekki sé vikið frá þeim grunnsjónarmiðum sem að framan hafa verið rakin og ætla verður að íslensk stjórnskipun styðj- ist við, sbr. til hliðsjónar það sjón- armið sem fram hefur komið í fræði- ritum á sviði íslenskrar stjórn- skipunar um langt árabil. Engu að síður þykir rétt að ítreka þá fyrirvara sem að framan voru raktir, m.a. þá sem byggjast á því að orðalag 26. gr. stjórnarskrár leiði til þess að hvers konar nánari útfærsla á fyrirkomulagi atkvæðagreiðslunn- ar sé óheimil í almennum lögum. Að teknu tilliti til þess sem að framan er rakið má telja sennilegt að heimilt sé að setja almenn lög nú um hófleg skilyrði um fyrirkomulag at- kvæðagreiðslunnar, sem ekki feli í sér neins konar fyrirfarandi tálmun á beitingu atkvæðisréttar.“ Starfshópur um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skilar niðurstöðum til ríkisstjórnarinnar Rök fyrir skilyrðum við þjóðaratkvæðagreiðslur Morgunblaðið/Þorkell Hæstaréttarlögmennirnir Karl Axelsson, formaður starfshóps um þjóðaratkvæðagreiðslu (nær), og Jón Sveinsson kynntu skýrslu hópsins á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gærdag. Talsmenn starfshóps um tilhögun þjóð- aratkvæðagreiðslu telja líklegt að unnt verði að efna til hennar um miðj- an ágúst ef Alþingi sam- þykkir viðkomandi lög um miðjan júlí. Hóp- urinn leitaði eftir upp- lýsingum og lögskýr- ingum hjá allmörgum sérfræðingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.